Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 244. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980
í ÝMSUM arabalöndum þykir það virðulegt
stöðutákn að eiga mikið af fálkum og sums staðar
jafnast það á við kvennabúr þúsund og einnar
nætur. Þessar konungsgersemar eru seldar dýru
verði og allra verðmætastir eru íslenzku fálkarnir
eða valurinn. beir eru stærri og fallegri en t.d. þeir
fálkar. sem finnast í Svíþjóð, þ.e. förufálkinn. I
sænska blaðinu Dagens Nyheter nýlega segir frá
því að veiðifálki sé seldur á sem nemur 14
milljónum íslenzkra króna stykkið. Mun hærri
tölur hafa þó verið nefndar og jafnvel yfir 30
milljónir fyrir vel taminn íslandsfálka.
Á undanförnum árum hafa nokkur brögð verið
að því, að menn frá Mið-Evrópu komi hingað til
lands og reyni að smygla fálkum héðan. Upp hefur
komizt um nokkrar þessar tilraunir. en hversu
margar hafa tekizt er ekki vitað. Fróðir menn
telja, að þær séu að minnsta kosti jafn margar og
hinar misheppnuðu. Síðastliðið sumar gerðist það,
að þrír Austurríkismenn voru handteknir á
Reykjavíkurflugvelli er þeir komu norðan úr
landi. Höfðu þeir í fórum sínum 5 fálkaunga og 4
smyrilsunga. Mál þetta er fólki eflaust í fersku
minni, en það hafði sér nokkurn eftirmála.
f slandsfálki (Úr Fuglabók Fjölva).
Afbrigði íslandsfálkans. sem finnst á Grœnlandi
þykir enn fallegra, en sá sem er hér á landi.
Girnast fálkann sem konung-
ar forðum og svífast einskis
SKJÓTA FÁLKA
í KJSUNDATALI
Austurríkismönnunum var um-
svifalaust vísað úr landi, en
nokkrum dögum síðar birtist furð-
uleg ritsmíð í austurríska blaðinu
„Volkzeitung", sem gefið er út í
Klagenfurt. Þar segir m.a í laus-
legri þýðingu og það er einn
smyglaranna, sem hefur orðið:
„Að minni beiðni hafði græn-
lenzkur eskimói fangað 5 unga
fálka og 4 smyrilsunga og útvegað
okkur, en ég var stöðvaður á
íslandi. Ég vildi fara með fuglana
til Karnten til að þjálfa þá hér í
Austurríki. Á íslandi er mikill
fjöldi þessara fugla og þarlendir
veiðimenn skjóta þá svo þúsund-
um skiptir á hverju ári.
Á allri austurströnd íslands var
engan dýralækni að finna og þess
vegna lentum við í vandræðum hjá
tollyfiryfirvöldum, því menn
þurfa að hafa vottorð frá lækni til
að geta flutt fugla úr landi. í stað
þess að bíða í þrjár vikur eftir
vottorði dýralæknis ákvað ég að
sæta refsingu skyndidómstóls.
Enginn okkar hafði tíma til að
bíða svo lengi í Reykjavík og því
var þetta eina útgönguleiðin.
Ég vil leggja a það áherzlu, að
við brutum ekki fuglaverndunar-
reglur ríkisstjórnar Islands, held-
ur gættum við þess því miður ekki
að útvega okkur vottorð frá dýra-
lækni."
Svo mörg voru þau orð og fyrir
lesendur uppi á Islandi er þessi
furðufrásögn vart skiljanleg og er
alls ekki í samræmi við það, sem
gerðist í raunveruleikanum. Sagt
er, að með því að fá birt við sig
viðtal í austurrísku blaði hafi
smyglarinn verið að gera tilraun
til að hreinsa sig og félaga sína í
þessu máli. Hann átti m.a. á
hættu að vera vísað úr merku
fuglaveiðifélagi í Austurríki, sem
sjálfsagt hefur verið kennt við
keisara eða konung eins og gjarn-
an gerist með slíka merkisklúbba.
REYNDU AÐ MÚTA
FORMANNI FUGLA
FRIÐUNARNEFNDAR
Þessari sögu var ekki látið
ósvarað og að beiðni utanríkis-
ráðuneytisins skrifaði Ævar Pet-
ersen, fuglafræðingur og formað-
ur Fuglafriðunarnefndar grein og
sendi til Austurríkis. Þar er greint
frá hvað gerðist í raun og veru, en
í eftirfarandi endursögn er aðeins
stiklað á stóru í frásögn Ævars.
Grein sína skrifaði Ævar í Oxford
í byrjun septembermánaðar, en
þar vinnur hann nú að doktorsrit-
gerð um teistuna.
„Þann 20. júní voru þrír menn
(sem Ævar nafngreinir) hand-
teknir af íslenzku lögreglunni
skömmu eftir að þeir stigu út úr
flugvél, sem var að koma frá
Akureyri. í fórum sínum höfðu
þeir 5 íslandsfálka og 4 smyrla,
allt unga fugla. í fyrstu héldu þeir
því fram, að fuglarnir hefðu verið
veiddir á Grænlandi, sem þó
reyndist ekki rétt því fálkarnir
voru af íslenzka stofninum og
smyrillinn verpir ekki í Græn-
landi. Síðar játuðu mennirnir að
hafa tekið fuglana á íslandi og
sýndu okkur á korti hvar þeir
höfðu tekið þá. Hvað fálkana
snerti voru staðsetningarnar
rangar, því á nefndum varpstöðv-
um fálkans var ekki verpt í ár.
Þessir þrír aðilar sættu 25
þúsund króna sekt, veiöibúnaður
þeirra var gerður upptækur og
fuglarnir sömuleiðis. Þá fá menn-
irnir ekki leyfi til íslandsheim-
sóknar næstu fimm árin og gildir
hið sama um önnur Norðurlönd
Ungar við hreiður á Arnarvatnsheiði siðastiiðið sumar. Fyrir framan þá má greina matarleifar ýmiss
konar. Ljósmyndarinn kom tvivegis að þessu hreiðri, i bæði skiptin voru nýdrepnar rjúpur við hreiðrið, en
foreldrarnir viðs fjarri, trúlega f ætisleit.
samkvæmt samningi á milli Norð-
urlandanna. Fuglaverndunarlög á
Islandi kveða á um, að engum er
heimilt að nálgast falkahreiður án
sérstaks leyfis. Auk þess eru
smyrlar, eins og flestir aðrir
íslenzkir fuglar, friðaðir á varp-
tímanum og engum er heimilt að
flytja fugla úr landi án sérstaks
leyfis.
Það er fullkomlega ljóst, að það
var skipulögð ráðagerð að stela
fálkunum á Islandi og fara með þá
til Austurríkis til að temja þá þar.
Einn mannanna kom til íslands í
maímánuði með það markmið í
huga að komast yfir lifandi fálka
eins og hann játaði fyrir rétti.
Hann yfirgaf landið um tíma, en
kom síðan aftur við þriðja mann
24. júní. í blaðinu Volkzeitung 4.
júlí er sagt frá þessu máli og
frásögnin byggð á sögu eins mann-
anna. Þessi grein byggist á algjör-
um ósannindum.
Fyrst segist maðurinn hafa tek-
ið fuglana í Grænlandi, en eins og
fram hefur komið er það ósatt. I
öðru lagi heldur hann því fram, að
þessir fuglar séu skotnir í þús-
undatali á íslandi, sem einnig er
ósatt. Þó svo að fáeinir fálkar séu
skotnir ólöglega er þessi tala út í
hött og að auki eru aðeins nokkur
hundruð fálka á íslandi.
í þriðja lagi heldur hann því
fram, að engir dýralæknar hafi
verið á Austurlandi íslands og
hann hafi þess vegna lent í
erfiðleikum með tollyfirvöld.
Þetta er ósatt. Eins og fram hefur
komið handtók lögreglan mennina
á Reykjavíkurflugvelli og um þann
flugvöll fer engin alþjóðleg um-
ferð og þar er því engin tollgæzla.
Á Austfjörðum eru margir dýra-
læknar, en það væri lögbrot ef þeir
hefðu  gefið  út  vottorð  upp  á
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40