Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Jón Valur Jensson cand.theol: t • HOFUÐBISKUP A FARALDSFÆTI Enn ein ferA Jóhannesar Páls páfa hefur vakið heimsathyKli. enda kann 14.000 km ferðalax hans um Braziliu að vera það mikilvæKasta, sem hann hefur farið um daKana. Tala sumir fréttaskýrendur um þennan kappsama Pólverja sem áhrifa- ríkasta kristniboða kirkjunnar siðan á dóKum Páls postula. Eitt er vist, að viðtökur almenninKs við páfanum á utanferðum hans eru siður en svo merki þess, að æKÍsvald páfastóls sé í rénun innan kaþólsku kirkjunnar. Gegn straumi tímans? I þessu sambandi má minnast þess, að á II Vatíkanþinginu á sjöunda áratugnum voru gerðar margvíslegar og djúptækar breyt- ingar til endurnýjunar á starfs- háttum kaþólsku kirkjunnar — m.a. var stórlega dregið úr þeirri einhæfu áherzlu á páfaveldið, sem einkennt hafði tímann eftir fyrra Vatíkanþingið (1870), en þá hafði t.a.m. verið kveðið upp úr með óskeikulleika páfans í trúaratrið- um (við tiltekin skilyrði). A síðara Vatíkanþinginu vár hins vegar ómissandi þátttaka biskupanna í sambandi við kenningarúrskurði og tiltölulegt sjálfstæði þeirra gagnvart páfa í stjórn biskups- dæmanna viðurkennt á skýrari hátt en tíðkazt hafði lengi. Þau yfirþyrmandi áhrif páfa- dómsins, sem Jóhannes Páll II hefur svo óspart fært sér í nyt á sínum mörgu heimsreisum, kunna því að virðast sem óþægilegur arfur frá liðinni tíð, þegar páfi leit nánast á sig sem einvaldskonung yfir allri kirkjunni. Spyrja mætti, hvort þetta sé páfadæmið á há- tindi valda sinna eða hvort þessi pólski páfi ætli sér í rauirog veru að snúa hjóli sögunnar við, eins og til að storka valddreifingarþróun nútímans. Heyrt hef ég því fleygt, að í Japan hafi kaþólskir biskupar tekið fálega þeirri umleitan, að hans heilagleiki komi þangað i heimsókn, vegna þess að þeir kæri sig ekki um hans valdsmannslegu yfirlýsingar um ýmis óútkljáð vandamál í kirkjunni (s.s. afstöð- una til getnaðarvarna, sem er enn ólokið deilumál meðal kaþólskra, þótt páfabréf Páls heitins VI hafi Úttekt á athafna- semi páfa e.t.v. fengið suma til að ímynda sér bann gegn getnaðarvörnum sem part af kaþólskri trú). Ef þessi orðrómur á sér ein- hverja stoð í veruleikanum, þá er sú andúð á afskiptasemi páfans eitt dæmið um það, að biskuparnir vilja hasla sér völl á eigin vett- vangi, og gæti þetta leitt til misklíðar, ef páfi þrýstir fast á með að verða eins og einhver allsherjar-farandbiskup, sem eng- inn veit hvar muni bera niður næst til að ráðskast með málefni hins kaþólska heims út í minnstu smáatriði. Þjónn þjóna Guðs á þotuöld Þegar nánar er skoðað, reynast slíkar -hugmyndir á misskilningi byggðar. Staðreyndin er sú, að það er fyrst með Jóhannesi Páli II sem páfadæmið er farið að lifa sig að fullu inn í þær gerbreyttu aðstæð- ur, sem fylgt hafa tæknibyltingu 20. aldarinnar. Hinn hressilegi Pólverji er of mikill nútímamaður til að láta ýmsar fánýtar siðavenj- ur vera sér fjötur um fót í þjónustu sinni. Því hefur hann t.d. komið fram í fjölda sjónvarpsút- sendinga, þar sem hann hefur náð til milljóna manna. Páfadæmið er ennþá gífurlega sterkt áhrifavald í kirkjunni, og það væri í sjálfu sér rangt af páfanum að notfæra sér það ekki til að útbreiða trúna með öllum sómasamlegum aðferðum nútímans. Meðan enn má vænta góðs árangurs af slíkri boðun trúarinn- ar, er heldur engin ástæða til þess, að páfinn setji ljós sitt undir mæliker með því að sitja sem fastast í sínum fílabeinsturni í Rómaborg, einangraður að kalla frá samskiptum við kaþólskar þjóðir heimsins. Núverandi páfi lætur sér ekki nægja að senda út boðskap sinn í opinberum páfa- bréfum, heldur fer hann sjálfur til móts við þá, sem heyra vilja, og þá yfirleitt í hraðfleygri einkaþotu sinni. Hefur hann borið þvílíkan ávöxt af erfiði sínu, að jafnvel þeir, sem andstæðastir eru sam- þjöppun kirkjulegs valds hjá páf- anum, eiga bágt með að neita því, að ferðir hans hafa verið kirkj- unni mikil lyftistöng á flestum sviðum. Það er því hæpið að skoða þær sem einhverja ótilhlýðilega útþenslustefnu páfastóls, heldur eru þær eðliieg afleiðing af nýjum möguleikum, sem kirkjunni stóðu ekki áður til boða. Ótvíræður leiðtogi í kirkju sinni En hér er fleira að athuga. Ef páfi fer að vilja áðurnefndra biskupa í Japan með því að hætta við heimsókn þangað, er það í sjálfu sér ástæða til að ætla, að hann sé trúr meginreglum Vatí- kanþingsins um tiltölulegt sjálf- ræði biskupanna. Orð páfans sjálfs eru reyndar órækasti vitnis- burðurinn um, að hann er einlæg- ur stuðningsmaður endurbótanna, sem samþykktar voru á II Vatí- kanþinginu. Að Jóhannes Páll líti fremur á sig sem þjón kirkjunnar en herra hennar, er a.m.k. ekki síður áberandi af öllu hans hlýja viðmóti en sá kennivaldsbragur, sem kemur fram í sumum ræðum hans, t.d. í Bandaríkjaferðinni. Hinu má heldur ekki gleyma, að þorri kaþólskra manna dregur rétt páfa til forystu í kirkjunni engan veginn í efa, þótt þar séu viss takmörk. Páfarnir eru ekki til þess kallaðir að boða sem stóra- sannleik einhverjar skoðanir, sem byggjast á vafasamri heimspeki- legri rökfærslu, eins og viljað hefur brenna við, heldur eru þeir fyrst og fremst álitnir arftakar Péturs postula í þeirri þjónustu að verja og kenna hina upprunalegu trú og gæta hjarðar Krists. Sem slíkur nýtur páfinn fyrirfram jákvæðrar afstöðu flestra kaþól-( ikka, og út frá því rótgróna forystuhlutverki hans verður að skýra þær miklu væntingar, sem svo almennt gætir í þeim löndum, sem hann heimsækir. Hann er þar meðtekinn sem ótvírætt eining- artákn hins kaþólska heims og eitt helzta merkið um tengsl kirkjunn- ar við fornkirkjuna og fyrirheit Krists um sérstaka náðargáfu Péturs postula og eftirmanna hans (en á því hvílir kenningin um óskeikulleika þess, sem páfinn boðar í trúarefnum). Persónuleg áhrif mannsins sjálfs Því er ekki að neita, að Jóhann- es Páll hefur sjálfur mikla persónu- töfra og hæfileika, sem gera það að verkum, að boðskapur hans á , enn greiðari aðgang að þeim, sem hópast að honum. Það er ekki sízt í krafti þessara persónuáhrifa hans, að hann hefur náð gífur- legum vinsældum í flestum þeim löndum, sem hann hefur heimsótt til þessa, en einhver beztu dæmin þar um eru ferðir hans til Pól- lands og írlands, tveggja ramm- kaþólskra landa. Hans áhrifa- mikla ferð til Póllands var tví- mælalaust mikilsverður áfanga- sigur í baráttu þjóðarinnar fyrir viðurkenningu á frelsi kirkjunnar. Annað dæmi er Frakklandsferð páfans, sem vonast er til að virki sem vítamínsprauta fyrir bágbor- ið kirkjulíf landsins, en nú er svo komið, að flestar Afríkuþjóðir hafa orðið hærra hlutfall af kristnum mönnum, sem rækja trú sína, heldur en þessi þjóð, sem áður var talin höfuðprýði Vestur- kirkjunnar. Þó mun hafa gætt nokkurrar vakningar í frönsku trúarlífi á allra síðustu árum. Stefnt að sam- einingu kirkjunnar Ein var sú ferð páfa, sem lítt var talað um í fréttum og ekki veitt nein eftirtekt, sem heitið geti, þar sem hann kom. Þetta var för hans til Tyrklands í nóvember sl., en tilgangur hennar var sá að taka upp viðræður við patríarkana Brasilíuferð páfa: Harðnandi afstaða gegn þjóðfélagslegu misrétti íbúar fátækrahverfis i borginni Salvador óðu vatnselginn upp yfir ökla til þess að fagna komu páfa. í borginni Recife veitti Jóhannes Páll II páfi hinum fræga umbótamanni Helder Camara hlýjar móttökur. Var það í fyrsta skipti í átta ár, sem erkibiskupinn sást i sjónvarpi. Er hann illa séður af herfor- ingjastjórninni vegna baráttu hans fyrir málstað fátækra bænda. í nýlokinni heimsókn til Brasiliu átti Jóhannes Páll páfi m.a. fund með Figueiredo for- seta i höfuðborginni. Þau skoð- anaskipti. sem fram fóru á milli þeirra, mega heita lýsandi fyrir hin ólíku viðhorf kaþólsku kirkjunnar og hershöfðingja- stjórnarinnar til samhandsins milli andlegs og veraldlegs valds. í ræðu sinni freistaði Figueiredo þess að skilgreina hlutverk kirkjunnar þannig, að það væri að „uppfræða ungu kynslóðina, aðstoða þá, sem eru hjálpar þurfi og huKKa þá. sem þjást.“ En páfinn lét ekki segja sér fyrir verkum. Hans markmið ná lengra en svo, að kirkjan eigi að láta sér nægja að halda uppi sunnudagaskólum og úthlutun á súpuskál til fátæklinganna. Skylda klerkdómsins er einnig sú, eins og hann sagði við forsetann, að flytja „skýran bððskap trúarinnar varðandi manninn, gildi hans, virðingu, líf hans og stöðu í þjóðfélaginu." Kirkjan gæti því ekki látið af því að hvetja til umbóta í átt til réttlátara samfélags, sem eflir virðingu fyrir mannslífinu. Af þessum ástæðum örvaði kirkjan alla þá, sem kalla sig kristna, til þess að koma slíkum breytingum til leiðar. Réttlátar umbætur gætu afstýrt upplausn Slíkur var boðskapur páfa til hægrisinnaðrar stjórnar. En við þetta bætti hann nokkrum orð- um til hins öfluga minnihluta hægrisinnaðra kirkjumanna í Brasilíu: „Að stuðla að umbótum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.