Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1980 31 Afreksverk í bókarsmíð - íslenzkir sjávarhættir I komnir út íslenzkir sjávarhættir I eftir Lúðvik Kristjánsson eru komnir út hjá Menningarsjóði. Þetta er upphafið að miklu ritverki sem Lúðvik hefur unnið að i fjóra áratugi. — Já, við skulum segja, að ég hafi byrjað á þessu 1940. En reyndar segir konan mín, Helga, það hafi fylgt mér nokkrir sneplar þegar við tókum saman 1936. — Það var svona bunki, sagði þá Helga, og sýndi með vísifingri og þumalfingri velþykka bók! íslenzkir sjávarhættir I er mikil bók, 472 bls. í stóru broti, helguð íslenskum sjómönnum fyrr og síðar. íslenzkir sjávarhættir er afreksverk, og einstakt í sinni röð, a.m.k. á Norðurlöndum. — Það hefur verið 1928 segir Lúðvík. Ég var þá á einum Helly- erstogaranum, Kings Grey, sey- tján ára unglingur. Við vórum vestur á Hala. Þá er það einhverju sinni á trollvakt, sem gamall karl, skipsfélagi minn einn, greindur vel og hafði víða róið í verstöðv- um, vakti athygli mína á því hversu mikið þjóðþrifamál það væri, að bjarga frá gleymsku lýsingu á lífi og háttum árabáta- Ólafur Lárusson og Árni Frið- riksson stugguðu næst við mér, og fyrir atbeina þeirra fékk ég 1000 króna fjárstuðning til þessa starfs. Það vafðist lengi fyrir mér hversu víðtæk þessi söfnun ætti að vera og líka hvað líta bæri á sem sjávarhætti en eftir styrkveitingu Vísindasjóðs 1961 ferðaðist ég um Norðurlönd og varð margs vísari. En sjávarháttarit, á borð við það, sem ég dró föng að, var ekki til í þessum löndum og ekki enn, mér vitanlega. Árið 1965 tók Kristján Eldjárn mig uppá sína eik í Þjóðminja- safninu og síðan hef ég verið á launum sem safnvörður. Líklega hefði ég orðið að leggja árar í bát, hefði Kristján ekki komið þessu til leiðar. Þetta verk hefur verið mér tímafrekt og langt er síðan byrjað var að vinna að teikni- og mynd- efni. Forkostnaður hefur þess vegna verið mikill og mest hefur munað um það fé, sem Már Elísson, fiskimálastjóri hefur út- vegað hjá fjölmörgum aðilum í sjávarútvegi. En þetta verk hefði aldrei orðið til, ef konan mín hefði ekki unnið Lúðvik Kristjánsson með eintak 1 af skinnbandinu og forráðamenn Menningarsjóðs; Einar Laxness formaður Menntamálaráðs og Hrólf- ur Halldórsson, framkvæmdastjóri Menningarsjóðs. karlanna. Þetta blundaði svo með mér. Árið 1937 gerðist ég ritstjóri Ægis, og komst þá í kynni við Bjarna Sæmundsson. Hann eggj- aði mig til þessa verks. Bjarni, eins og allir vita, skrifaði margar ritgerðir í Andvara sem geyma mikið sjávarháttaefni, en auk þess fræddi Bjarni mig mikið og skrif- aði ég margt eftir honum. með mér í þessu frá fyrstu tíð. íslenskir sjávarhættir I skipt- ast, að loknum inngangi, í fjóra meginkafla sem bera fyrirsagn- irnar: „Fjörunytjar og strandjurt- ir“, „Matreki", „Rekaviður" og „Selur". Aðalhlutar þessa fyrsta bindis fjalla þannig um fjörunytj- arnar, rekann og selveiðina. Loks er efnisútdráttur bókarinnar á ensku og ítarleg atriðisorðaskrá. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokks- ins í nóvember Stjórnmálaskóli Sjálfstæðis- flokksins verður haldinn dagana 17.—22. nóv. nk. Starfsemi skól- ans er orðinn árviss liður i starfi Sjálfstæðisflokksins. Að áliti þeirra, er verið hafa i skólanum, er hann gott veganesti fyrir þá sem taka þátt í eða eru að hefja þátttöku í pólitisku eða almennu félagsstarfi. I skólanum er m.a. lögð áherzla á ræðumennsku, almennt félags- starf, greinaskrif og framkpmu í sjónvarpi. Einnig er kynnt starf- semi og uppbygging Sjálfstæðis- flokksins, vinnumarkaðs- og efna- hagsmál. Þetta eru nokkur dæmi af því sem tekið er fyrir í skólanum. Skólinn er heilsdagsskóli, þ.e. hefst kl. 9 á hverjum morgni og stendur yfir til kl. 18 eða 19. Skráning þátttakenda er hafin og fer hún fram á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins að Háaleitisbraut 1, eða í síma 82963. (Fréttatilkynning frá skóla- nefnd) Lúðvik Kristjánsson og kona hans Helga Proppé. Ljósm. Mbl. Kristján. Bókin er prýdd þrjú hundruð myndum, teikningum og kortum. Hún er sett og prentuð í Odda og bundin í Sveinabókbandinu, en litgreiningu og filmuvinnu svart- hvítra mynda önnuðust Mynda- mót og Korpus. Guðni Kolbeins- son stud. mag. hefur haft á hendi umbrot bókarinnar og útlit hið ytra, lesið prófarkir að drýgstum hluta og tekið saman atriðisorða- skrá. Guðmundur P. Ólafsson líf- fræðingur hannaði kápu, saurblöð og bókband og teiknaði líka allar myndir úr flóru fjörunnar. Bjarni Jónsson hefur gert aðrar teikn- ingar. Að mælingu og teiknun báta hafa unnið: Bárður G. Tóm- asson, Björn Björgvinsson, Hafliði J. Hafliðason og Jóhann L. Gísla- son, en Guðmundur Ingvarsson gerði öll kort, að einu undan- skildu. Þeir sögðu Menningarsjóðs- menn, að bók sem þessi væri árið í vinnslu, ekki minna. Lúðvík hefur þegar skrifað annað bindið, sem er fyrirhugað að komi út 1982. Þar verður saga íslenska árabátsins meginkafli, og í lok þess bindis er komið að því að fara útá sjó. Verkið allt mun greina frá sjávar- háttum frá upphafi íslandsbyggð- ar þar til árabátaútgerð leggst niður á fyrsta og öðrum ' tug aldarinnar. A.m.k. þrjú bindi við- líka að stærð og fyrsta bindið munu koma út af íslenzkum sjáv- arháttum. „íslenzkir sjávarhættir 1“ kem- ur út í 1800 eintökum á forlags- verði um 48.000, en með söluskatti 59.280 kr. Að auki eru 225 eintök tölusett, handbundin í skinn, sem höfundur áritar öll. Lúðvík Krist- jánsson gaf konu sinni eintak númer 1. Lúðvík Kristjánsson er óþarft að kynna; hann er löngu lands- þekktur af ritstörfum sínum. Hann varð 69 ára í haust og er brattur sem ungur væri. - J.F.Á. Fæst í plötuverslunum um land allt. Geimsteinn hi. Heildsöludreifing sUíððfh S. 85742 og 85055 Rut Reginalds er sívaxandi söng- kona og aldrei hefur hún skilað hlutverki sínu eins vel og á nýju plötunni Rut +. Platan inniheldur 11 lög eftir íslenska og erlenda laga- smiði, sem fjalla um Mfið og tilveruna. Rut + er hress og létt plata sem á ekki síður erindi til fullorðinna en barna og ungl- inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.