Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 11 Expressionismus Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir ein úrvalssýning á grafík frá Þýskalandi. Það er að verða þann- ig hér í þessari borg, að hver stórviðburðurinn eftir annan á sér stað í myndlist. Það er óþarfi að telja upp hér þær sýningar, sem hafa verið og eru í gangi. Eg reit um eina þeirra og nefndi það skrif MEISTARAR, nú er komin önnur sýning, sem einnig mætti fjalla um undir sama titli, það eru þeir þýsku ó Kjarvalsstöðum. Því miður verður þessi merki- lega sýning aðeins opin eina viku, og er það mjög bagalegt, því að sannast mála erum við íslenskir nokkuð lengi að taka við okkur, og það kemur fyrir að við missum af strætisvagninum. Vonandi verður það ekki nú, því að hér er einstakt tækifæri til að kynnast merkilegri list, sem hefur haft og á eftir að hafa sín miklu áhrif um víða veröld. Expressionisminn sem listastefna varð til í Þýskalandi, en breddist sérlega út meðal norðlægra þjóða. Má þar fyrstan nefna Munch í Noregi, en enn- fremur mætti benda á listamenn í öðrum norðlægum löndum ásamt Niðurlöndum, og svo sterkar voru þær rætur, er þessi listastefna festi, að víðs vegar er enn mikið af myndgerð í nánum tengslum við upphafsmenn þá, er nú eiga grafísk verk á Kjarvalsstöðum. Sumir þeirra eru okkur hér á landi ekki alveg ókunnir. Emil Nolde var til dæmis sýndur fyrir nokkr- um árum í Listasafni íslands með vatnslitamyndir, og munu margir enn geyma um þá sýningu end- urminningar, sem ekki dofna. Paul Klee átti eitt málverk á sýningunni í Norræna húsinu um daginn, og fyrir nokkuð mörgum árum var sýning á þýskri grafík í gamla Listamannaskálanum, þar sem enn aðrir úr þessum hópi komu við sögu. Að öllum okkar mönnum ólöstuðum má einnig geta þess, að einmitt þeir menn, sem þarna eruá ferð, hafa haft mikil áhrif hér á landi, og það sannarlega til hins betra. Þessi sýning á Kjarvalsstöðum er gríðarlega merkileg og falleg. Hún mun hafa víða farið og ganga hennar verið mikill sigur. Enda getur vart annað orðið með svo valin verk. Þarna er mikil gróska, og listamennirnir mjög ólíkir hverjum öðrum, samt verður mað- ur var við sama undirtóninn, sem virðist hafa skapað það, er við í dag köllum expressionisma. Það væri hlægilegt að fara út í þá Mynflllst eftir VALTÝ PÉTURSSON sálma, að tíunda þessi verk. Sann- leikurinn er, að hvergi er hortittur í þessu vali og hvert einasta verk þess eðlis, að ekkert verður að fundið. Á stundum eru litir með í spilinu, og gefur það sýningunni í heild sterkari svip en ef allt hefði verið í svart/hvítu. Það er einnig mikil fjölbreytni í tæknihlið þess- arar sýningar, samt skal ég játa það, að tréristurnar munu hafa mestu áhrifin á mig persónulega. Emil Nolde: Ljóshærð kona, 1917. Það er eins og hugmyndafræði expressionismans falli svo undar- lega vel að þessari myndgerð, að furðulegt má heita. Þar spilar átakið millum svarts og hvíts á mjög sterkan hátt, og for'mið fær vissa fyllingu, er síðan virðist spila um myndflötinn. Þegar ég skoða þessi verk, finnst mér eins og það sé ótrúlegt, að þessi list skuli hafa valdið fjaðrafoki meðal góðborgara Evrópu á sínum tíma. Má vera að ég þekki ekki góðborg- arana eins og þeir gerðust bestir. Margir af þessum mönnum urðu að yfirgefa heimaland sitt vegna þessara verka, og meira að segja voru haldnar sýningar á list þeirra til aðvörunar góðu fólki. Úrkynjun, úrkynjun var hrópað í kveðjuskyni við þá er lögðu land undir fót, en þeir er heima sátu voru settir í bann. Það var frí- stundamálarinn frægi, sem einna ötulast gekk fram í slíku. Ekki meir um það. Þá sögu þekkjum við öll, Á þessari sýningu er 121 verk. Allt er hér með ágætum bæði frágangur og upphenging. Sýning- in er í Kjarvalssal og fer prýði- lega. Er það ekki stórkostlegt, að ekki stærri staður en Reykjavík, skuli geta hýst þær sýningar, sem verið hafa hér á ferð að undan- förnu og það á fleiri en einum stað? Ef horfir sem heldur í sýningum hér í borg, sé ég ekki annað en að Reykjavík sé á góðri leið með að verða að myndlistar- miðstöð.Hver veit nema við eigum eftir að keppa um fyrsta sætið við stórstaðina. Það er alveg óþarft að skrifa langt mál um þessa frábæru sýningu, því hef ég þessar línur ekki lengri, en svona í lokin vil ég hvetja hvern einasta mann, er áhuga hefur á myndlist, til að missa ekki af þessum viðburði. Vonum, að mannþröng verði á Kjarvalsstöðum þá fáu daga, sem sýning þessi stendur. Já, og ekki má gleyma því, að feiknalega falleg sýningarskrá fylgir þessum verkum. Max Pechstein. Bóndakonur vift mjaltir. Wassily Kandisky: Appelsinugult, 1923. Svavar Gestsson á fundi hjá ein- stæðum foreldrum fimmtudagskvöld SVAVAR Gestsson trygginga- og félagsmálaráðherra verður gestur á almennum félagsfundi einstæðra foreldra fimmtu- dagskvöldið 22. maí kl. 21. Fundurinn verður haldinn á Hótel Heklu, Rauðarárstíg. Ráðherra mun þar flytja ræðu og tala um þau málefni sem hann hefur með að gera og snúa að einstæðum foreldrum og börnum þeirra. Eins og alkunna er þykir mörgum sem þarna sé mörgu mjög áfátt og má því búast við að ýmsum spurningum verði beint til ráðherrans. Þá verður lagt fram bréf trygginga- nefndar FEF með ýmsum fyrir- spurnum, m.a. er þar vikið að þeim mun sem tryggingakerfið gerir á framfærslukostnaði elli- lífeyrisþega og barna, en þar eru tölur allsérstæðar. í fréttatilkynningu frá FEF er tekið fram að nýir félagar séu velkomnir á fundinn og einnig er hvatt til að gerð verði skil fyrir happdrættismiða. Ingunn Eydal sýnir á ísafirði í BÓKASAFNINU á ísafirði stendur nú yfir sýning á grafík- myndum eftir Ingunni Eydal. Ing- unn lauk námi úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans 1976 og hefur kennt við skólann áiðan 1977. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og víða í Skandinavíu. Á sýningunni eru 19 myndir, unnar á sl. 3 árum og eru þær allar til sölu. Sýningin verður opin á venjulegum afgreiðslutíma safns- ins til 23. maí n.k. Auk þess verða þarna seldar heimaræktaðar pottaplöntur. Þessi basar er liður í miklu starfi Kirkjunefndarkvenna fyrir Dómkirkjuna. Á þessu ári eru 50 ár liðin frá stofnun Kirkjunefndarinnar og hafa konurnar á þessum árum lagt Dómkirkjunnk ómetanlegt lið. Þær hafa gefið kirkjunni stór- gjafir, bæði í peningum og fögrum munum og stuðlað þannig að því að gera Dómkirkj- una að því fagra Guðshúsi, sem hún vegna uppruna síns og sögu á að vera sem höfuðkirkja þjóð- arinnar. Þetta hafa konurnar getað vegna ómetanlegs stuðnings Kökubasar Dóm- kirkjukvenna Á MORGUN, fimmtudaginn 22. mai heldur Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar sinn árlega kökubasar að Hallveig- arstöðum við Túngötu, og hefst hann kl. 4 síðdegis. Á basarnum verður á boðstól- um mikið úrval af heimabökuð- um kökum og verður þar hægt að gera góð kaup um leið og góður málstaður er studdur. Kemur það sér vafalaust vel fyrir margar húsmæður að geta keypt kökur fyrir hvítasunnu- hátíðina á góðu verði og létt sér þannig störfin. þeirra, sem hafa sótt basara þeirra og kaffisölur á liðnum árum og áratugum. Og nú er enn af stað farið eins og fyrr sagði með kökubasarnum, sem verður að Hallveigarstöðum á morgun kl. 4. Ég vil leyfa mér að hvetja fólk til að koma á köku- og blóma- basarinn og styðja gott málefni um leið og góð kaup eru gerð. Guð blessi þær Kirkjunefnd- arkonur fyrir það ómetanlega starf, sem þær hafa unnið fyrir Dómkirkjuna. Hjalti Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.