Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 50. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 29^ FEBKÍ AR W&>
39
Pétur Kristófer
Ragnarsson - Kveðja
Eins og kunnugt er orðið lést
Pétur Kristófer Ragnarsson af
slysförum h. 11. febrúar sl. Reynd-
ar var mér ekki kunnugt um
fregnir þessar fyrr en dag þann
sem kveðjuathöfnin fór fram. Brá
mér að vonum illilega við og
tvístíg raunar ennþá í hugsunum
um hvort raunverulega rétt geti
verið. Rétt nokkrum sólarhringum
áður hafði ég átt hressandi samtal
við Pétur niðri á Lækjartorgi eins
og von var á þegar rætt var við svo
tápmikla menn. En veður eru fljót
að skipast í lofti og dagurinn í dag
er ekki sami dagurinn og dagurinn
í gær var. Nú er Pétur genginn
héðan og ég og fleiri sakna hans.
Sakna hvers? má spyrja. Jú, þessa
ferskleika sem ávallt fylgdi Pétri.
Þessarar ógurlegu lífsorku sem
ávallt geislaði í allar áttir frá
honum. Hafði glaðværð hans og
kurteisi mjög smitandi áhrif á allt
umhverfið hverju sinni. Aldrei
spjallaði ég svo við Pétur að mér
fyndist ég ekki annar maður á
meðan. Og það stundum lengi á
eftir. Að svona mönnum er missir
og söknuður. Og það mikill missir.
Reyndar orkar það tvímælis að
vera með svona krafs eins og hér
er hjá mér. Hverju erum við
bættari? hefi ég heyrt menn
spyrja. Hvað getum við eiginlega
gert? Jú, þakkað. Því þó ekki væri
nema kurteisleg þökk fyrir sam-
leiðina og samganginn þá á hún
fyllilega rétt á sér. Samfylgdin
varð styttri hér á jórðinni en ráð
var fyrir gert í upphafi. í það
minnsta sjáanlegt frá okkar sjón-
arhóli. En kannski er það ekki svo
í rauninni. Kannski átti þetta allt
að fara svona. En hver er þá
eiginlega þessi harði skapari sem
teflir svona með syni sína? Hvaða
sköpun er það og hvaða óskiljan-
legi tilgangur getur verið þar á
bak við sem réttlætir svona hegð-
un þess? Hann hlýtur að vera
meira en lítið stór og fagur. Hjá
mér er lítið um svör. Við hérna
megin dómaraborðsins verðum að
ganga þangað sem vísað er. Enn
sem komið er skiljum við lítið
meira í leikreglunum.
Þegar leiðir okkar Péturs lágu
fyrst saman fyrir nokkrum árum,
áttum við fljótlega sameiginlegt
hugðarefni sem varð oftast kjarn-
inn í samtölum okkar upp frá því.
Hafði Pétur mikla þörf fyrir að
grennslast fyrir um ýmsar hliðar
þess nánar þegar um var rætt.
Þess vegna er málið mér ef til vill
skyldara en í fljótu bragði gæti
virtst. Ræddum við einnig oft
líkurnar fyrir lífi hinum megin
grafar og þá hvaða form á því
sínu, Sandbrekku hér í kauptún-
inu, Bjarni Guðlaugur Guðjóns-
son. Hann var fæddur 1. marz
1915 að Gvendarnesi í Fáskrúðs-
firði. Foreldrar hans voru Arnleif
Stefánsdóttir frá Grund í Stöðvar-
firði og Guðjón ólafsson frá
Gvendarnesi. 11 ára fluttist Guji,
en það var hann jafnan kallaður,
með foreldrum sínum hingað að
Búðum og átti hér heima ávallt
Bjarni Guðlaugur
Guðjónsson — Minning
Hinn 8. ágúst s.l. lést að heimili     af framantöldu hefur verið ærinn
starfi að sjá um svo stóran
barnahóp, en með sinni sameigin-
legu hagsýni og umhyggju áttu
þau Guji og Alla ávallt sitt
huggulega heimili, og að heimilinu
var verið að hyggja, þegar
lífsþrótturinn brast. Guji var ein-
stakt prúðmenni í allri framkomu,
greindur vel og bjó yfir góðlátlegri
kímni, sem ég hygg að aldrei hafi
verið öðrum til saka. Ævistarf
hans var lengst af bundið sjó;
mennsku og vinnu sjófangs. 1
nærri tug ára naut undirritaður
starfa hans við útgerð og kynntist
því af eigin raun hvern mann
hann hafði að geyma. Hvort sem
um var að ræða vinnu við beitn-
inguna í landi eða störfin um borð,
var Guji ávallt sami trausti liðs-
maðurinn. Þau verk, sem hann tók
að sér voru ætíð vel af hendi leyst.
Þessi góðu kynni erum við þakklát
fyrir. Slíkra manna er gott að
minnast.
Þessari síðbúnu kveðju fylgir
ósk um biessun Guðs til handa
eiginkonu, börnum og ástvinum
hans öllum um alla framtíð.
Aðalbjörg Magnúsdóttir
Þorsteinn Sigurðsson.
Ove Jörgensen
— Minningarorð
síðan. Á hans uppvaxtar- og
manndómsárum máttu menn
vinna hörðum hðndum til að sjá
sér og sínum farborða. Þá var títt
farið á vertíðir í aðra landshluta
og dvaiið fjarri heimilum svo
vikum og mánuðum skipti. Allt
þetta þekkti Guji af eigin raun.
Það var því ekki að ófyrirsynju, að
hann gerðist áhugamaður um
batnandi lífskjör og atvinnuhætti
í heimabyggð sinni. Hann tók
virkan þátt í störfum Verkalýðs-
og sjómannafélags Fáskrúðsfjarð-
ar, í stjórn kaupfélagsins átti
hann sæti um tíma og einnig í
hreppsnefnd. AUs staðar mun
hann hafa reynst góður liðsmaður
og vann markvisst að þeim mál-
um, sem hann taldi til hagsbóta
fyrir byggðarlagið. Hann naut
þess að sjá atvinnufyrirtækin rísa
af grunni og þannig tryggða af-
komu sveitunga sinna. Árið 1937
kvæntist Guji eftirlifandi eigink-
onu sinni, Aðalheiði Valdimars-
dóttur, hinni ágætustu konu og
var hjónaband þeirra framúrskar
andi gott. Þau eignuðust 6 börn,
sem talin eru hér eftir aldri: Axel
f. 1938, Leifur Ingi f. 1939, Sigfríð
f. 1941, Valdimar F. 1943, Þórhild-
ur f. 1948 og Kristjana f. 1952.
Guji var einstaklega umhyggjus-
amur heimilisfaðir. Snyrti-
mennska hans og lipurð í allri
umgengni við börnin og heimilið
þótti alveg sérstök. Eins og sjá má
kæmu til greina og hver þeirra
væru líklegust, bæði frá heim-
spekilegu sjónarmiði og- vísinda-
legu. Mátti greinilega heyra á
Pésa að ekki gekk hann hræddur
móts við dauðann frekar en aðrar
hindranir sem stökkva þurfti yfir.
Og nú hefur höfundurinn flautað
til leiks í næstu umferð. Hér sit ég
svo og vona að þetta pínulitla
vegarnesti hafi lyft undir stökkið í
fyrstu lotu og vel hafi gengið að
flytja í nýju heimkynnin.
Þegar sest er niður til að skrifa
kveðjustúf um farinn félaga þá
brýst alltaf dómarinn fram í
kveðjuhöfundi. Hvernig var geng-
ið? Var gengíð til góðs götuna
fram eftir veg? Eða voru hliðar-
sporin mörg? Það er einnig álit-
amál hvort skrifa skuli kveðjur
þessari líkar. Verða þær ekki
yfirfullar af tilfinningum hvers
höfundar fyrir sig? Er ekki borin
von að hin kalda skynsemi liðinna
tíma ráði ferðinni? En líklega á
það að vera þannig og kannski
best komið fyrir svo. En öll höfum
við okkar göngulag. Og Pétur
hafði einnig eitt göngulag þótt
ekki félli öllum það alltaf. Hann
fór sínar eigin leiðir og hugsaði
sínar hugsanir þótt aðra greindi á
um ágæti þeirra stundum. Reynd-
ar held ég að þeir sem stóðu
honum næst hér hafi orðið mest
varir við þessa hlið málsins. Ungir
menn sem eru að springa af
lífskrafti, andlegum sem líkam-
legum, þurfa að hafa ótal mörg
járn í eldinum til að koma allri
þessari orku út úr sér og finnst
sumum stundum þá orðið nóg um.
Ég ætla ekki að tíunda hér
jarðargang Péturs Kristófers,
hann var ekki það langur og hefur
komið fram hér áður. Ég votta
ættingjum hans og félögum og þá
sérstaklega foreldrum, bræðrum
og unnustu, mína dýpstu samúð
vegna þeirra átakanlegu illskilj-
anlegu þáttaskila sem nú hafa
runnið yfir. Ég þakka Pétri fyrir
hlýhuginn og þakka glaðværðina
og hressleikann. Sannfærður er ég
að þessir kostir eru gott vegar-
nesti nú. Leiðir okkar skiljast að
sinni en ég veit að þær skerast
seinna meir. Þangað til kveð ég
hann. Ef til vill skerast þær öðru
vísi annars staðar áður, hver veit.
Magnús H. Skarphéðinsson.
Fæddur 10. desember 1925
Dáinn 22. febrúar 1980
Minn besti vinur um þrjátíu ára
skeið er dáinn.
„Hold dig munter", með þessum
orðum kvaddi Ove mig er ég
heimsótti hann á spítalann í
síðasta skiptið. Ég ætla að reyna,
en það er eriftt andspænis hörðum
staðreyndum lífsins, það er erfitt
þegar náinn vinur er kallaður á
burt á besta aldri.
Ove var meðal þeirra fyrstu sem
ég kynntist hér á landi. Milli
okkar myndaðist strax gagn-
kvæmt traust og vinátta sefn
staðið hefur óslitið síðan (án
nokkurs skugga). Ove var hógvær
maður með fágaða framkomu,
réttsýnn og fastur fyrir ef því var
að skipta.
Hingað til landsins kom hann
laust fyrir 1949 og hefur dvalið
hér síðan. Ég held að mér sé óhætt
að segja að hann hefur verið
óaðfinnanlegur þegn þessa lands,
þótt hann gleymdi aldrei uppruna
sínum.
Hann hafði sterkar rætur til
borgarinnar við sundið sem slitn-
uðu aldrei.
„Hold dig munter" sagði hann,
ég veit það ekki, kannski tíminn
og minningin um fölskvalausa
vináttu og góðan dreng muni
lækna sárin.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég kæran vin, þótt hann sé nú
horfinn okkur, þá murt minningin
um hann lifa um ókomin ár. Ég
kveð hann með þakklæti fyrir
ótaldar samverustundir og trausta
vináttu.
Eiginkonu og dætrum ásamt
öldruðum foreldrum og bróður
vottum við hjónin innilega samúð
okkar.
Landi hans og vinur
H.C.
Er við í dag fylgjum Ove vini
okkar síðasta spölinn, langar okk-
ur til að senda honum fáein
kveðju- og þakkarorð. Þakka hon-
um samfylgdina um hartnær 30
ára skeið. Þakka og minnast
margra glaðra og góðra stunda
bæði heima og heiman.
Nú á kveðjustundu rifjast upp
samverustundirnar með þessum
glaða og góðviljaða Kaupmanna-
hafnardreng, sem jafnframt var
þó hlédrægur alvörumaður. Við
minnumst hans á góðviðriskvöld-
um við Þingvallavatn. Við munum
ánægjusvipinn er hann ræddi um
hestana sína, sem voru honum
kærir vinir. Við minnumst margra
ánægjustunda á notalegu heimili
hans og Önnu.
Nú skiljast leiðir um sinn.
Lokastríð hans var stutt en
strangt. Það stríð háði hann með
sömu hljóðlátu karlmennskunni
og honum var eiginleg alla daga.
Ove Lund Jörgensen var fæddur
10. desember 1925 í Kaupmanna-
höfn. Þar ólst hann upp og nam
rennismíði. Til íslands kom hann
árið 1948 og vann að iðn sinni,
lengst í Vélsm. Hamri, en nú
síðustu árin hjá Mót og stansar.
Hann kvæntist 9. janúar 1949
eftirlifandi konu sinni, Önnu
Maríu Magnúsdóttur, góðri og
traustri konu. Hjónaband þeirra
var ætíð farsælt og hlýtt. Þau
eignuðust tvær dætur, er önnur
búsett hér í Reykjavík en hin í
DanmÖrku. Þar á Ove einnig
bróður og aldraða foreldra. Þótt
Ove tæki aldrei íslenskan borgara-
rétt, var ísland honum mjög kært
og var hann ekki síðri íslendingur
en mörg okkar sem hér erum
barnfædd. AUtaf átti þó fæðingar-
borgin hans við Sundið sterk ítök í
huga hans.
Um leið og við kveðjum góðan
og tryggan vin, sem stóð of stutt
við meðal okkar, sendum við Önnu
og dætrum Maríu og Evu, afa-
börnunum þremur, foreldrum og
bróður okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Gyða og Stefán.
Guðný Guðjónsdóttir
Ijósmóðir - Minning
Fædd 23. apríl 1915.
Dáin 23. febrúar 1980.
Guðný var dóttir hjónanna Sig-
ríðar Þorvaldsdóttur (f. 1881, d.
1968) og Guðjóns Þorsteinssonar
frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá
(f. 1883, d. 1923). Þau Sigríður og
Guðjóh hófu búskap að Uppsölum
í Eiðaþinghá árið 1904. Þar eign-
uðust þau 10 börn, er á legg
komust. Þau eru: Ingvar bóndi í
Dölum í Hjaltastaðaþinghá,
Þorsteinn búsettur á Seyðisfirði,
Stefanía húsfreyja á Finnsstöðum
í Eiðaþinghá, Anna búsett og gift
í Kaupmannahöfn, Soffía sem
lengi hefur unnið að verzlunar-
störfum í Reykjavík, Þorvaldur
bifreiðarstjóri í Kópavogi, Laufey
húsfreyja í Mýnesi í Eiðaþingi.
Kristinn dó tvítugur árið 1927.
Guðný var næstyngst, en yngstur
var Þorleifur klæðskeri í
Reykjavík, en hann dó fyrir
nokkrum árum. Guðjón faðir
þeirra var lengi heilsuveill og lézt
fyrir aldur fram fertugur að aldri.
Þá tvístraðist barnahópurinn og
urðu eldri börnin að sjá fyrir sér
sjálf, en þrjú þau yngstu fylgdu
móður sinni að Torfastöðum í Hlíð
til 1925, en þá-fór móðir þeirra
með yngsta barnið að Ketilstöðum
á Völlum. Guðný varð því snemma
að sjá fyrir sér sjálf, fyrst fyrir
austan, en síðan var hún um
nokkurra ára bil hjá Kristjáni
Fjeldsted í Ferjukoti í Borgarfirði.
Árið 1943 kom hún hingað til
Reykjavíkur og fékk inngöngu í
Ljósmæðraskólann og lauk þar
námi árið eftir, haustið 1944. Þá
starfaði hún á fæðingardeild
Landspítalans, unz hún giftist
Árna Ólafssyni, móðurbróður
mínum frá Strandseljum í Ögur-
hreppi, árið 1948. Árni var verka-
maður við höfnina í Reykjavík frá
því hann fluttist suður árið 1946
og þar til heilsan fór að bila, en
hann dó 21. des. 1967, sextugur að
aldri. Hjá þeim Guðnýju og Árna
var oft þröngt á þingi og gesta-
nauð mikil, og veit ég dæmi þess
að a.m.k. einn gestur ílentist hjá
þeim vetrarlangt án þess húsráð-
endur spyrðu um ástæður né
heldur að það hvarflaði að þeim að
krefjast gjalda fyrir. Þau hjónin
tóku vel á móti öllum sem til
þeirra komu að Framnesvegi 55.
Guðný stundaði ætíð ljósmóður-
störf í ígripum, en þegar hún varð
ekkja fór hún að vinna á EUiheim-
ilinu Grund en síðustu árin vann
hún á EUiheimili Sólvangs í Hafn-
arfirði. Fyrir 10 árum kenndi hún
sér meins í höfði og gekkst þá
undir skurðaðgerð í Kaupmanna-
höfn. Sú aðgerð tókst vel og náði
Guðný aftur góðri heilsu, unz
kraftarnir tóku að þverra síðustu
árin. Hún andaðist í Borgarspítal-
anum þann 23. febrúar sl.
Þau Guðný og Árni áttu ekki
börn saman, en kjörsonur þeirra
er Hlynur bifvélavirki, en hann er
verkstjóri hjá Bifreiðum og Iand-
búnaðarvélum hf. Hlynur er
kvæntur Sigríði J. Friðriksdóttur.
Þau búa í Mosfellssveit og eiga 2
börn.
Guðný var sannur vinur vina
sinna, hreinskilin og hreinskiptin.
Hún kunni vel að segja frá, enda
hafði hún mörgu kynnst, bæði
fyrir austan, í Borgarfirði og hér
syðra. Eitt af því síðasta sem hún
sagði mér, var að þá væri lítið
eftir af lífinu, er hún sæi ekki
lengur á bók. Ég sendi syni
hennar, systkinum og ættfólki öllu
samúðarkveðjur.
Arnór Hannibalsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48