Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Minning: Aslaug Gunnlaugs- dóttir frá Skaröi Fædd 2. ágúst 1900. Dáin 25. agúst 1980. Þegar ég var unglingur var greinaflokkurí tímariti sem hét eitthvað á þá leið „Minnisstæðasta persónan, sem ég hef kynnst", ég er löngu búin að gleyma um hverja þessar greinar voru, en ég man að þegar ég var að lesa þær, þá hugsaði ég um, að ef ég ætti að skrifa slíka grein mundi ég skrifa um Áslaugu. Ég hef ekki skipt um skoðun, ég er enn viss um að Áslaug er ógleymanlegasta per- sónan sem ég hef kynnst, með aldrinum hefur aðeins bæst við, að henni vildi ég líkjast. Mér er hinsvegar Ijóst að mér tekst ekki að lýsa eins vel og ég vildi jafn stórbrotinni konu og Áslaug var. Áslaug var fædd 2. ágúst 1900. Foreldrar hennar voru Valgerður Þórðardóttir, síðar kennd við Kolviðarhól, landskunn sæmdar- kona og Gunnlaugur Björnsson. Áslaugu var komið í fóstur 6 mánaða gamalli til Alexíu Guð- mundsdóttur Mjósundi Flóa. Þeirra á milli var gagnkvæmt ástríki og hafði Áslaug meiri mætur á fóstru sinni en nokkurri annarri manneskju. Hún vitnaði oft í hana og taldi fóstru sína hafa gefið sér það veganesti sem hún byggði á lífsskoðun sína og starf sitt sem kennara og uppalanda. 17 ára gömul fór Áslaug til móður sinnar á Kolviðarhól, en hóf síðan nám í Kennaraskólanum og lauk prófi þaðan 1922. Hún stundaði kennslu og skólastjórn til ársins 1941. 27. maí 1934 giftist Áslaug sr. Gunnari Jóhannessyni, sem þá var orðinn prestur í Stóra-Núps- prestakalli. Þau hófu búskap í Skarði og bjuggu þar þar til sr. Gunnar dó árið 1965. Alexía fóstra Áslaugar var langamma mín. Móðir mín og Áslaug voru því að nokkru leyti uppeldissystur og miklar vinkon- ur. Milli foreldra minna, Áslaugar og sr. Gunnars ríkti órjúfanleg vinátta, sem aldrei bar skugga á. Um margra ára skeið dvöldum við systkinin ásamt og án móður okkar í Skarði. Ég man því ekki eftir mér öðru vísi en Skarð, Áslaug og sr. Gunnar væru fastir punktar í tilverunni. Þegar ég svo komst til vits og ára urðu þau bæði vinir mínir. Áslaug reyndi ekki að hæna + Bróðir minn, BJARNI SIGUROSSON, arkitekt, andaöist 22. ágúst í Gautaborg. Gísli Sigurösson. INGVARJÓNSSSON, Þrándarholti, Gnúpverjahreppi, sem lést 25. ágúst, veröur jarösunginn frá Hrepphólakirkju þriöjudaginn 2. september kl. 14.00. Halldóra Hansdóttir, börn og tengdabörn. + Hjartans þakkir til allra nær og fjær. fyrir auösýnda samúö viö andlát og jarðarför JULÍÓNU ÍSFELD. Sérstakar þakkir til þeirra, sem styttu henni stundirnar í veikindum meö heimsóknum. , Tómas Tómasson, Þorbjörn Tómasson, Jóna Tómasdóttir, tengdadætur og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa KONRÁOS EINARSSONAR, fyrrum bónda Efri-Grímslæk, Ölfusi, Egilsbrut 24, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks á lyfjadeild AC Borgarspítalanum tyrir góöa hjúkrun. Soffía Asbjörg Magnúsdóttir, Gunnar Konráðsson, Gréta Jónsdóttir, Ingólfur Konráðsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Magnús Konráðsson, Jóna Sigursteinsdóttir, Sigríður Konráðsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir til þeirra mörgu sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa BALDVINS SIGURÐSSONAR, Hjalteyri, Arnarneshreppi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Fjóröungssjúkra- húsinu á Akureyri. Sigurbjörg Kristjánsdóttír, Siguröur Kr. Baldvinsson, Magðalena Stefánsdóttir, Ingvi R. Baldvínsson, Þórunn Elíasdóttir, Margrét Baldvinsdóttir, Óli Þ. Baldvinsson, Halla Guömundsdóttir, Ari S. Bakfvinsson, Sonja Baldvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. börn að sér, hún þurfti þess heldur ekki, það kom ósjálfrátt. Hún vissi alltaf hvers við þurftum með og var alltaf tilbúin að hugga og hlúa að þeim sem voru minnimáttar eða áttu bágt. Það þurfti ekki að meiða sig mikið í Skarði til að verða aðnjótandi hlýju hennar og vera leiddur í svefnherbergi þar sem forláta suðusúkkulaði var geymt upp á skáp. Áslaug var einstakur dýravinur og gaf okkur börnunum þar fagurt fordæmi. Virðing hennar fyrir öllu sem lifir var mikil, þannig hlutu bæði menn og málleysingjar að hænast að henni. Hún lét alltaf alla halda sæmd sinni, og þoldi ekki að á neinn væri hallað. Þegar faðir minn dó, var bróðir minn 13 ára í Skarði. Pabbi dó daginn fyrir fimmtugs afmælis- dag Áslaugar. Afmælisdeginum varði hún í að fara með bróður minn Lútreiðatúr en síðan komu þau sr. Gunnar með hann til Reykjavíkur. Ég held að Áslaug hafi ekki einu sinni munað eftir að þetta var á merkisdegi hennar sjálfrar, svo eðlislæg var um- hyggja hennar og svo laus við að henni fyndist hún vera að fórna einu eða neinu. Það var svo Áslaug sem var með okkur á meðan pabbi var kistulagður, einhverja erfið- ustu stund í lífi okkar. Bæði hún og sr. Gunnar reyndust okkar hald og traust og reyndu að bæta föðurmissinn. Eftir að pabbi dó var enn meira leitað til þeirra, og þegar eitthvað bjátaði á var Ás- laug komin, oftast óbeðin. Hún vissi venjulega hvenær hennar var þörf. Síðasta seVn þau gerðu fyrir mig í Skarði var að leyfa ungum syni mínum að vera hjá sér. Það var því mikill söknuður og missir þegar sr. Gunnar dó og Áslaug og börn hennar fluttust frá Skarði. Bót í máli var þó að hún fluttist í næsta nágrenni, á Víðimelinn, sem nú varð ákveðinn punktur í tilverunni. Þar kynntist ég Áslaugu á annan hátt. Hún varð vinur minn og við gátum talað saman um alla mögulega hluti. Þrátt fyrir aldursmuninn fann ég aldrei fyrir kynslóðabilinu svokalláða. Virðing Áslaugar fyrir skoðunum annarra var það mikil, að hún var reiðubúin til að hlusta á og skilja afstöðu nýrrar kynslóð- ar. Áslaug var vel ritfær. Hún skrifaði greinar í blöð um uppeld- is- og kennslumál, auk fjölda minningagreina. Ég hafði þann heiður að vélrita sumar þessar greinar. Þá fengum við oftast nóg að tala um. Aslaug lét mig þá finnast ég vera þátttakandi og gagnrýnandi, en vissulega var það ég sem naut góðs af og lærði. Sama reisnin og höfðingskap- urinn ríkti á Víðimelnum og í Skarði. Þá fór maður líka að gera sér grein fyrir hvaða vinna var á bak við hluti sem maður tók sem sjálfsagðan hlut sem barn í Skarði. Það var það ekki óalgengt að 30 gestir kæmu yfir eina helgi. Áslaug var veitandi, og hún vildi helst alltaf vera það. Hjá henni átti maður að borða og hvílast. Jafnvel eftir að hún sjálf var búin að missa heilsuna, var hún enn að bjóða í mat. Stundum hafði ég hana grunaða um að hún væri alls ekki viss um að maður borðaði, a.m.k. ekki nóg, nema maður borðaði hjá henni. í erfiðum veikindum mínum sýndi hún mér ómetanlega elsku og umhyggju. Á sjúkrahús erlendis fékk ég frá henni langt og yndislegt bréf. Þar kom fram þroski hennar og greind. Nemendur Áslaugar gleymdu henni ekki og töldu hana sinn besta kennara. Það lýsir Áslaugu kannski best sem kennara, að ef henni leiddist að kenna einhverja grein, las hún sér meira til og viðaði að sér meiri fróðleik og skapaði sér þannig áhuga. Sjálf taldi hún uppeldis- og kennsluhlutverkið það göfugasta í lífinu, og hún naut ávaxta þess. Börn Áslaugar eru Alexía Mar- grét, Valgerður Kristín, Sigríður Svava og Jóhannes Magnús. Þau eins og foreldrar þeirra er gott að eiga að vinum. Sjálf var Áslaug stolt af börnum sínum, tengda- börnum og barnabörnunum ellefu. Hjá dóttur sinni Svövu og manni hennar Birni að Efstalandi dvald- ist hún mikið, og ánægðust var hún þegar barnabörnin hennar voru hjá henni. Ánægjulegt var áttræðisafmæl- ið hennar 2. ágúst sl. þar sem börn hennar, tengdabörn og barnabörn voru öll saman komin ásamt vinum hennar. Ógleymanleg verð- ur öllum sem þar voru þakkar- Minning: Elísabet Bjarna- dóttir — Bolungarvík Fædd 9. maí 1895. Dáin 26. ágúst 1980. Fráfall Elísabetar Bjarnadóttur bar brátt að. Ég mætti henni á förnum vegi. Henni var brugðið. Héraðslæknirinn var að senda hana suður með kvöldvélinni til rannsóknar. En eiginlega hafði hún ekki tíma, hún átti svo annríkt og mörgu ólokið. Þremur dögum síðar var hún látin. Elísabet Bjarnadóttir var fædd 9. maí 1895 í Engidal í Skutuls- firði, dóttir Bjarna Magnússonar, síðasta bónda í Minnihlíð, Bolung- arvík (d. 1898) og konu hans Friðrikku J. Jönsdóttur (d. 1942). Elísabet fór eftir lát föður síns, þá þriggja ára gömul í fóstur til móðurömmu sinnar Friðrikku J.G. Búsk og seinni manns hennar Péturs Valentínussonar sjómanns í Bolungarvík. Þau voru barnlaus og ólst hún upp sem einkadóttir þeirra sæmdarhjóna. Hún giftist 14. október 1920 Jóni Guðna Jónssyni frá Hanhóli í Bolungar- vík (f. 20. jan. 1899, d. 5. jan 1958). Jón var mikill mannkostamaður, glaðvær, vinnusamur og vinnu- hagur. Fyrstu búskaparárin var hann sjómaður í Víkinni, en lengst af var hann þó verkstjóri við íshúsfélag Bolungarvíkur, sem hann var jafnframt meðeigandi að. Þau byrjuðu búskap á æsku- heimili Elísabetar, en byggðu nýtt hús á landareigninni og nefndu Sólberg. Mér er minnistætt þegar nýja húsið var byggt 1933, þetta stóra og fallega tvílyfta hús með kvistum og meira að segja renni- hurðir í stofunum. í þessu húsi ríkti mikil gestrisni og hressandi blær. Hjónin höfðu rótgróna and- úð á iðjuleysi, en báru virðingu fyrir öllum nýtilegum störfum. Þau voru trúuð og lögðu mikla rækt við kirkju sína á Hóli. Elísabet og Jón áttu miklu barnaláni að fagna, fjölskyldan sérstaklega ræktarsöm og tengda- börnin hlý og umhyggjusöm. Elstur er Pétur, áður bóndi, nú vélstjóri í frystihúsinu og giftur Fjólu Ólafsdóttur. Næst var Ingi- björg Jóna, kjólameistari, gift Guðmundi Kr. Jónssyni framkv.stj. í Reykjavík, Guð- mundur Bjarni, framkv.stj. Vélsmiðju Bolungarvíkur, giftur Fríðu Pétursdóttur, Guðrún Hall- dóra, gift Hjalta verkfræðingi bróður mínum í Garðabæ, Georg Pétur, andaðist á fyrsta ári, Sól- berg sparisjóðsstjóri í Bolungar- vík giftur Lucie Einarsson og Karitas Bjarney kjólameistari, gift Hauk Tómassyni jarðfræðingi í Reykjavík. Þegar Jón andaðist var yngsti sonurinn að byggja á grunni gamla bæjarins. Þar fékk Elísabet litla íbúð, sem hún hafði til æviloka.en Guðmundur Bjarni flutti að Sólbergi. Heimili hennar fluttist þannig aldrei nema milli húsa á sama blettinum í Bolung- arvík, þótt sjálf gerði hún býsna víðreist, bæði innanlands og er- lendis. Elstu minningar mínar frá Sól- bergi eru um hvítu léreftspokana, sem fóru eins og á færibandi inn ræða Áslaugar. Ég held ég eigi ekki eftir að heyra áttræða konu halda slíka ræðu aftur. Þarna stóð hún teinrétt og falleg og talaði blaðalaust. Sú ræða varð hennar kveðjuorð. Hennar síðasta ráð- legging til okkar allra var að fara vel með tímann. Sjálfa vantaði hana tíma. Hún dó ekki södd lífdaga, og vissi ekki hvað lífsleiði er. Að eigin mati átti hún ótal margt ógert, ólesið og óskrifað, og hún kvaddi okkur með sömu reisn og hún hafði lifað. Börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum votta ég samúð mína. Eftirlifandi systur hennar, sem sjálf er helsjúk, Andrési Guðmundssyni og móður minni votta ég einnig samúð mína, þau hafa misst sinn elsta og besta vin. Sjálf þakka ég Guði fyrir að hafa fengið að þekkja og vera samvistum við þessa góðu, gáfuðu og glæsilegu konu. Hún verður mér ógleymanleg fyrirmynd. Guð blessi minningu hennar. Þórunn H. Felixdóttir. Vinir Áslaugar sáu hana síðast á áttræðisafmæli hennar 2. ágúst síðastliðinn. Þá var hún umkringd ættingjum og vinum, hress og glöð í bragði. Undir veislulokin þakk- aði hún fyrir sig, flutti stutt yfirlit um ævi sína og sagðist hafa verið „lukkunnar pamfíll" í lífi sínu og minntist í því sambandi manns síns sáluga, barna sinna og tengdabarna. Hún kvaðst hafa haft ánægju af kennslustörfum og samvinnu við sveitunga sína og aldrei hafa kynnst nema góðu fólki. Hið eina sem að hefði verið, var að heilsan hefði mátt vera betri. Hún flutti þetta stutta ágrip af hógværð og látleysi, en jafn- framt einurð og festu, sem ein- kenndu jafnan allt hennar fas. Hvert orð hitti í mark, allir fundu að hún hafði reiknað lífsdæmi sitt í fullri sátt við tilveruna. Barna- börnin voru allt í kringum hana og hún endaði spjall sitt með því að ávarpa þau. Það væri svo sem engan veginn víst, að þau hlustuðu á sig, en sig langaði til að gefa þeim eitt heilræði: „Notið þið tímann vel, hann er dýrmætur. Ef þið gætið hans ekki vel, er hann og út um dyrnar. Elísabet hafði eignast prjónavél. Inn komu pokar fullir af bandi, út fóru pokar fullir t af flíkum. Alltaf var snark í heklunálum og prjónum þar sem Elísabet fór. Á Sólbergi var rek- inn smá búskapur, bæði kindur og kýr. Það var með ólíkindum hvernig þau gátu annað allri heyvinnu. Heima á túni, uppi í Bólum, fram á Sandi og Skriðu, Við Ingibjörg, elsta heimasætan og æskuvinkona mín, vorum send- ar með kaffiflöskur í mórauðum sokkum, fram á tún. Heimilislíf, búskapur og önnur hagnýt störf megnuðu aldrei að binda allan hug Elísabetar. Hún hafði alla tíma yndi af handa- vinnu, bókalestri og félagsstörf- um. Hún var ein af stofnendum kvenfélagsins Brautin og ötull starfsmaður þess alla tíð. Heið- ursfélagi hin síðari ár. Fyrir mörgum árum stofnuðu konur bæjarins til þorrablóts fyrir bændur sína. Var hún ein af frumkvöðlum þess og mikið metn- aðarmál að sækja þennan árlega mannfagnað. Sem ung stúlka var Elísabet í kaupavinnu á Guðlaugsstöðum í Húnavatnssýslu og átti frá þeim tíma góðar og skemmtilegar minningar. Þá var hún eitt ár í Revkjavík hjá hjónunum Efemíu og Jens Waage. Hún var svo minnug að nú í sumar voru lýsingar hennar frá mannlífinu í Reykjavík þess tíma lifandi og skemmtilegar. Elísabet og Jón fóru nokkur sumur til Siglufjarðar í síld. Þegar ég kynntist Sveini Bene- diktssyni útgerðarmanni sagði hann mér að þau hefðu unnið á sama plani og minntist hann erfiðra daga, því alltaf hafði sú bolviska kallað eftir salti og tómri tunnu. Dugnaður og handflýti ótrúleg. í áttræðisafmæliskveðju,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.