Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 244. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980
21
víkur eftir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar 28. maí 1978. Hann
ákvað 15. júní 1978 að fella niður
skerðingu verðbóta í áföngum að
því er varðaði launþega í þjónustu
borgarinnar, enda var eitt af
kosningaslagorðum kommúnista
og krata í kosningunum, að kjör-
seðillinn væri vopn í kjarabarátt-
unni og samningarnir frá 1977
ættu að taka gildi. Framkvæmd
borgarstjórnar Reykjavíkur á
þessu kosningaloforði var hins
vegar ekki í samræmi við „leiftur-
sóknina" í þágu kjarasamn-
inganna, sem boðuð var í kosn-
ingabaráttunni. Afnám þaksins í
áföngum fram til áramóta 1978/
1979 var að vísu í andstöðu við
febrúarlögin en ekki í samræmi
við verndun samninga ASÍ-fólks,
sem áttu hvort eð er að renna út 1.
desember 1978 ásamt með febrú-
arlögunum.
Þingkosningar fóru fram 25.
júní 1978. Ríkisstjórn Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks var mynduð 1. sept-
ember 1978, ekki síst fyrir hvatn-
ingu frá verkalýðshreyfingunni,
og voru þeir Karl Steinar Guðna-
son, Alþýðuflokki, og Guðmundur
J. Guðmundsson, Alþýðubanda-
lagi, forvígismenn Verkamanna-
sambands íslands, kallaðir guð-
feður ríkisstjórnarinnar. Ólafur
Jóhannesson forsætisráðherra í
nýju stjórninni kynnti stefnu-
breytingu Framsóknarflokksins
frá því hann stóð að febrúarlögun-
um fyrr um árið með því að leggja
á það höfuðáherslu, að framvegis
samið, skulu grunnlaun og tilhög-
un verðbóta á laun haldast óbreytt
eins og ákveðið er frá 1. september
1978 samkvæmt almennum kjara-
samningum, sem gerðir voru á
árinu 1977 og á fyrstu fimm
mánuðum 1978, og samkvæmt
lögum þessum." Þetta er margorð-
að ákvæði um lögbundna fram-
lengingu á kjarasamningum og í
því er meðal annars vísað til
efnahagsaðgerða ríkisstjórnar
Geirs Hallgrímssonar, þegar mælt
er fyrir um hvaða kjarasamningar
skyldu gilda.
Mikilvægur þáttur stefnumörk-
unar þessárar stjórnar í fyrstu
efnahagslögum hennar var, að
fullar verðbætur á laun skyldu
ekki greiddar á laun ofan við
ákveðið mark. Bráðabirgðalög
stjórnarinnar, sem kommúnistar
og kratar mynduðu eftir að hafa
lofað að koma samningunum frá
1977 í gildi, skertu þannig þessa
sömu samninga með „þakskerð-
ingu" launa. Lögin felldu úr gildi
verðbótaákvæði febrúarlaganna
og maí-bráðabirgðalaganna, en
sett var nýtt „þak" á verðbætur á
laun.
30. nóvember 1978 tóku gildi lög
nr. 108 um tímabundnar ráðstaf-
anir til viðnáms gegn verðbólgu.
Miðað við hækkun framfærslu-
vísitölu hefðu verðbætur á laun,
sem „þakskerðing" tók ekki til, átt
að hækka um 14,13% 1. desember
1978. En til þess kom þó ekki, því
að ofangreind lög ríkisstjórnar
Olafs Jóhannessonar, sem hlutu
samþykki kommúnista og krata,
Þetta samkomulag var háð sam-
þykki félagsmanna BSRB og fór
fram allsherjaratkvæðagreiðsla
um það 3. og 4. maí 1979. Var það
fellt með miklum meirihluta at-
kvæða.
Þessi niðurstaða leiddi til þess,
að BSRB-fólk fékk 3% grunn-
kaupshækkun miðað við 1. apríl
1979. ASI tók upp samninga um
samskonar grunnkaupshækkun til
sinna félagsmanna í kjölfarið og
var samkomulag gert um 3%
grunnkaupshækkun við vinnuveit-
endur 25. júní 1979. í því sam-
komulagi fólst einnig, að „sól-
stöðusamningarnir" voru form-
lega framlengdir til 1. janúar
1980.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
um „þakskerðingu" verðbóta með
lögunum frá í september 1978
rann einnig út í sandinn. Starfs-
menn Reykjavíkurborgar riðu á
vaðið með áfangahækkunum sín-
um, eins og áður var lýst. í
marsbyrjun 1979 var með úrskurði
Kjaradóms felld niður verðbóta-
skerðing hjá félagsmönnum í
Bandalagi háskólamanna í opin-
berri þjónustu og gilti það frá
janúarbyrjun 1979. I kjölfar þess
dóms koma aflétting „þaks" hjá
BSRB-fólki, einnig frá 1. janúar
1979. Eins var þessu „þaki" aflétt
af launum flugmanna og fleiri
aðila frá aprílbyrjun 1979. í raun
var því aldrei aflétt af félags-
mönnum í ASÍ en í framkvæmd
mun það ekki hafa haft verulega
launaskerðingu í för með sér.
yrði landinu stjórnað í „samráði"
við verkalýðshreyfinguna.
I kjaramálunum mótaði ríkis-
stjórnin þá stefnu, að jafnframt
því sem gildandi skerðing verð-
bóta á láglaunum og miðlungs-
launum skyldi afnumin, yrði
launahækkunum stillt mjög í hóf
til ársloka 1979. í viðræðum
stjórnarflokkanna við launþega-
samtök áður en ríkisstjórnin var
mynduð, var leitast við að ná
samstöðu við þau um slíka stefnu
og framkvæmd hennar. Á sameig-
inlegum fundi miðstjórnar ASÍ og
fulltrúa landssambanda innan
ASÍ 31. ágúst 1978 var gerð
samþykkt, er fól í sér jákvæða
afstöðu til þess, að „hinn 1.
desember nk. verði samningarnir
framlengdir um 12 mánuði, þ.e. til
1. desember 1979, án grunnkaups-
hækkana."
Orð og efndir
Ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson-
ar gaf út bráðabirgðalög um
kjaramál 8. september 1978, þar
sem sagði: „Frá 1. desember 1978
og þar til um annað hefur verið
mæltu fyrir um það, að verðbætur
á laun skyldu ekki hækka um
meira en 6,12%, mismunurinn 8%,
skyldi jafnaður með auknum
niðurgreiðslum, skattalækkun og
svonefndum félagslegum aðgerð-
um — „félagsmálapakka".
Út í sandinn
Stefna ríkisstjórnarinnar um að
grunnlaun hækkuðu ekki frá 1.
desember 1978 til 1. desember 1979
náði ekki fram að ganga. 1. apríl
1979 áttu laun BSRB-fólks að
hækka um 3% samkvæmt samn-
ingi frá haustinu 1977. BSRB og
fjármálaráðherra gerðu 23. mars
1979 með sér samkomulag um, að
þessi 3% grunnkaupshækkun
skyldi ekki koma til framkvæmda,
enda beitti ráðherra sér fyrir
þeirri breytingu á lögum um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna, að verkfallsréttur
BSRB-samtaka yrði rýmkaður, og
að lagaákvæði um 2ja ára gildis-
tíma aðalsamnings yrði fellt
niður, þannig að samningstíminn
yrði samningsatriði hverju sinni.
Ljósm. Mbl. Ól.K. MaKnúsnon.
Ólafslög
Skerðing verðbóta á laun í
desember 1978 um 8% var aðgerð í
eitt skipti fyrir öll. í lögunum um
hana voru ekki ákvæði um fram-
haldsaðgerðir á næsta „vísitölu-
degi", sem var 1. mars 1979. Mikil
spenna var í ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar þessar vikur, því
að kratar sögðust ólmir vilja aðra
verðbótaskerðingu 1. mars. Þeir
féllu þó frá kröfum um það, þegar
meðráðherrar þeirra samþykktu
að vinna með þeim að „heild-
stæðu" frumvarpi um stjórn efna-
hagsmála. Slíkt frumvarp ríkis-
stjórnarinnar varð að lögum 13.
apríl 1979 og hafa lögin síðan
verið kennd við forsætisráðherr-
ann og nefnd Ólafslög. Með þess-
um lögum var farið inn á nýja
braut við skerðingu verðbóta á
laun með því að taka mið af
rýrnun viðskiptakjara.
Fram til desember 1979 var
skerðingin á lægri laun milduð en
síðan hefur hún gengið jafnt yfir
alla. Skerðingaráhrif laganna
verða  skýrust  ef  farið  er  yfir
„vísitöludagana" frá haustinu
1979. 1. september 1979 hækkuðu
verðbætur á laun um 9,17%, þegar
framfærsluvísitalan hækkaði um
13,57%. 1. desember 1979 hækkuðu
verðbætur á laun um 13,21%,
þegar framværsluvísitalan hækk-
aði um 15,86%. 1. mars 1980
hækkuðu verðbætur á laun um
6,67%, þegar framfærsluvísitalan
hækkaði um 9,13%. 1. júní 1980
hækkuðu verðbætur á laun um
11,70%, þegar framfærsluvísital-
an hækkaði um 13,23%. 1. sept-
ember 1980 hækkuðu verðbætur á
laun um 8,57%, þegar framfærslu-
vísitalan hækkaði um 10,12%.
Á fyrstu níu mánuðum þessa
árs var kaupmáttur kauptaxta
rúmlega 5% minni en að meðaltali
allt árið 1979. Frá nóvember 1979
til ágúst 1980 hækkaði fram-
færsluvísitalan um 36% en kaup-
taxtar hækkuðu um 29,5% sam-
tals í mars, júní og september
1980 eins og að ofan greinir.
Vísitala framfærslukostnaðar
hækkaði um 61% frá 1. janúar
1979 til 1. janúar 1980 og á árinu
var vísitalan að meðaltali 45,5%
hærri en á árinu 1978. Hækkunin
frá upphafi til loka árs í fyrra er
sú mesta á einu ári frá því í
heimsstyrjöldinni fyrri. í þjóð-
hagsáætlun, sem fylgdi stefnu-
ræðu Gunnars Thoroddsens, kem-
ur fram, að meðalhækkun vísitöl-
unnar milli 1979 og 1980 er áætluð
um 58%.
Réttar
ályktanir
Sú mynd, sem hér hefur verið
dregin í stórum dráttum, af þróun
kjaramála síðan Alþýðusam-
bandsþing var haldið 1976, er
fróðleg fyrir margra hluta sakir.
Hún leiðir bæði í ljós flokkspóli-
tíska afskiptasemi verkalýðsfor-
ingja og stöðugt minnkandi kaup-
mátt launa síðan 1978. Hún sýnir
einnig, að ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar hikaði ekki vtið að
skerða verðbætur á laun, og kjara-
samningarnir frá 1977 voru ekki í
„gildi" nema frá júní 1977 fram í
febrúar 1978. Allar fullyrðingar
um hið gagnstæða eru blekkingar.
Ekki er síður athyglisvert, að í
10 mánuði á þessu ári skuli
verkalýðsforingjar hafa setið að
viðræðum við atvinnurekendur án
þess að efnt væri til verkfallsað-
gerða. Skýtur það nokkuð skökku
við miðað við aðgerðir vorið 1977
og mótmælin í kosningabarátt-
unni 1978. Verkfallsvopninu var
beitt af flugmönnum og mjólkur-
fræðingum vorið 1979 og 25. apríl
1979 kom til verkfalls yfirmanna á
farskipum. Verkfallinu lauk með
bráðabirgðalögum, sem ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar gaf út
19. júní 1979. Vinnuveitendasam-
bandið hafði þá boðað víðtækt
verkbann frá og með 25. júní 1979.
I kjölfar kjarasamninganna
1977 hækkuðu kauptaxtar að með-
altali um 26—27%. Nýgerðir
kjarasamningar eru taldir leiða til
9—10% kauphækkunar. Þeir eru
gerðir tæpum tveimur árum eftir
að 1977-samningarnir áttu að
renna út. Ríkisstjórnin, sem nú
situr, sér enga aðra leið út úr
ógöngum sinum en skerðingu á
verðbótum launa. í desember 1958
sagði ríkisstjórn Hermanns Jón-
assonar af sér, eftir að forsætis-
ráðherrann hafði gengið fyrir Al-
þýðusambandsþing og greint frá
fyrirhuguðum efnahagsráðstöfun-
um. Þá var ekki nein samstaða
innan vinstri stjórnar um úrræði
gegn verðbólgunni.
Forystumenn verkalýðshreyf-
ingarinnar geta ekki gengið fyrir
félagsmenn sína á komandi Al-
þýðusambandsþingi og vísað til
vaskrar framgöngu sinnar í kjara-
málum síðustu 4 ár. I raun hefur
verið um stöðugt undanhald að
ræða í vaxandi stjórnleysi ríkis-
stjórna, sem þeir hafa stutt með
ráðum og dáð og veitt skjól til að
ganga þvert á yfirlýsta stefnu um
„samninga í gildi". Verkalýðsfor-
ysta Alþýðubandalagsins- ber hér
mesta ábyrgð. Hún hefur haldið
þannig á málum, að hún á alls
ekki frekara traust skilið.
Vilja umræð-
ur í norsk-
íslenzku fisk-
veiðinefndinni
HINN 11. nóvember munu hefj-
ast viðræður milli Noregs og
Sovétríkjanna um veiðiréttindi
á Jan— Mayensvæðinu. Fara
viðræðurnar fram í Osló.
Utanríkisráðuneytið hefur
sent Norðmönnum orðsendingu
þess efnis, að þau atriði sem um
verður rætt í viðræðunum verði
rædd í norsk—íslenzku fisk-
veiðinefndinni. Orðsendingin
var send á miðvikudaginn en
svar hafði ekki borizt í gær frá
Norðmönnum.
Sjálfstæðismenn
á Austurlandi:
Aðalfundur
kjördæmis-
ráðsins
AÐALFUNDUR kjördæmisráðs
sjálfstæðisfélaganna í Austur-
landskjördæmi var haldinn á
Höfn í Hornafirði laugardaginn
25. þ.m. Var fundurinn fjölsótt-
ur. Stjórn kjördæmisráðsins
endurkjörin en hana skipa: Jó-
hann D. Jónsson Egilsstöðum,
formaður. Theodór Blöndal Seyð-
isfirði. Bjarni Gislason Stöðvar-
firði. Albert Eymundsson Hpfn
og Hörður Stefánsson Neskaup-
stað. í flokksráð voru kjörnir:
Egill Benediktsson Volaseli, Al-
bert Kemp Fáskrúðsfirði, Ragn-
ar Steinsson Eskifirði, Aðal-
steinn Jónsson Eskifirði og Theo-
dór Blöndal Seyðisfirði.
Þegar lokið var umfjöllun um
venjuleg aðalfundarstörf ávarpaði
Steinþór Gestsson, alþingismaður,
fundinn. Því næst voru umræður
um stjórnmálaviðhorfið og samin
stjórnmálaályktun. Þá var rætt
um orku- og iðnaðarmál í kjör-
dæminu og eftirfarandi ályktun
samþykkt þar um: „Aðalfundur
kjördæmisráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Austurlandskjördæmi,
fagnar sérstaklega þeirri ein-
dregnu samstöðu sem náðst hefur
á Austurlandi um skipan virkj-
ana- og stóriðjumála. Fundurinn
leggur ríka áherzlu á að hafist
verði handa hið fyrsta um fram-
kvæmdir í þessu stærsta hags-
munamáli kjördæmisins.
Fréttaritari
Rætt við
EBE 4.-5.
nóvember
NÆSTI viðræðufundur íslands
og Efnahagsbandalags Evrópu
um fiskverndar- og fiskveiðimál-
efni, sem tengjast útfærslu
fiskveiðilögsögunnar        við
Austur-Grænland, fer fram í
Brussel dagana 4.-5. nóvember
næstkomandi.
Viðræðunefnd íslands verður
þannig skipuð, að formaður verð-
ur Hannes Hafstein, skrifstofu-
stjóri utanríkisráðuneytisins og
aðrir nefndarmenn þeir Jón Arn-
alds, ráðuneytisstjóri sjávarút-
vegsráðuneytisins, Már Elísson,
fiskimálastjóri og dr. Jakob
Magnússon, fiskifræðingur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40