Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 50. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980
15
einir á báti. Stöngum er skipt upp
milli jarða í samræmi við
arðskrá. Þá haf a aðilar að stanga-
veiðisvæðinu keypt arðshluti jarð-
eigenda við ósasvæðið (netaað-
staða). Gera má ráð fyrir að
heildarverðmæti veiði á Langár-
svæðinu muni nema um 40 millj-
ónum króna á árinu 1980.
Ljóst er að veiðifyrirkomulagið
hefur haft í för með sér, að nokkur
veiðimannahús eru við ána og
eigendur hafa sjálfir gert vegi
meðfram ánni til að auðvelda
veiðimönnum för að veiðistöðum.
Samkomulag innan veiðifélags-
ins hefur ekki verið sem skyldi.
Ástæður þess eru fyrst og fremst,
að dómi höfundar þessa spjalls,
fyrirkomulagið á veiði og ræktun
á svæðinu. Hvorki er ástæða nú né
rými til að fara frekar út í þessa
sálma.
Stangaveiði
á gömlum merg
Skömmu fyrir síðustu aldamót
hefst stangaveiði í Langá sjálfri,
en áður var veitt þar með netum,
eins og í öðrum ám í héraðinu. Um
aldamótin kaupir skoskur maður,
að nafni Campbell, ungann úr
veiðiréttindum í Langá ásamt
íbúðarhúsi jarðarinnar Langár-
foss, sem var notað sem veiði-
mannahús og er enn í slíkri
notkun. ISíðar voru kvíarnar færð-
ar út í þessu skyni og komust öll
lax- og silungsveiðihlunnindi í
Langá frá sjávarósi að ármótum
Langár og Gljúfurár í hendur
erlends aðila. Það ástand ríkti
síðan lengst af allar götur fram
undir 1958. Það ár féllu öll veiði-
réttindi á ný undir jarðirnar,
þegar leigumála í sambandi við
innlausn veiðiréttinda lauk.
Laxveiðin
Eins og fyrr greinir, liggur fyrir
vitneskja um stangaveiði í Langá
allt frá aldamótum. Á tímabilinu
1900—1947 var árleg meðalveiði í
ánni 331 lax. Meðalveiði áranna
1961—1969 var 564 laxar og sama
tala fyrir sl.. 10 ár er um tvö
þúsund laxar eða fimmföld veiði,
miðað við fyrrgreint tímabil, og
250% aukning á veiðifangi í sam-
anburði við síðarnefnda tímabilið,
1961—69. Landsmeðaltal fyrir
þessi ár er hins vegar 79%. Þá er
ógetið um veiðina í Urriðaá, en
þar veiddust t.d. á stöng árið 1978
112 laxar.
Jóhannes
Guðmundsson,
formaður veiði-
félagsins
Jóhannes Guðmundsson, bóndi
Ánabrekku er formaður veiðifé-
lagsins og hefur verið það frá
upphafi. Hann var einnig formað-
ur í fiskræktarfélaginu allan
tímann sem það starfaði. Er
Jóhannes því búinn að gegna
formennsku í þessum félögum í
um 20 ára skeið. Aðrir í stjórn
félagsins eru Helgi Guðjónsosn,
Leirulæk og Magnús Guðjónsson,
Krossnesi. Formaður vatnsmiðl-
unarfélagsins er Jónas Tómasson,
bóndi Sólheimatungu ,er tók við af
Magnúsi Thorlacíus, hrlm., er
hann lést. Jóhannes frá Ána-
brekku hefur átt sæti í stjórn
vatnsmiðlunarfélagsins frá upp-
hafi.
Af eðlilegum ástæðum hafa
veiðimálastjóri og aðrir starfs-
menn Veiðimálastofnunar haft
töluverð afskipti af málefnum
Langársvæðisins allt frá því að
stofnunin tók til starfa 1946 og til
þessa dags. Hafa þessir aðilar
reynt að stuðla að og tryggja
framgang veiði og ræktunar á
grundvelli laga um lax- og silungs-
veiði.
Einar Hannesson.
Ilclslu heimildir:
Veiðimálastofnunin
Vatnamæiingar
Il|P    ¦ P
(L)ósm.: Einar Hannesson)
Veiðimannahús að Langárfossi. Húsið er tæplega 100 ára gamalt.
Byggð var svefnálma við húsið fyrir nokkrum árum, eins og sjá má.
Eyjólfur
Guðmundsson
skrif ar f rá
Noregi
Dráttarbátar með olíupall í aftirdragi áleiðia til oliuleitaravæðanna.
Olían farin að gef a
ríkinu drjúgar tekjur
Góð lífskjör
almennings
Þrátt fyrir undangengna erf-
iðleika í sumum iðngreinum og
innan kaupskipaflotans er
greinilegt að efnahagslíf í Nor-
egi er í blóma. Atvinnuleysi í
Iandinu hefur minnkað, og voru
skráðir atvinnulausir um ára-
mót 25 þúsund, sem er 5 þúsund
færri en um sama leyti árið
áður. Aukin verkefni vegna olí-
unnar á Norðursjónum og við
strönd Noregs, skapa mikla at-
vinnu. Hér er ekki aðeins um að
ræða atvinnu á sjálfum olíu-
svæðunum, heldur einnig innan
járniðnaðarins, samgangna og
þjónustu.
Það er álit margra að Noregur
sé meðal þeirra landa þar sem
lífskjör séu bezt. Fjólskyldur
sem eiga bæði hraðbát, bifreið
og einn eða fleiri sumarbústaði,
fyrir utan einbýlishús og hafa
auk þess efni á að fara í
utanlandsferð árlega, búa vitan-
lega ekki við léleg lífskjör.
Auknar olíutekjur
til norska ríkisins
Olian, sem Norðmenn „dæla"
nú upp, er farin að gefa ríkinu
drjúgar tekjur. Hækkað verð á
heimsmarkaðnum hefur orðið til
þess að þær verða mun meiri en
álitið var fyrir nokkrum misser-
um. Norsk olía og bensín hefur
verið í notkun hér um skeið og
enginn skortur fyrirsjáanlegur,
þrátt fyrir að bæði ríki og
einkaaðilar hvetji fólk til að
spara bæði olíuna og bensínið.
Astæðan fyrir þessu sparnaðar-
tali er sú, að olíu- og bensinnot-
kun eykst árlega, og eftir fáa
áratugi, má gera ráð fyrir skorti
á þessum orkugjöfum. Því verða
allir að gera sitt, til þess að olían
endist sem lengst og á þann hátt
gefa vísindamönnum sem lengst-
an tíma til að finna upp á
einhverju, sem komið geti í
staðinn. I því sambandi er
minnst á rafknúnar bifreiðar, en
einnig eru gerðar tilraunir með
farartæki sem ganga fyrir eldi-
við. Auknar virkjanir fallvatna,
og orkuver knúin af kolum eða
kjarnorku hafa verið nefnd.
Ennfremur hagnýting vindafls,
með risastórum vindmyllum og
virkjun   sjávarfalla.   Tilraunir
með það síðastnefnda standa nú
yfir og lofa góðu. Þess skal að
lokum getið að nú eru gerðar
tilraunir með íbúðanhús, hituð
upp af sólarljósinu og gert ráð
fyrir að slík hús komi á markað-
inn bráðlega.
Vetrarhörkur
Síðustu vikurnar hefur frost
víða verið +20—40 stig. Hefur
þetta komið sér illa fyrir skóg-
arhöggsmenn, einkum á Heið-
mörk og Upplandsfylki. Er í 11—
vinnandi í skógunum, þegar
frost verður meira en 25 stig,
ekki aðeins vegna þess, að fólk
flest á erfitt með að halda á sér
hita, heldur sérstaklega vegna
þess að erfitt reynist að koma
vélknúnum tækjum í gang. Um
500 manns sem vinna við skóg-
arhögg hafa nú  hætt störfum
Af þeim 20 sem lentu í snjóflóð-
inu, voru 5 látnir er þeir náðust
upp. Höfðu þeir legið nokkra
tíma undir 4—7 metra snjólagi.
Hjálp barst tiltölulega fljótt á
staðinn, m.a. með þyrlum frá
hernum, sem fluttu bæði sér-
þjálfaða leitarhunda og björgun-
armenn inná svæðið.
Árlega farast um 10—15
manns í snjoflóðum í Noregi,
þrátt fyrir það að víða er
tiltækur björgunarútbúnaður,
sem hægt er að grípa til við
slíkar aðstæður.
Ófriðarský á
austurhimni
Innrás Sovétmanna í Afgan-
istan hefur orðið algengt um-
ræðuefni manna á milli, og þykir
mörgum að hættan á þriðju
heimsstyrjöldinni sé nú meiri en
nokkru sinni áður.
í   áramótaræðu   sinni    kom
20—30 m löng furutré
vaga nokkur hundruft kíló,
en fyrir aflmikla dráttarvél
reynast þau léttvæg.
vegna kuldanna, og gert er ráð
fyrir að þetta geti orsakað timb-
urskort í vissum héruðum, ef
ekkki hlýnar fljótlega í veðri.
Snjóflóðahætta er nú mikil í
sumum héruðum í Vestur-Nor-
egi og er brýnt fyrir fólki að fara
varlega. Sl. helgi lentu um 20
nemendur frá unglingaskóla
undir snjóflóði. Þetta skeði í
Sírdal, um 80 km frá Stafangri.
Kennari var með í förinni og var
fylgt merktri skíðabraut, sem
talin var örugg fyrir snjóflóði.
Oddvar Nordli forsætisráðherra
inn á þessi mál, en einnig hafa
fleiri stjórnmálamenn tjáð sig
um þessa atburði. Virðist breið
samstaða allra stærri stjórn-
málaflokkanna varðandi það að
nú sé fyrir alvöru nauðsyn að
efla varnir landsins og styrkja
jafnframt samvinnuna á sviði
hermála innan NATO. Á hinn
bóginn, er talið rétt, að halda
opnum möguleikum á afvopnun-
arviðræðum við Sovétmenn, þótt
framkoma þeirra gagnvart varn-
arlitlu nágrannaríki sýni reynd-
ar að valdhafarnir í Kreml hafi
lítinn f riðaráhuga.
E.G.
inTsisi
s * * X i i¦ £ i r i ¦ i £ *• t C á í « S * J
.-**¦« * 4'« * ** *•** A
(tiittiinttiMit
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48