Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 25 tir kólunum fyrir því með auknum þunga innan skólakerfisins að brotið verði niður það þjóðskipulag, sem íslenska lýðveldið byggist á. Hvað er „hugmyndalegt forræði eignastéttarinnar"? Er það ekki virðingin fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum, eignarréttinum, mannréttindum og siðferðishug- myndum, sem byggjast á kristi- legri lífsskoðun? Gegn þessu ætlar Alþýðubandalagið að herða baráttuna í skólunum og á sviði menningarmála, sem nær væntanlega einnig til ríkisfjöl- miðlanna. Þetta er eini þáttur stjórnmálaályktunar flokkráðs Alþýðubandalagsins, þar sem talað er tæpitungulaust og af þeim hugsjónalega hroka, sem sósíalistum, marxistum eða kommúnistum er tamur. í þess- um þætti felst mikil ögrun, sem ástæða er til að snúast sterklega gegn, vilji menn varðveita ein- staklingsfrelsi og þann lífsstíl, sem er einkenni þess. Ályktun flokksráðsfundarins lýkur með greinargerð um utan- ríkis- og sjálfstæðismál, þar sem að sjálfsögðu er reynt að bera blak af innrás Sovétríkjanna í Afganistan að hætti samanburð- arfræðinganna og svo endurtek- inn gamalkunnur varnarleysis- söngur. Með hliðsjón af því, sem í upphafi var sagt, er einsýnt að í flestum dægurmálaflokkum vel- ur Alþýðubandalagið þann kost að slá sjálft sig til riddara með rangfærslum eða árásum á aðra. Aðeins á einum punkti er flokk- urinn trúr kommúnískum upp- runa sínum og það er í „barátt- unni gegn hugmyndafræðilegu forræði eignastéttarinnar" í skólum og á menningarvett- vangi. Þurfa menn betri stað- festingu á „innrætingarhlut- verki“ kommúnista á þessum vettvangi? Einmitt þar verða lýðræðissinnar helst að halda vöku sinni og láta aldrei undir höfuð leggjast að vekja athygli á þeim beinu og óbeinu áróðurs- brögðum, sem kommúnistar beita. Björn Bjarnason - Rætt við Ivar Guðmundsson aðalræðismann um markaðsmál i Bandaríkjunum SALA á íslenzkum framleiðsluvörum í Bandaríkjunum heíur verið mjög til umræðu að undanförnu. Má í því sambandi nefna sölu á freðfiski, en þar varð nýlega lækkun á nokkrum tegundum. nefna má lagmeti, sem sú breyting hefur verið gerð á sölufyrirkomulagi. að sölufyrirtæki Sölustofnunar lagmetis í Bandarikjunum var nýlega lagt niður. íslendingar hafa náð stöðu með ullarvörur í Bandaríkjunum og fleira mætti nefna. Um þessi mál og fleira þeim tengt ra'ddi Morgunblaðið í vikunni við ívar Guðmundsson aðalræðismann íslands í New York og viðskiptafulltrúa við sendiráðið í Washington. Ivar var fyrst spurður um íslenzkar vörur á Bandaríkjamarkaði almennt. — í Bandaríkjunum er markaður fyrir alla okkar framleiðslu, en það er svo annað mál, að hún er yfirleitt of dýr og hærri í verði heldur en heimsmarkaðsverð. Til- raunir hafa verið gerðar með — Fyrirtækið bar sig ekki og var því lagt niður, en ástæður þess eiga eingöngu rót sína að rekja til okkar sjálfra. Þessu hefur nýlega verið lýst af Birni Dagbjarts- syni, forstjóra Rannsókna- ívar Guðmundsson nú einstakt tækifæri til að koma okkar vörum inn á markað ef við förum rétt að með strangt gæðaeftirlit. Fyrrverandi forstjóri Iceland Waters hefur svo mikla trú á þessu, að hann hefur ákveðið að gerast umboðsmaður Sölu- stofnunar lagmetis í Banda- ríkjunum á eigin ábyrgð. Hann hefur gert áætlanir um innflutning á lagmeti frá Islandi í ár sem nemur 3 milljónum dollara eða liðlega 1.2 milljörðum - íslenzkra króna. Þar af eru 2 milljónir dollara í Kipper Snacks eða léttreyktum síldarflökum frá Norðurstjörnunni í Hafnar- firði, sem er ágætis vara. — Nú er svo komið, að íslendingar sitja einir að þeim Markaður fyrir alla okkar framleiðslu, en íslenzkar vörur eru yfirleitt of dýrar sölu á lambakjöti í Bandaríkj- unum og þá bæði fersku og frosnu kjöti. Fyrir þessa vöru höfum við fengið sama verð og Ný-Sjálendingar, sem eru langstærstu innflytjendur lambakjöts til Bandaríkjanna. Islenzka kjötið hefur líkað mjög vel og það selst jafn óðum og það hefur komið á markað. Verðið sem fengizt hefur fyrir vöruna hefur hins vegar ekki verið eins mikið og við þurfum á að halda. — Islenzkar ullarvörur eiga sívaxandi vinsældum að fagna, en þar stöndum við einnig nokkuð höllum fæti vegna hárra tolla. Sérstaklega á þetta við ef eitthvað er á flíkinni, sem kalla má skraut. Þá hækkar hún í tollaflokkun. — Freðfiskur er okkar langstærsta útflutningsvara til Bandaríkjanna og er svo rótgróin að við höfum lítið sem ekkert af þeirri sölu að segja. Enda standa þau tvö fyrirtæki, sem flytja freðfisk til Bandaríkjanna, á svo traustum fótum að ekki verður á betra kosið. Verðsveiflur og eftirspurn eru síðan eins og gerist með aðrar vörutegundir. — í sambandi við freðfisk- inn mætti geta þess hér, að stjórnskipuð nefnd, sem fékk það verkefni að kanna hvort innflutningur fisks til Banda- ríkjanna skaðaði bandarískan sjávarútveg, skilaði áliti til Bandaríkjaforseta í janúar- mánuði. Niðurstöður hennar voru þær, að innflutningurinn kæmi ekki niður á útvegi í Bandaríkjunum. — A undanförnum þremur árum höfum við gert tilraunir til að hasla okkur völl á sviði lagmetis á Bandaríkjamark- aði. Það er Sölustofnun lag- metis, sem staðið hefur að þessari markaðsöflun með dótturfyrirtæki sínu í New York, Iceland Waters Indust- ries, sem nú hefur að nafninu til verið lagt niður. Forstjóri Iceland Waters (I.W.I.), Norman Salkin, hefur tekið við einkaumboði á íslenzku lagmeti á eigin ábyrgð. — Hvers vegna hefur sölu- fyrirtækið í Bandarikjunum verið lagt niður? stofnunar fiskiðnaðarins. Hann hefur sagt rétt og satt frá því ófremdarástandi, sem ríkir í þessum málum hjá okkur íslendingum. Hins veg- ar gefur hann einnig í skyn, að niðurlagning matvæla sé að verða úrelt aðferð, en það er ekki rétt hjá honum, a.m.k. ekki hvað varðar Bandaríkin. Þær fisktegundir sem eru lagðar niður eru yfirleitt ekki fallnar til að geyma í frysti, reyk eða á annan hátt en niðurlagðar. — Niðurlagt fiskmeti er selt fyrir tugi milljóna dollara á Bandaríkjamarkaði, enda selt í smáskömmtum, sem oft er til hagræðis fyrir neytand- ann. Erfiðleikar í niðurlagn- ingu hjá okkur íslendingum stafa eingöngu af kæruleysi og eftirlitsleysi, því hráefnið sjálft er eins gott ef ekki betra en fæst annars staðar. Mýmörg dæmi um slælega frammistöðu í framleiðslu lagmetis — Geturðu nefnt dæmi þessu til stuðnings? — Þau eru mýmörg, því miður, um hve illa við höfum staðið að þessari iðngrein á undanförnum árum. Ef við snúum okkur að fráfalli I.W.I. í Bandaríkjunum, þá mætti t.d. minna á hvernig fór með niðurlagðan hörpudisk, en fyrsta sendingin kom til Bandaríkjanna fyrir um tveimur árum og talið var að þetta nýmeti ætti mikla framtíð fyrir sér. Þetta voru um 6000 kassar, sem komu sem reynslusending. Þegar dósirnar voru opnaðar kom í ljós, að í þeim var mestmegnis vatn og er matvælaeftirlitið í Pennsylvaníu komst að þessu munaði minnstu, að algjört bann yrði lagt á innflutning á þessari vöru frá íslandi. Þetta hafði í för með sér gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir I.W.I. — Yfirleitt má segja, að I.W.I. hafi stöðugt fengið rangar upplýsingar um mál og vog, t.d. komu 1% únsu-dósir af kavíar til þeirra merktar sem tveggja únsu-dósir. Þá var ekki óalgengt, að notaðar væru ónothæfar dósir, sem bólgnuðu við geymslu. Reglum um skjöl og skriffinnsku var ekki fylgt. Skömmu eftir að Iceland Waters tók til starfa í New York var ákveðið að flytja inn fiskibollur, en þær hafa ekki komið fram til þessa dags. — Þingvallamurtan er eitt vinsælasta lagmetið, sem íslendingar hafa boðið fram á Bandaríkjamarkaði og hefir murtan verið notuð sem aug- lýsing fyrir vörumerki Iceland Waters. Því miður er það magn takmarkað, sem fáan- legt er af þessari vöru. 1978 fékk Iceland Waters um 6000 kassa, en í fyrra var tilkynnt að ekki fengizt nema lítill hluti þess magns, þar sem betri boð væru annars staðar. — Forstjóri Iceland Waters gerði hverja tilraunina af ann- arri til að fá meira af murtu og því lauk með því, að hann fékk senda 700 kassa. Þegar varan kom til New York kom í ljós, að um gamlar birgðir var að ræða, sem skilað hafði verið aftur frá Danmörku og Þýzka- landi. Dósirnar voru merktar 1975 og merkimiðarnir voru gamlir, þá hafði verið hætt að nota 4—5 árum áður. — Forstjóri Iceland Waters komst á sínum tíma í samband við Araba nokkurn, sem vildi kaupa lagmeti frá íslandi. Samkomulag varð um að senda einn gám til Saudi- Arabíu sem sýnishorn af gæð- alagmeti frá íslandi. Eftir nokkurra mánaða töf tókst að fylla gáminn, en þegar hann var opnaður í olíulandinu kom í ljós að helmingurinn var óþverri og ónothæfur með öllu. Fleiri sendingar af lag- meti hafa ekki farið til Saudi- Arabíu. Þrátt fyrir allt eru möguleikarnir okkar — Hafa íslendingar þá fyrirgert möguleikum sínum hvað lagmeti snertir á Bandaríkjamarkaði? — Þrátt fyrir allt er ekki svo og við íslendingar höfum markaði. Um helmingur er seldur undir einu þekktasta vörumerki á þessum vörum í Bandaríkjunum, King Oscar, en hinn helmingurinn undir merki Iceland Waters og öðr- um sérmerkjum. Þekkt vöru- merki eru lykillinn að mark- aðnum og sést þáð vel á því, að Kipper frá íslandi undir merki King Oscar er við hlið Kipper frá sama fyrirtæki undir merki Iceland Waters. Fram- leiðslan er nákvæmlega sú sama, en undir merki King Oscar er varan seld á 73 cent dósin, en undir íslenzka merkinu á 63 cent. — Stærsta vonin fyrir framtíðina er fólgin í því að byggja upp sölu á íslenzkum kavíar, sem líkar ágætlega og mikil eftirspurn er eftir ein- mitt nú vegna þess að Banda- ríkjamenn eru tregir til að kaupa kavíar frá íran og nú undanfarið frá Rússlandi vegna innrásarinnar í Afgan- istan. Þá hefur íslenzkur kav- íar svo að segja rutt dönskum kavíar út af markaðnum, en íslenzki kavíarinn þykir hafa meira geymsluþol og litarefnið vera stöðugra en í þeim kav- íar, sem keppinautarnir bjóða. — Gallinn er hins vegar sá, að stór hluti innflutningsins hefur farið forgörðum vegna þess að upplýsingar um mál og vog á umbúðum hefur ekki verið treystandi, lok á krukk- um hafa verið laus. — Ef rétt er að staðið ætti að vera mikil framtíð fyrir íslenzkt lagmeti í Bandaríkj- unum. Meðal annars höfum við smásíld, sem fiskifræð- ingar hafa sagt að óhætt sé að veiða við Norðurland í nokkru magni á sumrin. Smásíldin er kjörið hráefni í sardínu- framleiðslu sem einmitt skort- ir í Bandaríkjunum. Önnur ástæða fyrir bjartsýni á fram- tíðina í Bandaríkjunum er ástandið í þessum iðnaði í Noregi. Þar er ríkiseinokun komin á og innflytjendur lag- metis í Bandaríkjunum hafa ekki trú á, að það bæti stöðu norsks lagmetisiðnaðar. Þá er víða hráefnisskortur og fleira mætti nefna, segir ívar Guð- mundsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.