Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 Minning: Kjartan J. Gíslason skáld frá Mosfelli Fæddur 5. maí 1902 Dáinn 1. júní 1980 Það er einkennileg tilfinning, þegar þögn dauðans rýfur dauða- þögn lífsins. Skáldum og lista- mönnum kemur gleymskan og þögnin verst. Þó verður það hlut- skipti fleirum þungbært. En skáldið átti að leiða samtíð sína, gefa henni gjafir, færa henni lífstón. — Skáldið átti að taka af henni myndir og birta þær. Það átti, ef til vill, einkum að leiða. Aldamótaskáldin kváðu ísland og þjóð sína upp úr þeirri örbirgð, sem einstaka bjartsýni og Guðs- traust þurfti til að lifa af. — Enda sagði Matthías Jochumson það, sem satt mun reynast: Vér deyj- um, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá. Og enn héldu skáldin áfram að yrkja um það fagra land, sem sérhver Islendingur á, hvar á því landi, sem hann fæðist. „Öld kom sem bragur með lyftandi lag“ (E.B.). Það var á fyrsta vori þeirrar aldar, sem séra Gísli Jónsson kom úr Meðallandsþingum að Mosfelli í Grímsnesi. Alla þá leið flutti hann konu sína, börn og búslóð á hestum yfir vötn og sanda, en fé sitt á fæti. Börnin, sem þau ungu prests- hjón komu með að Mosfelli, voru Ragna Asthildur, 7 ára, Þórunn, 6 ára, Jóhanna, á 5. ári, Elínborg, 3 ára, tvíburar: María Franziska og Kristín Ingibjörg voru dánar áður. Þær hlutu skírn en skammt líf. Kjartan Jón Gíslason var því sjöunda barn þeirra hjóna — og fyrsta barn fætt á Mosfelli og fyrsti sonur þeirra. Má því nærri geta, að hann hefur vakið mikla gleði og hrifningu, strax nýfædd- ur. Fagurt barn hefur hann verið, því að hann var fallegur maður. Mjög hafði móðuramma hans, prestsekkja frá Skógum, unnað honum. — Næst fæddist Kristín 1903, Ingibjörg 1905, Svava 1907, Gísli 1909 og Agústa Þuríður 1918 fullnaði töluna tólf. Systkinin ólust upp í ást og virðingu hjá foreldrum sínum. Mosfell hið Efra- er eitt af fallegustu prestssetrum íslands að útsýni til. Það er eins heim að sjá. — Landnámsjörð. — Var því úr nógum stöðum að velja. Þegar Kjartan Gíslason var að alast upp á Mosfelli með sínum mörgu systkinum, þá var staður- inn því fegri en hann er nú, að engin bein lína skar landið í sundur og smækkaði svip þess. Ekki var þar „síma“- né mýrar- skurðir. Ekki lá þar einu sinni vegur, nema krókóttar götur úr grasi, þar sem hófspor aldanna höfðu troðið sér fasta slóð. Miðað við nútíð hafði jörðin svip eins og nýnumið land. Þá trúðu því líka flestir menn, að Heimskringla væri sönn og landnám hefði gerst frá Noregi með ívafi normandískra, írskra, gerskra og engilsaxneskra ævin- týra. — Þá var hér fuglaparadís og listamanna ljóðheimur. — Grímsnes var þá ein af fegurstu sveitum landsins, á meðan Sogs- fossarnir sungu. Rauðhólarnir, vaxnir bjarkarkjarri, höfðu þá ekki enn lent í höndum landvernd-1 ar og skógræktar. Þeir voru þá heilir og óva-fagrir. Það var því ekki að furða þó að Næturlogar, Skrjáfar í laufi, Vor sólskins ár og Tómasar Fagra veröld kæmu það- an. Kjartan ólst upp við kvöldvöku- skólann íslenska. Þá voru sungin kvæði, kveðnar rímur, lesnar forn- sögur og flutt skáldverk. — Helgi- stund með húslestri var þá hvert vetrarkvöld á flestum heimilum. Börn voru leidd að viskulindum versa og bókmennta. “Stuðlanna þrískipta grein" var sungin og kveðin inn í sálir vöggubarna. Mosfellsheimilið var fjölmennt. Stórt bú. Mörg hjú og voru samgróin húsbændum og börnum þeirra. Lengi hafa gamlir Gríms- nesingar minnst þess, hvað gaman var að koma á það heimili. Söngur og gleði fyllti bæinn, og oft bættust orgeltónar við. Mjög greind kona, fermingar- barn séra Gísla, sagði við mig: „Mér er það alltaf minnisstætt, þegar frú Sigrún hóf forsönginn í Mosfellskirkju, hvað röddin var mikil og fögur.“ Varð og minnisstæður sorgar- skugginn mikli, sem skyndilega féll yfir heimilið vorið 1918, þegar séra Gísli fórst af hesti í Þverá, vanur fljótamaður. Frú Sigrún Hildur Kjartans- dóttir varð ekkja með 10 börn, tvær elstu dætur hennar voru utanlands. Systkinin heima voru sum á ungmennisaldri, sum stálp- uð börn, Ágústa yngst, var á fyrsta ári. Kjartan, sem þá var sextán ára, var búinn að læra hjá föður sínum til þess að ganga inn í fjórða bekk Menntaskólans. — Þeirri ákvörð- un var breytt. — Hann fór í Verslunarskólann og tók þaðan mjög hátt próf. Hann var afbragðsmaður í starfi. Hann sló ekki feilnótur í reikningi fremur en í píanóleik. Verslunarskólinn var talinn leggja góða undirstöðu í ensku og þýsku, og hafði Kjartan síðar byggt þar vel ofan á, því að hann var fjöl-velgefinn maður. Kjartan vann við bókfærslu- störf. Hann var mjög fær í þeirri grein. í Reykjavík stofnaði frú Sigrún heimili með börnum sínum vorið 1921. Við Mosfells-hjón nutum þeirrar ánægju að kynnast henni löngu seinna, er hún bjó enn með tveimur dætrum sínum, Elínborgu og Ingibjörgu. — Kynnin við fjölskylduna voru okkur mikils virði. Frú Sigrún átti gott ævi- kvöld hjá dætrum sínum. Tónlist og sönglist virðast ætt- areinkenni fjölskyldunnar. Kjart- an hafði ljóðlist og upplestur til viðbótar. Það má því nærri geta, að heimilið hefur verið alveg sérstætt, þegar systkinin voru ung og öll heima. Heimilið var skemmtilegt og er það enn. Þar hittist fjölskyldan á hátíðlegum stundum. Og oft bættist tónlist- arfólk og söngfólk í hópinn. Kjartan var rúmlega tvítugur, þegar hann kvæntist. Kona hans var Ragnheiður Magnúsdóttir frá Vallanesi. Hún var ung ekkja með sjö börn, vel gefin og glæsileg kona. Þau eignuðust einn son, Ragnar. Hann er skrifstofumaður í Reykjavík. Ragnar kvæntist og á eina dóttur, Ólöfu. Ólöf er eina afabarn Kjartans. Ragnheiður og Kjartan voru ekki lengi samvist- um. Kjartan var ljóðskáld. Hann gaf allsnemma út fyrstu bók. Þrjár bækur komu út eftir hann: Næt- urlogar 1928, Skrjáfar í laufi kom út 1936. Þriðja bókin kom 1941, Vor sólskins ár. í þeirri bók virðist hafa orðið nokkur lægð. Slíkt er ekkert einsdæmi. En nokkru síðar rís hann upp og nær miklu sterkari tökum en áður. Eg las einu sinni nokkur ljóð Kjartans í útvarp — úr tveimur fyrstu ljóðabókum hans. — Um þau kvæði sagði Sveinn Pálsson, sem þá var menntaskólakennari á Laugarvatni: „Þessi kvæði virtust mér falleg og vönduð." Mér þótti afar vænt um þann dóm, því að Sveinn Pálsson fullnægði ströng- ustu menntakröfu Benedikts Gröndals skálds um bókmennta- gagnrýnanda, sem var, að gagn- rýnandi væri fjöllesinn á mörgum tungumálum, bæði fornum og nýj- um. — Sömu kröfu gerði Gröndal eiginlega til skálda. Því að Mímis- brunnur er víður og djúpur og þangað falla árkvíslar af mörgum þjóðtungum, sem betra er að bergja af, þeim, sem hafa vill vald á hugsun manna og halda taumum Sleipnis í hendi sér. — En Bene- dikt talaði líka um klíkuskap íslenskra skálda. Sagði hann, að þau hefðu hvert um sig sína hirð til þess að básúna hvað eina, sem þeirra skáld segði — jafnvel þýðingar. — Sjálfur fékk Benedikt að kenna á klíkuskapnum. Hann hafði enga hirð né básúnur. — Og var hann þó einn af vorum mestu rithöfundum, bæði fyrr og síðar. Dráttlistarmaður var hann að sama skapi. Málvísindi og nátt- úruvísindi fylgdu með. En hvernig fór fyrir þessu hirðlausa skáldi? — Hann hefur í raun og veru aldrei hlotið þá viðurkenningu hjá þjóð vorri, sem hann átti. — Hann naut þess í engu á sinni tíð, hver listamaður hann var. Ekki einu- sinni í embættaveitingu. Hann var sniðgenginn. — Þetta er eitt hið stærsta dæmi um skaðlegan klíku- skap gegn skáldi. Og það er ekki að furða, þegar fljótið gleymist, þó fáein kvæði í litlum ljóðabókum, of lítið kynntum, geti hulist, án þess hið besta sé verðuglega viður- kennt. Kjartan skorti uppörvun á ungum aldri. — Það er ekki gott að segja, hvað hirð og básúnur hefðu getað vakið marga strengi. En það sorglega var, að bestu kvæði Kjartans, svipmeiri en fundin verða í ljóðabókum hans, voru aldrei birt. Þetta voru kvæði fullþroska manns og skálds, sem hefur losað sig að fullu við sýnileg áhrif annarra skálda. Hann hafði í þeim öllum algjörlega sinn eiginn tón, og voru kvæðin afar góð. Yfir fyrstu kvæðum hans var æskuleg birta, en þau voru misjafnari að gerð. Á meðal óprentuðu kvæðanna var eitt um svani. Mig minnir, að það héti Svanasöngur. Það var fagurt kvæði með fjölþættri hugs- un. Ég held eigin bragarháttur. Annað kvæði man ég að mér þótti svipsterkt listaverk með undiröldu af þunglyndi. Úr því eru þessar hendingar. Ég heyri tímans hjarta í hvíldarleysi slá. Ég heyrði það einu sinni, og þessar tvær ljóðlínur sátu eftir. Bragarháttur var sérstæður. Nokkuð löng erindi. Mig minnir, að þau væru fimm. — Endir þess fyrsta voru ívitnaðar ljóðlínur. Ég vona, að ljóðaunnendur finni, að þær eru svo klassískar, að duga mundu til þess, að setja Kjartan J. Gislason á bekk með vorum bestu ljóðskáldum, ef það væri satt, sem einn bókmennta- fræðingur sagði í fyrirlestri um Jónas Hallgrímsson, að Jónas væri frægt skáld, þó að hann hefði aldrei ort annað en þessar tvær ljóðlínur: Greiddi ég þér lokka við Galtará vel og vandlega. Þetta hljómaði vel í erindi um frægt stórskáld, — og þó ekki trútt. — Það stenst ekki í reynd. Þannig er nú ekki háttað löngun heimsins, né bókmenntamanna til þess að viðurkenna það, sem vel er gert, þó að einstætt sé. Það lá nærri, að ég bæði Kjart- an um að gefa mér uppskrifuð tvö eða þrjú af þessum óprentuðu kvæðum. En kunni svo ekki við það. Ég hélt þau kæmu fljótlega út í nýrri bók, sem hann hlyti að fá viðurkenningu fyrir. Sú hugsun að fá kvæðin vitjaði mín oftar en einu sinni. E.t.v. var það boð um að bjarga þeim, þó að mér kæmi alls ekki til hugar, að þess þyrfti við. Kjartan varð allskyndilega veikur. Hann fékk kvæðin sín á sjúkrahús, og þar týndust þau. Álla tíð, síðan ég vissi það, svíður mér sú tilhugsun, að ég hefði getað bjargað tveimur eða þremur þeirra. Og það væru betri eftir- mæli um hann, en nokkur annar maður gæti skráð. Ég sá Kjartan Gíslason fyrst á Mosfelli. Ég gekk inn í stofu, þá var einn kirkjugestur kominn þar, nokkru fyrr en aðrir. Gesturinn var svo fágaður maður, að athygli mína vakti strax. Þegar hann nefndi nafn sitt, Kjartan Gísla- son, og heilsaði mér, þá vissi ég að hann var skáldið. Kjartan var meðallagi hár og fremur grannur, vel á sig kominn að öllu. Hann virtist stíga létt til jarðar, eins og títt er um tónlist- armenn. Kjartan var dökkur á brún og brá. Hann hafði þétt hár, þykkt, bylgjað, jarp-svart og fór vel. Hann hafði göfugs manns yfirsvip, gáfulegt enni og augna- bragð. Hann var eygður manna best. Hann hafði fagur-brún augu, en ekki svart-brún. Kjartan var kominn til þess að veita nýkomnum presti aðstoð sína við orgel og söngstjórn. Þeir, sem enn muna Kjartan við orgel og píanó, geta gjört sér í hugar- lund, hvílík prýði var að samstarfi hans við þessa fyrstu guðsþjón- ustu nýja prestsins, eins og fólkið kallaði hann þá. Kjartan átti á þessum árum gróðrarstöð í Reykjalundi með Gísla bróður sínum. Hann kom alltaf til þess að vera hér organ- isti, þegar hann var staddur fyrir austan á messudegi. Þetta lyfti kirkjulífinu upp. Og kæmi Gísli bróðir hans líka, þá féll vel saman söngur og orgelspil af mikilli list. Þegar ég heyrði Gísla Gíslason syngja, þá skildi ég vel fagra minningu, um söng móður þeirra í Mosfellskirkju. Kjartan var manna best máli farinn. Hann hélt mjög snjallar og skemmtilegar tækifærisræður. Fræin fjúká út í vindinn. Sum falla e.t.v. í góða jörð „rist inn í fáein hjörtu“ (E.B.). Kjartan var ekki söngmaður, en hann var mikill upplesari. Hann hafði til þess breytilegt og gott raddsvið. Röddin var alhrein og fögur, hljómmikil, skýr og mjúk. + Móöir okkar ANNA Þ. MAGNÚSDÓTTIR, Bústaðavegi 73, lést f Borgarspítalanum þriðjudaginn 8. júlí. Hulda Sproat, Magnús Skarphéöinsson, Elfar Skarphéöinsson, Elín Skarphéöinsdóttir, Anna S. Skarphéöinsdóttir, Hilmar Skarphéöinsson. Móöir okkar GUÐMUNDÍNA ÞORBJORG ANDRÉSDÓTTIR, frá Skélanesi, lést á hjúkrunardeild Landspítalans aö Hátúni 10 b, 8. júlí. Börn og fósturbörn . Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, AÐALBERGUR KRISTJÁN STEFÁNSSON, Starfsmannabústaö nr. 8, Kristneshæli, er andaöist föstudaginn 4. júlí sl. veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. júlí kl. 13.30. Ragnheiöur Gísladóttir, Stefén Aöalbergsson, Andrés Vignir Aöalbergsson, Pélmi Bjartmar Aöalbergsson, Björk Lind Óskarsdóttir, Guömundur Péll Pélmarsson, Snorri Pélmarsson. + Bestu þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, HARALDAR KRISTJÁNSSONAR, skipstjóra, Grænuhlíð 22. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 1 A, Landakotsspítala. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Framnesvegi 18, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 8. júlí. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍOAR HJARTARDÓTTUR, Hraunbæ 80, fer fram frá Bústaðakirkju kl. 13.30, í dag fimmtud. 10. júlí. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag Islands. Lilja Hjartardóttir, Anna Hjartardóttir, Hans Júliusson, Valgeröur Hjartardóttir. Kristjén Sveinsson, Margrét Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.