Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 28
64 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 MORö-Jtv- KAFf/NU (0 (ntT^ GRANIGÖSLARI Þetta er ósvikin brunaútsala! Við skulum bíða unz hann heíur látið steininn vaða í gluggann og grípa hann þá glóðvolgan! Svaka íærðu mörg bréí, pabbi. — Attu vini hjá svona mörgum fyrirtækjum? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í vikulegri úrspilsæfingu virðast hefðbundnar aðferðir gefa mikl- ar vinningslíkur. En ekki er allt sem sýnist. Suður gefur. Norður S. G53 H. D83 T. 74 L. ÁD964 Suður S. Á1062 H. ÁG T. ÁD3 L. G1093 Norður hækkar opnun þína á einu grandi umsvifalaust í þrjú og vestur spilar út tígulfimmi. Aust- ur lætur gosann og drottningin sér um slaginn. Sjá má, að heppnist svíningin í laufinu eru níu slagir hundöruggir. Og ef ekki þá má jú athuga hvor á hjartakónginn. Þessir tveir möguleikar gefa 75% vinningslíkur, sem er jú viðun- andi. En til er pottþétt aðferð og hver er hún? Eftir fyrsta slaginn er eina örugga leiðin að spila næst hjarta- gosa. Sama er hvor fær slaginn. Næsta tígulslag fá andstæð- ingarnir einnig og ef austur á þá enn til tígul má heita öruggt, að liturinn skiptist jafnt. Eftir þetta verður þannig í lagi þó, að austur fái á laufkónginn og spilið vinnst þó það sé allt þessu líkt. COSPER Ertu búinn að bíða lengi?? Sýnir ljósmyndir i Gallerí Suðurgata 7 ANTONIO Corveiras Ijósmyndari frá Spáni opnaði i.gærdag ljós- myndasýningu i Galleri Suður- götu 7. Corveiras hefur verið húsettur hér á landi allt frá árinu 1974. Hann er tónlistarmaður að at- vinnu en stundar ljósmyndaiðju í frítimum. Á síðasta ári sýndi hann myndir í Norræna húsinu, sem hann tók í Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin nú er hins vegar byggð upp af myndum úr heimabyggð hans á norðurströnd Spánar. Þær sýna bæði umhverfið og það frumstæða mannlíf sem þar er enn að finna. Sýningin er opin virka daga frá 16.00-22.00 og frá 14.00-22.00 um helgar fram til 23. apríl n.k. Mótmæla opnun friðaða hólfsins Norður S. G53 H. D83 T. 74 L. ÁD964 Vestur Suður S. D97 S. Á1062 H. K94 H. ÁG T. K10852 T. ÁD3 L. 75 L. G1093 Austur S. K84 H.107652 T. G96 L. K2 LANDHELGISGÆZLAN kannaði í gær net báta víða um land þar sem þeir hafa nú tekið þau upp vegna veiðihanns er gildir til 8. apríl. Að sögn talsmanna Gæzl- unnar voru gerðar athugasemdir við net 40 báta í gær og þeir að líkindum kærðir fyrir vanmerk- ingar neta. Könnuð voru net báta á Snæ- fellsnesi, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn og er Mbl. ræddi við talsmann Gæzlunnar í gærkvöld höfðu verið gerðar athugasemdir við merkingar neta 40 báta. Þá voru könnuð net báta á Vestfjörð- um, en nánari fregnir höfðu ekki borizt af því. Fegurð reikistjarna Um þetta leiti árs (um 20. mars 1980) er himininn óvenju fagur á að líta á heiðríkum kvöldum, vegna þess, að fjórar af reiki- stjörnum sólkerfisins eru nú mjög áberandi. í gærkvöldi (19. mars) var fagurt að líta í vesturátt, því tunglið, nýútsprungið, lagði leið sína nálægt Venusi, sem um þess- ar mundir er bjartasta stjarna himins, og varpar sínu hvita ljósi til allra, sem líta vilja upp frá dimmu jarðarinnar, til að njóta þess yndis og þeirrar fegurðar, sem stjörnuskarar himnanna hafa upp á að bjóða. Ef við svo lítum í suðurátt, eru þar þrjár áberandi reikistjörnur: Mars, Júpíter og Satúrnus, allar í stjörnumerkinu Ljóninu. Regulus er þar bjartasta stjarnan, mikil bláleit sól í 85 ljósára fjarlægð og um 150 sinnum bjartari en okkar sól, en aðrar stjörnur eru þar einnig allbjartar, svo sem stjarn- an Denebolos, sem er lengst til vinstri handar. Satúrnus er nú staddur skammt niður undan Denebolos. Beint upp af Regulusi er reikistjarnan Mars og rétt austan við Regulus er Júpíter. Þessar þrjár björtu stjörnur mynda lítið eitt gleiðan þríhyrning, og eru allar mjög nálægt hver annarri. Er Júpíter þeirra miklu bjartastur. Skemmtilegt hefur verið að fylgjast með göngu þessara stjarna í vetur, og hefur sýndar- hreyfing þeirra nokkuð mótast af því, að jörðin er að fara fram hjá þeim á göngu sinni um sólu. Þess vegna hafa þær líka sýnst ganga öfugt við raunverulega stefnu þeirra. í febrúar var Mars staddur vestanvert á milli Denebola og Satúrnusar en hefur síðan verið að smámjakast í vesturátt, uns hún er nú komin beint upp af Regulusi. Sama er að segja um Júpíter, þótt hann hafi reyndar farið sér hægar. Hann var í febrúar um það bil beint á milli Satúrnusar og Regulusar en hefur þokast í vesturátt og er nú næst- um kominn að Regulusi eins og áður er lýst. Freistandi væri að gera hér einhver frekari skil þessum fögru stjörnum, sem minnst hefur verið á, en læt það bíða að sinni. Tilgangurinn með þessum línum er fyrst og fremst sá, að vekja athygli á hinni miklu fegurð, sem blasir við yfir höfðum okkar á hverju stjörnubjörtu kvöldi. Sem flestir ættu að leggja sig eftir að njóta fegurðar himins og stjarna, og þeirra lífgandi orkustrauma, sem þaðan berast. Það yrði meira til sálubóta en flest annað. Ingvar Agnarsson. (20. mars, 1980.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.