Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 179. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. ÁGÚST 1980
Sr. Magnús Guðmunds-
spn prófastur frá
Ólafsvík - Minning
Fæddur 30. júlí 18%.
Dáinn 1. ágúst 1980.
Öðlingurinn Sr. Magnús Guð-
mundsson hefur runnið sitt skeið
hér á jörðu. Langt er síðan hann
stóð lítill drengur í miðjum flekk
heima á Þyrli og reyndi að reikna
út, hve lengi hann yrði að snúa svo
og svo tnörgum rifgörðum. Ekki
mun föður hans hafa þótt þetta
húmannlegar aðfarir og var
drengurinn því settur til mennta
eins og kallað var. Er ekki að
orðlengja það að drengurinn
„þroskaðist að vizku vexti og náð
hjá Guði og mönnum". Hann varð
prestur í Nesþingum 1921 og
þjónaði þar óslitið til ársins 1963,
er hann lét af störfum vegna
aldurs. Átti hann þá, vel ern sem
hann var, eftir að þjóna lengi
sjúkum og sárum í Reykjavík við
góðan orðstír.
í einkalífi var Sr. Magnús mikill
gæfumaður.           Kærleiksríkara
hjónaband er hans og Rósu Th.
Einarsdóttur sem lést 1977 hefi ég
vart þekkt, og stóð fjölskyldan
ætíð saman sem einn maður. Á
heimilinu ríkti sá húsbóndi, sem
einum er hægt að treysta í gleði og
sorg og var ekki hikað við að ieita
til hans. Þrátt fyrir mótlæti og
ástvinamissi varð eitt alltaf
sterkast „verið jafnan glaðir
vegna samfélagsins við Drottin".
Síðustu mánuðir voru honum erf-
iðir, en aldrei heyrðist æðruorð.
Sr. Magnús festi djúpar rætur í
Ólafsvík, en þar stóð prestssetrið.
Segja má að hrynjandi íslenzkrar
tungu hafi löngum seytt fram
bundið mál úr huga hans, ekki
síður en óbundið. Niðurlag sjó-
mannarímu hans ber vott um hug
hans til heimabyggðarinnar:
Ást [x'im votti auðar brik
Auðna sprottin verðl rik
Blómgigt itott min tan er slik
Blessi Drottinn OIaf-.uk
Er það trú mín, að Ólsarar og
Sandarar hafi löngum þegið ein-
lægan kærleika og hlýhug frá
klerki sínum. Vann hann alla tíð
auk prestþjónustunnar, af eldleg-
um áhuga að öllum framfaramál-
um þar vestra og hlífði sér hvergi.
Ég minnist þess er ég kom fyrst
í Skálholt, gamla prestsetrið, fyrir
hart nær 40 árum, stelpugopi,
skólasystir dóttur hans. Þegar í
stað var ég umvafin þeim kærleik,
sem báðir foreldrarnir voru svo
ríkir af, og hefi ég og mitt fólk
notið hans æ síðan. — Guði séu
þakkir fyrir þessi góðu hjón.
Sr. Magnús var víða kunnur
fyrir áhuga sinn á alls konar
vélum, og ekki örgrannt að hann
þekkti vélarhljóðin í bátum sjáv-
arplássanna er þeir komu að. Nú,
þegar fley hans ber að ströndu
eilífðarinnar, er það trú mín, að
þar standi Drottinn sjálfur og
mæli „Gott, þú góði og trúi þjónn,
gakk inn til fagnaðar herra þíns".
Og ég sé hann fyrir mér stíga á
land syngjandi sinni sterku og
hljómfögru rödd.
6. þá náð að eifta Jesúm
einkavin i hverri þraut
rt þá heill að halla meita
hofði sinu i Dmttins skaut.
Guð blessi minningu presthjón-
anna frá Ólafsvík.
Guð blessi ástvini þeirra.
Anna Sigurkarlsdóttir.
Langri og starfsríkri ævi er
lokið þegar sr. Magnús Guð-
mundsson fyrrverandi sóknar-
prestur og prófastur í Ólafsvík er
allur, en hann andaðist í Reykja-
vik 31. júlí sl. eftir all langa
sjúkrahúslegu.
Samferðarmenn á lífsleiðinni
verða mismunandi minnisstæðir,
en ég hygg, að sr. Magnús verði
sóknarbörnum sínum undir Jökli
minnisstæðari en flestir aðrir,
sem þar hafa lifað og starfað á
þessari öld og ber margt til þess
og á einkum einstæður dugnaður
og fjölhæfni til starfa jafnt innan
kirkju sem utan. Úr honum hefði
mátt gera marga menn og alla
góða.
Ætt hans og uppruni og fjöl-
skylduhættir verða ekki raktir
hér. Það munu væntanlega aðrir
gera, en starfa hans langar mig að
minnast nokkrum orðum.
Starfsferill hans var langur,
mikill og góður sem sóknarprests í
Nesþingum í rösklega 40 ár og
jafnframt prófastur hin síðustu
ár. En samfara prestsstörfum,
sem hann rækti af sérstakri alúð
við erfiðar samgönguaðstæður
utan og innan Ólafsvíkurennis,
gegndi hann svo umfangsmiklum
störfum í veraldarvafstri, að telja
verður til meiriháttar afreka á
embættisferli. Hann átti um
fjölda ára sæti í hreppsnefnd og
gegndi störfum oddvita um skeið.
Hann var sparisjóðsstjóri við
Sparisjóð ólafsvíkur um áratugi
og formaður stjórnar sjóðsins
jafnframt. Skólastjóri var hann
barnaskólans 1920—1923. Þegar
erfiðleikar voru á ráðningu fram-
kvæmdastjóra við nýstofnað
hraðfrystihús í Ólafsvík, tók hann
að hluta að sér framkvæmda-
stjórn þar á tímabili. Hann var
forystumaður í bindindissamtök-
um í Ólafsvík og vann þar mikið
og gott starf. Hann var formaður í
skólanefnd Ólafsvíkur. Þá lét
hann sig mjög varða samstarf
presta og lækna hér á landi og var
í forystu þeirra samtaka. Síðustu
starfsárin vann hann sem sjúkra-
húsprestur í Reykjavík. Hann
starfaði að fjölda annarra félags-
mála, sem þó verða ekki talin
frekar hér, en geta má þess að
hann var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
embættisstörf.
Jaf nframt framantalinna starf a
var hann lengi fréttaritari Ríkis-
útvarpsins og umboðsmaður Við-
tækjaverslunar ríkisins, annaðist
hann einnig sjálfur viðgerðir út-
varpstækja á utanverðu Snæ-
fellsnesi, eftir því sem frumstæðar
aðstæður gerðu kleift. Enn eru þó
ótalin þau miklu störf, sem hann
vann fyrir almenning við gerð
hverskonar löggjörninga, kaup-
samninga, afsala og skuldabréfa,
en slíka gjörninga handskrifaði
hann um árabil, þegar ekki var til
lærðra komist í þeim efnum og
aldrei heyrði ég þess getið, að
hann hefði nokkru sinni þegið
greiðslu fyrir slíka þjónustu, þó
hún sé metin til mikilla fjármuna
í dag.
Sr. Magnús mun snemma hafa
verið hneigður fyrir eðlisfræðiieg
efni, og þegar vélar komu í báta
Ólafsvíkinga og fátt var kunnáttu-
manna á því sviði, er sagt að hann
hafi lesið erlenda upplýsingabækl-
inga um þessi efni og leiðbeint
sjómönnum á fyrstu árum vél-
bátaútgerðarinnar um meðferð
vélanna og barst frægð hans víða
á því sviði.
Ég átti því láni að fagna, að eiga
samleið og samstarf með séra
Magnúsi um nokkurra ára skeið,
er hann var kominn á efri ár, að
félagsmálum, kirkjustarfi og dag-
legum störfum. Þær stundir eru
minnisstæðar. Ekki síður ferðalög
með honum um Snæfellsnes, en
hann var allra manna fróðastur
um örnefni þar og sögur. —
Dugnaðurinn, góðvild hans og
hlýja, heiðríkjan í svipnum og
brosinu gleymast ekki, og því
síður gestrisnin og móttökurnar á
fallegu heimili hans og hinnar
góðu konu hans frú Rósu Thorlac-
ius, sem látin er fyrir nokkrum
árum.
Á vorbjörtum kvöldum í Ólafs-
vík sátum við löngum við árlegar
skýrslugerðir og horfðum út á
Breiðafjörð þar sem fiskibátarnir
ösluðu fyrir vélarafli til og frá
fengsælum fiskimiðum. Þá var
hýrt yfir svip klerksins. Slíkir
athafnasamir vordagar voru
táknrænir fyrir lífsstarf sr. Magn-
úsar, áhuga hans og þjonustulund,
— hans starfsdegi lauk oft ekki
fyrr en undir miðnætti, svo sem
annarra þorpsbúa. Þá sá ég hann
oft ganga út á tröppur heimilis
síns að Kirkjuhvoli eftir langan
starfsdag og horfa norður yfir
Breiðafjörð á hið undurfagra sól-
arlag, sem þar gat að líta.
Og nú er lífssól hans sjálfs
gengin til viðar. Sterk og lagviss
rödd hans hljómar ekki lengur i
sóknunum undir Jökli en minning-
in um hinn virðulega og fjölhæfa
prest mun lifa.
Þegar þau hjónin sr. Magnús og
frú Rósa kvöddu Ólafsvík eftir hið
mikla starf sitt þar, var þeim
vottuð meiri virðing og þökk
Ólafsvíkurbúa, en almennt gerist
er embættismenn kveðja, og í dag
að leiðarlokum er mér sjálfum
efst í huga virðing og þökkvirðing
og þakklæti fjölskyldu minnar til
prestsins sr. Magnúsar fyrir
prestþjónustustörf, og innilegar
þakkir til atorku og veraldar-
mannsins fyrir vináttu og sam-
starf á liðnum árum.
Börnum sr. Magnúsar og öðrum
ættingjum sendi ég og fjölskylda
mín hlýjar samúðarkveðjur.
Ásgeir Jóhannesson.
Einn af mikilhæfustu þjónum
kirkjunnar á íslandi er allur. Fáir
prestar munu hafa staðið honum
framar um skyldurækni við emb-
ættisverk sín. Stundvísi, ná-
kvæmni, virðuleiki og skörungs-
skapur auðkenndu preststörf hans
öll, var til þess tekið hversu
virðulegur prestur hann var. Hin
hljómmikla söngrödd hans hefur
hljómað frá altari kirkna sem
hann þjónaði með sérstökum
glæsibrag og innlifun, engan prest
hefi ég heyrt tóna fullkomnar
hátiðasöngva Bjarna Þorsteins-
sonar.
Sr. Magnús var sannur maður,
sem samferðamenn hans og sókn-
arbörn báru virðingu fyrir og þótti
vænt um.
Hægt er að fullyrða að kristin
trú og kirkjulegt starf hefði meiri
áhrif meðal þjóðarinnar í dag ef
þjónandi prestar væru almennt
jafn sannir trúmenn, sem kæmi
fram í daglegum störfum þeirra,
eins og einkenndi sr. Magnús
Guðmundsson alla hans ævi.
Sr. Magnús fæddist að Innra-
Hólmi. Foreldrar hans voru hjón-
in Guömundur Magnússon og
kona hans Kristín Einarsdóttir,
var sr. Magnús elstur 7 systkina.
Þegar hann var á fyrst ári fluttu
foreldrar hans að Brekku á
Hvalfjarðarströnd. Árið 1901
fluttu þau að Þyrli og áttu þar
heima í 10 ár. Sr. Magnús átti því
í æsku kirkjusókn að Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd, var lotning
fyrir kirkju og trúskáldinu Hall-
grími Péturssyni inngróin í sálar-
líf hans strax í æsku.
Hann gekk til prestsins í Saur-
bæ, sem þá var Einar Thorlacíus,
sem síðar varð tengdafaðir hans.
Sr. Magnús gekk ekki í barna-
skóla, en heimiliskennari var að
Þyrli part úr tveim vetrum. Kenn-
ari hans og sóknarprestur ráð-
lögðu foreldrum hans að láta hann
ganga menntaveg þar sem náms-
hæfileikar hans voru sérstakir.
Varð það að ráði að þau báðu
móðurbróður hans sr. Guðmund
Einarsson, sóknarprest í Ólafsvík,
að kenna honum undir skóla, en
hjá honum fengu margir undir-
búning undir æðra nám á þeim
árum. Fór hann til sr. Guðmundar
haustið 1910, var hann hjá honum
og frú Önnu konu hans í nærri 3
ár á vetrum við nám en á sumrin
við ýmiss störf m.a. við sjóróðra.
Vorið 1913 fór hann til Reykja-
víkur til að þreyta gagnfræðapróf
utan skóla, gekk honum vel í
prófinu, varð gagnfræðingur 13.
júní 1913, var talan uppáhaldstala
sr. Magnúsar æ síðan.
Haustið 1913 settist hann í
fjórða bekk Menntaskólans í
Reykjavík og lauk þaðan stúdents-
prófi 1916. Sumarið 1916 varð
hann alvarlega veikur, varð því af
fjárhagsástæðum að fresta námi,
en réði sig sem heimiliskennara
yfir veturinn 1916—1917 að Saur-
bæ á Hvalfjarðarströnd, en lét
samt   innrita  sig  Guðfræðideild
Háskóla íslands um haustið og tók
heimspekipróf við Háskólann vor-
ið 1917. Hann lauk Guðfræðiprófi
13. febrúar 1920 — sýnir þetta
hversu góðum gáfum hann var
gæddur, að hann tekur embætt-
ispróf með bekkjarbræðrum sín-
um úr Menntaskólanum þótt hann
missti úr heilan námsvetur.
Sumarið 1920 var hann við störf í
Islandsbanka, um haustið réðist
hann sem skólastóri við Barna-
skóla Ólafsvíkur, og þar með hófst
hið mikla starf hans í Ólafsvík,
sem stóð óslitið í 43 ár.
Hann var skólastjóri í Ólafsvík í
3 ár og jafnframt eini kennarinn.
Sr. Magnús þótti góður kennari,
varð ástsæll í því starfi sem
öðrum. Eftir að hann varð prest-
ur, kenndi hann við skólann.
Hinn 23. júní 1921 var hann
vígður sem aðstoðarprestur til
móðurbróður síns í Ólafsvík, sr.
Guðmundar Einarssonar prófasts.
Þegar hann kom heim frá
vígslu, voru mjög erfiðir tímar,
mannskæð veiki geysaði í presta-
kallinu, fjöldi fólks dó. Var ekki
hægt að tilkynna sófnuðinum
formlega komu hans til starfa fyrr
en 31. júlí 1921. Þann dag annaðist
hann i fyrsta sinn altarisþjónustu
og fyrsta prestverk hans í ólafs-
vík var að skira elstu dóttur sína
Helgu.
Vorið 1923 losnaði Ólafsvík-
urprestakall, er prófastur Guð-
mundur Einarsson varð prestur á
Þingvöllum. Við brottför hans var
sr. Magnús settur prestur, og sótti
um er prestakallið var auglýst,
hlaut hann lögmæta kosningu.
Hann var sóknarprestur í Ólafs-
víkurprestakalli í full 40 ár. Jafn-
framt prófastur í Snæfellsnes-
prófastdæmi frá árinu 1962. —
Hann lét af prestskap í prestakall-
inu 1963 og flutti til Reykjavíkur.
Þar hófst nýr kafli í þjónustu-
starfi hans í þágu kirkju og
kærleiksstarfa — sem sjúkra-
hússprestur.
Það væri auðvelt að rita langt
mál um störf sr. Magnúsar í þágu
kirkju og safnaðar. Trú hans var
einlæg og sterk, embættisverk
hans svo fullkomin, skyldurækni
frábær og viðleitni hans til að
hafa bætandi áhrif á mannlífið,
hann var mannasættir í orðsins
fyllstu merkingu.
Nesþingaprestakall var erfitt
yfirferðar meiri hluta starfstíma
hans — versti farartálmi var
Ólafsvikurenni og Hólmkelsá svo
og Fróðá. Sr. Magnús lét þetta
ekki aftra þeim ásetningi að hafa
reglulega messugerð allt árið í
öllum kirkjum, og vera ávallt
tilbúinn til þjónustu. Hann var
mikill ferðagarpur, vakti það
undrun og um leið aðdáun hversu
ötull hann var, að fara í óvægum
vetrarveðrum undir Ólafsvíkur-
enni, yfir krapafullar ár, sem þá
voru óbrúaðar, hann átti góða
ferðahesta, en oft fór hann gang-
andi, þegar færð var jafnvel ófær
fyrir hesta, en aldrei mátti það
koma fyrir að allar athafnir í
kirkjum hans hæfust ekki á ná-
kvæmlega þeim tíma sem ákveðið
var.
Undir ólafsvíkurenni komst
hann oft í lífshættu, þar se litlu
mátti skeika með tíma á Stór-
straumsflóði. I einni slíkri ferð frá
messu á Ingjaldshóli tók alda
jeppabifreið hans í útsogi og færði
á kaf í brimgarðinum. Sr. Magnús
komst út við illan leik og bjargað-
ist upp á forvaðann en jeppinn
veltist í brimrótinu og var náð í
land á fjörunni því sem næst
ónýtur.
Sr. Magnús bifaðist ekki við
svona slys. Hann trúði á verndar-
hendi Guðs og fór aldrei í ferð,
stutta eða langa, án þess að biðja
ferðabæn í upphafi ferðar, var
áhrifaríkt að verða vitni að slíku.
Sr. Magnús hélt þeim góða sið
alla sína prestþjónustu að hús-
vitja sóknarbörn sín árlega. Var
það mikið starf en vel metið af
sóknarbörnum.
Eitt af því sem gerði hann
eftirminnilegan og hafði mest og
heillaríkust áhrif í gegnum 40 ára
starf hans í prestakallinu var
fermingarundirbúningurinn. Ég
hygg að fáir prestar hafi lagt eins
mikla alúð og alvöru í þetta starf,
ég fullyrði að við hin fjölmörgu,
sem höfum verið fermingarbörn
hans á prestskaparárum hans
eigum miklar og góðar minningar
frá þessum innilegu samveru-
stundum er fermingarundirbún-
ingurinn var hjá sr. Magnúsi.
Þessi undirbúningstími stóð leng-
ur en hjá öðrum, hann var sér-
stakur skóli, sem reyndist mörg-
um traust veganesti út í lífið.
Sr. Magnús var þess fullviss, að
fermingarundirbúningurinn væri
eitt þýðingarmesta atriði í starfi
þjóna kirkjunnar til að fá ung-
menni til að skilja hið mikilvæg-
asta i kristinni trú.
Eitt af erfiðustu skyldustörfum
prestsins er að tilkynna mannslát,
ekki síst ef um slys er að ræða,
það varð sr. Magnús að gera í
fyrsta sinn haustið 1923, er sjóslys
varð í lendingunni í Ólafsvík, þá
varð hann að tilkynna ekkju að
einkasonur hennar hefði farist.
Sr. Magnús sagði mér að það hefði
verið erfið en ógleymanleg stund,
en hann fann að yfir þeirri stund
hafi hvílt náð Drottins og svo hafi
verið æ síðan.
Sr. Magnús var meira en prest-
ur og prófastur í ólafsvík og
nágrenni, eftir hann liggur mikið
starf að ýmsum félags- og um-
bótamálum byggðarlagsins í 40 ár.
Hann var formaður og gjaldkeri
Sparisjóðs ólafsvíkur frá 1923 til
1963, undir hans stjórn og forsjá
var Sparisjóðurinn ein mikilvæg-
asta stofnun byggðarlagsins. Hið
'mikla starf hans þar, er eitt sér
mikil saga.
Hann var prófdómari við barna-
skólana í Olafsvík, Hellissandi,
Breiðuvíkurhreppi og Fróðár-
hreppi í fjóra áratugi, átti ríkan
þátt í að móta og efla skólahald og
menntunaraðstöðu barna og ungl-
inga í ólafsvík og nágranna-
byggðum sem formaður skóla-
nefndar.
Hann var fyrst kosinn í hrepps-
nefnd í Ólafsvík 1925, var oddviti
1927—1933, sat oftast í hrepps-
nefnd til ársins 1958 að hann gaf
ekki kost á sér lengur. Auk þessa
var hann í hafnarnefnd, sátta-
nefnd og skattanefnd og fjölda
annarra trúnaðarstarfa fyrir
byggðarlagið.
Ég var í hreppsnefnd með sr.
Magnúsi 1954—1958 og tel mig
hafa lært af honum margan mik-
ilvægan fróðleik um meðferð
hreppsmála og kynnist þá af eigin
raun starfsorku hans og starfs-
gleði og brennandi áhuga hans
fyrir velferðarmálum byggðar-
lagsins.
Þessu til viðbótar má segja að
sr. Magnús hafi verið lögfræði-
legur ráðunautur byggðarlagsins,
það kemur best í ljós þegar blaðað
er í skjölum sýsluembættisins frá
þessum áratugum; samningar, af-
söl, kaupmálar o.s.frv. flest skrif-
að með hendi sr. Magnúsar.
Þetta gerði hann allt með ljúfu
geði á besta tíma sem var, enda
var þetta einn ríkasti þátturinn í
lífshlaupi hans að miðla öðrum af
starfi sínu og þekkingu.
Eins og af þessu má sjá var sr.
Magnús fjölhæfur atorkumaður.
Hann hafði mikinn áhuga á
tækninýjungunum og fylgdist
vandlega með framförum. Hann
var áhugamaður um vélvæðingu
og vann ötullega að því að fá
rafmagn til nota í byggðarlagið.
Hann ásamt Jónasi Þorvaldssyni
þv. oddvita áttu drjúgan þátt í því
að Fossá var virkjuð við Ólafsvík
1954.
Þegar Ríkisútvarpið tók til
starfa 1930 varð sr. Magnús um-
boðsmaður þess fyrir utanvert
Snæfellsnes, var hann áhuga-
maður um að útvega fólki út-
varpstæki og eru dæmi þess að
hann útbjó sjálfur slík tæki. Tók
hann að sér að gera við viðtæki og
hlaða batterí. Þetta var eitt af
hans mörgu áhugamálum, mörg
kvöld mátti sjá ljós í viðgerðar-
herbergi sr. Magnúsar fram á
nætur þegar hann var að hjálpa
fólki að gera við útvarpstæki sem
ekki voru fullkomin á þeim árum.
Hann var barnslega glaður, þegar
hann gat orðið að liði á þennan
hátt.
Auk þess sem hér hefur verið
getið voru sr. Magnúsi falin ýmis
trúnaðarstörf útá við. Hann fór
margar ferðir til útlanda 1950—
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48