Morgunblaðið - 06.07.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980 Jón Hákon Magnússon — Kína II: Þaö vita allir, aö Kína er fjöl- mennasta ríki heims, en þaö veit raunar enginn, hversu margir íbúar þessa risaveldis eru. Nú er taliö sennilegt, aö landsmenn séu um 960 milljónir. Sumir segja, aö þeir séu fleiri en aörir færri. Kínverjum fjölgar sennilega um 15 til 20 millj. á ári og um aldamót veröa þeir orönir um eitt þúsund milljónir, hvort sem stjórnvöldum líkar betur eöa verr. Kína er þriöja stærsta ríki heims aö flatarmáli, næst á eftir Sovétríkjunum og Kanada og næst á undan Bandaríkjunum. Kína er voldugasta ríki þróunar- heimsins, og þrátt fyrir fátækt, er það þriöja voldugasta ríki heims. Kína mun einnig vera elsta ríki heimsins. í sögunni má sjá, að stórveldi hafa risiö og síðan hrun- iö, en Kína hefur siglt í gegnum nokkur þúsund ára sögu, án þess að hverfa af sögusviðinu. Veldi þess hefur sveiflast upþ og niöur í tímanna rás. Keisaraveldi hafa komiö og horfið og önnur ný tekiö viö. Um miðja þessa öld tóku viö völdum nýir herrar. Þeir neita aö kenna stjórn sína viö keisaraveldi. Heldur hafa þeir tekiö upp stjórn- arfyrirkomulag kommúnismans, sem fundinn var upp í V-Evrópu og barst austur til Kína meö kínversk- um menntamönnum, sem setiö höföu í frönskum og enskum háskólum. Þegar maöur heimsæk- ir þetta stóra, en fátæka land, kemst maöur fljótt aö því, aö stjórnkerfiö er aö sumu leyti ekk- ert ósvipaö því sem var á keisara- tímanum, þ.e.a.s. aö ríkinu er miöstýrt og allir þræöir þjóölífsins liggja upp eftir pýramídanum upp á topp, þar sem fáir útvaldir ráöamenn halda um endana. í Peking kemst maöur að raun um, aö æöstu menn alþýöulýöveldisins búa á bak við múra hinnar for- boönu keisaraborgar í hjarta höf- uöborgarinnar, þar sem hermenn gæta þess aö óviðkomandi ráfi ekki inn. Þeir búa ekki í höllum innan múra keisaraborgarinnar; þær eru nú söfn í almenningseign, heldur búa þeir i einu horni þessa mikla svæöis, ef svo má aö oröi komast, lokaöir af frá umhverfinu. Kínamúrinn er mikiö undur Þegar maöur heimsækir þetta magnaða land, kemst maöur fljótt í snertingu viö sögu þess, þegar maöur skoðar keisarahallirnar, hin fornu hof, grafhýsi keisara og önnur sögusviö Kína hins forna. Þó nær sagan ekki tökum á manni, fyrr en maöur heimsækir og geng- ur eftir Kínamúrnum mikla, skammt utan viö Peking. Þaö er yfirþyrmandi tilfinning aö standa þarna og reyna aö ímynda sér söguna, t.d. þegar hundruöir þús- unda þræla og verkamanna byggöu þennan 6000 km langa varnarvegg, sem þræöir sig eftir Kína, rétt eins og snákur, eöa t.d. þegar kínverskir herir hrundu inn- rásum óvinarins. Tilfinningin sem grípur mann á þessum staö er ólýsanleg. Heimsmyndin breytist Kína nútímans er ekki síöur stórbrotiö, og stutt heimsókn þangaö breytir heimsmynd manns, hvort sem manni líkar þaö betur eöa verr. Hún opnar augu gestsins fyrir þessari stórþjóö, sem er einstaklega gestrisin og vingjarn- leg í garö útlendingsins. Þaö eru aöeins 30 ár síöan Kommúnista- flokkur Kína komst til valda, sem er stuttur tími í sögunni. Á þessu tímabili hefur mikiö gerst og margt breyst í alþýöulýöveldinu. Kínverj- ar hafa unniö bug á hungri og sjúkdómum, sem hrjáö hafa þjóð- ina um aldir. Þeir hafa byggt skóla og sjúkrahús fyrir alla og ekkert barn kemst á legg án þess að læra aö lesa og skrifa. Einn embættis- maöur sagöi viö greinarhöfund: „í Kína er ekkert hungur lengur, en okkar vandamál nú er ekki þaö, aö fólkiö sé hungraö, heldur hitt, aö næringargildi fæöunnar er ekki ætíö nógu gott. Viö veröum aö bæta næringargildiö og síðustu árin höfum viö lagt mikið á okkur til aö auka eggja- og kjötfram- leiöslu til þess aö bæta eggjahvítu- innihald fæöunnar, og við sjáum þegar árangur." 14 árum eytt í valdabrölt Leiötogar byltingarinnar hafa einnig eytt miklum tíma í aö byggja upp iönaö og þungaframleiöslu landsins á kostnaö annarra fram- fara. Á tímum fjórmenningaklík- unnar svonefndu, sem nú situr í gæsluvaröhaldi og bíöur dóms, voru tekin mörg ódrjúg skref aftur á bak í þróun landsins, segja menn nú, og 14 árum var eytt í menning- arbyltingu, sem kom engum til góöa, nema fámennri valdaklíku. Allir þeir, sem maður ræöir viö í Kína nú, segja manni frá valdatím- um fjórmenningaklíkunnar og Lin Piaos, sem var hægri hönd Mao Tsetungs formanns um árabil, en reyndi aö flýja land eftir misheppn- aöa byltingartilraun. Hann fórst í flugslysi á leiö til Sovétríkjanna. Kínverski herinn segist hafa skotiö flugvélina niöur. Kínverjar hafa mestan áhuga á samskiptum viö Vesturlönd, aö meötöldu Japan og Ástralíu. í Kína sér maöur alls staöar mikinn fjölda af erlendum gestum, og meöal þeirra ber mest á V-Evrópumönn- um, Japönum, Bandaríkjamönnum og Áströlum. Allir þessir útlend- ingar eru ekki einvöröungu í Kína til aö skoöa landið, heldur til aö kanna m.a. möguleika á gagn- kvæmri verslun og viöskiptum, eöa hugsanlegum möguleikum á aö selja kínversku þjóöinni heilar verksmiöjur, flugvélar, hergögn, tækniþekkingu, flutningafarartæki og annaö þess háttar. Óska eftir friösamlegum samskiptum „Okkur liggur mikið á,“ sagöi einn háttsettur embættismaöur í Frá Kínamúrnum mikla, skammt utan við Pekíng. Þar er alla daga mikill múgur og margmenni að skoða þetta furðulega mannvirki, en þaö er eina mannvirkið hér á jöröu, sem sést utan úr geimn- um, aö sögn geimfara. „Leitið sannleikans í staðreyndum...“ Fleiri þúsund manns í heimsókn Þaö fer ekki á milli mála, aö mikil breyting hefur átt sér staö síöan núverandi valdhafar, undir leiösögn Deng Xiaopings, aðstoö- arforsætisráöherra, hafa töglin og hagldirnar í stjórn landsins. (í fyrstu grein minni lýsti ég ytri áhrifum þess, sem ég vil kalla hiö pólitíska vor Kína, sem ég því sleppi hér). Kínverskir ráöamenn og embættismenn viðurkenna aö allt of dýrmætur tími í uppbygg- ingu þjóðarinnar hafi glatast og þess vegna veröi Kínverjar aö halda vel á spilunum nú, ef þeir eiga aö ná verulegum árangri á þjóömálasviöinu fram til aldamóta. Fljótt kemst maöur aö raun um, aö landsmenn trúa því, aö framundan séu betri tímar. Til aö ná settu marki, veröur fólk aö færa miklar fórnir. Kínverjar gera sér einnig grein fyrir því, aö þeir geta ekki byggt upp sterkt efnahagslíf, nema meö aöstoö erlendra ríkja og leggja þeir því síaukna áherslu á samskipti sín við aörar þjóðir. Peking viö greinarhöfund, „viö höfum tapað miklum tíma í ekki neitt. Viö veröum aö koma fótun- um undir okkur aö nýju, áöur en sovéskum heimsvaldasinnum tekst aö einangra okkur frá umheimin- um, en að því stefna þeir leynt og Ijóst. Þeir geta ekki þolaö þaö, aö viö höfum hafnað yfirráðastefnu þeirra og viljum friðsamleg sam- skipti við allar þjóöir heims.“ í þessum dúr tala Kínverjar nú og eru ómyrkir í máli, þegar þeir minnast á valdhafana í Moskvu. Chou Enlai er þjóðhetja Fjórmenningaklíkan svonefnda veröur fyrr eöa síöar dregin fyrir dóm, að sögn landsmanna, og látin svara til saka fyrir glæpina gegn þjóöinni. Henni er kennt um allt þaö sem illa hefur fariö á undanförnum árum, en mönnum eins og hinum látna forsætisráö- herra, Chou Enlai, og Deng Xiao- ping aftur á móti þakkaö fyrir aukið frelsi og betri tíma. Einhvern veginn hefur maöur þaö á tilfinn- ingunni, aö Mao Tsetung, formaö- ur, sé ekki hátt skrifaöur í Kína nú, þótt enginn fáist til aö segja þaö. Myndir af leiötoganum sjást ekki víöa, eins og ég haföi búist viö, og horfin eru barmmerki af Mao, sem maður sá til skamms tíma á fréttaljósmyndum af Kínverjum. Grafhýsi Maos á Torgi hins himn- eska friöar er ekki opiö daglega, og heimsókn í þaö var t.d. ekki á okkar dagskrá, heldur uröum viö aö biöja sérstaklega um aö fá aö sjá það. Þaö hafðist í lokin og viö fórum í gegnum grafhýsiö, ásamt fleiri þúsund Kínverjum og erlend- um gestum. Fyrir utan beiö fjöldi langferðabíla, en þaö gaf til kynna, aö sumir Kínverjanna væru komnir langt aö, til aö sjá hinn látna foringja, þar sem hann liggur eins og sofandi í mikilli kristalskistu. Lítið minnst á Hua Kínverjar tala heldur ekki mikiö um Hua Cuofeng, formann flokks- ins og forsætisráöherra. Ég minn- ist þess ekki á ferö minni um Kína, Grafhýsi Mao Tse-tung á Torgi hins himneska friöar í Peking, en þaö byggðu Kínverjar á nokkrum mánuðum, eftir andlát formannsins. Fjörutíu og fjórar granítsúlur halda þakinu uppi, og yfir aöalinnganginum er gullslegiö skilti áletraö meö hönd Hua Kuo-feng, núverandi flokksforingja, en þar stendur: „Grafhýsi Maós formanns." aö nokkur Kínverji hafi minnst á hann aö fyrra bragöi, og auk þess má geta þess, að ekki sjást heldur myndir af honum víöa. Bersýnilegt er, aö syndir fjórmenningaklíkunn- ar hafa eitthvaö komiö viö stjörnu Maos og Hua, sem formaöurinn valdi sem eftirmann sinn, eftir aö valdarán Lin Piaos misheppnaðist. Þegar maöur spyr Kínverja, hvers vegna þeir tali svona opin- skátt um glæpi umræddrar klíku og Lin Piaos, þá segjast þeir fara eftir spakmæli Maos formanns, sem finna má í Rauða kverinu: „Leitiö sannleikans í staöreynd- um“. Þaö má kannski bæta því viö, að Rauöa kveriö sést ekki víöa og ég fann þaö aðeins á frönsku í hótelverslun í Shanghai. Kínverjar svara öllum spurningum manns, þótt þeim finnist þær jafnvel óþægilegar og þeir eru auk þess mjög opnir, þegar maöur ræöir vandamál þjóöarinnar viö þá. „Við höfum gert vitleysur“ „Viö höfum gert vitleysur og viö eigum eflaust eftir aö gera fleiri, en viö ætlum nú aö reyna aö foröast þær og byggja upp sterkt efna- hagslíf Kína, sem allir þegnar þjóöfélagsins fá að njóta góös af,“ sagði annar embættismaöur. Ég held, aö þaö sé rétt aö flestir landsmenn sitja svo til viö sama borö þegar kemur aö skiptingu þjóöarkökunnar. Allir eru fátækir, kannski meö smáblæbrigöum þó, og allir búa viö þröngan húsakost og allir hafa li'til laun, enda er ekki mikiö til skiptanna í þeim efnum. Betri afkoma æöstu valdamanna felst eflaust í meiri fríöindum, svo sem betra húsnæöi og fríum bíl meö bílstjóra og einstaka ferð til útlanda. Liu Shaoqi heiðraður á ný Meöan undirritaöur dvaldist í alþýöulýöveldinu mátti sjá greinar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.