Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 50. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980
Bjarni Bjarnason
— Minningarorð
Fæddur 21 janúar 1913.
Dáinn 21. íebrúar 1980.
Eftir því sem árin líða neyð-
umst við til að kveðja fleiri og
fleiri samferðamenn, og nú þarf
að kveðja Bjarna Bjarnason verk-
stjóra.
Nú eru liðin meira en 30 ár
síðan ég kynntist Bjarna Bjarna-
syni. Fyrst sem yfirmanni mínum,
sanngjörnum og hjálpsömum
verkstóra, en síðan sem nánum
samstarfsmanni í meira en aldar-
fjórðung.
í öllum mannlegum samskipt-
um er skoðana- og áherslumunur
óumflýjanlegur og raunar eðli-
legur, en við Bjarni bárum gæfu
til þess að geta alltaf talast við af
fullri hreinskilni og tókst þannig
jafnan að eyða öllum misskilningi
og komast að sameiginlegri niður-
stöðu.
Víst er, að ég verð ekki sá eini af
samstarfsfólkinu, sem mun sakna
hins hressandi blæs, sem hann bar
jafnan með sér, svo og hans góðu
ráða og forsjálni.
Bjarni var einstaklega útsjonar-
samur og verklaginn og tókst oft
það, sem aðrir gátu ekki, en þegar
um það er rætt kemur gjarnan
eftirfarandi atviki upp í huga
minn.
Fyrirtækið hafði keypt vél eina,
bæði þunga og mikla að öllu
ummálí, og átti hún að standa á
annarri hæð verksmiðjunnar.
Fjöldi manna var til kvaddur til
að taka á móti vélinni og freista
þess að koma henní um lyftugat
upp á næstu hæð. Er ekki að
orðlengja það, að eftir 3ja tíma
tilfæringar, mælingar, umræður
og heilabrot, reyndist það sam-
dóma álit allra viðstaddra að vélin
væri of stór til að komast upp um
opið og því yrði að brjóta gat á
útvegg hússins til að koma vélinni
þar inn og þá með kranabíl. Það er
að segja, þetta var álit allra nema
Bjarna, en hann sagði: „Það er víst
hægt að koma vélinni upp um
+
Eiginkona mín
PALÍNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Háa-Rima,
Þykkvabæ,
lést í Landspítalanum 28. febrúar.
Guöni Sigurðsson.
+
Móðir okkar
ARNFRÍDUR LÁRA ÁLFSDÓTTIR
frá Flateyrí
andaöist að Hrafnistu 27. febrúar.
Álfheiöur Guöjónsdóttir,
Arngrímur V. Guöjónsson,
Sigríöur F. Jónsdóttir,
Stefán G. Jónsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir,
JAKOB HARALDSSON KYVIK,
Sólbergi,
Garði,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 1. marz kl. 14.
Þeir sem vildu minnast hins látna, láti Hjartavernd njóta þess.
Fyrir hönd barna og systkina,
Guömunda Ágústsdóttir.
+
Móðir mín og tengdamóöir,
GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR,
Bragagötu 23,
sem  lézt  í Borgarspítalanum  23.  febrúar  verður  jarðsett  frá
Fossvogskirkju ídag, föstudaginn 29. febrúar kl. 15.00.
Hlynur Arnason,   Sigríður Jóna Friöriksdóttir.
+
Þökkum innilega öllum þeim, er vottuöu okkur samúö og vinarhug
við andlát og útför sonar okkar og bróður,
SIGURÐAR HARDARSONAR,
Skélpageröi,
Unnur Áskelsdóttir,   Hörður Adólfsson
og systkini hins látna.
Lokað
eftir hádegi í dag, föstudaginn 29. febrúar vegna
jaröarfarar,
BJARNA BJARNASONAR,
verkstjóra,
Smjörlíki h.f.
Sól h.f.
gatið, farið þið bara heim, ég skal
aleinn og án ykkar aðstoðar sjá
um það." Ég held að ég hafi verið
sá eini viðstaddra, sem tók þessa
yfirlýsingu Bjarna hátíðlega, enda
var óspart veðjað hvort honum
tækist þetta. Sama kvöld átti ég,
upp úr miðnætti, leið framhjá
verksmiðjuni og datt þá í hug að
líta við hjá Bjarna og sjá hvernig
honum gengi. Viti menn, er þá
ekki Bjarni aleinn og hjálparlaust,
en með því að nota hugvit, afl,
talíur, lyftara, lyftu og tjakka,
búinn að koma vélinni, sem vegur
tæp 2000 kg, upp á aðra hæð. Urðu
menn ókvæða við, er þeir komu á
vettvang næsta morgun og sáu
verksummerki, en greiddu þó
Bjarna veðféð möglunarlaust.
Margar fleiri slíkar sögur væri
hægt að segja af Bjarna og atorku
hans, en þessi mun látin nægja að
sinni.
Bjarni var mikill áhugamaður
um ýmis félagsmál og var einn
aðalhvatamaður þess að fyrirtæk-
ið reisti orlofsheimili handa
starfsfólkinu. Vegna ýmissa ann-
arlegra ástæðna náði hann ekki að
sjá það mál komið í höfn, en
vonandi tekst að láta þann draum
rætast innan tíðar.
Bjarni vr íka einn af stofnend-
um Knattspyrnufélagsins Þróttar
og var um hríð formaður félags-
ins. Bar hann alla tíð mikla
umhyggju fyrir vexti félagsins og
viðgangi, svo og öllum íþróttum
öðrum, enda hlaut hann bæði
heiðursviðurkenningar frá Þrótti
og gullmerki Í.S.Í. og hafði hann
að mínu mati svo sannarlega til
hvors tveggja unnið.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig til að þakka Bjarna
langa og ánægjulega samfylgd og
samstarf og óska konu hans,
börnum og öðrm ættingjum og
venslamönnum, sem nú eiga um
sárt að binda, blessunar í fram-
tíðinni, en það getur þó ef til vill
orðið þeim til nokkurrrar huggun-
ar að minningin um góðan dreng
mun lifa um ókomin ár.
Davíð Sch. Thorsteinsson.
í dag kveðjum við okkar ást-
kæra vin Bjarna Bjarnason. Ég
ætla með þessum fátæklegu orð-
um að þakka honum samveru-
stundirnar, sem ég og mín fjöl-
skylda nutum að eiga með honum.
Bjarna kynntist ég fyrst fyrir
meira en tuttugu árum þegar ég
var orðinn veitingamaður í Breið-
firðingabúð. Þá var mikið um
félagsstarfsemi í húsinu; þar voru
bridge-klúbbar, tafl- og ýmsir
spila- og skemmtiklúbbar. Bjarni
spilaði oft bridge þarna, en kynni
okkar urðu ekki náin fyrr en
mörgum árum síðar.
Bjai-ni var félagslyndur maður
og íþróttum unni hann mikið.
Hann gekk í Knattspyrnufélagið
Þrótt á fyrsta starfsári og varð
formaður þess ekki löngu síðar.
Var það ekki heiglum hent að
fást við þau verkefni, sem því
fylgdi og er mér ekki grunlaust
um, að stundum hafi verið stórir
sjóir og boðar, sem þurfti kunn-
áttu til að sigla á milli.
Þegar ég tala um að kynni okkar
hafi orðið náin síðar, á ég við það,
að þegar Bjarni gerðist starfs-
maður minn á árinu 1966, þá
mynduðust þau vináttubönd, sem
aldrei hafa rofnað, en stöðugt
voru að hnýtast traustari hnútum.
Alltaf var líf og fjör í kringum
Bjarna og hefi ég notið þess bæði í
veiðiferðum og öðrum ferðalögum
og fundið, hve mikils virði þeir
menn eru, sem alltaf finna út
spaugilegu hliðina á vandamálun-
um, þegar búið var að leysa þau.
Bjarni var maður, sem margir
yngri menn mættu taka sér til
fyrirmyndar, þetta er ekkert oflof
að honum látnum heldur skrifað
með bestu vitund af manni, sem
þekkti Bjarna mjög vel. Sam-
starfsfólk hans í Sigtúni kveður
hann með söknuði. Ég og fjöl-
skylda mín færum eiginkonu hans,
börnum og öðrum ástvinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Við
minnumst hans með hlýhug og
söknuði. Viðskilnaðurinn er sár,
en stendur ekki lengi, því brátt
liggja leiðir saman á ný í nýjum
heimi í nýju umhverfi.
Veri hann sæll að sinni. Við
sjáumst síðar.
Sigmar Pétursson og
fjölskylda.
Kveðja írá knattspyrnu-
íélaginu Þrótti.
Allir eiga líf sitt einhverjum að
launa og svo er og um það
knattspyrnufélag í Reykjavík, sem
eitt allra á fjörutíu ára tímabili
fæddist án þess að deyja barna-
dauða.
Knattspyrnufélagið Þróttur á
líf sitt fáum mönnum að launa.
Einn þeirra, Bjarni Bjarnason,
hefur nú lokið dagsverki sínu, en
eriginn skil er að finna milli
þrjátíu ára sögu Þróttar og dagl-
egs lífs og starfs hans.
Erfitt er að etja kappi við þá,
sem aldrei gefast upp og halda
áfram jafnvel einir þegar aðrir
láta deigan síga. Á Bjarna Bjarna-
son bitu engir ósigrar þótt hann
fengi þá ýmsa að reyna. Hann
uppskar samt um það er lauk
árangur síns erfiðis og velgengni
Þróttar var honum dag hvern
tilefni til að brýna alla til að gera
betur.
Ætti ég að lýsa því hve viðþols-
Iaus Bjarni var, þegar við höfðum
gert nýja félagsheimilið fokhelt,
að nýta nú „kofann strax" eins og
hann orðaði það, fyrir hlutaveltu.
Auðvitað framkvæmdi hann það
verk sem aðalstjórnandi og með
þeim árangri að allt í einu fengum
við í hendur það fé, sem sköpum
skipti.
Mér þótti nóg um átók og afköst
Bjarna á þessum tíma því óllum
var ljóst að svo mjög var brugðið
heilsu þessa þrekmennis að
tvísýnt var um.
Bjarni Bjarnason var annar í
röðinni sem formaður Þróttar.
Ekki er vegur að telja upp öll þau
störf, er hann gegndi fyrir félagið.
Að auki vann hann ærið verk fyrir
íþróttasamtökin almennt, ekki
sízt Í.B.R. Hlaut hann að sjálf-
sögðu margvíslegar viðurkenn-
ingar frá íþróttahreyfingunni,
þ.m. gullmerki Í.S.Í. er honum var
veitt á 30 ára afmæli Þróttar 17.
nóv sl.
Enn eru nokkrir svo gamaldags
að njóta þess að sjá hugsjónir
sínar rætast. Við sem fengum að
taka þátt í því með Bjarna
Bjarnasyni að sjá björtustu vonir
frumherja Þróttar rætast hljótum
að skilja við hann að leikslokum
með djúpum söknuði.
Magnús Óskarsson.
Kveðja frá 1 þróttabanda-
lagi Reykjavíkur.
Þegar Bjarni Bjarnason tók
sæti í framkvæmdastjórn íþrótta-
bandalags Reykjavíkur 1974, var
það í fyrsta sinn sem fulltrúi frá
Þrótti, einu af yngri félögunum,
var kosinn til þessara starfa. Var
það mjög við hæfi, því Bjarni
hafði í mörg ár átt sæti í full-
trúaráði samtakanna, var einn af
frumkvöðlum og stofnandi Þrótt-'
ar. Hann var einn af dugmestu
brautryðjendum félagsins á erfiðu
upphafstímabili þess og átti á
margvíslegan hátt þýðingarmik-
inn þátt í því árum saman að
félagið er nú orðið eitt af öflug-
ustu og sterkustu stoðum í
íþróttastarfinu hér í Reykjavíkur-
borg. Mátti og oft finna á Bjarna
hve innilega hann gladdist yfir
framgangi félagsins, ekki sízt nú
fyrir skömmu er félagsheimili
þess var opnað og öll aðstaða
stórbættist. En sú saga verður
ekki rakin hér. Það leyndi sér ekki
að Bjarni hafði ánægju af að
starfa innan stjórnar I.B.R. Það
var viðburður ef hann vantaði á
fundi og þar mætti hann skömmu
áður en hann var allur, þó yeikur
væri. Bjarni var tillögugóður,
næm réttlætiskennd hans og ró-
semi naut sín vel er bylgjurnar
risu hátt. Bjarni var traustur og
farsæll í öllum þeim störfum sem
á hann lögðust í stjórninni og átti
mjög hægt með að umgangast fólk
af öllum stéttum.
Á vegum bandalagsins átti
hann verulegan þátt ásamt öðrum
í samskiptum við erlend sendiráð
hér í borginni. Leysti hann þau
störf með miklum ágætum. Ég
held hinir erlendu fulltrúar hafi
lært að meta þennan íslenzka
alþýðumann, sem bar sig sem hinn
fágaðasti heimsmaður á svo
sjálfsagðan hátt.
Störf stjórnar Í.B.R. eru yfir-
leitt unnin í kyrrþey og láta
yfirleitt ekki mikið yfir sér. Var
það vel í samræmi við skapgerð
Bjarna. — Hann var sáttur við að
vinna sín störf hér sem annars
staðar á kyrrlátan hátt og var
jafnan í góðu jafnvægi. Hann
þoldi vel dagsins önn. Hæverskan
og lítillætið voru aðalsmerki hans,
en einarður vel ef hann taldi sig
þurfa til þess að taka. Það er ljóst
að maður með eiginleika Bjarna
Bjarnasonar verður ekki sá sem
hann er nema að hann sé einnig í
einkalífi sínu og fjölskyldulífi
hamingjusamur. Það held ég hann
hafi verið í ríkum mæli.
Nú er hann horfinn okkur þessi
góði vinur og félagi. Honum þótti
vænt um sína borg og gladdist yfir
þeim framförum sem hann sá hér
í borginni þó sérstaklega á
íþróttasviðinu. Hann var sannur
fulltrúi íþrótta og drengskapar.
Stjórn .'B.R. sendir fjölskyldu
hans og ættingjum samúðarkveðj-
ur og óskar þeim velfarnaðar um
ókomin ár.
Úlfar Þórðarson.
Afmœtis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðuni
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og
með góðu línubili.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48