Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 50. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980
Guttormur Sigurðsson:
í Morgunblaðinu sunnudaginn
20. jan. gat að líta grein í
pistlinum, — "Á drottinsdegi".
Greinin bar heitið „Fyrrverandi
guru varar við jóga". Þar sem
grein þessari er greinilega ætlað
að sverta jóga og gera jóga-
vísindin og iðkun þeirra tor-
tryggileg í augum almennings,
vil ég taka hana til nokkurrar
er þróast hefur á mörgum öldum
við samruna ýmsra menninga er
bárust frá eða með þjóðum eins
óg Mongólum, Húnum, Söxum,
Grikkjum, Aröbum, og Englend-
ingum svo eitthvað sé nefnt. Með
fáum undantekningum runnu
menningar þessara þjóða saman
við þann menningarlega suðu-
pott, sem kallaður er hindúismi.
Guttormur Sigurðsson
Hugleiðsla,— vopn
gegn dáleiðslu:
I téðri áróðursgrein segir að
indversk íhugun miði að því „að
slæva og slökkva meðvitundina
og líkist heldur dáleiðslu eða
vímu".
Ef „indversk íhugun" á hér að
tákna tantriska hugleiðslu (öll
sönn hugleiðsla byggir á tantra)
þá er plúsum og mínusum al-
gjörlega víxlað í framhaldinu.
Því að í stað þess að hugleiðsla
slævi og slökkvi meðvitundina,
víkkar hún hugann, flýtir þrosk-
un vitsmunalegs sviðs og um-
formun þess í innsæi. Fjölmarg-
ar vísindalegar prófanir og at-
huganir hafa sannað að hug-
leiðsla eykur einbeitingahæfni,
styrkir taugaviðbrögð, dregur úr
streitu og skerpir minnið svo
eitthvað sé nefnt.
„Á drottinsde^i"
vanþekkingarinnar
meðferðar og leiða rangfærslur
og rangtúlkanir hennar fram í
dagsljósið. Harma ég reyndar
mjög þá afstöðu sem umsjón-
armenn pistilsins taka gagnvart
hugleiðslu og jóga með birtingu
slíkrar greinar. Tel ég þá með
því sýna algjört virðingarleysi
fyrir öðrum trúarbrögðum og
þekkingarskort á andlegum
vísindum.
Áðurnefnd grein er byggð á
frásögn Indverja, Rabi Maharaj
að nafni. Skýrir hann frá því
hvernig hann rataði frá villu
síns vegar, hætti að vera hindúa-
prestur og guru, en gerðist í þess
stað kristinn. Það mótsagna-
kenndasta og undarlegasta er að
þessi „umsöðlun" hans varð er
hann hafði „náð öllum æðri
vitundarstigum hugleiðslunnar",
eins og hann orðar það, en sá þá
„að leið hans lá ekki til hins
sanna Guðs, — heldur frá hon-
um". Manni dettur nú bara í hug
að þessi fallni guru hafi hrein-
lega dottið úr söðlinum á leið
sinni eftir hinum andlega vegi.
Eða skyldi ekki leiðin til hins
„sanna Guðs" liggja í gegnum
æðri vitundarstig?
Og annað; er hægt að ná æðri
vitundarstigum með röngum að-
ferðum?
Gaman væri að sjá þá trúar-
legu heimspeki sem héldi því
fram. Eftirtektarvert er að
hindúaprestur þessi fyrrverandi
telur sig hafa náð hæstu vitund-
arsviðum andlegs meistara með
aðferðum sem hann síðan for-
dæmir, þ.e. Jóga og hug-
leiðslu!?!?
Sá regin misskilningur eða
vísvitandi rangtúlkun, að jóga
byggi á hindúatrú, liggur eins og
rauður þráður í gegnum grein-
ina. Hið rétta er að jóga hefur
ekkert með hindúatrú eða önnur
trúarbrögð að gera, heldur bygg-
ist á „TANTRA", sem eru inn-
sæisvísindi, — þróuð langt á
undan hindúasið. Tantrisk
menning var í blóma á stórum
hluta Indlandsskagans áður en
Aryarnir lögðu landið undir sig.
Hindúasiður er langt frá því að
vera heilsteypt trúarbrögð, held-
ur er hann mjög flókið og
margþætt   menningarfyrirbæri,
Sameiningarþáttur hindúasiðar
er fyrst og fremst andleg heim-
speki er kennir að andinn sé
efninu æðri og að alheimssálin
Atman eða Guð sé eilífur sann-
leikur.
Var Kristur jógi?
Það er í rauninni ekkert í
kenningum sjálfs Krists, sem er
í andstóðu við andlega heim-
speki og jógavísindi, svo langt
sem þær ná að minnsta kosti.
Hitt hefur aftur á móti gerst að
kenningar hans hafa og eru enn
stórlega rangtúlkaðar af for-
svarsmönnum kristinnar kirkju.
Þarf ekki annað en benda á
sundrungu hennar í ótal and-
stæðar og oft á tíðum stríðandi
kirkjudeildir, sem er afleiðing
þessa.
Rætur jógavísindanna liggja
alls ekki í hindúatrú né öðrum
trúarbrögðum. Þau hafa heldur
ekki á neinn hátt mótast af
trúarbrögðum, heldur öfugt, þ.e.
sum trúarbrögð hafa orðið fyrir
áhrifum frá jógavísindunum. Og
enn algengara er að upphafs-
menn þeirra (trúarbragðanna)
hafi iðkað þessi vísindi. T.d. telja
sumir fræðimenn að Jesús hafi
dvalið tímabil ævi sinnar á
Indlandi til að læra þar af
andlegum meisturum áður en
hann fór að kenna og hafi þá
hlotið nafnið Kristur, sem er
samstofna orðinu Krishna. Eitt
ásamt mörgu sem styður þessa
kenningu er að Biblían gerir
enga grein fyrir nokkuð löngu
tímabili í ævi Jesús áður en
hann varð Kristur og fór að
kenna. Eða hvað með vitringana
frá Austurlöndum? Sýnir ekki
einmitt sagan um þá, að sam-
gangur haf i verið á milli þessara
svæða varðandi andleg mál?
Séu mismunandi trúarbrögð
gaumgæfð, kemur í ljós að bak-
við ytra form þeirra leynist oft
sameiginlegur andlegur neisti.
Vilji kristin kirkja byggja á
andlegri stef nu, væri henni sam-
boðnara að leggja áherslu á það
sem er sameinandi fyrir trúar-
brögð og andlegar hreyfingar í
stað þess að ala á sundurlyndi
með áróðri gegn andlegum
vísindum. Það hefði verið hollt
Victor Kortsnoj við yoga-æfingar á Filippseyjum.
fyrir presta og preláta kristinn-
ar kirju að gera „bænaviku fyrir
einingu hins dreifða kristin-
dóms", einnig að viku umburð-
arlyndis og skiinings á öðrum
trúarbrögðum.
Eins og áður sagði þá byggir
jóga á innsæisvísindum (intui-
tional science), — tantra. Þessi
vísindi útskýra hvernig öll til-
veran og fyrirbæri hennar eru
afsprengi samspils sérstaks
frumorkulögmáls og vitundar.
Þessum vísindum hefur fyrst og
fremst verið haldið lifandi og
þau glædd af röð andlegra
meistara, sem hver útskýrði þau
og aðhæfði framsetningu þeirra
að skilningsgetu sinnar sam-
tíðar. Vísindi þessi eru hagnýt
vísindi, þ.e. aðferðir þeirra geta
verið prófaðar og gefa árangur.
Þess vegna verða framsettar
niðurstöður þeirra, sem kallast
andleg heimspeki, iðkandanum
aldrei trúaratriði, heldur ein-
ungis vegvísir á leið hans til
fullkomins skilnings og sjálfs-
uppgötvunar.
Varðandi þá staðhæfingu að
hugleiðsla líkist dáleiðslu eða
vímu þá hefur formerkjunum
hér aftur verið víxlað. Hugl-
eiðsla er hvorki dáleiðsla né
víma, en hefur þvert á móti verið
notuð sem vopn gegn dáleiðslu
eða dáleiðslutilraunum, og er
þar skemmst að minnast at-
burða frá heimsmeistaraeinvígi
Kortsnojs og Karpovs í skák, er
fram fór á Filippseyjum sumarið
'78. En þar notuðu Rússar vel-
þekktan parasálfræðing, Zukhar
að nafni, til að trufla Kortsnoj
við skákborðið. Mótleikur
Kortsnojs var að hann fékk tvo
jóga úr Ananda Marga hreyfing-
unni til að hjálpa sér að standast
hin neikvæðu áhrif frá parasál-
fræðingnum. í persónulegu sam-
tali við undirritaðan hefur
Kortsnoj staðfest góðan árangur
af hugleiðsluiðkun sinni á meðan
á skákmótinu stóð. Enda bætti
Kortsnoj við sig þremur vinning-
um eftir að hann hitti Ananda
Marga jógana og jafnði stöðuna
sem   áður   var   talin   vonlaus.
Hverjum dettur svo í hug að
áskoranda í heimsmeistara ein-
vígi í skák dytti í hug að nota
hugleiðslu ef hún hefði slævandi
áhrif??
Jóga í
þjóðfélagsbaráttu
Það vill svo til að undirritaður
þekkir persónulega stúlkuna,
sem situr í hugleiðslustellingu á
myndinni, sem fylgir umræddri
grein. Hún er sænsk og er félagi
í Ananda Marga hreyfingunni.
Þykir mér umsjónarmenn pist-
ilsins vera nokkuð seinheppnir
að minna þannig á Ananda
Marga hreyfinguna vegna þess
að hún er einmitt heimsþekkt
orðin fyrir það sem íjað er að í
greininni að jógaiðkendur komi
hvergi nærri, sem sé hjálpar og
líknarstarf við hrjáða og bág-
stadda í þjóðfélaginu. Um allan
heim hefur Ananda Marga
stofnað hundruðir skóla, hæla,
matdreifingarmiðstöðvar,
læknastofurj og á Indlandi, Fil-
ippseyjum, Italíu, Bandaríkjun-
um, Guatemala og fleiri löndum
hafa sérstakar skyndihjálpar-
sveitir hennar, kallaðar AM-
URT, unnið mikið sjálfboðastarf
í sambandi við náttúruhamfarir.
Barátta hreyfingarinnar gegn
spillingu, stéttamismunun, og
hverskonar þjóðfélagslegri óár-
an á Indlandi varð þess valdandi
að kommúnistaflokkur Indlands
(CPI) sá ofsjónum yfir uppgangi
hreyfingarinnar og reyndi með
ofbeldisaðgerðum að ganga á
milli bols og höfuðs á henni.
Seinna lét Indira Gandí banna
hreyfinguna og hneppa félag
hennar hundruðum saman í
fangelsi. Sjálfur stofnandi og
leiðtogi hreyfingarinnar, P.R.
Sarkar var fyrst sýknaður af
falsákærum eftir að hafa setið í
rúm sjö ár í fangelsi. Saga
Ananda Marga hreyfingarinnar
er ekki saga aðgerðarleysis og
deyfðar í þjóðfélagsmálum eða
skeytingarleysis um hag bág-,
staddra. Þvert á móti. Ananda
Marga er ekki einhver mystískur
trúarbragðahópur, heldur þjóð-
félagshreyfing, sem byggir á
samþættingu andlegra vísinda
og efnislegra og vill byggja upp
nýtt þjóðfélag á grundvelli nýrr-
ar þekkingar um manninn, þjóð-
félagið og lífheim þann sem við
byggjum. Hún kennir að maður-
inn verði að lifa í samræmi við
þau náttúrulögmál sem ráða
þroska hans og framþróun. Að
mannkynið sé allt ein órjúfanleg
heild og þess vegna beri að
berjast gegn þeim öflum sem
reyna að sundra því.
Fáfræðin er aðal-
óvinur mannsins
Eg vona að umsjónarmenn
pistilsins "Á drottinsdegi" geti
verið mér sammála um það að
fáfræðin er versti óvinur
mannkynsins og að gegn honum
beri að berjast. Ég vænti þess
þess vegna að þeir kynni sér
betur hugleiðslu og jóga áður en
framhald verður á kynningu á
því efni hjá þeim í pistli þeirra
eða annarsstaðar. Hugleiðsla
hefur í gegnum aldirnar verið
lífæð andlegrar stefnu. Að
höggva á hana jafngildir því að
höggva að rótum trúarbragð-
anna, nema að þau hafi þá þegar
slitnað af rót sinni.
Guttormur Sigurðsson
Félagi í Þjóðmálahreyfingu ísl.
Týndur landkönnuður var á svæði skæruliða
London, 24. febrúar. AP.
BREZKUR fjallgöngumaður og
landkönnuður, Bert Maddock, sem
hvarf sporlaust í Himaiayaíjöllum
fyrir 27 árum, kann að hafa beðið
bana eftir að hann rakst á búðir
skæruliða sem CIA hafði þjálfað að
því er félagi úr leiðangri hans,
Harry Hilton, segir í ritinu „Int-
ernational Mountain Year 1980".
Hilton kveðst í fyrstu hafa tekið
trúanlega hina opinberu skýringu
sem var sú að Maddock hefði
drukknað þegar hann reyndi að
komast yfir fljót sem vöxtur hafði
hlaupið í, en síðan farið að efast um
skýringu brezka utanríkisráðuneyt-
isins á málinu.
Hann segir að Maddock hafi
horfið nálægt landamærum Tíbets
og Kína þar sem hann segir að vitað
sé að CIA hafi starfað um þetta
leyti.
Hilton segir að tilraun hans til
að rannsaka málið hafi verið mætt
með þögn hjá bandarískum, brezk-
um og nepölskum yfirvöldum. Skjöl
tengd hvarfi Maddocks eru horfin,
segir hann.
Talsmaður brezka utanríkisráðu-
neytisins sagði: „Við lafum aldrei
hafa nokkuð eftir okkur um sögur af
þessu tagi."
Hilton segir að á öðrum degi
leiðangursins 1953 hafi hann bjarg-
að lífi Maddocks eftir að hann datt í
á og „þessi reynsla hafi haft djúp
áhrif á Bert. Eg efast um að hann
hefði tekið nokkra áhættu."
„Ef Bert hefði álpazt inn á
æfingasvæði eða búðir skæruliða,
hefði verið hægt að leyfa honum að
fara frá Nepal?" spyr Hilton.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48