Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 244. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980
ift$r$ittsfg>lðfrib
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsmgastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Flugleiðamálið
á lokastigi
Flest bendir nú til þess, að Landsbankinn muni næstu daga
taka ákvörðun um bráðabirgðaúrlausn til Flugleiða í kjölfar
formlegra tilmæla frá ríkisstjórninni um það efni. Þar með yrði
leyst úr brýnustu rekstrarfjárþörf fyrirtækisins næstu vikur.
Jafnframt hafa umræður á Alþingi leitt í ljós, að vilji meirihluta
Alþingis er sá, að veita fyrirtækinu ríkisábyrgð til þess að tryggja
óhindraðan rekstur þess yfir vetrarmánuðina. Ætla verður því, að
Flugleiðamálið sé að komast á lokastig og að niðurstaðan verði sú,
að fyrirtækið fái þá aðstoð, sem á að duga til þess að koma rekstri
þess á réttan kjöl og traustari grundvöll en verið hefur um skeið.
Að vísu er rétt að hafa þann fyrirvara á, að Alþýðubandalagsmenn
munu áreiðanlega reyna að flækjast fyrir eins og þeir framast
geta og beita til þess öllum ráðum. Standi lýðræðisflokkarnir hins
vegar saman um afgreiðslu málsins munu áform Alþýðubanda-
lagsmanna um að koma fyrirtækinu á kné ekki takast.
Síðustu daga hefur orðið fjaðrafok í þingsölum vegna umræðna
í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar. Ljóst er, að það hefur
fyrst og fremst orðið vegna þess, að formaður nefndarinnar,
Ólafur Grímsson, hefur reynt að koma illu til leiðar. En menn, sem
stunda slík vinnubrögð eru yfirleitt afhjúpaðir og svo er um Ólaf
Grímsson í þessu tilviki. Ekki fer á milli mála að fyrr á þessu ári
óskuðu Flugleiðir eftir því að lendingargjöld yrðu felld niður. Að
öðru leyti hefur félagið ekki óskað eftir aðstoð til þess að halda
Atlantshafsfluginu áfram. Þvert á móti tók fyrirtækið ákvörðun
um að fella það niður og segja upp starfsfólki. Þetta er staðfest í
forystugrein Tímans, málgagns Steingríms Hermannssonar,
samgönguráðherra, í fyrradag, en þar segir: „Það þarf ef til vill
ekki að endurtaka það, að Flugleiðir hf. hafa ekki farið fram á það,
að ríkið tæki á sig kostnaðinn af Norður-Atlantshafsfluginu
heldur að fyrirtækið fengi aðstoð til að halda uppi nauðsynlegustu
flugsamgöngum innanlands sem utan. Það væri í samræmi við
sumt annað í þessu landi ef nú færi svo, að þvaðrið um aðra hluti
yrði til þess að þessi umleitan félagsins gleymdist þangað til
reksturinn stöðvaðist."
Þetta eru orð að sönnu hjá Tímanum. Flugleiðir óskuðu ekki
eftir aðstoð til þess að halda Atlantshafsfluginu áfram.
Ríkisstjórnir íslands og Luxemborgar tóku hins vegar ákvörðun
um að bjóða fram aðstoð til þess að tryggja atvinnu þess fólks,
sem við þetta flug hefur starfað. Um þetta atriði málsins er óþarft
að deila. Ef ríkisstjórnum íslands og Luxemborgar er nú að snúast
hugur í sambandi við Atlantshafsflugið er það að sjálfsögðu þeirra
mái. Það þýðir auðvitað, að ekki verður um endurráðningar að
ræða hjá Flugleiðum og flugið til Luxemborgar fellur niður.
Nú skiptir mestu, að Alþingi komist að endanlegri niðurstöðu og
afgreiði frumvarpið um málefni Flugleiða á þann hátt, að
óhindraðar flugsamgöngur innan lands og milli landa verði
tryggðar. Skapa þarf frið um starfsemi fyrirtækisins og
stjórnendur þess þurfa að fá tækifæri til að einbeita sér að
sjálfum rekstrinum og uppbyggingu félagsins á nýjan leik.
Stjórnendur Flugleiða verða að gera sér grein fyrir því, að
miklar kröfur verða gerðar til þeirra á næstu mánuðum og
misserum. Þeir þurfa að takast á við það verkefni af einbeitni,
festu og framsýni að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins. Þeir
þurfa að draga úr öllum kostnaði við rekstur fyrirtækisins eins og
framast er unnt. Þeir þurfa að leita nýrra leiða til þess að auka
umsvifin í flugrekstri okkar íslendinga til þess að bæta upp þann
samdratt, sem orðið hefur á Norður-Atlantshafi. Til þess að sinna
þessum verkefnum þurfa stjórnendur Flugleiða að fá frið fyrir
pólitískum deilum um stöðu fyrirtækisins og framtíð.
Flugleiðamálið hefur snúizt um framtíð þessa fyrirtækis
afkomu starfsfólks þess og flugsamgöngur innan lands og milli
landa. En það hefur líka snúizt um einkaframtakið í atvinnu-
rekstrinum. Flugið var í upphafi byggt upp af nokkrum
dugmiklum, djörfum og framsýnum einstaklingum. Segja má, að
það sé lýsandi dæmi um það hvers einstaklingsframtakið er
megnugt. Ef sósíalistum tækist að koma fyrirtækinu á kné yrði
það mikið áfall fyrir einkaframtakið í atvinnulífi okkar. Ýmislegt
hefur mátt finna að rekstri Flugleiða og þjónustu við viðskipta-
menn á undanförnum árum. En þau sjónarmið, sem hér hefur
verið lýst hljóta að yfirgnæfa öll önnur. Þess vegna eiga menn að
taka höndum saman um að verja fyrirtækið gegn tilraunum
sósíalista til að koma því á kné — en jafnframt að gera miklar
kröfur til stjórnenda þess í framtíðinni.
\ Reykjavíkurbréf
Laugardagur 1. nóvember
Alþýdu-
sambandsþing
Um þessar mundir eru 4 ár liðin
síðan þing Alþýðusambands ís-
lands var síðast haldið, enda
kemur það að nýju saman síðar í
þessum mánuði. Á því fjögurra
ára tímabili, sem liðið er milli
þinganna, hafa tveir allsherjar-
kjarasamningar verið gerðir í júní
1977 og nú fyrir tæpri viku-
Rúmlega hálft ár leið frá gerð
samninganna 1977, þar til rík-
isstjórn Geirs Hallgrímssonar,
sem vildi ekki gefast upp í viður-
eigninni við verðbólguna, greip til
efnahagsaðgerða, sem miðuðu að
því að skerða verðbætur á laun. Þá
reis verkalýðshreyfingin öndverð
gegn öllum þeim aðgerðum. Nú
gerist það í sömu andrá og kjara-
samningar eru gerðir, að ráðherr-
ar í ríkisstjórn, sem ekkert hefur
aðhafst í baráttunni við verðbólg-
una, láta í það skína, að þeir telji
nauðsynlegt að skerða verðbætur
á laun. Ætli ríkisstjórnin að
standa við þau verðbólgumarkmið,
sem hún setur sér í fjárlagafrum-
varpi og þjóðhagsáætlun fyrir
næsta ár, verður hún að skerða
verðbætur á laun.
Þessi ríkisstjórn hefur í orði
sagst hlynt sem mestum áhrifum
verkalýðshreyfingarinnar á stjórn
landsins og í sáttmála hennar eru
hátíðleg ákvæði um samráð. Hún
segist einnig að þessu leyti starfa í
anda svonefndra Ólafslaga, þar
sem sérstakur kafli er um samráð-
ið og á grundvelli hans var á
sínum tíma gefin út reglugerð af
forsætisráðherra um framkvæmd
þess. Margt bendir til þess, að
ýmsir verkalýðsforingjar huggi
sig við slíkar yfirlýsingar en láti
ekki á þær reyna, þegar skórinn
kreppir. Það hlýtur að vera ský-
laus krafa fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþingi, að ríkisstjórnin skýri
þeim frá efnahagsaðgerðum þeim,
sem hún hefur í hyggju, hvort sem
til þeirra á að grípa fyrir 1.
desember eða um áramótin eða í
febrúar á næsta ári. Fyrir þingið
ætti að sjálfsögðu að leggja hinar
leyndardómsfullu     hugmyndir
efnahagsmálanefndar ríkisstjórn-
arinnar.
„Sólstödu-
samningarnir"
Fróðlegt er að rifja upp á
þessum tímamótum helstu þætt-
ina í kjarabaráttu ASÍ síðan 1976,
þegar þing þess var síðast haldið. I
því yfirliti, sem hér fer á eftir, er
stuðst að verulegu leyti við yfirlit
um þróun kjaramála, sem Hag-
stofa íslands birtir reglulega í
Hagtíðindum.
1. maí 1977 rann út aðalkjara-
samningur milli Alþýðusambands
íslands og samtaka vinnuveitenda
frá febrúar 1976. Samningviðræð-
ur hófust milli aðila í marsbyrjun
1977 og þeim lauk með undirskrift
nýs kjarasamnings 22. júní 1977.
Félög og samtök innan ASÍ fóru
nýjar leiðir til að fylgja eftir
kröfum sínum. Almennt yfir-
vinnubann kom til framkvæmda 2.
maí 1977 og stóð fram undir
samningsgerð. Upp úr miðjum
maí hófust stutt skyndiverkföll,
sem tóku við hvert af öðru:
verkföll einstakra félaga, verkföll
heilla starfsgreina og verkföll
bundin við einstaka landshluta.
Hins vegar kom ekki til almennra
ótímabundinna verkfalla.
Nýr aðalkjarasamningur var
undirritaður 22. júní 1977 (sól-
stöðusamningarnir) og gilti hann
til 1. desember 1978. Meðalhækk-
un  kauptaxta  ásamt  hækkun
vegna sérkrafna er talin hafa
numið 26—27%. Grunnkaups-
hækkanir voru ákveðnar í krónu-
tölu 1. desember 1977, 1. júní og 1.
september 1978. Flókin ákvæði
voru í samningnum um hækkun
launa í samræmi við verðbótavísi-
tölu. Strax við samningsgerðina
kom það skýrt fram, að hér væru á
ferðinni     verðbólgusamningar.
Samhliða kauphækkuninni hét
ríkisstjórnin að beita sér fyrir
ýmsum félagslegum aðgerðum.
Febrúar-
lögin 1978
Ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar hafði náð verðbólgunni
niður í 26% fyrir „sólstöðusamn-
ingana". Spá manna um verð-
bólguhvetjandi áhrif þeirra rætt-
ust og ekki dró úr hraða verðbólg-
unnar eftir samninga ríkisins og
BSRB haustið 1977. Á vegum
ríkisstjórnarinnar var starfandi
svonefnd verðbólgunefnd, þar sem
sátu fulltrúar allra stjórnmál-
aflokka og helstu hagsmunasam-
taka. Þessi nefnd sendi frá sér
ítarlegt álit í febrúar 1978 og þar
gerðu stjórnarsinnar í henni,
sjálfstæðismenn og framsóknar-
menn, ásamt helstu efnahagsráð-
gjöfum ríkisstjórnarinnar tillögu
um efnahagsaðgerðir, jafnframt
komu fram fleiri sjónarmið.
I febrúar lagði ríkisstjórnin
fyrir Alþingi frumvarp um ráð-
stafanir í efnahagsmálum. í upp-
hafi athugasemda með frumvarp-
inu sagði, að nýafstaðin 13%
lækkun á gengi krónunnar hefði
verið ákveðin í þeim tilgangi að
afstýra rekstrarstöðvun fyrir-
tækja í helstu útflutningsatvinnu-
vegum og þar með atvinnuleysi.
Um ráðstafanir þær, sem fælust í
frumvarpinu, sagði, að þeim væri
ætlað að hamia gegn verðbólgu og
stuðla að betra jafnvægi í efna-
hagsmálum. Væri sýnt, að ef
stefna ætti að því að ná tökum á
verðbólguvextinum þegar á árinu
1978, væri ekki um annað að ræða
en draga úr víxlgangi verðlags og
launa með því að takmarka nokk-
uð þær kauphækkanir, sem leiddu
af gildandi kjarasamningum, enda
væru önnur úrræði of seinvirk og
hefðu í för með sér hættu á
atvinnubresti. Með frumvarpinu
var ákveðið, að 1. mars, 1. júní, 1.
september og 1. desember 1978
skyldu verðbætur á laun hverju
sinni hækka sem svarar helmingi
þeirrar hækkunar á verðbótavísi-
tölu og verðbótaauka, sem Kaup-
lagsnefnd reiknaði samkvæmt
ákvæðum kjarasamninga, að hefði
átt sér stað síðustu þrjá mánuði.
Samhliða þessari helmingslækkun
á verðbótum var ákveðið að milda
niðurskurðinn á lægstu launum.
Harkaleg
vidbrögd
Launþegasamtökin     snerust
gegn efnahagsráðstöfunum febrú-
arlaganna af mikilli hörku. Kjör-
tímabilið var að renna út og þetta
vor fóru bæði fram sveitarstjórn-
arkosningar og alþingiskosningar.
Stjórnarandstöðuflokkarnir, Al-
þýðubandalag og Alþýðuflokkur,
beittu sér mjög innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og vildu sem
harðastar aðgerðir gegn ríkis-
stjórninni. Launþegasamtökin
stofnuðu til vinnustöðvunar dag-
ana 1. og 2. mars 1978. Giskað er á,
að 60—70% félagsmanna í ASÍ í
Reykjavík og nágrenni hafi tekið
þátt í þessum aðgerðum. Var
þátttakan mjög mismikil eftir
stéttarfélögum, mest hjá Dags-
brúnarmönnum, en tiltölulega lit.il
hjá Iðjufólki, svo að dæmi séu
nefnd.
Næsti þáttur í aðgerðum þess-
um, sem efnt var til undir kjörorð-
inu „Samningana í gildi", var
verkfall við útskipun útflutnings-
afurða, sem hófst um miðjan apríl
1978 og tók til Reykjavíkurhafnar
og fleiri hafna annars staðar í
landinu. Á tímabilinu 11. maí til
15. júní 1978 var í gildi bann á
affermingu olíu- og bensínskipa,
sem komu til landsins, en vegna
undanþága var lítil sem engin
truflun á olíu- og bensíninnflutn-
ingi. í seinni hluta maí 1978
ákváðu mörg verkamannafélög al-
mennt yfirvinnubann að tilstuðlan
Verkamannasambands íslands, en
það var afturkallað áður en það
skyldi koma til framkvæmda.
Eins og áður sagði höfðu febrú-
arlögin að geyma ákvæði, sem
milduðu skerðingu verðbóta á
lægstu laun. Hinn 24. maí 1978
voru sett bráðabirgðalög um
breytingu á febrúarlögunum. í
inngangsorðum laganna sagði, að
„brýna nauðsyn beri til að breyta
nú þegar lögum nr. 3/17. febrúar
1978 um ráðstafanir í efnahags-
málum til þess að tryggja hag
þeirra, sem lægst laun hafa, og
greiða þannig fyrir lausn á vinnu-
deilu þeirri, er nú stendur milli
samtaka launþega og vinnuveit-
enda og valda mun alvarlegri
röskun á framleiðslustarfsemi í
landinu, ef ekki leysist." Vísan til
vinnudeilna í þessu samhengi
byggðist á því, að samhliða mót-
mælaaögerðum launþegasamtaka
gegn ríkisstjórn og Alþingi, fóru
fram viðræður milli aðila vinnu-
markaðarins, þar sem stéttasam-
tök kröfðust þess, að vinnuveit-
endur greiddu fullar verðbætur
samkvæmt kjarasamningum. Þær
viðræður leiddu ekki til samkomu-
lags.
Með bráðabirgðalögunum í maí
var sett „þak" á verðbætur á laun,
þannig að launþegar undir
ákveðnu launamarki fengu fullar
verðbætur, en hinir sem fyrir ofan
voru fengu krónutöluhækkun en
ekki hlutfallslega launahækkun.
Kosningar
Þannig stóðu þessi mál, þegar
nýr meirihluti vinstri manna tók
við völdum í borgarstjórn Reykja-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40