Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 50. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980
Frá Skeifukeppninni í fyrra.
Engin hross á Hvanneyri
í vetur á vegum nemenda?
ALLAR líkur eru nú til þess að nemendur Bændaskólans á Hvanneyri verði ekki í vetur með hross þar á
staðnum. Undanfarna vetur hafa miili 30 og 40 nemendur skólans verið með hross þar á húsi í um tvo
mánuði. Hafa skólayfirvöld annast útvegun á fóðri og lagt nemendunum til hús undir hrossin. Kostnaður við
hestahaldið hafa nemendur sjálfir greitt. í haust tilkynntu skólayfirvöld nemendum að þau sæju sér ekki
fært að útvega hey. þar sem erfitt væri að fá það til kaups. Tilraunir nemenda sjálfra til að fá keypt hey í
vetur hafa ekki borið árangur.
Helgi Eggertsson, formaður
hestamannafélags nemendánna á
Hvanneyri, Grana, sagði í samtali
við þáttinn, að nemendur hefðu
ekki haft aðstöðu til að kanna
möguleika á því að fá hey keypt
fyrr en liðið var á haust. Þá hefði
hins vegar verið lítið framboð á
heyi og enn sem komið væri hefðu
þeir ekki getað fengið hey keypt.
Helgi sagði að við lauslega könnun
meðal nemenda hefðu milli 20 og
25 nemendur haft áhuga á að hafa
hross á Hvanneyri í vetur og miðað
við að þau yrðu í um tvo mánuði
eins og venja væri þyrftu þeir að fá
um 8 tonn. Venjulega hafa nem-
endur komið með hross sín að
Hvanneyri í fyrstu viku febrúar.
Gísli Karlsson, sem nú starfar sem
skólastjóri á Hvanneyri, sagði í
samtali við þáttinn að hesthúsið á
staðnum stæði nemendum til boða
en þeir, sem til þekktu vissu þó
hversu lélegt það væri. Gísli sagði
að fram að þessu hefði skólinn
útvegað nemendunum fóður, en
þeir hefðu sjálfir greitt kostnaðinn
við fóðrunina. Að sðgn Gísla hefur
heyið ýmist  verið  frá búinu  á
Hvanneyri eða það hefur verið
keypt að.
„Við hefðum getað orðið okkur
út um hey í sumar, ef skólayfirvöld
hefðu gert okkur viðvart í tíma.
Enn höfum við þó ekki gefið upp
alla von, þó að mestar líkur séu á
að við verðum ekki með hross hér á
Hvanneyri í vetur og er það
miður," sagði Helgi Eggertsson.
Frá Bændaskólanum á Hólum er
það helst að frétta að formlegt
skólahald liggur þar niðri í vetur
vegna dræmrar aðsóknar.
Könnun  á  aðstöðu  hesta-
manna á höfuðborgarsvæðinu
VORIÐ 1979 hófst Einar E. Sæ-
mundsen      landslagsarkitekt
handa við könnun á aðstöðu
hestamanna á höfuðborgarsvæð-
inu. Upphaf þessarar könnunar
var ósk Landssambands hesta-
mannafélaga til skipulagsstjóra
rikisins um. hvort ekki mætti
tengja betur reiðleiðir milli at-
hafnasvæða hestamanna á höfuð-
borgarsvæðinu. Fól skipulags-
stjóri Einari að vinna að fram-
kvæmd þessarar könnunar.
Hestar
Umsjónt Tryggvi
Gunnarsson
Að sögn Einars hefur öllum
hestamannafélögunum á svæðinu
frá Hafnarfirði og upp á Kjalarnes
verið  sendur  spurningalisti,  þar
sem óskað er upplýsinga um ýmis
atriði varðandi hestahald á svæð-
inu og starfsemi hestamannafélag-
anna. Einnig hefur verið haft
samband við skipulagsaðila hvers
sveitarfélags fyrir sig á svæðinu.
Er nú beðið eftir því að hesta-
mannafélögin skili svörum sínum.
Einar sagði að þó upphaflega
hefði verkefnið eingöngu lotið að
því hvernig mætti tengja betur
reiðleiðir milli svæða á höfuðborg-
arsvæðinu, mætti hugsa sér frek-
ari úrvinnslu á væntanlegum
gögnum. Gera mætti drög að
áætlun fyrir hvert félag þar sem
reynt yrði að gera sér grein fyrir
þróun mála t.d. næstu 20 árin,
sérstaklega með tilliti til uppbygg-
ingar á aukinni aðstððu. Þá mætti
gera sér grein fyrir, í samráði við
hestamenn og sveitarfélögin á
hverjum stað, hvaða reiðleiðir
henti til frambúðar sem reiðgötur
innan hvers sveitarfélags eða sem
tengsl milli félagssvæða og tengsl
út frá svæðunum. Einar nefndi að
sem sérstakt verkefni mætti nefna
að finna góða og varanlega leið
Ferðalög á hrossum
STJÓRN Landssambands hesta-
mannaféJaga skipaði á sfðasta
fundi sínum þriggja manna
nefnd til að fjalla um ýmsar
tillögur, sem samþykktar hafa
verið á síðustu ársþingum L.H.
um ferðalög á hrossum. í nefnd-
ina voru skipaðir Árni Þórðar-
son, fyrrverandi skólastjóri
Reykjavík, Björn Sigurðsson,
iögregiuþjónn Kópavogi og
Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu-
neytisstjóri Reykjavík.
Nefndinni  verður  sérstaklega
falið að kanna og gera tillögur um
með hvaða hætti megi bæta að-
stöðu til ferðalaga á hrossum og
fjalla sérstaklega um rétt hesta-
manna til ferðalaga um landið. í
umræðum um þessi mál hafa
ýmsir bent á að brýnt sé að
komast að samkomulagi við land-
eigendur á ýmsum stöðum um
áningarstaði hestamanna á ferða-
iögum þeirra um landið. Er ekki
að efa að það verður eitt þeirra
mála, sefn nefndin tekur til um-
fjöllunar.
milli Reykjavíkur og byggðanna
sunnan hennar annars vegar og
Mosfellssveitar og Kjalarness hins
vegar.
Ekki sagðist Einar geta sagt
neitt til um það nú, hvenær
niðurstöður kðnnunarinnar lægju
fyrir en viðbrögð stjórna hesta-
mannafélaganna og þeirra aðila,
sem að skipulagsmálum starfa
fyrir sveitarfélögin við þessari
vinnu hefðu í alla staði verið mjög
jákvæð og ánægjuleg.
Tillögur
um f élags-
réttindi
Á FUNDI stjórnar Landssam-
bands hestamannafélaga i
síðustu viku lagði vinnuhópur,
sem að undanförnu hefur unnið
að gerð tillagna að reglum um
félagsréttindi innan hesta-
mannafélaganna, fram frum-
drög að tillögum sínum.
Sem kunnugt er lagði stjórn
L.H. fram á síðasta ársþingi L.H.
tillögur um þetta efni en þeim var
vísað á ný til stjórnarinnar. Verða
tillögur vinnuhópsins nú sendar
til hestamannafélaganna og óskað
umsagnar þeirra um þær. Að því
loknu leggur nefndin fram endan-
legar tillögur sínar.
I vinnuhópnum eru Guðmundur
Ólafsson, Fáki, Hreinn Ólafsson,
Herði, Sverrir Hallgrímsson,
Andvara, Birgir Guðmundsson,
Sleipni og Albert Jóhannsson,
formaður L.H.
Hrafn Pálsson:
Betra er
seint en
aldrei?
New York. 16. feb. 1980.
Loksins fréttist það yfir hafið,
að mynduð hefði verið stjórn á
íslandi. Veðuröflin fögnuðu þessu
með skæðadrífu og slyddu á víxl.
íslendingar með og án kosninga-
réttar í norðri tóku upp símatól og
hófu að skeggræða okkar nýju
stjórn. Mæltust þessar nýjungar
mismunandí fyrir, enda erum við
mannskepnurnar vanafastar og
kunnum því oft illa, að rótað sé til
um of í hlutunum. Þeir á fram-
sóknarvængnum kunna sér ekki
læti á meðan að sjálfstæðisfólkið
lítur á átökin innan flokks síns
eins og endalok velmegunar á
íslandi séu í nánd. Kratar eru
kátir yfir því að hafa ekki þurft að
skila inn öllu fylgi sínu aftur og
séu hér einhverjir enn meira til
vinstri, þá glotta þeir sennilega,
þar eð menntamálin, og þar með
uppeldismálin, eru í næsta húsi
ennþá.
Mest er þó um það hugsað af
óllum hér, hvort hvatinn að þess-
ari stjórnarmyndun sé ábyrgðar-
tilfinning eða framagirnin sem
svo oft áður. Mestan áhuga sýndi
Stefán, kunningi minn frá Akur-
eyri, Jónsson, sem hringdi til mín
fjórum sinnum frá áramótum, þar
eð blöðin berast til hans svo seint.
Þegar hann hringdi síðast og fékk
ráðherralistann mátti hann varla
vera að því að kveðja, þar eð hann
hafði loíað að koma þessum frétt-
um áfram frá Ohio til Kaliforníu.
Slíkur áhugi íslendings, sem hér
hefur búið í tíu ár, kemur manni
til að hugsa, hvernig væri ástand-
ið á íslandi í dag, ef áhuginn væri
sá sami varðandi stjórnmálin
heima fyrir.
Ástandið hér
Átökin í íran hafa átt allan
áhuga fólks hér á fjórða mánuð.
Carter er á mikilli uppleið hjá
þegnunum vegna „óeigingirni"
hans varðandi málið. í stað þess
að fara út um landsbyggðina og
brúka munn í útnefningarkapp-
hlaupinu við Ed Kennedy hefur
hann setið í Hvíta húsinu og
safnað hrukkum. Edward er alveg
af göflunum að ganga vegna þessa
sinnuleysis hnetubóndans við sig.
Flestir spá nú Carter sigri í
forsetakosningunum og kvenfólkið
af Islandi hér í grenndinni þakkar
hamingjunni fyrir málakunnáttu
Vigdísar Finnbogadóttur, þar eð
næmt málaeyra þykir oft þurfa til
að skilja þennan Suðurríkjamann.
Kvikmyndahetjan Ronald Reag-
an, jafnaldri Gunnars Thor-
oddsens, er sprækur mjög og ætlar
sér stóra hluti fyrir hönd Repu-
blikanaflokksins í áratuga baráttu
við yfirvöld Demókrataflokks
Carters. Samt er Reagan ekki
alveg öruggur um útnefningu sína
ennþá, þar eð lítt þekktur George
Buch gæti orðið honum skeinu-
hættur.
Síðan Rússar tóku til við að
„bjarga" Afganistan hefur talið
um tilfærslu Ólympíuleikanna
verið ofarlega á baugi. Sumir vilja
jafnvel, að þeir verði lagðir niður
með öllu, enda hafa þeir verið
vettvangur morða og stjórnmála-
glæpa um árabil.
Þegar átökin hófust milli
Bandaríkjamanna og írana vildu
margir hér, að Bandaríkjaher
legði olíuríkið undir sig, en slíkar
hugmyndir hurfu um skeið. Nú
eru þessar sömu raddir komnar
upp aftur og telja, að Rússum liði
ekki eins vel í Afganistan væru
Bandaríkjamenn fyrir í íran. Þó
eru það langtum flestir, sem telja
að friðarstefna Carters sé heilla-
vænlegri og bíða nú spenntir eftir
að gíslarnir komi heim. Mútu-
þægni nokkurra þingmanna og
annarra stjórnsýslumanna virðist
ekki koma svo mjög við kaunin á
bandarískum borgurum, þar eð
glæpastarfsemi hefur alltaf verið
daglegt brauð í öllum þrepum
metorðastigans hér í landi, a.m.k.
á þessari öld. Samt er hlutfalls-
lega ekki meiri hætta á því að
verða fórnardýr glæpamanna hér
en annars staðar í heiminum,
nema þá í alveg sérstökum borg-
arhlutum eins og Harlem eða
Bronx. Ekki verður þó fram hjá
því litið, að hetjurnar úr síðari
heimsstyrjöldinni, sem héldu sig
enda öll stríð með fórnum sínum,
telja heimsmenninguna á tor-
tímingarleið. Þessi hugsmíð hefur
smitast út til yngri kynslóða,
þannig að unga fólkið vill ekki
fara í herina, því það telur til lítils
barist, ef allt fer skolla til hvort eð
er. Þar að auki erum við ábyrg
fyrir þeim heimi, sem unga fólkið
hefur fæðst í, a.m.k. að ungviðis-
ins áliti.
Nýlegar hugmyndir
Það er öllum ljóst, að stjórn-
málaleg þróun hefur svo til staðið
í stað á meðan tækninni hefur
fleygt fram. Þetta er að sjálfsögðu
skiljanlegt, ef við sjáum þróun
tækni í opnu kerfi en stjórnmála í
lokuðu. Þar sem allt er meira og
minna þróun undirorpið má ætla,
að þingmenn, sem sitja öll sín
manndómsár í lokuðum þinghús-
um víðsvegar í veröldinni, komi
ekki til með að sjá langt yfir
næstu hæðir eða aukast yfirsýn og
skilningur á stærra kerfi. Þessu til
viðbótar sitja þeir fast og fáar
nýjar raddir með nýjar hugmynd-
ir fá tækifæri til að ýta við hinu
lokaða kerfi þeirra.
Á "sama tíma situr kynslóð
kreppunnar og stríðsáranna í
gömlu vonleysishugarfari og skil-
ur ekki, að afkvæmin eru börn
rafeindatækninnar, geimferð-
anna, diskódansins og eiturlyfj-
anna.
Fjölskyldan hefur ekki lengur
tíma til þess að gegna hlutverki
sínu vegna lífsgæðakapphlaups-
ins. Ást og hamingja er metin í
peningum.
Er það hugsanlegt, að næsta
skrefið sé: Ráðherrar verða ráðn-
ingastjórar fyrir ríkisstofnanir og
ráðuneytin. Þingmenn verða boð-
berar byggðarlaganna til ráðu-
neytanna? Verða prófessorar
gerðir að prófdómendum fjórða
hvert ár ásamt meðdómendum úr
öðru landi til þess að gefa flokkun-
um einkunnir varðandi frammist-
öðuna? Byggist endurkjör þá á
slíkum niðurstöðum?
Erfitt er um slíkt að spá. Hitt er
annað, að í stað þess að segja
þjóðunum að herða sultarólina í
hvert sinn, sem þingmenn með
fullar hendur fjár og mat í hverri
kirnu vilja segja eitthvað ábyrgð-
armikið, væri alls ekki úr vegi að
hvetja fólk til að stunda meiri
hugsun og fyrst og fremst að gera
það sjálft og nota til þess þá
jákvæðu orku sem í öllum býr,
einhvers staðar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48