Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 50. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRUAR 1980
35
þeirra tillagna sem nú lægju fyrir,
taldi Þorbjörn vera aukið öryggi
aldraðra, en margir þeirra búa viö
erfiðar aðstæður að hans sögn.
Hinn ávinninginn taldi Þorbjörn
vera að gömlu hverfin fengju
„blóðgjöf frá ungu fólki, sem
dreifast myndi í þær íbúðir sem
losnuðu þegar rosknir eigendur
þeirra flytjast yfir í leiguíbúðir af
því tagi sem hér er rætt um.
Þorbjörn taldi að það hefði
komið fram að hér væri einungis
um byrjunarframkvæmdir að
ræða, en síðan yrði haldið áfram
af fullum krafti. Hann sagði að að
vísu væri þetta ekki hið algera
valfrelsi sem boðað hafi verið,
enda hefði meirhlutinn ekki ráðið
ferðinni nema á annað ár.
Er Þorbjörn hafði lokið máli
sínu, steig Björgvin Guðmundsson
í pontu. Björgvin sagði það rétt,
sem Magnús L. Sveinsson segði, að
ekki væri nýtt að viðræður færu
fram milli verkalýðshreyfingar-
innar og borgarinnar um sam-
vinnu á sviði húsnæðismála, en
hins vegar hefði ekki verið rætt
sérstaklega um þessi mál fyrr.
Björgvin sagði, að það væri skýrt
tekið fram í tillögunni, að athuga
ætti sérstaklega hvort lífeyris-
sjóðir verkalýðsfélaganna í
Reykjavík væru reiðubúnir til að
lána til íbúðabygginga í
Reykjavík. Þetta vildi meirihlut-
inn gjarnan kanna í viðræðum, en
því væri ekki að leyna „og er
ástæðulaust að draga fjöður yfir
það, að eins og fjárhagsástand
Reykjavíkurborgar er í dag, þá er
ekki unnt að gera stórt átak í
húsnæðismálum nema til komi
aðstoð aðila eins og verkalýðs-
hreyfingarinnar í Reykjavík",
sagði Bjórgvin. Björgvin sagðist
ekki telja að verið væri að byggja
upp nýtt kerfi við hliðina á
verkamannabústaðakerfinu með
því að taka upp samvinnu við
verkalýðsfélögin. Það væri alger-
lega opið hversu víðtæk þessi
samvinna yrði og hversu mikið fé
verkalýðsfélögin treystu sér til að
lána borginni*
Byggja má þrjár
til sölu á móti
einni til leigu
Er Björgvin hafði lokið máli
sínu tók til máls Magnús L.
Sveinsson (S). Hann kvaðst sakna
þéss úr ræðu Björgvins, að hann
svaraði þeirri spurningu sem hann
beindi til hans fyrr í umræðunum.
Magnús sagðist hafa gert ráð fyrir
því, að ekki stæði á svarinu.
Magnús sagði það athyglisvert, að
þegar þessi tillaga hefði verið
flutt, hefði meirihlutinn ekki gert
sér grein fyrir því hvaða fé yrði
lagt í framkvæmdina. Hins vegar
sagði Magnús það æskilegast að
aðstoða það fólk, sem byggi í
leiguíbúðum á vegum borgarinnar,
til að eignast eigin íbuðir. Hann
sagðist sannfærður um, að stór
hluti af leigjendum borgarinnar
vildi keppa að því að eignast eigin
íbúðir, og það þyrfti að hjálpa
þessu fólki að eignast húsnæði hið
fyrsta. „Þá vil ég vekja athygli á
því," sagði Magnús, „að það er
miklu meira fjármagn sem
Reykjavíkurborg þarf að leggja að
mörkum fyrir hverja eina leigu-
íbúð en íbúð sem byggð er sam-
kvæmt kerfi verkamannabústaða
vegna lánakerfisins sem í gildi er.
Það má segja að fyrir sama
fjármagn sem borgin leggur að
mörkum sé hægt að byggja þrjár
íbúðir samkvæmt kerfi verka-
mannabústaða á móti einni íbúð í
leiguhúsnæði. Þannig að fjármagn
borgarinnar nýtist miklu betur
með því að byggja verkamanna-
bústaði. Ég tel að það sé númer
eitt og við eigum að stuðla að því
að losa sem flestar leiguíbúðir
borgarinnar, og að fá þá, sem ráða
við það, til að kaupa íbúðir á
vegum verkamannabústaða. Þá
losna leiguíbúðir Reykjavíkur-
borgar fyrir þá sem ekki ráða við
að kaupa eigin íbúðir."
Verkamannabústaða-
kerfið leysir ekki
öll vandamál
Að máli Magnúsar loknu tóku
til mals Markus Örn Antonsson
(S). Hann sagði að hin síðari ár
hefði verið lögð megináhersla á
verkamannabústaðakerfið, enda
ætti það kerfi fullkomlega rétt á
sér. Hins vegar leysti það kerfi
ekki öll vandamálin. Hins vegar
væri það þannig að viss hópur
fólks gæti ekki eignast eigið hús-
næði, ekki einu sinni með þeim
kjörum sem verkamanna-
bústaðirnir byðu. Markús taldi
ástæðu til að velta fyrir sér í ljósi
þeirrar reynslu, sem fengist hefði,
hvort ekkí væri tímabært að gera
átak til þess að leysa úr brýnustu
félagslegu vandamálunum með
uppbyggingu leiguhúsnæðis. Síðan
sagði Markús: „Ég tel tvímæla-
laust að grundvallarreglan eigi að
vera sú, að fólk leysi úr þessum
brýnu þörfum sínum á eigin spýt-
ur, eins og hefur verið gert hingað
til. Hins vegar getum við ekki
horft fram hjá knýjandi félagsleg-
um vandamálum, sem gera vart
við sig og hafa verið leyst á
þennan hátt áður fyrr, en ekki er
langt síðan gert var stórfellt átak
í þessum efnum. Það er bara
kominn tími til þess aftur að 'við
beinum athyglinnni að þessum
vandamálum og grípum til þeirra
úrræðá og þeirra ráða sem tiltæk
eru."
Kanna, athuga skoða
og rannsaka...
Síðasti ræðumaðurinn sem
kvaddi sér hljóðs undir þessum lið
var Davíð Oddsson.
„Ég get ekki orða bundist vegna
þeirrar tillögu sem Björgvin Guð-
mundsson mælti hér fyrir, fyrir
hönd þess, sem hann kallar „hinn
nýja meirihluta", sagði Davíð.
„Það er nú dálítið skemmtilegt
orð, en hann notar það jafnan
þegar hann ræðir um hinn virðu-
lega samsetning — kallar hann
„hinn nýja meirihluta". Ég verð að
segja það, að mér finnst að
Magnús L. Sveinsson borgarfull-
trúi hafi sýnt fram á það á mjög
skýran og ótvíræðan hátt, að þessi
tillaga, sem hér er flutt og hér var
mælt fyrir og slegið var upp í
blöðunum fyrir þennan fund, er
nánast hrein sýndartillaga. Stór
jólapakki í kringum þá staðreynd
að hinn nýi vinstri meirihluti
treystir sér ekki til þess að verða
við óskum aðila sem standa að
byggingum verkamannabústaða
um aukinn stuðning við það fram-
tak. Þetta er aðeins reykmökkur
laskaðs vinstri orrustuskips „hins
nýja meirihluta" til að dylja þessa
óhagstæðu staðreynd fyrir al-
menningi. Hins vegar kallaði
borgarfulltrúinn fram í þegar á
þetta var bent, að það myndi verða
bætt úr fjárvöntun, sem hér blasir
við í sambandi við endanlega
afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Eftir
þessum orðum var tekið og með
þeim verður fylgzt, hversu ríflega
verður nú staðið við þetta frammí-
kall og hversu dýrt frammíkallið
kann að verða „hinum nýja borg-
arstjórnarmeirihluta".          Þegar
farið er yfir þær tillögur, sem
talsmenn „hins nýja meirihluta"
hafa flutt hér frá upphafi, þá eru
þær reyndar allar, ef það er
athugað í þessum dúr, það er talað
um viðræður, skoða og kanna, það
_á að kanna barnaár, það á að
athuga með iðnþróun, sem er
síðan sett upp í hillur, og það á að
hefja viðræður um að einn eða
annar aðili sjái nú um að bæta úr
því sem aflaga fer hjá „hinum
nýja meirihluta". Tillögurnar eru
allar á þessa lund. Það stendur
ekkert á bak við þær. Það er
reyndar sláandi að fylgjast með
því, hversu hugmyndalaus „hinn
nýji meirihluti" með allt hið nýja í
kringum sig hefur verið síðan
hann kom hingað sem meirihluti í
þennan sal. Það er ekkert nýtt frá
honum komið annað en að kanna,
skoða og rannsaka. Ekkert annað,
—  það stendur ekkert eftir. Og ég
hygg að það verði nú raunin þegar
hann fer frá — við fögnuð flestra
— að þá standi æði lítið eftir en að
kanna, athuga og skoða, og þá
verður rétt að kanna, athuga og
skoða hversu lítil afrek hins nýja
meirihluta verða."
Nýtt bæjarblað í Kópavogi, Kópavogstíðindi:
Vilja lif ga og ef la bæjarlif ið
segir ritstjórinn, Herbert Guðmundsson
í nóvember sl. hófst í Kópavogi
útgáfa bæjarblaðsins Kópa-
vogstíðinda og hafa nú komið út
þrjú tölublöð, en áform útgefanda
gera ráð fyrir tveim blöðum í
mánuði. Blaðaútgáfa hefur lengi
verið talsverð í Kópavogi á snær-
um stjóramálaflokkanna og sam-
taka um bæjarmálaþátttöku, en
Kópavogstíðindi eru fyrsta al-
menna frétta- og málefnablaðið í
bænum, frjálst blað að sögn þeirra
sem að því standa, og jafnframt
fyrsta blaðið sem ætlað er að gefa
út reglulega aðra hvora viku.
Kópavogstíðindi hafa sérstöðu
meðal bæjar- og héraðsblaða að
því leyti, að blaðinu er dreift
ókeypis innan bæjarins í hverja
íbúð og hvert fyrirtæki, en á hinn
bóginn selt til annarra. Upplag
þess er því stórt eða 6.000 eintök
þegar frá upphafi.
Bæði hugsjón og
erlend hugmynd
Útgefandi Kópavogstíðinda er
samnefnt firma en eigandi þess er
Heimir Br. Jóhannsson, sem er
Kópavogsbúi en hefur lengi rekið
Bókamiðstöðina í Reykjavík. Rit-
stjóri er Herbert Guðmundsson,
sem til skamms tíma gaf út
tímaritið Hús og híbýli og rit-
stýrði því en var áður ritstjóri
Frjálsrar verslunar um skeið og
þar áður íslendings-ísafoldar á
Akureyri í 4 ár. Hann hóf þó
ritstjóraferil sinn í Kópavogi þar
sem hann annaðist útgáfu bæjar-
blaðsins Voga „eitt kjörtímabil"
og er því kominn aftur á fornar
slóðir.
„Útgáfa Kópavogstíðinda er
gömul hugmynd útgefandans",
sagði Herbert aðspurður um til-
drög og tilgang blaðsins, „og eftir
að hann stakk hugmyndinni að
mér gerðum við hana eiginlega að
sameiginlegri hugsjón og ákváð-
um að láta á hana reyna. Ég er
gamalkunnugur útgáfu af þessu
tagi og hef verið í meiri og minni
snertingu yið bæjarlífið í Kópa-
vogi rúma tvo áratugi, svo að
verkefnið er að þessu tvennu leyti
að mínu skapi. En frumkvæði
Heimis réði þó úrslitum og sá
háttur sem hann hafði í huga
varðandi tilhögun útgáfunnar.
Raunar er hugmyndin erlend en
jafn góð fyrir það og nýstárleg
hér."
Herbert GuAmundsson
tílfcí
Lausatjérataða bæ/arsjóðs mtórbmtt — framk vasmdir minnkaðar um þriðjung	
Saar——	4Ö0MÍLUÖNA MINNIS-yAR«...E0AHVAÐ?
phsiis	
S3^£siS?^r,rrSt£	
'MsMM	
¦^^z—-—--------» ™—	
Allir geta náð
til allra
Hvernig nýstárleg?
„Jú, Kópavogstíðindi eru prent-
uð í stóru upplagi og annars vegar
dreift ókeypis um allan Kópavog
síðan seld út fyrir bæ^nn á kostn-
aðarverði sem kynning á Kópavogi
út á við.
Aðalatriðið er að með þessu
móti geta allir talað við alla innan
bæjarins; við segjum öllum það
sem við vitum að er að gerast í
bænum og bæjarmálunum, og allir
geta komið sinum málum á fram-
færi, t.d. félög og verslanir og
þjónustufyrirtæki, auk þess sem
blaðið er umræðuvettvangur
Kópavogsbúa um þau margvíslegu
mál sem líf þeirra snýst um.
Þessi tilhögun á útgáfunni á
sem sagt að geta lífgað og eflt
allsherjar hringrás innan bæjar-
ins, sem okkur satt að segja finnst
ekki vanþörf á, að ógleymdri
kynningu Kópavogsmála út á við.
Ef blaðið væri gefið út með
gamla laginu og selt jafnt innan
bæjar og utan, myndum við aldrei
ná nema til brots af öllum þeim
sem við náum til með þessum
hættí."
Sjálfsögð þjónusta
viða erlendis
Hvernig er þetta hægt fjár-
hagslega?
„Það að gefa blaðið innan bæj-
arins og tryggja þannig tengsl
þess við alla í bænum skapar
auðvitað áhugaverðan möguleika
fyrir auglýsendur og það eru því
þeir sem borga.
Þessi tilhögun er mjög mikið
tíðkuð erlendis í minni bæjum og
jafnvel úthverfum borga, og miðar
að því að efla innbyrðis samskipti
og viðskipti fyrst og fremst. Það
eru auðvitað augljósir hagsmunir
í bæ eins og Kópavogi.
Við gerðum okkur eftir fðngum
grein fyrir því, hvort Kópavogur
væri af heppilegri stærð svo að
þetta mætti takast þar. Og niður-
staða okkar varð sú, að bæði væri
bæjarstærðin hæfileg miðað við
aðstæður hér á landi og svo væri
varla nokkurs staðar á landinu
önnur eins þörf fyrir svona sam-
bandsmiðlun en í Kópavogi, sem
er tiltölulega ungur bær en þó stór
á okkar mælikvarða, með mikla
vaxtarverki og að mörgu leyti
ómótaður. Bæjarbúar eru það
margir og tilflutningar svo miklir,
að þeir þekkjast fremur lítið og
vita allt of lítið um eigið samfélag.
Hugsjónin snýst um að bæta úr
þessu að því marki sem í okkar
valdi stendur."
Frábærar viðtökur
Hvernig hefur blaðinu verið
tekið?
„Frábærlega, miklu betur en
okkur óraði fyrir. Við erum strax
komnir inn í hringiðuna í bænum.
Og hrifnastur er ég af því hve
viðbrögðin eru almenn og feimnis-
laus, allt önnur en þegar ég
ritstýrði flokksbundnu blaði í
Kópavogi hér á árum áður. Og þó
hafði ég nákvæmlega sömu skoðun
þá og nú um algeran aðskilnað
frétta og stjórnmálaumfjöllunar.
Fyrirtækinog opinberar stofn-
anir hafa einnig strax fengið
nasaþef af því, að með þessu blaði
hefur þeim opnast nýr aðgangur
heim á hvers manns gafl í bænum.
Ég sé því ekki am.að en okkur
muni heppnast tiltækið," sagði
Herbert að lokum.
Verksmiðjusala
Buxur
denim, flaueli, kakí og flannel.
Góö efni, fjölbreytt sniö, fallegir litir, gott verð.
Úlpur
Geríö góð kaup í úrvalsvöru.
Opiö virka daga kl. 9—18.   Föstudaga kl. 9—22.
Laugardaga kl. 9—12.
Margar stærðir og geröir.
Gott verð.
AM¥
Skipholti 7.
Sími 28720.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48