Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 44
AKAI HLJÓMTÆKI ORDIIDIO LITTÆKI 100.000 kr. staögr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun í flestum samstæöum. AKAI er hágaaöa merki á góöu veröi. 100.000 kr. staögr afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun. Gildir um öll littœki. GRUNDIG vegna gaaöanna. SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 A fimmta þúsund kr. fyrir rjúpuna? EKKI er enn vitað hvert verð á rjúpu verður i vetur. en veiði- menn itera sér vonir um að þeir íái 3.500 — 4.000 krónur fyrir rjúpuna og verð út úr búð yrði þá eitthvað á fimmta þúsund krónur. í fyrra seidu vciðimenn rjúpuna á 2.500 krónur. Eðlilega ræðst verðið af fram- boði, en þrátt fyrir að undanfarið hafi mikið sézt af rjúpu norðan- lands og sunnan hefur lítið veiðzt. Eítið hefur hins vegar sézt af rjúpu fyrir austan, en þar eins og annars staðar hefur snjólag gert veiði- mðnnum erfitt fyrir og hefur rjúpan verið dreifð. Fréttir af góðri veiði hjá einstaka mönnum hafa þó heyrzt og t.d. fengu þrír Akureyringar 115 rjúpur á Þorska- fjarðarheiði á 1 '/z degi fyrir skömmu. Stöðugt þrengist að rjúpnaskyttum, þar sem landeig- endur hafa mjög víða bannað rjúpnaveiði í löndum sínum. Á því byggist fjárlagafrum- varpið og þjóðhagsáætlun Ljósn. Mbl. Kristján. RÍKISSTJÓRNIN hefur tekið ákvorðun um vísitöluskerðingu launa á næsta ári. í Reykjavíkur- hréfi Morgunhlaðsins í dag eru leiddar líkur að því, að fyrir rikisstjórninni vaki að skerða vísi- toluna annað hvort þannig. að ekki verði greiddar hærri verðhætur á laun en nemur 7,5% 1. mars næst- komandi og 7,5% 1. júní eða verð- ha'turnar nemi 9% 1. mars, 8% 1. júní, 7% 1. septemher og 5% 1. desemher á na'sta ári. Samhiiða þessari vísitoluskerðingu hefur rík- isstjórnin í huga að nota 12 millj- arða króna á árinu 1981 til að bæta láglaunafólki upp kjaraskerðing- una og mun það gert með hækkun niðurgrciðslna. hækkun fjölskyldu- bóta eða lækkun skatta. Ríkis- stjórnin stefnir þvi að svipuðum „Stundaglas- ið að tæmast“ SÁTTAFUNDUR stóð frá klukkan 10 til hádegis í gær án þess þó að ASÍ og VSI ra-ddust við, en til nýs fundar var boðað klukkan 15.30. Sérfundur Sambands bygginga- manna átti að hefjast klukkan 13 í gær, en í fyrrakvöld sátu fulltrúar sambandsins og ASI á sérfundi og einnig kom trúnaðarmannaráð Trésmiðafélags Reykjavíkur saman í fyrrakvöld ásamt fulltrúum Trésmiðafélags Akureyrar, sem síð- an bættust í hóp samningamanna hjá sáttasemjara í gærmorgun. „Stundaglasið er að tæmast," sögðu samningamenn, sem Mbl. ræddi við í gær og spurði um framvindu mála. Lögbann STAÐFEST var í ha-jarþingi Reykjavikur á föstudag lög- bann, sem sett var á aðgerðir Greenpeace-manna á hvalamið- unum við landið sumarið 1979. Eins og lesendur eflaust muna trufluðu Greenpeace-menn veið- ar íslenzku hvalbátanna það sumar og notuðu við aðgerðirnar stóran hraðbát. Hvalur hf. krafðist lögbanns á aðgerðirnar og var lögbann sett á þær hjá embætti borgarfógeta. Hvalur höfðaði síðan staðfestingarmál fyrir bæjarþinginu og var lög- bannið staðfest. Dómari var Garðar Gíslason borgardómari. Miklar skemmdir á vélaverkstæði af völdum bruna MIKIÐ tjón varð í bruna í véla- verkstæðinu llamarshöfða 2 í Reykjavík í gærmorgun. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn klukkan 8.06. Þegar liðið kom á vettvang lagði út reyk með öllu þakinu. Eldur var víða í húsinu og gekk greiðlega að slökkva hann. Sem fyrr segir urðu miklar skemmdir á verkstæðinu, einangr- un er ónýt og skemmdir urðu á vélum. Sömuleiðis skemmdist mikið sendibifreið af Mercedes Benz-gerð, sem var í verkstæðinu. aðgerðum og ríkisstjórn Geirs Ilall- grímssonar greip til í febrúar 1978 og urðu til þess, að stjórnarand- sta-ðingar með Alþýðubandalagið í fararbroddi tóku upp kjörorðið: „Samningana í gildi“. I umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra létu ráðherrar orð falla, sem gefa þessi áform til kynna og miðast framkvæmd þeirra við gjaldmiðilsbreytinguna um áramót, þótt Steingrímur Hermannsson hafi talið, að til þeirra ætti að grípa fyrír 1. desember á þessu ári. Gunnar Thoroddsen lagði áherslu á, að víxlhækkun kaupgjalds og verðlags ætti mikinn þátt í verðþenslunni. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, sagði, að nauðsyn væri að vinna af alefli gegn því „að þær launahækk- anir sem lágtekjumenn fá fram þessar vikurnar brenni upp í auknu verðbólgubáli á næstu mánuðum og þess vegna verður að reyna með samstilltu átaki margra hagsmuna- aðila að draga úr víxlhækkunum og sjálfvirkni kerfisins á fyrstu mánuð- um næsta árs.“ I ræðu sinni sagði Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, að niðurtalning verðbólgunnar gæti aldrei borið til- ætlaðan árangur, nema hámarks- hækkanir væru ákveðnar á öllum sviðum. í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1981 kemur fram, að meðalhækkun vísi- tölunnar milli 1979 og 1980 verður um 58% en forsenda fjárlagafrum- varpsins fyrir 1981 um launa- og verðlagsþróun er sú, að tekjur og verðlag hækki að meöaltali um 42% milli áranna 1980 og 1981. Sam- kvæmt frumvarpinu er áætlað að verja um 21 milljarði króna til að greiða hækkun launa opinberra starfsmanna vegna verðbóta og sagt „að vegin launahækkun" af þeim sökum verði um 15%, sambærileg tala fyrir árið í ár mun vera 20—22%. Segir í þjóðhagsáætlun- inni, að ríkisstjórnin muni stefna að því að draga úr hvers konar sjálf- virkni í verðákvörðunum og tekju- ákvörðunum, sem tengjast vísitöl- unni, eins og frekast eru föng á. ASÍ-þing: Alþýðubandalag leitar hóf- anna hjá Sjálfstæðisflokki „BÁÐIR armar Alþýðubanda- lagsins hafa haft samhand við okkur sjálfstæðismenn, en þeir hafa ekki óskað eftir formlegum viðræðum ennþá, enda ekki sam- mála innhyrðis til þess. Hins vegar munu furmlegar viðraslur okkar og framsóknarmanna verða í næstu viku,“ sagði Sigurð- ur óskarssun. formaður verka- lýðsmálaráðs Sjálfstæðisflokks- ins, er Mbl. spurði hann i gær um undirbúningsviðra'ður fyrir ASÍ-þingið í haust. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, stafar ósætti alþýðubandalagsmanna að- allega af framboði Ásmundar Stefánssonar til forsetaembættis í ASÍ. Virðist vera vaxandi and- staða við það framboð, bæði í röðum verkalýðsmálamanna og stjórnmálamanna, þar sem í fyrr- nefnda hópnum eru m.a. Guðjón Jónsson og Kolbeinn Friðbjarnar- son og í síðari hópnum Svavar Gestsson og Lúðvík Jósepsson, en Snorri Jónsson og Guðmundur J. Guðmundsson fara fyrir hópi stuðningsmanna Ásmundar. Vertíð reknetabáta að Ijúka LEYFI til síldveiða í reknet og lagnet hafa verið afturkölluð frá og með hádegi á morgun. í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu segir, að líklegt sé að heildarkvótinn, sem ákveðinn var 18 þúsund lestir, fyllist um helgina. Þeir bátar, sem síldveið- ar stunda í reknet og lagnet, skúlu hafa dregið net sín fyrir hádegi á mánudag. Mjólk og: kart öflur lækka MJÓLK og kartöflur lækka í verði á mánudaginn vegna auk- inna niðurgreiðslna ríkissjóðs; mjólkurlítrinn lækkar um 18 krónur, úr 371 krónu i lítra- umbúðum i 353 krónur, og kartöflukilóið lækkar um 99 krónur, úr 356 krónum í 257 krónur. Þessi niðurgreiðslu- aukning ríkissjóðs kostar 150 til 200 milljónir króna á þessu ári. Frá 1. september hefur mjólkurlítrinn verið niðurgreidd- ur um 146 krónur og kartöflukílóið um 121 krónu, þannig að niður- greiðslur verða nú 220 krónur á kartöflukílóið og 164 krónur á hvern mjólkurlítra. Efnahagsráðstafanir rikisstjórnarínnar um áramót: Skerðing á verðbót- um launa áformuð Vélbáturinn Guðrún frá Hafnarfirði veiddi háhyrning á Meðallandsbug seint i fyrrakvöld. Báturinn kom til Grindavíkur í gærmorgun og var háhyrningurinn fluttur í Sædýrasafnið, sem stendur fyrir veiðunum. Háhyrningar eru sem kunnugt er eftirsótt- ir af erlendum sædýrasöfnum og er verðið um 27 milljónir fyrir stykkið. Myndin var tekin í Grindavík í gærmorg- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.