Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 155. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ1980
SIGURÐUR
NORDAL:
Litla stúlkan
í apótekinu
Listakonan Engel Lund verður
áttræð á morgun, 14. júlí. Af
því tilefni birtir Morgunblaðið
meðfylgjandi grein, sem Sigurður
Nordal ritaði um hana í ársritið
Unga Island, sem Helgafell gaf út.
Greinin var endurprentuð í 21.
hefti Félagsbréfa Almenna bóka-
félagsins í mars 1961, en í des-
ember 1960 gaf félagið út söng-
plötu með 35 íslenskum þjóðlög-
um, sungnum af Engel Lund, við
undirleik dr. Ferdinands Rauters.
Er platan fáanleg í endurútgáfu.
Engel  Lund  er  að  heiman  á
afmælisdegi sínum.
Þegar grein Sigurðar Nordals
var endurbirt í Félagsbréfi AB,
gerði  höfundurinn  svofellda at-
hugasemd neðanmáls:
„Góðfúsir lesendur eru beðnir
að hafa tvennt í huga um þessa
grein. Hún er skrifuð og birt
haustið 1947 og er hér prentuð
alveg óbreytt, svo að allar tíma-
ákvarðanir eru miðaðar við það
ár. Og hún var samin fyrir tímarit
handa unglingum. Þegar lesendur
hennar eru ávarpaðir hér, er átt
við lesendur Unga íslands, en ekki
Félagsbréfa. Mér datt ekki heldur
í hug, þegar þetta var skrifað, að
það ævintýri mundi gerast, sem
nú er orðið: að allir Islendingar,
sem eiga grammófón, gætu orðið
þeirrar ánægju aðnjótandi, að
heyra Göggu syngja heima hjá
sjálfum sér."
I
Seint í fyrravetur kom þjóðlaga-
söngkonan Engel Lund til íslands.
Blöðin fluttu smágreinar um
hana. Þar var sagt frá því, að hún
væri dóttir danskra apótekara-
hjóna, sem hefu verið í Reykjavík
fyrir löngu, hefði alizt hér upp
þangað til hún var ellefu ára
gömul og talaði íslenzku. Nú væri
hún orðin víða fræg utan lands og
ætti heima í London. Á síðustu
árum hafa komið hingað svo
margir frægir tónlistarmenn, að
fólk er hætt að þjóta upp til handa
og fóta við þess konar heimsóknir.
Sumir af þeim, sem mest sækja
hljómleika, vilja heldur hlusta á
hljóðfæraslátt en söng, og þeir eru
til sem finnst kvenfólki allt annað
betur gefið en að reyna of mikið á
röddina. Það var engu líkara en
fólk grunaði, að þessi fröken Lund
ætlaði að nota sér gamlan kunn-
ingsskap við Reykvíkinga til að ná
sér í skildinga, af því að hún væri
atvínnulaus. Þegar hún söng í
fyrsta sinn suður í Trípólileikhúsi,
var líka ófærð og snjókoma. Það
varð að smala talsverðu af
áheyrendum saman í skyndingu,
með því að senda þeim aðgöngu-
miða ókeypis, svo að húsið yrði
ekki hálftómt.
En undir eins eftir þetta fyrsta
kvöld fór fólk að verða forvitnara.
Það tók ekki svo mikið mark á því,
þó að Engel Lund væri hælt í
blöðunum. En allir, sem höfðu
hlustað á hana, sögðu kunningjum
sínum frá því. Þeir sögðu, að þetta
væri einhvern veginn ólíkt öllu
öðru, sem þeir hefðu heyrt. Þeir
sögðust ætla að hlusta á hana
aftur, hvað oft sem hún syngi. Og
þeir komu aftur, og fleiri og fleiri
bættust við. Síðasta skiptið, sem
hún söng, komust miklu færri að
en vildu og alltaf fór fögnuður
áheyrenda vaxandi. Það var alveg
hætt að kalla hana Engel Lund
eða fröken Lund, allir kölluðu
hana Göggu, eins og hún hafði
veri kölluð, þegar hún var lítil
stúlka í Reykjavík. Gagga varð
vinur allra, sem hlustuðu á hana.
Þeim fannst þeir þekkja hana og
fór að þykja vænt um hana. Og
það var auðfundið, að henni þótti
líka gaman að vera hér og syngja
fyrir íslendinga. I apríl fór hún
aftur til Englands, því að hún var
ráðin til að syngja þar nokkrum
sinnum í maí. En hún kom aftur í
júní, ferðaðist um Norðurland,
Vesturland og austur yfir fjall og
söng þar á ýmsum stöðum og
tvisvar í Reykjavík. Hún var hér
fram í október og þrátt fyrir allar
rigningarnar á Suðurlandi  undi
hún sér svo vel, að hún átti bágt
með að slíta sig héðan.
II
Það er ekki auðvelt að lýsa söng,
eða tónlist yfirleitt, með eintóm-
um orðum og ég hef litla þekkingu
til að skrifa um þá list. En það er
bót í máli, að ég hef blaðað í því,
sem mér fróðari menn í mörgum
löndum hafa skrifað um Göggu,
svo að ég þarf ekki að treysta
einungis á minn eigin smekk. Og
auk þess er það fleira en söngur-
inn sem hægt er að segja frá.
Nú skuluð þið hugsa ykkur, ef
þið hafið ekki hlustað á Göggu, að
þið sitjið í einhverjum sal og bíðið
eftir, að söngkonan birtist uppi á
pallinum. Og þarna kemur hún.
Gagga er mjög há, nokkuð þrekin
og samsvarar sér vel. Hún er í
svörtum kjól, eins einföldum að
sniði og skrautlausum og framast
getur orðið. Hún heldur á örþunn-
um, bláleitum silkiklút og
söngskránni, sem hún leggur á
flygilinn hjá sér.
Nú búizt þið við, að píanóleikar-
inn, sem kemur inn með henni,
slái á nóturnar og söngurinn byrji.
En í stað þess fer Gagga að tala
um fyrsta ljóðið, sem hún ætlar að
syngja. Hún segir, hvað það heiti
og frá hvaða landi það sé, rekur
efni þess í fáum orðum, svo að
þegar hún fer að syngja það,
fylgizt þið alveg með, jafnvel
skiljið vísurnar, þó að þið kunnið
ekki orð í málinu. Þetta gerir hún
við hvert lag. Þessir formálar, svo
stuttir og einfaldir sem þeir virð-
ast vera, eru oft dálítil listaverk,
svo að maður finnur stundum, að
fólk er að því komið að klappa,
áður en söngurinn byrjar. Og með
þeim brúar hún alveg þá fjarlægð,
sem er venjulega milli áheyrend-
anna niðri í salnum og lista-
mannsins uppi á pallinum. Hún
talar svo einlæglega við ykkur um
það, sem hún ætlar að fara með,
að þið eruð undir eins orðin henni
kunnug. Og hún kann alveg undar-
lega að fá fólk til að hlusta vel.
Fyrir mörgum árum heyrði ég
hana til dæmis syngja í stærsta
hljómleikasalnum í Kaupmanna-
höfn fyrir 1200 manns. Þá sagði
hún meðal annars þetta, ósköp
raunamædd á svipinn: „Nú ætla ég
að syngja fyrir ykkur lítið danskt
lag. Mér þykir svo leiðinlegt, að
engum finnst það fallegt nema
mér." Þegar hún var búin að
syngja lagið, ætlaði klappið aldrei
að hætta. Hver einasti áheyrandi
vildi láta hana finna, að honum
þætti lagið líka fallegt!
Gagga hefur ekki mjög mikla
rödd, en fullkomið vald á að beita
henni, eins og við á í hvert sinn.
Hún getur sungið ljóðræn sönglög
svo yndislega, að ég hef ekki heyrt
neina af þeim söngkonum, sem
einungis hugsa um að syngja
fallega, gera það betur. Röddin er
svo hrein og tær, söngurinn svo
eðlilegur, að það er alveg eins og
lagið syngi sig sjálft. Það getur
verið ógleymanlegt. En yfirleitt er
það svo með þjóðlögin hennar
Göggu, að manni finnst þau frem-
ur syngja hana en að hún syngi
þau. Og þessi lög eru stundum
ekki fyrst og fremst falleg, heldur
einkennileg, skrítin eða stórkost-
leg, og meðferð textans er ekki
minna atriði en meðferð lagsins.
Ég er alveg viss um, að Gagga
getur haldið áfram að ná tökum á
áheyrendum sínum og hrífa þá, þó
að röddin fari að bila. Hún syngur
þjóðlög frá mörgum löndum og
alltaf á frummálinu. Hún hefur
sungið á sautján tungumálum, og
öllum kemur saman um, að hún
beri þau mál, sem þeir þekkja,
ágætlega fram. Hvert land og
hvert tungumál á sér sín kvæði og
lög með ólíkum blæ, svo að þegar
hún fer að syngja frönsk lög næst
á eftir þýzkum, Gyðingalög á eftir
sænskum, lög frá Bandaríkjunum
á eftir austurrískum o.s.frv., þá
skiptir hún ekki einungis um
tungumál, heldur um söngblæ og
söngtækni og allan svip á með-
ferðinni. Hver skepna og hver
manneskja syngur með sínu nefi.
Maurinn á sér sína rödd, skortítan
sína, fuglarnir í skóginum, ást-
fangin ungstúlka, gómul tannlaus
kerling, hið léttasta gaman og
ægilegasta vonzka. Þegar djöfull-
inn opnar dyrnar fyrir vesalings
syndara og segir honum „að gera
svo vel og ganga í bærinn", er
svipur hennar svo hræðilegt sam-
bland af grimmd og tilhlökkun, að
það fer hryllingur um hverja taug.
Og þegar hún syngur Borðsálmiiin
eftir Jónas Hallgrímsson, verður
þetta Ijóð og lag, sem hver íslend-
ingur hefur kunnað frá barnæsku,
hlýtt, eins og maður hafi aldrei
heyrt það fyrr. Hún hikar ekki við,
eins og enskur söngdómari hefur
komizt að orði, „að rífa hina
yndislegu rödd sína í tætlur og
tötra" til þess að lýsa þeim
ótömdu tilfinningum, hrifningu,
hörmum og ofsagleði, sem stund-
um búa í þjóðlögunum. Það hefur
líka verið sagt um hana, að hún
flytji þann boðskap, að allar
þjóðir eigi, þrátt fyrir sérkenni
hverrar um sig, innst í hug og
hjarta somu sorgirnar og sömu
gleðina, eilífar, eldgamlar og allt-
af nýjar.
Það er ekkert skrum, að Gagga
sé víða fræg. Hún hefur farið bæ
úr bæ um flest lönd Norðurálfunn-
ar og Norður-Ameríku. AIls stað-
ar hefur hún sigrað. Hún hefur
komið til höfuðborga sönglistar-
innar, eins og til dæmis Vínar-
borgar, fyrst öllum ókunn, byrjað
í minnsta sal, sem hægt var að fá,
en endað á því að troðfylla stærsta
salinn og heilla vandlátustu
áheyrendur veraldarinnar. Söng-
dómarar heimsblaðanna hafa gef-
izt upp skilyrðislaust, þegar þeir
hlustuðu á hana: „Þessu er ekki ti'.
neins að ætla sér að lýsa, þetta
verða menn að heyra." „Ég minn-
ist þess ekki að hafa hlustað á
neitt, sem var svona fullkomið."
Og hún veit, hvað hún má bjóða
sér. Þegar Adolf Hitler og nazist-
ar komust til valda í Þýzkalandi,
þar sem hún átti áður miklum
vinsældum að fagna, var henni
bannað að syngja Gyðingalög. „Þá
get ég vel komizt af án þess að
syngja í Stór-Þýzkalandi", sagði
Gagga. Og hún hefur ekki stigið
fæti sínum þangað síðan. Nú er
Hitler úr sögunni, en Gagga held-
ur áfram að syngja. Og nú getur
hún komið aftur til Þýzkalands og
sungið þar Gyðingalögin sín, þeg-
ar henni þóknast.
En það er eitt, sem ég hef ekki
nefnt ennþá og áheyrendum henn-
ar hér á landi mun hafa komið
mest á óvart, þó að þeir hefðu séð
eitthvað um það í blöðunum — og
það er islenzkan hennar Göggu.
Hún flutti formálana að lögunum
hér á íslenzku, eins og hún talar
ensku í Englandi, frönsku í
Frakklandi o.s.frv. Og hvernig var
þá þessi íslenzka? Hún var dálítið
skrítin, stundum hálfgert barna-
mál. En hún hljómaði svo fallega,
að það var ekki nema ti' gamans,
þó að einstöku rangar beygingar
slæddust með. Þetta var ekki sú
íslenzka sem menn geta lært af
málfræðibókum og kennurum. Það
var hennar eigið mál. Það var
málið, sem lítil Reykjavíkurstúlka
hafði lært á barnsaldri, alltaf
elskað og aldrei gleymt.
III
Ef þið skylduð einhvern tíma
koma inn í Reykjavíkur Apótek, á
horninu á Austurstræti og Póst-
hússtræti, skuluð þið líta á vegg-
inn, þar sem er skrá yfir eigendur
þessa apóteks frá upphafi. Um
langan tíma voru þeir allir dansk-
ir. Þeir keyptu apótekið og komu
hingað, græddu talsvert fé, seldu
apótekið, fóru aftur til Danmerk-
ur og keyptu þar annað o.s.frv.
Þeir voru gestir, og fáir muna nú
eftir neinum þeirra.
Einn af þessum gestum hét
Michael Lund og var hér á árunum
1899 til 1911. Hann var ungur
maður, þegar hann kom hingað og
er enn á lífi í Danmörku. Hann
þótti góður lyfsali og góður mað-
ur. Þau hjónin eignuðust hér
marga vini, en flestir þeirra eru
nú úr sögunni og yngri kynslóðirn-
ar hafa varla heyrt þau nefnd.
Samt urðu merkilegar afleiðingar
af dvöl þeirra í Reykjavík. Systir
frú Lund, fröken Georgia Hoff-
Hansen, trúlofaðist ungum ís-
lenzkum stúdent, Sveini Björns-
syni, og það atvikaðist svo, að hún
varð fyrsta forsetafrú íslands. Og
árið eftir að þau apótekarahjónin
settust að í gamla timburhúsinu,
sem þá var Reykjavíkur Apótek og
stendur enn við Austurvöll á horni
Thorvaldsensstrætis og Kirkju-
strætis, fæddist þeim dóttir, sem
var skírð Engel og kölluð Gagga
og ég hef verið að segja ykkur frá.
Þó að þau apótekarahjónin
lærðu bæði talsvert í íslenzku, var
þetta vitanlega danskt heimili.
Þar var töluð danska, alltaf gert
ráð fyrir að fara aftur til Dan-
merkur og Gagga var látin ganga í
Landakotsskólann, þar sem mest-
allt var kennt á dönsku. Hún lærði
samt íslenzku, af íslenzkum stúlk-
um, sem voru í húsinu, og af
krökkum á sínu reki. Þau Henrik
bróðir hennar, sem var tveimur
árum yngri en hún og kallaður
Dengsi, töluðu alltaf íslenzku sín á
milli. Litlu stúlkunni í Apótekinu
þótti ákaflega gaman að vera á
Islandi, en henni hefði sjálfsagt
þótt gaman að lifa, hvar sem hún
hefði verið. Hún var stundum á
sumrin á Eyrarbakka, kom einu
sinni til Þingvalla, en sá annars
ekkert af landinu nema það, sem
sést úr Reykjavík og er reyndar
ekki svo lítið. Og hún vissi í
rauninni ekki um, hvað hún var að
eignast, og því síður, hvað var að
eignast hana, fyrr en hún var
komin burtu. Þá urðu endurminn-
ingarnar frá Reykjavík henni
mjög dýrmætar, bæði stórar og
smáar, um Esjuna og öll fjöllin,
um lambið, sem þau Dengsi höfðu
fengið til að leika sér við eitt
sumar, þangað til það var allt í
einu orðið svo stórt, að þau réðu
ekkert við það, — um íslenzka
matinn, sem henni hafði þótt svo
góður, að hún gat ekki gleymt því,
um stúlkurnar, sem höfðu verið á
heimilinu, leiksystkinin og margt
fleira. Þau Dengsi héldu áfram að
tala íslenzku í Danmörku, meðan
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48