Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.04.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1980 37 einnig okkur hinum, sem að þess- um málum unnum, ávallt tilhlökk- unarefni á þessum árum að halda til starfa okkar hjá bæjarfógetan- um í Neskaupstað. Ófeigur var einkar vel gerður maður, sannur og traustur jafnt í störfum sínum sem einkalífi svo til fyrirmyndar var öllum er því kynntust. Með okkur Ófeigi tókst einlæg vinátta sem ég mat jafnan mikils. Að upplagi var Ófeigur ræktun- armaður og hann var áhugamaður um skógrækt. Mér er það minnis- stætt að þegar hlé varð á réttar- höldum og bíða þurfti eftir ein- hverju var Ófeigur gjarnan kom- inn út og farinn að huga að og fara höndum um trjágróðurinn í garð- inum. Hann hafði mannbætandi áhrif á þá sem í návist hans voru. Landhelgisdómar eru alla jafna upp kveðnir við erfiðari aðstæður en dómar almennt, þeim málum er hraðað meira en öðrum málum og skipi er yfirleitt ekki leyft að láta úr höfn fyrr endómur hefur verið upp kveðinn. Marga slíka dóma samdi Ófeigur við þær aðstæður er hér var vikið að. Þá kom sér vel hvílík hamhleypa hann var til starfa, nákvæmur í störfum svo fágætt er, glöggur og réttsýnn og þar af leiðandi bæði góður og farsæll dómari. Landhelgisdómar hans báru þess ekki merki, hvorki að efnismeðferð né niðurstöðu til, að þeir voru oftast samdir á undraskömmum tíma á meðan aðrir sváfu. Með sömu atorku og nákvæmni vann hann öll sín embættisstörf. Því ávann hann sér traust jafnt yfirboðara sinna er með stjórn- völd fóru sem alla annarra er honum kynntust og til starfa hans þekktu. Hann var skipaður sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri frá hausti 1967, í þeim bæ sem hann hafði alist upp og gengið til mennta og þar sem flestir hans nánustu bjuggu. Hon- um auðnaðist því að fá að gegna þeim embættisstörfum, sem hann hafði áreiðanlega ungur stefnt að, í heimabæ sínum, á þeim stað er hann sjálfur helst óskaði að fá að lifa og starfa. Ófeigur var því mikill gæfumaður eins og hann hafði sjálfur unnið til. Á seinni árum hefur fundum okkar fækkað enda heyra þau mál, sem leiddu okkur saman, sem betur fer sögunni til. Og þá brast heilsan sjúkdómurinn setti á hann mark sitt, starfsorkan þvarr og Ófeigur varð tilneyddur að hverfa frá störfum vegna veikinda á þeim vetri sem nú er brátt á enda. Það var Ófeigi, svo starfsömum manni, þung raun, en nú er því helstríði lokið. Eins og komið var er það Guðs náðargjöf að hann skyldi ekki þurfa að bera veikindi sín og þjást lengur en orðið var. Þeir, sem kynntust Ófeigi Eiríkssyni náið, munu ávallt minnast hans sem góðs og vammlauss drengs. Bragi Steinarsson. Ófeigur Eiríksson, bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri, er látinn langt um aldur fram — einungis 52 ára að aldri. Hann gekk ekki heill til skógar hin síðari ár og ákvað fyrir skömmu að taka sér frí frá störfum og dveljast til heilsubótar í Florida í Bandaríkjunum. Við vinir hans vonuðum vissulega að góð hvíld og breytt umhverfi myndi hjálpa honum til þess að ná sér á ný. Andlátsfregn hans kom því sem reiðarslag hinn 27. marz sl. Hann verður jarðsettur í dag í Akureyr- arkirkju. Ófeigur fæddist 14. ágúst 1927 að Breiðagerði í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru Ruth Ófeigsdóttir og Eiríkur Einarsson. Ruth lifir nú son sinn í hárri elli og fékk andlátsfregn hans á áttræðisaf- mæli sínu. Árið 1937 fluttist fjölskyldan til Akureyrar og bjó í litlu húsi í innbænum, sem er kallað Smiðjan. Þau hjón voru frábær dugnaðar- og heiðurshjón, sem börðust harðri baráttu við að koma upp barnahópnum, m.a. rak Ruth lengi mötuneyti. Þrjú börn þeirra eru enn á lífi; Birna, sem fyrir skömmu missti mann sinn rúmlega fertugan, Viðar Helgason húsasmíðameistara; Óskar, hann er búsettur á Akureyri og Ragnar sem býr að Gröf í Skagafirði. Þrír synir þeirra og bræður Ófeigs eru látnir; Stefán fyrrum umboðs- maður Morgunblaðsins en hann dó fyrir nokkrum vikum, Bergur og Helgi, sem lézt á unga aldri. Ófeigur varð stúdent frá M.A. 1947 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1953. Á skólaár- unum vann hann ýmsa algenga vinnu og var m.a. lögregluþjónn á Siglufirði. Þar kynntist Ófeigur eftirlifandi eiginkonu sinni Ernu Sigmundsdóttur og þau giftust 10. júní 1950. Eftir að hann útskrifað- ist varð hann fulltrúi bæjarfóget- ans a Siglufirði og var oft settur bæjarfógeti í forföllum Einars Ingimundarsonar og hann átti sæti í bæjarstjórn og bæjarráði Siglufjarðar nokkur ár. Hann var skipaður bæjarfógeti í Neskaup- stað árið 1960, en sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akur- eyri árið 1966 og eftir að Dalvík fékk kaupstaðarréttindi gengdi hann þar einnig bæjarfógetaemb- ætti. Þessi embætti hafði hann á hendi til æviloka. Ég átti því láni að fagna að kynnast Ófeigi þegar hann var bæjarfógeti í Neskaupstað. Hann hafði þá meðal annarra beitt sér fyrir stofnun Rotaryklúbbs þar og fór ég sem umdæmisstjóri Rotary- hreyfingarinnar að heimsækja alla klúbba landsins. Síðar áttum Fæddur 12. apríl 1884. Dáinn 7. apríl 1980. Heiðursmaðurinn Þórarinn Ein- arsson verður í dag 12. apríl kvaddur hinstu kveðju nákvæm- lega níutíu og sex árum frá fæðingu sinni, því þennan dag var hann í heiminn borinn í lágum bæ í Krísuvík árið 1884. Móðirin sem fagnaði þessum hrausta strák var Margrét Hjartardóttir en faðirinn dugnaðarmaðurinn og sjósóknar- inn Einar Einarsson í Nýjabæ í Krísuvík. Einar mun hafa verið verið síðasti formaður sem reri frá hinni fornu verstöð að Sela- töntum. Frá veru sinni í Krísuvík kunni Þórarinn margt að segja, meðal þess var skemmtileg frásögn af Árna fyrrum sýslumanni Skaft- fellinga sem tók sig upp austan úr sveitum með mörg hundruð fjár og settist að í Krísuvík. Þórarinn rifjaði þetta upp ásamt fleiru í skemmtilegu viðtali er birtist við hann í lesbók Tímans fyrir nokkr- um árum. Þau hjón Einar og Margrét tóku sig upp með sinn stóra barnahóp og fluttust til Grindavíkur þegar Þórarinn var átta ára að aldri. Þeirrar ferðar minntist hann oft, því að fæturnir voru stuttir og leiðin löng ungum göngumanni, en skapið var mikið og ekki lét hann sér til hugar koma að gefast upp. í Grindavík ólst hann upp við kröpp kjör og vann alla þá vinnu er til féll bæði til sjós og lands. Lífsbaráttan var geysihörð og vinnudagurinn langur og strang- ur. Þórarinn fluttist skömmu eftir aldamótin með foreldrum sínum að Bergskoti á Vatnsleysuströnd, þar sem hann stundaði bæði búskap og sjósókn. Ströndin var víst ekki vel til búskapar fallin á þessum árum, túnbleðlar umgirtir haglega hlöðnum grjótgörðum þar sem klappirnar gægðust alls stað- ar upp úr, en sjórinn var gjöfull allan ársins hring, þorskurinn í byrjun vertíðar, hrognkelsin þeg- ar vorið fór að segja til sín og svo blessuð vorýsan sem gekk inn á miðin langt fram á sumar. Allt var nýtt og engu hent, slorið var borið á klappir og hóla, hausar hertir og fiskurinn saltaður og hertur. Lifrin var sett í stóra kagga þar sem hún var látin sjálfrenna, gota og kútmagar fóru til heimilisnota. Um það leyti sem áður um ræðir við Ófeigur samstarf um margt eftir að hann fluttist til Akureyr- ar en fjölskylda mín fluttist þang- að skömmu síðar en Erna og Ófeigur. Hann var áhugasamur og dugmikill embættismaður meðan honum entist heilsa til. Auk beinna embættisstarfa hafði hann einlægan áhuga á framfaramálum sýslunnar og minnist ég marg- víslegra baráttumáia hans í þágu Eyfirðinga sem oddviti sýslu- nefndar. Ófeigur var sjálfstæðis- maður og fór ekki dult með stjórnmálaskoðanir sínar en hug- ur hans stóð ekki til forystu í þeim efnum heldur kaus hann að vinna heils hugar á þeim vettvangi sem hann hafði valið sér. Erna var Ófeigi traustur lífs- förunautur, sem bjó honum og börnunum hlýlegt og gott heimili, enbörn þeirra eru Rut, Sigmund- ur, Soffía og Ófeigur, hin fyrri uppkomin en Ófeigur ófermdur. Við Rúna flytjum Ernu og börn- unum, aldraðri móður Ófeigs, Birnu og bræðrunum sem eftir lifa okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi góður guð blessa okkur öllum minningu Ófeigs Eiríksson- ar. Lárus Jónsson. Kveðja frá samstúdentum Ófeigur Eiríksson er fyrstur til að fara úr hópnum, sem útskrifað- ist frá Menntaskólanum á Akur- eyri þann 17. júní 1948. Það var vor í lofti, sól skein í heiði og í var Margrét móðir Þórarins farin á heilsu og þjáði hana sá sjúkdóm- ur sem löngu er útdauður á íslandi. Einar faðir hans var þá orðinn aldraður maður og þurfti Þórarinn því sárlega á hjálp að halda við búreksturinn. Þá varð hann fyrir því láni að til hans réðst mikil dugnaðar- og mann- kostastúlka, Guðrún Þorvalds- dóttir frá Álftártungukoti á Mýr- um. Hvort þau hafa verið trúlofuð er hér var komið sögu veit ég ekki en svo mikið er víst að þessi myndarlegu ungmenni gengu í hjónaband 7. október árið 1910. Börnin fæddust hvert af öðru, elstur var Þorvaldur lögfræðingur sem látinn er fyrir nokkrum árum, þá Margrét húsfreyja að Knarrarnesi, Anna fyrrum kaup- kona í Reykjavík, Unnur hús- freyja í Borgarnesi og yngst, Ásta Gunnþórunn húsfreyja að Bergs- koti. I heimili hjá Þórarni var á þessum tíma systursonur hans Sigurður og gengu þau Guðrún og Þórarinn honum í foreldra stað, mikið dálæti höfðu þau á honum og er til skemmtileg saga er það sannar en skal látin ósögð hér. Þeir Sigurður og Þorvaldur voru ákaflega samrýmdir og sagði Guð- rún oft að er þeir voru litlir mátti hvorugur af hinum sjá. Nærri má geta að þröngt hefur verið um þessa stóru fjölskyldu í litlu torfbaðstofunni í Bergskoti. Þau Þórarinn og Guðrún réðust því í að kaupa jörð er lá saman við Bergskot sem Höfði heitir. Flutt- gleði sinni fannst jafnvel sumum að lokatakmarkinu væri náð. En ég minnist þess ávallt, að Ófeigur sagði þennan dag, nú hefst starfið. Hann fór eftir þessu og á háskóla- árunum leit hann öðruvísi á hið akademiska frelsi en margir aðrir. Hann gekk að laganáminu eins og hverri annarri vinnu, fór snemma á fætur og sótti tíma og las hvern dag fram að kvöldmat. Þarna komu vel í Ijós þeir eiginleikar sem einkenndu hann allt hans líf, skyldurækni og samvizkusemi. Fas hans var yfirvegað og hann var fastur fyrir. Ég minnist þess ekki nú að hafa heyrt hann skellihlæja, en hann brosti hæg- látlega. Ófeigur kunni að gleðjast á góðri stundu, og minnumst við bekkjarsystkinin sérstaklega dá- samlegra vordaga, er við áttum saman á 25 ára stúdentsafmælinu 1973. Þá skartaði Akureyri sínu bezta veðri og Ófeigur var í essinjj sínu við móttöku okkar. Ég minn- ist góðra stunda á heimili þeirra hjóna bæði á Neskaupstað og Akureyri, alltaf sama gesrisnin og hlýhugurinn. Og jólakveðjurnar voru kærkomnar í skammdeginu, þær minntu á áhyggjulitla daga á Oddeyrinni. í dag er kveðjustund. Hugir okkar bekkjarsystkinanna leita til ástvinanna, Ernu Sigmundsdóttur og barnanna, aldraðrar móður, Rutar Ófeigsdóttur, og annarra skyldmenna, sem nú drúpa höfði í sorg. Sérstakar kveðjur sendi ég ust þau þangað með allan barna- hópinn sinn og sameinuðu jarðirn- ar í eina. Var nú kominn grund- völlur að nokkuð góðu búi á þeirra tíma mælikvarða. Þau hjónin voru ákaflega samhent að vinna heimili sínu allt það besta og var þá hvorki horft í tíma' né erfiði. Þórarinn var oft að heiman við vinnu sem til féll, bæði landvinnu og til sjós á skútum tíma og tíma. Heimilið hvíldi þá á herðum húsfreyjunnar að öllu leyti. Hún brást heldur ekki sínum góða maka og kvartaði ekki þó að svefntíminn væri ekki alltaf lang- ur, það þurfti að lú garðann, bæta plöggin af fólkinu, baka og sjóða, verka fisk og heyja í skepnurnar. Öllu var haldið til haga með ráðdeild og útsjónarsemi. En þó að húsrými væri ekki mikið var hjarta þeirra hjóna svo sannar- lega á réttum stað því að enn stækkaði barnahópurinn og fjórar fósturdætur bættust við, og var þeim sýnd sama ástúðin og um- hyggjan og börnunum sem fyrir voru. Þær eru: Hulda, búsett í Ameríku, Gunnþórunn, húsfreyja í Reykjavík, Elísabet, húsfreyja í Reykjavík, og Kristjana, hús- freyja í Garðabæ. I öllu veraldarvafstrinu gleymd- ist samt ekki að innræta öllum barnahópnum guðsótta og góða siði. Renni ég grun í að þar hafi menning þjóðar vorrar verið í hávegum höfð, því að hjónin voru bæði mjög vel greind og margfróð. Krakkarnir fóru því úr föðurgarði með gott vegarnesti þó að verald- arauðnum væri ekki fyrir að fara. Starfið var margt en samt gáfust stundir til að gleðjast með glöðum. Þóarinn var ákaflega léttlyndur maður og tók þar af leiðandi mikinn þátt í félagslífi sveitar sinnar. Einnig hlóðust á hann ýmis trúnaðarstörf, hann vann mikið í þágu búnaðarfélags- ins og sat fundi sem fulltrúi í Mjólkurfélagi Reykjavíkur í fjölda ára. Safnaðarmál lét hann einnig til sín taka og hringdi hann klukkum kirkju sinnar að Kálfa- tjörn í tugi ára eða þar til fæturnir neituðu að klifra upp í turninn lengur. Mjög góða söng- rödd hafði Þórarinn, mjúkan og fagran bassa og söng hann í kór kirkjunnar fram á elliár. Hann var mikill trúmaður og sagði hann mér að aldrei hefði hann látið hjá líða að lesa hina fornu sjóferða- bæn er hann fór í róður. Hverjum degi heilsaði hann með því að signa sig móti rísandi sól og lagðist aldrei til svefns án þess að fela sig og sína guði í hendur. Mikinn fjölda af rímum og kvæðum kunni hann og var stál- minnugur á gamlan fróðleik. Gat vini mínum, Guðmundi Sig- mundssyni, hann saknar vinar í stað. Við þökkum fyrir að hafa átt samleið með Ófeigi Eiríkssyni. Halldór Guðmundsson. Vinur og bekkjarbróðir Ófeigur Eiríksson, bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, verður jarðsunginn í dag. Andlát hans bar ekki óvænt að. Hann fékk sinn krans fyrir nokkrum árum, sem leiddi til endaloka. Ég ætla mér ekki að rita hér nein meiriháttar eftirmæli, aðeins senda fáein orð út yfir gröf og dauða, vegna þess að leiðir okkar lágu mikið saman bæði á námsár- um og einnig seinna. Ófeigur var harðduglegur sannur maður og ef til vill var ósérhlífnin hans stærsti galli. Starfsferill hans á Íslandsvísu var brattur en stuttur og fyrr en varði lyftist ógnandi hönd, hingað og ekki lengra í þessu lífi. Að kynnast og blanda geði við Ófeig var mannbætandi. Eftir situr hnípin fjölskylda og syrgir góðan dreng, eiginkona og börn. Fyrir norðan öldruð móðir, sem á skömmum tíma hefir þolað að sjá á bak þrem sonum, einum tengdasyni og eiginmanni. — Þessi kona er sönn móðir courage. — Sorgin er þeirra sem eftir lifa. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa. Frosti Sigurjónsson. hann sagt frá mörgum kunnum mönnum og sérkennilegum sem nú eru löngu gengnir, og atburð- um sem nú eru að falla í gleymsku. Ferðalög voru mikið yndi hans og sleppti hann ekki tækifæri til þess að skreppa milli sýslna og jafnvel landa er búskaparvafstrið fór að hægjast og ungarnir flognir úr hreiðrinu. Þegar þau Þórarinn og Guðrún brugðu búi árið 1959 höfðu margir bæði stórir og smáir átt athvarf í þeirra ranni. Jón tengdásonur þeirra og Ásta yngsta dóttirin keyptu þá jörðina og voru gömlu hjónin til heimilis hjá þeim. Guðrún lést eftir stutta en erfiða legu árið 1971. Þá höfðu þau hjón þolað saman súrt og sætt í sextíu og tvö ár. Mikill var söknuður Þórarins eftir sinni góðu konu en fullvissan um endurfundi var alger. Hann átti síðan góða elli hjá Ástu og Jóni og veit ég ekki þann hlut sem þau hefðu ekki viljað fyrir hann gera. Ættbogi hans er orðinn stór og var hann orðinn langalangafi löngu áður en hann lést. Alla afkomendur sína mundi hann og þekkti fram undir það síðasta og stuttir fætur áttu margar ferðir í herbergið til hans til að fá hlýja stroku á vanga og huggun í þeim raunum sem smá- fólk þjáir, og sakaði þá ekki að fá mola úr skúffunni hans í leiðinni. Ég tel að mér hafi verið það varanleg gæfa að ég fékk barnungi að kúra mig í stóra rúminu hjá afa og ömmu, lærði að rífa þorsk- hausa og hlutsta á gamlar sögur, sötra kaffi úr skeggbolla þrátt fyrir fullyrðingar ömmu um að krakkar hættu að stækka ef þau drykkju kaffi, en helst og fremst það að finna að tími var til að hlusta á hraðlyginn krakka sem fékk undarlegustu hugmyndir á ólíklegustu tímum, og að vera ekkert mikið skömmuð þó að maður væri útataður í hlandfor eða nýbúinn að reyta litfagra fjöður úr stélinu á hananum, það var eiginlega verst hvað hann afi hristist mikið þegar hann sneri sér frá manni, var hann kannski að gráta út af þessari óþægu nöfnu sinni? Nú þegar þessi gamli og hlýi maður með hvíta hárið sitt og glampandi augun er kvaddur þá er efst í huga þakklæti til guðs fyrir að hafa fengið að ganga með honum spöl á veginum. Þreyttur var hann orðinn og sjúkur og þráði heimkomuna heitt. Þakklæti fyrir það að hann fékk að halda heilsu og kröftum fram á elliár og hvað við fengum lengi að hafa hann meðal okkar. Veri hann guði falinn um tíma og eilífð. Blessuð sé minning hans. Þórunn Jónsdóttir. Þórarinn Einarsson Höföa — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.