Morgunblaðið - 05.10.1980, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980
30
Haust-
sýning
FÍM
-kjaminn
Náttúrustemnining
• • •
GUÐMUNDUR Benodiktsson
nam í Reykjavík og hann hélt í
námsferðir til Danmerkur,
Frakklands og Enxlands. Hann
hefur sýnt á samsýninjíum er-
lendis sem hérlendis ok síðan
1955 hefur hann næstum alltaf
sýnt á haustsýninjfum FÍM.
— Þessi verk mín fimm, hér á
sýningunni, eru öll unnin í eir,
og öll frá þessu ári, sagði
Guðmundur. Það heitir „Par“
þetta verk sem ég stend við.
Eg hef unnið síðustu árin
mikið í eir, og hef ekki hug á því
að snúa mér aftur að trénu eða
járninu, ekkert í bráðina a.m.k.
Eirinn er skemmtilegt efni og
hann gefur mikla möguleika, en
vinnan er talsverð, miklar suður,
og það verður að fara varlega í
sakirnar þegar unnið er með eir.
Nei, það er engin sérstök saga
bak við þessi verk mín, enginn
boðskapur, nema kannski nátt-
úruskoðun. Eg hef mikla ánægju
af ferðalögum og náttúruskoðun.
Við getum sagt það séu náttúrú-
stemmningar í þessum verkum.
Hún er ótæmandi brunnur af
möguleikum, náttúran. Það þarf
ekki annað en taka upp stein-
völu!
Skamm-
degis-
geggjun
Valtý Pétursson þarf reyndar
ekki að kynna í Mbl. Hann
hefur skrifað í það um listir i
þrjátiu ár. Og hann er löngu
kunnur málari. Valtýr Péturs-
son nam erlendis og í París
1949.
Hann var einn September-
manna og sýndi á öllum þeirra
sýningum og síðustu sjö árin
hefur hann sýnt með Septem-
hópnum.
— Þessi þarna, segir Valtýr
og bendir á mynd númer 29, það
er í henni skammdegisgeggjun.
Þeir eru margir, sem sjá
skammdegið sem rigningar-
sudda — skammdegið sem er
fullt af litum! Og þar er þessi
eilífa barátta milli ljóss og
skugga sem skapar þessa ágætu
geðveiki sem einkennir íslend-
inga. Þeir sögðu mér úti í
Þýzkalandi, að það væri kannski
ný útgáfa af norrænum express-
íonisma í þessari mynd. Ég veit
ekkert um það, en það er í henni
skammdegisgeggjun.
Já, þetta hefur verið erfitt hjá
mér undanfarið. Ég var með
sýningu í Þrastalundi í sumar,
og svo með verk á Septem og nú
á haustsýningu FÍM. Já, það
hefur verið mikið álag, enda
ætla ég að leyfa mér að vera
geðveikur það sem eftir er af
skammdeginu.
Eins og þú sérð, eru myndirn-
ar á þessari sýningu allt aðrar
en í Septem. Þessar myndir
mínar hér eru ekkert framhald
af Septem-sýningunni. Rithöf-
undurinn myndi segja, að þetta
væri ný bók hjá sér — ekki
seinna hefti. Og það er eitthvað í
þessu samvali hérna hjá mér
sem ég skammast mín ekki fyrir.
— Það kemur ekki málinu við
hvað maðurinn er, heldur hvað
hann gerir, sagði einu sinni
góður maður. Við Islendingar
getum vel við unað þá grósku
sem hér ríkir í öllum listum.
Bíddu samt við, menningin er
ágæt til frásagnar — það er
annað að hafa hana fyrir augun-
um ...
(Myndin sem Valtýr situr við
er ekki „skammdegisgeggjunin",
heldur Kaffibrúsinn).
— J.F.Á.
Maður hugsar
ekki svoleiðis...
ÁSGERÐUR Búadóttir vefja-
listakona. Hún hefur tekið
þátt í f jölda samsýninga, hér-
lendis og erlendis.
Og á haustsýningu FÍM á hún
7 myndir ofnar. Ein þeirra
heitir sjö listfletir. — Já, ég óf
þessa mynd í minningu sjö
kollega minna í listinni, og
allar konur. Við vorum á
svipuðu reki og allar í FÍM
utan ein, sumar okkar voru
vinkonur, aðrar saman í skóla
og nú eru þær dánar. Þær voru
Nína, Gerður, Eyborg, Bar-
bara, Aslaug, Ragnheiður,
María.
Mér þykir bezt að vinna
stórar myndir, segir Ásgerður.
Mér finnst ég þá vera að
takast á við stærri hluti. Ég
hef selt þrjár, já, þær minnstu.
Nei, það er mér ekki hvatning
til þess að snúa mér að lit-
minni myndum. Maður hugsar
ekki svoleiðis, það er annað
sem sækir á mann ...
Það er
fleira
gler
en í
glugga
Leifur Breiðfjörð glerlistar-
maður. Hann á að baki langan
námsferil á fslandi og í útlönd-
um. Hann hefur sýnt á fjöl-
mörgum samsýningum og hald-
ið tvær einkasýningar.
Og það stendur í sýningarskrá,
að Leifur sé félagi í „The British
Master Glasspainters Society" í
Lundúnum. Hann á tíu verk,
Leifur, á þessari haustsýningu
FIM. — Þessi verk, segir hann,
eru háð umhverfi sínu. Um-
hverfið speglast í verkunum. Ég
vinn mikið með umhverfið í
huga. Og þau er síbreytileg,
þessi verk, eftir birtunni, sem
leikur um þau. Þess vegna er
haustið kannski ekki bezti tím-
inn til sýninga á verkum unnum
í gler, en ljóskastararnir lýsa vel
á kvöldin.
Já, það heitir Valdafl þetta
verk sem ég stend við. Ég er að
reyna að sýna fram á aukna
möguleika glersins — glerið má
nota í fleira en glugga. Og sú er
kannski fyrst og fremst ætlun
mín, að sýna fram á það á
þessari sýningu. Þessir speglar
já, sem liggja á gólfinu, þeir
hafa vakið eftirtekt. Þetta er
eins konar loftsýn. Eins og þú
veist þá er ekki til sá maður, sem
ekki talar illa um þetta loft hér á
Kjarvalsstöðum, allir vilja það
burt og þeir voru að segja, að
eiginlega væri þetta fyrsta til-
raunin til að ná þessu fallega
lofti niður.
Hugleiðingar
- ekki speki...
Þórður Ilall. Hann nam á
íslandi. svo í Svíþjóð og
síðan hefur hann kennt og
málað. Hann hefur sýnt á
fjölda samsýninga innan-
lands og utan. Ilann á níu
verk á haustsýningu FÍM.
Fimm svokölluð sáldþrykk
og fjórar teikningar. En
hvað er sáldþrykk? — Það
er þegar það er litur í
grafíkmyndum, segir hann.
Og teikningarnar finnast
mér vega svolítið upp á móti
litnum í sáldþrykkinu. Ég
hef reyndar aldrei sýnt
teikningar fyrr.
Eigum við ekki að 3egja, að
ég vinni út frá landslaginu,
náttúruformum. Þessi verk eru
kannski hugleiðingar um sam-
band mannsins við landið, við
náttúruna. Nei, þetta er engin
speki.
Og haustsýning FÍM er í
heildina sterk. Það er rétt
stefna að láta eins konar
kjarna mynda uppistöðu sýn-
ingarinnar, og það skapar
skemmtilega fjölbreytni, þetta
að velja menn úr ólíkum grein-
um í kjarnann. Nei, ég er
ekkert að hugsa um einkasýn-
ingu. Ég læt hverjum degi
nægja sínar þjáningar, segir
Þórður Hall.