Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 196. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1980
Martinusar
í þessum mánudi er níræð-
ur Martinus Thumsen. Hann
var af fátæku fólki kominn,
fæddur í Vendsyssel á Jót-
landi. l>ar var hann smali ug
úlst upp í skauti náttúrunn-
ar. Enginn veit fuðurætt hans
og múðir hans dú þegar hann
var ellefu ára. Hann naut
lítillar skúlagungu ug úlst
upp hjá frænda sínum við
guðsútta ug ástríki. Ungur
gerðist Martinus Thumsen
starfsmaður hjá mjúlkur-
btitini. Hann þótti á allan hátt
venjulegur ungur maður.
samvizkusamur ug nægju-
samur.
Þrítugur að aldri hafði
Martinus unnið sig upp í
skristufumannsstarf á sínu
mjúlkurhúi. Þrátt fyrir
hversdagsleikann í fram-
kumu þessa manns. bjú ein-
hver úrúleiki í sálinni. Hann
fékk að lani hjá vini sínum
búk um guðspeki, þar sem
m.a. var greint frá hug-
leiðslu. Eitt kvnldið situr
Martinus Thumsen á stól í
herbergi sínu og hugleiðir
efni þessarar búkar og reynir
að komast í „hugleiðslu-
ástand". Þá gerðist undrið.
Hann segir sjálfur svu frá:
„Ég leit beint í ásjónu einhverr-
ar veru, sem sveipuð var ein-
hverskonar loga. Það var líkt og
Krists mynd úr blikandi morgun-
sól nálgaðist mig og breiddi faðm-
inn móti mér. Ég var gjörsamlega
lamaður, gat hvorki hrært legg né
lið, en starði hugfanginn í ljóm-
ann, sem á næsta andartaki virtist
hverfa inn í vitund mína, gagn-
taka hold mitt og blóð. Dásamleg
sælukennd fyllti sál mína. Hið
guðdómlega ljós, sem hafði tekið
bústað í mér, veitti mér hæfileika
til að sjá tilveruna uppljómaða í
þessari birtu, sem ég hafði öðlast í
vitund minni."
Eftir þetta starfaði Martinus
Thomsen ekki meir á mjólkur-
búum. Hann segir í spjalli við
Kristmann Guðmundsson í Mbl.
10. sept. 1952:
„Árdegis næsta dag settist ég á
sama stólinn og batt fyrir augu
mín, því það var bjart í herberg-
inu. Þá skeði það, að ég sá inn í
óravíðan heim, sem varð æ bjart-
ari og að síðustu sem eldhaf eitt af
gullnu ljósi, og samtímis streymdi
inn í huga minn víðtæk vitneskja
um tilveruna og tær skilningur á
fyrirbærum hennar. Allt sem ég
beindi huganum að lá ljóst fyrir,
ég skildi orsök og afleiðing alls. 1
fyrstu tók þetta mig svo öfluglega,
að ég varð að stritast á móti. En
síðan kom þessi æðri vitund yfir
mig oftar og mér skildist að ég
ætti að gera aðra þátttakandi í
þeirri vitneskju sem ég fékk."
Nú tók Martinus að lesa sér til.
Hann æfði sig í ritmennsku svo að
hann gæti birt reynslu sína á
læsilegu máli. Sjö ár stóð þetta
sjálfsnám — þá var hann tilbúinn
til starfa. Hann kaus að nota fyrra
nafn sitt og kallaði sig Martinus.
Hann hóf að skrifa Livets bog —
Bók lífsins — í sjö þykkum
bindum og birti þar sannindi sín.
Síðan hefur Martinus haldið fyrir-
lestra og ferðast um lönd og kynnt
fræði sín. Vinir hans og velunnar-
ar komu á fót Martinus Institut í
Kaupmannahöfn, og í hópi þeirra
nýtir Martinus ellina til skrifta.
Étur ekki kjöt og
sat í f angelsi...
I síðustu viku var staddur hér-
lendis ungur maður frá Martinus
Institut og flutti fyrirlestra í
Reykjavík og á Akureyri. Rolv
Elving heitir hann, fæddur Svíi og
hefur étið grænmeti, drukkið
jurtate og þess háttar síðustu tíu
árin. Það kom mér því á óvart, að
hann var 195 sentimetrar á hæð-
ina, ef ekki hærri, og á allan hátt
vel haldinn. Hann kom vel fyrir
þessi Svíi; einn af þeirri gerðinni
sem sjá jákvæðar hliðar á hverju
máli. Hann trúði mér fyrir því að
hann kúgaðist væri borið fyrir
hann kjötmeti.
Rolv Elving hafði sín fyrstu
kynni af fræðum Martinusar 17
ára gamall. Ekki þarf að orðlengja
að hann sannfærðist strax af
rökvísi Danans og hóf nám við
Martinus Institut í Höfn. í heima-
landi sínu neitaði hann að gegna
herþjónustu og sat inni heilan
mánuð fyrir vikið. Ég átti tal við
þennan sænska mann á heimili
Finnbörns Finnbjörnssonar, mál-
arameistara hér í bæ.
Finnbjörn segir
frá ...
En fyrst. tildrög þess, Finn-
björn málarameistari, að þú
kynntist fræðum Martinusar.
— Já. Sem ungur maður heima
á ísafirði hafði ég kynni af M.
Simson, dönskum manni og ljós-
myndara þar í bæ. Simson fannst
hann vera kominn heim, þegar
hann heimsótti Island og lifði alla
tíð síðan á ísafirði. Hann var
fræðimaður í sér, Simson, og
mikill skógræktarmaður sem ís-
firðingar þekkja.
Hann hafði lesið af Martinusi
og sagði mér frá hans fræðum.
— Það var Simson sem skrifaði
pésann „Hugleiðingar um vaxta-
kerfið og hinn skynsama ótta" og
ísrún gaf út á sinum tíma. Þar
segir Simson á einum stað: „...
ég hefi fyrir sjálfstæða hugsun
náð því þroskastigi. sem veitir
fullan skilning á tilverunni ..."
Er það svo með þig?
—  Já, fræði Martinusar urðu
mér strax hugstæð. Hann færir
rök fyrir öllum hlutum og skýrir
lífgátuna — hann skýrir tilveruna
eins og hún leggur sig, og það
hefur aldrei verið gert fyrri. Mér
varð strax ljóst að Martinus fór
með sannindi, hann færir það skýr
rök fyrir öllu sem hann staðhæfir,
og einmitt það gerir hann að
vísindamanni. Þetta er ekki trúar-
söfnuður, Martinus segir ekki:
Fylgið mér! Hann veit, að þeir sem
hafa til þess þroska þeir skilja
hann og skynja sannindi hans,
hina skortir frekari reynslu. Mart-
inus þarf þess vegna ekki að biðja
fólk að fylgja sér, því hann fer
með hin eilífu sannindi. Að þessu
öllu víkjum við síðar. En semsé,
Martinus færir rök fyrir öllum
hlutum.
—  Það er einmitt það. Þú
munt, Finnbjörn, hafa kafað
djúpt í fræði Martinusar — Eru
fleiri íslenzkir kunnugir þeim
fræðum?
—  Já, já. Fjöldi íslendinga
þekkir til Martinusar. Og Martin-
us hefur verið þýddur á íslenzku.
Leiftur gaf út fyrir fáum árum
nokkra fyrirlestra hans í tveimur
bindum: „Leiðsögn til lífsham-
ingju" I og II, og ennfremur tvær
bækur  —  táknmyndabækur  —
Martinus
Institut í
Kaupmannahöfn.
Finnbjörn
málara-
meistari og
Martinus
alheimsfræðir.
			w	11
			\l    y	^H
H ^u				
			Kt 3 3.....-	A
viðauka við Bók lífsins. Og Mart-
inus hefur komið hingað til lands
fimm sinnum, síðast 1970 og
eignast hér marga vini. En ætli ég
sé ekki eini núlifandi íslendingur-
inn, sem hef lesið Martinus allan.
Vignir heitinn Andrésson,
íþróttakennari, var fróðastur ís-
lenzkra manna um Martinus. Ég
hef nú tekið við af Vigni, sem
einskonar tengiliður milli íslands
og Martinus Institut í Kaup-
mannahöfn. Sendi þeim t.d. allt
sem skrifað er um Martinus hér-
lendis og segi fréttir af gengi
Martinusar hér.
- Þú og fjölskylda þín, Finn-
björn, voruð úti í Danmörku í
sumar. og heimsóttuð Martinus,
ekki satt?
—  Það er akkúrat. Reyndar
áttum við ekki að fá að sjá
Martinus, hann einangrar sig orð-
ið, hann á mikið starf eftir enn.
En svo fór að við sáum Martinus,
og eyddum einni og hálfri klukku-
stund af hans dýrmæta tíma. Og
hún var í einu orði sagt stórkost-
leg þessi stund. Það lýsa henni
engin orð, hún var einstæð lífs-
reynsla. Ég flutti Martinusi kveðj-
ur af íslandi og honum þótti vænt
um þær. Martinusi er annt um
ísland. Hann bað að heilsa íslend-
ingum.
Jú, sjáiði til. Fyrsta utanlands-
ferð Martinusar var hingað til
lands. Árið 1952 var það, að hann
kom hér á vegum Grétars og
Sólveigar Fells, og hélt fyrirlestra
í Guðspekifélagshúsinu. Nú 20
árum síðar kemur einn helzti
lærisveinn hans til íslands, líka í
sinni fyrstu utanlandsferð og
stendur á sama palli í Guðspekifé-
lagshúsinu og segir af fræðum
Martinusar. Fyrir Martinusi er
ísland framtíðarland. Og í þriðju
heimstyrjöldinni, sem við víkjum
að síðar og verður rétt fyrir næstu
aldamót, þá heldur forsjónin
verndarvæng sínum yfir íslandi.
Ef t.a.m. herveldi sendir hingað
sprengju, þá bilar hún á leiðinni
o.s.frv. íslendingar eru með þrosk-
uðustu þjóðum heims og þess
vegna heldur forsjónin verndar-
væng sínum yfir okkur, því okkar
hlutverk er mikilvægt í þeim
heimi mannúðar sem mun rísa úr
rústum þess ægilega heims, sem
við lifum nú í. Við íslendingar
höfum þolað svo mikið gegnum
aldirnar og þess vegna erum við
andvígir vopnaburði.
—  Ertu viss um, nema þessi
þjóð væri með mestan her, hefði
hún til þess bolmagn?
— Já ég er viss um að íslend-
ingar eru friðelskandi þjóð.
Island er t.a.m. eina landið í
heiminum, þar sem ekki er dagleg-
ur lögregluvörður hjá forseta
landsins, þar sem ráðherrar geta
spókað sig á götum úti á lífvarða.
Og Martinus elskar ísland, þctta
tæra loft og þessa fögru náttúru.
Martinus og kristnin
Nú snerí ég mér að Svíanum,
Rolv Elving, og spurði: Hvers
vegna kemur Martinus í heiminn
nú?
— Sjáðu til. Mannfólkið er vaxið
upp úr trúarbrögðunum, þeirra
kenningum og hugsjónum. Við
sjáum það allsstaðar, að trúin er
ekki söm og áður, sífellt fleiri
stólar standa auðir við guðs-
þjónustur. Það er staðreynd að
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72