Tíminn - 01.07.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.07.1965, Blaðsíða 16
MP 144. tbl. — Fimmtudagur 1. júlí 1965 — 49. árg. UTSVARSSKRA AKUR- EYRAR LÚGÐ FRAM • • BÆNDAFOR DALAMANNA Á myndinni hér að ofan er Þorsteinn Sigurðsson bóndí að Vatnsleysu og formaður Búnaðarfélags fs- lands að ávarpa þátttakendur í Bændaför Dalamanna í kaffiboði að Hótel Sögu sem Búnaðarfélagið hélt hinum 94 Daiamönnum { lok fimm daga bændafarar um Suðurland. Búnaðarsamband Dalasýslu efndi til þessarar farar, en formaður þess er Ásgeir Bjarnason bóndi og alþingismaður í Asgarði. Fararstjóri var Gunnar Árnason skrifstofustjóri Búnaðarfélagsins. Gist var á sveitaheimilum á Suður- landi, en sá góði siður hefur skapazt a3 þátttakendur { bændaförum gista á sveitaheimilum í þeim héruðum sem ferðast er um, og kynnast menn því búnaðarháttum og sjónarmiðum hvers annars. FB—Reykjavík, miðvikudag Útsvarsskrá Akureyrar var lögð fram í gær. Alls nema álögð útsvör kr .48.570.100 á 2884 gjaldendur, og skiptast þannig miUi einstak- Unga og fyrirtækja, að 2788 ein- staklingar bera 44.310.300 og 96 félög bera 4.259.800. Framteljend ur voru samtals 4301,en 1417 fram teljendur bera ekkert útsvar. Að- stöðugjaldsskrá var einnig lögð fram í gær. Álögð aðstöðugjöld Saltsíldar- verðið komið Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins í dag náðist samkomulag um eftirfar. andi lágmarksverð á fersk- sfld, sem veidd er á Norður- og Austurlandssvæðinu, þ.e. frá Rit norður um að Horna- firði: Síld til söltunar, frá upp hafi sfldarsöltunar 1965 (18. júni) til 30. september 1965: Hiver upjfmæld tunna (120 lítrar eða 108 kg) kr. 257.00. Hver uppsöltuð tunna (með 3 lögum í hring) kr. 350.00 Verð þetta er miðað við, að seljendur skili síldinni í söltunarkassa, eins og venj íhefur verið á undanfömum árum. Þegar gerður er upp síld- arúrgangur frá söltunarstöðv um, sem kaupa síld uppsalt- aða af veiðiskipi. skal við- hafa eftiríarandi reglu: „Uppsaltaður tunnufjöldi margfaldist með kr. 350.00 og í þá útkomu deilt með kr. 257.00 (þ.e. verð upp- mældrar tunnu). Það sem þá kemur út, skal dregið frá uppmældum tunnufjölda frá Framhald a ois L4 nema 11.357.500 krónum á 347 ein staklinga og 144 félög. Útsvör voru lögð á eftir gild- andi útsvarsstiga, en voru síðan hækkuð um 15% til að ná áætlaðri heildarfjárhæð útsvara að við- bættu 7.5% álagi vegna vanhalda. Fimm efstu útsvarsaðilar eru; Einstaklingar: Trausti Gestsson, Langholti 27, 231.500.00, Tryggvi Gunnarsson, Víðimýri 10, 207.000.00, Oddur C. Thorarensen, Brekkugötu 35, 168. 700.00, Brynjar Skarphéðinsson, Lögbergsgötu 7, 149.000.00, Bald- vin Þorsteinsson, Löngumýri 10, 148.200.00. Félög: Slippstöðin h.f., 1.113.400.00, Útgerðarfélag KEA, hf. 448.400.00, Framhald á l4 síðu. Nornena samvimiusambamlið held- ur aðaifund hér á landi eftir hetgina FB-Reykjavík, miðvikudag. Dagana 4. til 7. júlí mim Nor- ræna samvinnusambandið halda hér aðalfund sinn, en aðalfundir sambandsins eru haldnir til skipt- is á Norðurlöndunum, og verður Þetta fjórði fundurinn, sem hér er haldinn. f fyrra var fundurinn haldinn í Karlstad í Svíþjóð. Er- Iendir fulltrúar á fundinum verða um 60, en íslenzku fulltrúarnir verða um 40 talsins. Norræna samvinnusambandið var stofnað árið 1918 og voru þá í því samvinnufélögin í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, en tíu ár- um síðar bættist Finnland í hóp- inn, og árið 1949 gekk SÍS í sam- bandið. Norræna samvinnusam- bandið var stofnað með það fyrir augum að vera sameiginlegur inn- kaupaaðili fyrir samvinnufélögin á Norðurlöndum og tilgangur sam bandsins er að ná sem hagstæð- ustu kjörum fyrir þá, sem það vinnur fyrir. Gera má ráð fyrir, að Nordisk Andelsforbund annist innkaup fyrir ekki færri en 8—10 milljónir manna, samanlagt á öll- um Norðurlöndunum. Aðalskrif- skrifstofa sambandsins er í Kaupmannahöfn. Fulltrúar frá hinum Norður- löndunum koma hingað á föstu- dag og laugardag, en flestir munu i þó koma á sunnudaginn. Klukkan • 19 á sunnudag verður kvöldverður , á Hótel Sögu, þar sem allir full- trúar verða mættir, og eru flest- ir þeirra með konur sínar með sér. Á mánudagsmorgun klukkan 9:30 verður stjórnfundur, og klukkan 10:30 verður aðalfundur. í hádeg inu snæða fulltrúarnir hádegia verð í boði viðskipta- og mennta- málaráðherrans, en konur þeirra fara í útsýnisferð um Reykjavík fram að hádegi, og snæða hádeg- isverð í boði konu Erlendar Ein- arssonar forstjóra SÍS. Síðar um daginn verður móttaka^ að Bessa- stöðum hjá forseta íslands. Á þriðjudaginn verða gestirnir utan bæjar. Einn hópurinn fer í út- reiðar frá Laugarvatni að Þing- völlum. Annar hópur fer á veið- ar annað hvort út í Faxaflóa eða Þorlákshöfn, eftir því hvemig veður verður þennan dag, en þriðji hópurinn fer að Gullfossi og Geysi, og í Skálh'olt, en um kvöldið koma allir saman í Hótel Valhöll á Þingvöllum, og borða þar kvöldmat. Á miðviku- dag verður veizla að Hótel Sögu, og hefst kvöldverðurinn klukkan 19. Dagskrá verður og að lokum stiginn dans. Er þetta síðasti Iiður í heimsókn fulltrúanna hér. Tónlistarmót í Reykjavík bíður komu handritanna GB-Reykjavík, miðvikuflag. Norræna tónskáldaráðið hefur setið á fundum hér í þrjá daga undir stjóm Jóns Leifs núverandi forseta ráðsins, en samtímis sat Norræna tónskáldaráðið á fundi með fréttamönnum, frá vinstri: Gunnar P.urht (SvíþjóS), Vagn Holmboe (Dan- mörk), Skúli 'Halldórsson, Jón Leifs, Erik Bergman (Flnnland). Flemming Weis (Danmörk), Klaus Egge og Kvandal (Noregur). Tfmamynd—GE. hér og á fundum samnorræna yf- irdómsnefndin og gekk frá dag- skrá næsta tónlistarmóts, sem Nor ræna tónskáldasambandið heldur í Reykjavík um þetta Ieyti að ári. Verða þar flutt verk eftir 26 norræn tónskáld, þar af fimm ís- lenzk, en auk þess verður reynt að efna til sérstakra íslenzkra tón leika í sambandi við mótið, sem haldið verður samtímis því að er- lend skemmtiferðaskip verða hér í höfn. í dag var fréttamönnum boðið að hitta norrænu tónskáldin, rétt áður en þau lögðu af stað í skemmtiferð austur yfir fjall. Þar bárum við kennsl á tvo i hópi gestanna, finska tónskáldið Erik Bergman, sem hingað kom fyrir nokkrum árum með karlakórnum „Muntra Musikantarna" og stjórn aði nokkrum samsöngvum hér, og danska tónskáldið Vagn Holmboe, sem við heyrðum kynna tónverk sín á Norræna sumarháskólanum í Árósum fyrir tveim árum. Erik Bergman kvaðst nú hafa lagt i lykkju á leið sína hingað, skrapp I fyrst til Grænlands að hitta nokkr ar, „sem þar á buxum ganga,“ og hafði hann af því mikla ánægju að sjá þær syngja og dansa í sínu fínasta skarti. Hann er nú vara- formaður finnska tónskáldafélags- ins og mætir hér einn fulltrúi finnskra tónskálda. Sömuleiðis er einn fulltrúi frá Svíþjóð, Gunnar Bucht formaður sænska félagsins. Tveir frá danska félaginu, Vagn Holmboe og Flemming Weis, og frá Noregi þeir Klaus Egge og Kvandal. en fulltrúar íslenzkra tónskálda á fundi ráðsins voru Jón Leifs og Skúli Halldórsson. Yfirnefndina, sem valdi verkin á tónlistarmótinu, sem fer fram í Reykjavík næsta sumar, skipa Páll Kr. Pálsson organleikari (ís- land), Tamas Vetö hljómsveitar- stjóri (Danmörk), Erik Bergman (Finnland), Knut Nystedt (Noreg ur) og Gunnar Bucht (Svíþjóð). Ekki er rúm að sinni til að telja öll verkin, sem flutt verða á mót- inu, en sem áður segir verða þeirra á meðal verk eftir fimm íslenzk tónskáld: Dimensions eft- ir Jón S. Jónsson, Sinfonia eftir Framhald á l4 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.