Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 Minning: Magnús Jónatans- son Sauðárkróki Hinn 16. febrúar 1980 var minn- ingarathöfn í Sauðárkrókskirkju. Þann dag var Magnús Jónatans- son borinn til grafar. Um sjötíu manns voru í kirkjunni. Kveðju- stund þessi var hátíðleg. Söngur var góður og presturinn talaði um almætti drottins og „dauðans óvissa tíma“. Það sem presturinn sagði um hinn látna var þetta: Hann var fæddur í Ölduhrygg 1899, var fimmtíu ár á Króknum og dó þar áttræður. Annað sagði presturinn ekki um hinn látna. Magnús hafði mælt svo fyrir, að ekki yrði flutt líkræða eftir sig og hann réði því einn. Hann var ókvæntur og barnlaus og því var enginn frændgarður fyrir neðan hann. Hann vildi vera með fólkinu þessum mikla fjölda, sem kemur í þennan heim, flýtur með straumi tímans og hverfur svo inn í móðu aldanna, á ekki skráða sögu og gleymist. Það var fyrir alllöngu að Bryn- leifur Tobíasson flutti ræðu á Hólahátíð. I ræðu sinni minnti hann á, hvað menn væru fljótir að gleymast eftir jarðarförina, og því til sönnunar sagði hann, að aðeins fjórir biskupar á Hólum væru nafnkenndir í vitund almennings nú á tímum. Og biskupar gleymast líka. Fyrirmenn í héraði nokkru gerðu samtök og vildu skrifa sögu fólks á liðnum tímum, en þá var bent á að engar heimildir væru til um allan fjöldann, þetta mein- lausa fólk, sem kemur og fer. Það væru tveir fámennir hópar, emb- ættismenn og brotamenn, sem einhverjar heimildir væru til um og þó í molum miðað við lífssögu þeirra eins og hún gerðist. Það er vissulega táknrænt að fæðast í Ölduhrygg og deyja á Króknum í hárri elli. Menn fyrir sunnan fæðast í Austurbænum og deyja í Vesturbænum og leiðin liggur á'milli þessara svæða yfir lækinn, frá austri til vesturs, eins og sólin gengur. Magnús Jónatansson var fædd- ur að Ölduhrygg 10. júlí 1899. Foreldrar hans voru Jónatan Stef- ánsson og kona hans Guðríður Ólafsdóttir. Þau hjón hófu búskap fellisvorið 1887 og bjuggu í 14 ár á 6 jörðum í Lýtingsstaðahreppi og fjórar þeirra eru nú komnar í eyði. Þau voru leiguliðar, áttu aldrei t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför BRYNHILDAR PÁLSDÓTTUR, frá Förnhaga, Hörgárdal. GunnarEgonson, Lóa Björg Jóhannsdóttir, og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför móöur okkar, dóttur og systur JÓHÖNNU BÆRINGS ÁRNADÓTTUR Guðfinna, Árni, Brynjar, Hrafnhildur. Jóhanna bóröardóttir, Árni Basringsson, systkini og aðrir aðstandendur. t Þakka sýnda samúð og vinsemd við andlát og jaröarför fööursystur minnar GUÐRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR, frá Hvammi í Landssveit. Árni Einarsson. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Hátúni 10 A. Harald ísaksen, Ingibjörg Þorgrímsdóttir, og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför ÁRNA GRÍMSSONAR, múrara. Andrea B. Árnadóttir Thorsteinsson, Sigurður B. Árnason. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HELGU STEFÁNSDÓTTUR, Búðavegi 12, Fáskrúðsfirði, sem lést 14. apríl á Landspítalanum. Svavar Helgason, Stefán Sigbjörnsson, Kristín Sigbjörnsdóttir, Oddný Sigbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ragna Einarsdóttir, Hanna Ágústsdóttir, Jón Sigurðsson, Þórhallur Skúlason, þúfu í landi. Börn þeirra voru sex og var Magnús yngstur þeirra. Síðast bjuggu þau í Ölduhrygg 1896 til 1901 og Jónatan raunar ekki svo lengi því hann andaðist 24. desember árið 1900 fertugur að aldri, en Guðríður var með þörnin í Ölduhrygg til vors 1901, en þá varð hún að hætta búskap og börnin fóru í ýmsar áttir. Elst af börnunum voru Stefana og Guð- rún, 12 og 13 ára. Þau Jónatan og Guðríður voru bæði af skagfirskum ættum. Jóna- tan var kominn af Stefáni Guð- mundssyni bónda í Flatatungu og í aðra ætt af Birni „halta og harða" á Valabjörgum. Formóðir Guðríðar var Kristjana Skúladótt- ir hálfsystir Bólu-Hjálmars. I Skagfirskum æviskrám er þetta skrifað: „Jónatan var hæglátur maður, fáskiptinn og fremur um- svifalítill bóndi. Efnahagur hans mun þó hafa nægt til að sjá heimilinu farborða á meðan hans naut við.“ I sömu bók er umsögn þessi: „Guðríður var all-dugmikil kona og dável verki farin. Hún mun hafa átt til meiri skerpu en maður hennar, var vel ræðin og sagnafróð." Fyrstu tvö árin var Magnús með móður sinni, en frá 1902 til 1908 var hann í Ölduhrygg hjá Rósant Pálssyni bónda þar og Stefaníu Guðmundsdóttur konu hans. Árið 1908 var hann með móður sinni í Vallanesi hjá Valdimar bónda Guðmundssyni. Magnús átti góðar minningar þaðan. Valdimar var honum góður og gaf honum alltaf eitthvað, þegar hann kom úr kaupstað. Næstu tvö ár var Magn- ús í Ölduhrygg, síðan tvö ár á Þorsteinsstöðum, en þar var Stef- án bróðir hans nokkru eldri. í þriðja sinn fór Magnús að Ölduhrygg 1913 og var þar til 1917 að Stefanía hætti búskap þar, en Rósant var þá dáinn tveim árum fyrr. Eftir þetta var Magnús í sveitinni til 1928 og átti heima á ýmsum bæjum, oftast í Vesturdal. Hann var ekki í vinnumennsku heldur lausamaður og vann hér og hvar tíma og tíma. Það mun hafa verið sumarið 1918 að Magnús var í kaupavinnu á Sveinsstöðum vikutíma. Þá var mikið grasleysi og faðir minn heyjaði í Ytriflóa er svo hét niður við Svartá. Það var blautt engi en greiðfært. Slægjulandið var mælt í engjadagsláttum og fékk Magnús ákveðið gjald fyrir hverja dag- sláttu, sem var 1600 ferfaðmar ef ég man rétt og hann sló dagsláttu á dag, sem þótti rösklega gert. Ég man að pabbi og við elstu krakk- arnir rökuðum í föng er síðan voru bundin votabandi og við höfðum ekki nærri því við að raka á eftir Magnúsi. Hann var harðduglegur við alla vinnu og trúr við allt sem hann gerði. L9klega var það veturinn 1928 að Magnús Jónatansson var vetr- armaður á Brúnastöðum hjá Jó- hannesi hreppstjóra Kristjánssyni og hirti ær á Gerðinu útfrá. Um haustið ræddi Magnús um það við bónda að hann vildi ráða hirðing- unni á fénu, annaðhvort yrði hann að trúa sér fyrir hirðingunni eða ekki. Það var eitt sinn á útmánuð- um, að Jóhannes tók eftir því að sumar ærnar brugðu á leik þegar þær komu út úr húsunum. Jó- hannes var gamansamur og spurði fjármanninn hvort hann hefði ekki hleypt ánum til. Jú, það hafði hann gert, en gott fóður orsakaði sæld ánna. Magnús fékk þann vitnisburð hjá Jóhannesi að hann væri einhver bezti fjármaður, sem hann hefði haft. Árið 1928 fór Magnús út í Siglufjörð og var þar til 1930. Þá fluttist hann til Sauðárkróks og byggði þar hús í félagi við Guð- rúnu systur sína, en hún var þá ekkja eftir Hálfdán Jónasson, en þau bjuggu á Þorljótsstöðum og víðar. I þessu húsi var heimili þeirra systkina til æviloka. Guðrún and- aðist árið 1965, en Magnús 8. febrúar 1980. Magnús var lítið eða ekkert í fastri vinnu á Króknum, en hann átti kindur fimmtíu til sextíu um tuttugu ára skeið. Hann byggði nú yfir fé Sitt á gamalli selrétt uppi í Skörðum er Kringla heitir. Kringla er sunnan Gönguskarðsár á móti Veðramóti og mun vera klukkustundargangur þangað úr Króknum. Magnús vildi vera útaf fyrir sig og ráða sínu sjálfur, sagði hann. Fénaðarferð var löng í góðri tíð, Minning: Þorgrimur Einars- son garðyrkjubóndi Þorgrímur Einarsson var fædd- ur hinn 21. október 1896 að Hallbjarnarstöðum í Húsavíkur- hreppi, sonur hjónanna Einars Jónssonar og Hólmfríðar Þor- grímsdóttur. Hann ólst upp að mestu hjá afa sínum Þorgrími Péturssyni í Nesi í Aðaldal. Ungur fór hann til Noregs og lagði þar stund á garðyrkjustörf. Var hann þar í rúman áratug en kom þá heim og hóf störf í garðyrkjustöð Einars Helgasonar í Reykjavík og starfaði þar í nokkur ár. Árið 1946 kvæntist Þorgrímur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig- ríði Guðbjartsdóttur frá ísafirði. Þorgrímur stofnsetti Gróðra- stöðina Garshorn í Fossvogi ásamt öðrum manni, en síðar ráku þau hjónin hana í sameiningu til ársins 1972 en þá létu þau af störfum. Fluttust þau í Hátún 10 og var Þorgrímur þá farinn að heilsu. Um svipað leyti varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi, að kynnast hon- um og varð það til þess að ég heimsótti hann reglulega síðustu æviár hans. Mér hefur ekki hlotn- ast meiri heiður en vinátta þessa aldna manns, en hann sýndi mér elskulegt viðmót frá okkar fyrstu kynnum og alla tíð síðan, sem gladdi mig svo að ég fór ævinlega bættari frá hans fundi. Þessi ár hafa verið Iærdómsrík fyrir mig, því að hann sýndi mér göfuglynda sál sem var fullkomlega sátt við sitt hlutskipti í lífinu og beið að síðustu eftir að kallið kæmi en hann lést hinn 19. apríl sl. Þorgrímur var hógvær maður, en hafði persónulega reisn og á sínum góðu stundum sýndi hann fíngerða skapsmuni sína með því að fara með ljóð og vitna í fornan kveðskap, en forn kveðskaparhátt- ur höfðaði sterkt til hans. Hann var næmgeðja Ijúfmenni sem hreifst af fögrum ljóðum en sýndi ótrúlegt þolgæði þessi ár sem hann var sjúklingur, svo að aldrei heyrðist æðruorð frá hans vörum. Eiginleikar hans voru í ætt við en það var honum sama um því hann var léttur til gangs. Magnús fóðraði vel og átti alltaf vonarskepnur og naut þess því hann var góðmenni, sem ekki vildi gera flugu mein. Laust eftir 1950 fargaði Magnús fé sínu og mun ástæðan hafa verið sú, að Guðrún systir hans var þá að verða eða orðin blind. Systur sína annaðist Magnús með sér- stakri umhyggjusemi og ná- kvæmni uns yfir lauk, en hún var rúmföst 5 síðustu árin og vildi ekki vera í sjúkrahúsi þó hún ætti þess kost. Magnús Jónatansson mun hafa verið líkur föður sínum að sumu leyti, hæglátur og fáskiptinn. Hann var vel greindur, las mikið, hafði stálminni og mundi mikið af því sem hann las. Hann las mikið upphátt fyrir systur sína. Hann las ritninguna og var trúmaður. Eftir lát Guðrúnar var Magnús meiri einstæðingur en áður, en hann var þó ekki heillum horfinn. Sem betur fer er margt fólk, sem vill hafa fátæka hjá sér. í fimm- tán ár hafði Magnús athvarf í húsi Guttorms Óskarssonar og Ing- veldar konu hans. Hann var maður morgunsins, fór snemma á fætur og fór gönguferð um bæinn. Þá var ekki mengun af umferð- inni, sagði hann. Svo fór hann til Ingveldar og drakk morgunkaffi. Alla sunnudaga og stórhátíðis- daga var hann boðinn í hádegis- verð hjá þeim hjónum. Hann var alltaf velkominn, kunni frá mörgu að segja og var skemmtilegur. Hann var líka boðinn og búinn að gera vik fyrir heimilið ef það þurfti og þau hjónin rómuðu trygglyndi hans og góðvild. Og nú þegar gamli maðurinn kemur ekki oftar er söknuður í húsi Guttorms. Fyrir fimmtíu árum las ég smásögu eftir „Ingimund". Þar er sagt frá manni sem átti enga skráða sögu þegar hann féll frá, en nafn hans var skráð í kirkjubók. Svo brann kirkjubókin og þá var öll vitneskja afmáð úr hinu mann- lega registri. Þegar ég minnist Magnúsar Jónatanssonar minnist ég líka hinna mörgu, sem lifað hafa í landi voru, hins mikla fjölda fólks, sem á enga sögu skráða og brunn- ið nafn í kirkjubók. Þetta fólk lifði lífi sínu án umsvifa og gekk hljóðlega um garða. En er ekki saga þess til í heiminum bak við tjöldin, sem við þekkjum svo lítið? „Oleymdust þeir? nei. Gud veit nöfnin. Grand ei hrædast skal.“ Björn Egilsson. ljóð Lao Tse, þar sem segir á einum stað: „hann finnur, að ábóta er vant, þegar hann er réttlátastur — að hann er misvit- ur, þótt hann hafi ærna hyggni, og að einu gildir, hvort hann er orðsnjall eða staður í máli.“ En honum fannst hann „aldrei al- gjör“, eins og yfirskrift þessa ljós er. Slíkar kröfur gerði hann til sjálfs sín, og þegar hann fann að þrek hans dvínaði, forðaðist hann vini sína og gat þá virst óvæginn, svo að þeir hættu að koma til hans. Þorgrímur var natinn garð- yrkjumaður og væri hægt að tíunda störf hans en ég er því miður ekki fær um það vegna ókunnugleika. Sigríður, kona hans, var honum mikil stoð bæði í starfi og síðar í þeim veikindum sem Þorgrímur átti við að stríða . Hún sýndi ofurmannlegt þrek, og annaðist mann sinn af frábærri umhyggju- semi, langt fram yfir það, sem heilsa hennar leyfði en hún brast fyrir tveimur árum síðan. Dvöld- ust þau hjónin á hjúkrunardeild Landspítalans í Hátúni 10B, á sömu deildinni síðustu mánuðina. Var það báðum til gleði og vil ég þakka starfsfólkinu þar, og einnig á öðrum deildum Landspítalans, þar sem hann lá, fyrir góða aðhlynningu. Ekki er hægt að nefna nafn Þorgríms án þess að minnast Sigríðar í sömu andrá, svo óað- skiljanleg voru þau. Guð styrki hana nú, er vinurinn hennar er farinn og huggi, með fullvissu um gleðiríka endurfundi. Ásta M. Selma Eggertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.