Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 50. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980
47
Margir skipta um felög
Tveir markverðir ganga úr Þrótti
MIKIÐ hefur verið um það að
undanfömu að leikmenn knatt-
spyrnufélaganna fari úr einu
félaginu í annað. Hér áður fyrr
var slíkt afar fátitt. Þrír mark-
verðir hafa skipt um félög, allir
úr 1. deild. Guðmundur Asgeirs-
son, hinn ungi og efnilegi mark-
vörður Vals, hefur gengið til liðs
við Breiðablik, nýliðana í 1. deild.
ólafur ólafs, sem varði mark
Þróttar með prýði mikinn hluta
siðasta   keppnistimabils,   hefur
hins vegar gengið í Val. Egill
Steindórsson, Þrótti, hefur geng-
ið til liðs við sina gömlu félaga í
Ármanni.
Kristinn Björnsson, framherj-
inn marksækni hjá ÍA, er hættur
hjá félaginu, en ekki kominn
annað í bili. Óttar Sveinsson hefur
gengið í Fram úr FH, þriðja félag
Ottars á jafn mörgum sumrum.
Fram hefur einnig endurheimt
Gústaf Björnsson, sem þjálfaði og
lék með Tindastól í 3. deild síðasta
sumar. Þá má einnig geta þess, að
Þórður Marelsson, einn sterkasti
leikmaður Reynis í Sandgerði um
árin, hefur gengið í Víking. En alls
hafa 59 leikmenn úr deildunum
þremur tílkynnt félagaskipti á
tímabilinu frá 6. desember síðast-
liðnum til 21. febrúar.
Aston Villa eóa
Ipswich til íslands?
VÍST er, að bresk ferðaskrifstofa
hefur gert KSÍ tilboð um að greiða
fyrir heimsókn einhvers liðs úr
ensku 1. deildinni eða 2. deild. KSÍ
er að athuga þetta tilboð, en svona
fyrirtæki eru fjárhagslegt hættu-
spil hérlendis. Lið, sem nefnd voru
í þessu sambandi, voru m.a. Aston
Villa, WBA, Ipswich, Norwich,
Sunderland, Newcastle og Luton.
Ef af þessu verður, léki viðkom-
andi lið þrjá leiki, annaðhvort á
tímabilinu 10.—20. maí eða 19.—
29. júlí.
Selfoss ekki
með í 2. deild?
2. deildar lið Selfoss í knatt-
spyrnu hefur nýlega sent KSÍ bréf
þess efnis, að sökum áhugaleysis
og manneklu í plássinu sjái félagið
sér ekki annað fært en að draga
sig út úr íslandsmótinu. Eftir er
að sjá framvindu þessa máls, en
KSÍ hefur fullan hug á því að
reyna að telja Selfyssingum hug-
hvarf, enda gæti þetta torveldað
mjög störf mótanefndar. Þá yrði
að skera úr um hvaða lið skyldi
taka stöðu Selfoss og þannig
mætti lengi telja.
íslenska badmintonfólkiö sem keppir fyrir ísland i NM-unglinga i Danmörku um helgina.
9 manna hópur fer á
NM-unglinga í badminton
VALINN hefur verið níu manna
hópur til þess að keppa fyrir
íslands hönd á Norðurlanda-
meistaramóti unglinga i bad-
minton sem fer fram í Álaborg í
Danmörku um helgina. Á móti
þessu verða um 70 keppendur frá
öllum Norðurlöndunum, helm-
ingur þeirra frá Danmörku og
Sviþjóð, en þessar þjóðir eru
meðal sterkustu badmintonþjóða
heims, einkum Danir.
íslenska hópinn skipa eftirfar-
andi:
Kristín Magnúsdóttir TBR,
Sif Friðleif sdóttir KR, _
Ragnheiður Jónsdóttir j A,
Laufey Sigurðardóttir ÍA,
Þórunn Óskarsdóttir KR,
Guðmundur Adolfsson TBR,
Þorgeir Jóhannsson TBR,
Skarphéðinn Garðarsson TBR,
Birgir Ólafsson TBV.
I þessari ferð verða einnig
leiknir tveir landsleikir. Verður sá
fyrri við B-lið Svía, en sá síðari
gegn A-liði Finna. Fara leikir
þessir fram í dag og í kvöld. Þess
má að lokum geta, að fararstjóri
hópsins verður Garðar Alfonsson.
___________Wallace
Einkunnaalötln I tii söiu
KR: Ágúst Lindal 1, Árni Guðmundsson 2. Birgir Guðbjörnsson 2,
Geir Þorsteinsson 3, Gunnar Jóakimsson 1, Þröstur Guðmundsson 1.
Jón Sigurðsson 3, Garðar Jóhannsson.
FRAM: Björn Magnússon 2, Bjorn Jónsson 1, Guðmundur Hallsteins-
son 1. Hilmar Haraldsson 1, Simon ólafsson 4, Þorvaldur Geirsson 2.
SKOSKI landsliðsmaðurinn í
knattspyrnu, Ian Wallace hjá
Coventry, er kominn á sölulista
hjá félagi sínu. Er ljóst að hann
fer ekki fyrir neinn smápening,
en engar tölur hafa verið gefnar
upp um kaupverð hans, beðið er
eftir tilboðum.
GÖMUL meiðsl rifu sig upp í
öxlinni á Óskari Sigurpálssyni
lyftingakappa. er hann reif upp
lóðin fyrir sjónvarpsáhorfend-
ur i Englandi. en hann tók þátt
í óvpnjulegn lyftingamóti.
nokkurs komnar millistigi milli
venjulegra lyftinga og kraft-
lyftinga. Boðið var ýmsum
trollum. einkum frá Bandarikj-
unum og Englandi. enn fremur
pinum Svía. Norðurlandameist-
aranum Lars Hedlund og tveim-
ur íslendingum, óskari og
norðurhjaratröllinu svokallaða,
Artúri Bogasyni.
Oskar
rneiddist
en stóð
þó vel að
vígi
Artúr gat ekki þekkst boðið,
en Óskar lét sig ekki vanta og
hafði náð næst besta saman-
lagða árangrinum þegar hann
varð fyrir fyrrnefndum meiðsl-
um. óskar jafnhattaði 185 kg og
iyfti sfðan 325 kg í réttstöðulyft-
unni. Það var i jafnhöttuninni
sem hann meiddist, ýfði upp
gömul meiðsl.
Bill Kazimair frá Bandaríkj-
unum, heimsmeistari í kraftlyft-
íngum í yfirþungavigt, varð sig-
urvegari, jafnhattaði 170 kg, 380
kg í réttstöðuiyftu, en í þriðju
greininni, sem fólst í því að lyfta
55 kg lóði eins oft og kostur var
með annarri hendi, iyfti sá stóri
lóðinu 17 sinnum!
UMFN mætir Val í
undanúrslitunum!
DREGIÐ hefur verið til fjög-
urra liða úrslita i bikarkeppni
KKÍ. Að vísu er enn eftir einn
leikur í 8-Iiða úrslitum, leikur
Grindavíkur «g KR, en sigur-
vegarinn úr þeim leik mætir ÍS
i LaugardalshöIIinni á þriðju-
daginn klukkan 20.00.
Meiri storleikur er þó viður-
eign Njarðvíkur og Vals í hínum
leiknum. Leikurinn fer fram í
Njarðvík á miðvikudaginn kl.
20.00.   Lið   þessi   berjast   sem
kunnugt er um íslandsmeistara-
titilínn og má þvi vænta horku-
leiks.
Úrslitaleikurinn fer síðan
fram í Höllinni miðvikudaginn
19. mars. Þá var á dagskrá
úrvalsdeildarleikur Vals og KR,
en sá leikur hefur verið færður
fram til 17. raars. Er IJóst að
mikið mun mæða á KR-ingum
komist þeir í úrslitin, en þá
þurfa þeir að leika tvo erfiða
leiki á 3 dðgum.
Auðveldur
sigur Frakka
FRAKKAR sigruðu Grikki i
vináttulandsleik í knattspyrnu
i París i fyrrakvöld, höfðu
Frakkar mikla yfirburði í
Ipiknum þrátt fyrir að margir
nýliðar væru í franska liðinu.
Lokátöíur Ieiksins urðu 5—1
fyrir Frakkland og skoruðu tveir
af   nýlsðunum   mark   í   sínum
fyrsta landsleik. Það voru þeir
Christopher og Stopyra. Fræg-
asti knattspyrnumaður Frakka,
Michel Platini var hins vegar
fremstur í flokki, skoraði tvíveg-
is og var maðurinn á bak við hin
mörkin þrjú. Dominíque Bathen-
ay skoraði fimmta markið. Eina
mark Grikkja skoraði Thomas
Mavros.
Agúst skorar
og skorar
• Ágúst Svavarsson er nú næst
markhæsti handknattleiks-
maðurinn í 2. deild í Vestur-
JÞýskalandi.
- En Spenge er samt
í bullandi fallhættu
ÍR-ingurinn sterki, Ágúst Svav-
arsson. sem leikur með 2. deild-
ar Hði Spenge í vestur-þýska
handknattloiknum. gorir þaö
gott, þó ekki sé hægt að segja
það sama um félagið. Spenge er
i bullandi fallhættu og tapaði
t.d. síðasta leik sínum fyrir
Dortmund 18-23.
Ágúst iætur slíkt hins vegar
lítið á sig fá og er yfirburða-
maður í liðinu. Hann skoraði 10
mörk af umræddum 18, aðeins 3
úr vítaköstum. Ágúst er nú
annar markhæsti leikmaður 2.
deildar, hefur skorað 117 mðrk.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48