Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 Hjónaminning: Anna Eiríksdóttir og Björn Sigurbjarnarson Anna fa'dd 28. mars 1904. Dáin 22. sept. 1980. Björn fæddur 8. maí 1891. Dáinn 3. mars 1969. Það voru rúmlega þrír tugir ára af þessari öld, er svo hafði um samist, að ég málaði nýtt hús á Selfossi, er skólabróðir minn úr Iðnskólanum hafði nýlokið smíði á fyrir bróður sinn. Hausthúmið breiddi blæju sína yfir þau fáu hús, er þá voru á Selfossi, er við hjón komum þar svo síðla kvölds, að aðeins í einu húsi sást ljós í glugga, einmitt næsta húsi við hið nýja þar sem ég var að leita að láslyklinum á umtöluðum stað, en fann ekki. Inn urðum við að komast og því líklegast til ráða, að leita þar hjálpartækja, sem ekki þyrfti að vekja upp. Höfðinglegur maður kom þar til dyra og öll fyrirgreiðsla talin sjálfsögð. Til fullnustu þess, fylgdi hann okkur sjálfur til hússins og þar sem þar var Ijóss vant, taldi hann það ekki þungt til úrlausnar, til þess ætt? hann allt sem til þyrfti. Það leyndi sér ekki að úr skugga vildi hann ganga með það, að ekkert skorti til þess að við gætum vel komið okkur fyrir til nætur- hvíldar fyrir það fyrsta. Er allt okkar hafurtask var inn komið og fyrir öllum þörfum séð, bað hann okkur að koma með sér heim, hressing biði okkar á borði. Kona hans reyndist ekki hafa vaknað illa til að sýna alókunnugu fólki sama bróðurhugan. Er annað fólk hittist svo síðar, undraðist þetta enginn, Fagurgerðis hjón væru kunnug af stórhöfðings- hætti, húsbóndann Björn Sigur- bjarnarson bankagjaldkera og frú Önnu Eiríksdóttur þekktu allir að slíku. Hvorutveggja var, að stutt var þarna milli húsanna, og sem bróðir og systir væru, gerðist tíðgengt þar í milli og þar sem við vorum með bíl en þau ekki, varð frú Anna leiðbeinandi og þátttak- andi í berjaferðum. Ekki gat ég orðið við óskum þeirra hjóna, að byrja að mála hús þeirra er hitt væri búið, en eftir umtali gekk það allt samkvæmt áætlun er um hægðist á vetrar- tímanum og fyrir slíkt fólk er gott og gleðilegt að vinna, og ekki aðeins gleði stundarinnar, heldur geymd hennar eins og ávallt um samskipti við gott fólk. Það fór að vonum ekki lengi framhjá konu minni, að Björn hafði ekki af neinni einstakri tilviljun þetta kvöld setið að fræðistörfum fram um og yfir háttatíma við ættfræðiskýrslur og önnur fræðistörf. Það og slík hugðarefni beggja, dró fljótt fram í dagsljósið skyldleikabönd þeirra milli. Og frá honum fékk hún síðan fagurlega frágengna ættar- skrá, hans eigið form og fegurð handskriftar og frágangs. I Fagurgerði var gaman að koma. Ljóma á alla gestrisni sló þar eðlishæfni frú Önnu til tón- listarinnar. Orgelið á sinn undra mátt, þar sem listahugur og -hendur eru að verki. Nú varð ekki farið svo um Selfoss, að ekki væri komið í Fagurgerði. Víst höfðu þau góðu hjón orðað það, að við flyttum til Selfoss, þar sem þar var enginn málari í héraðinu, sem ekki kom þó til RAUNVERULEGUR VÖRUMARKAÐUR: Nýtt fynrgamalt! Ef þú ert að leita þér að nýjum tækjum í eld- húsið eða þvottahúsið, er mjög sennilegt að Vörumarkaðurinn geti boðið þér einmitt það sem þig vantar, - heimsþekktar gæða- vörur frá Electrolux eða Gaggenau. Þar að auki tökum við gamla ísskápinn, frystikistuna, eldavélina eða þvottavélina upp í kaupin, orðalaust! Hafðu samband við heimilistækjadeildina okkar og bjóddu þeim upp á vöruskipti. Síminn er: 86117. alvöru fyrr en stríðsárin breyttu okkar aðstöðu sem margra, vorum á götunni við húsdyrnar sem forðum á Selfossi, komumst ekki inn í okkar eigið hús, þar sem leigjendur gátu samkvæmt lögum setið kyrrir, þótt eigendaskipti yrðu. Þá voru sem fyrr hugur og hendur til fyrirgreiðslu á Selfossi og minn vinnuvettvangur um skeið á Kaldaðarnesi. Sjálf rýmdu þau hjón húspláss fyrir okkur og að þeirra tilstuðlan urðum við brátt undir eigin þaki. Þar sem þessi sómahjón hafa nú bæði kvatt, Björn lést 3. mars 1969 og Anna 22. september 1980 og aidrei fór frá mér nein lína um Björn, sem ég þó dáði mjög, hlaut ég nú að minnast beggja, enda þau ávallt sem eining í huga okkar. Mikla samvinnu áttum við með þeim hjónum á mörgum sviðum, í endurreisn stúkunnar Brúin o.fl. félagsmálum. Félagsskap hesta- manna, og þar var Björn hinn mikli dýravinur með lífi og sál, enda hugðist hann um skeið leggja útá braut dýralæknisnáms. Einnig með Önnu í kirkjukórnum og við fjölmargar kveðjuathafnir o.fl. Töluvert bú höfðu þau í Fagur- gerði og nutu skepnur allar alhugs umhyggju Bjarnar og jörðin sjálf og blóma- og trjáræktin ekki síður hjá Önnu. Fyrir þá, sem vilja kynna sér sögu Selfoss frá upphafi, hefur Björn lagt grunninn og þar mun undirstaðan örugg og gott á að byKKÍa °K mun safnið þar vafalítið geyma þær heimildaskrár hans. Ekki verður slík saga heldur rakin, án þess að í ljós komi hlutverk frú Önnu, er var lífið og sálin í hljómlistinni við allar athafnir, stofnaði kirkjukórinn og lék þar undir söng sem annars- staðar á heimilum og hjá félaga- samtökum. Ef maður þurfti að leita að orði, eða setningum úr norrænu, var ólíklega annað betra til ráðs, en fara til Bjarnar, eða úr annálum. Hann var sem opin bók. Stóráföll slysa báru þau með sannri reisn og hið sviplega fráfall Valtýs sonar síns, er svo snögglega var burt kallaður á blómaskeiði æsk- unnar. Hin fimm er eftir lifa eru: Björn, Aldís, Sturla, Anna, Guð- rún og Baldur. Það er mikill missir að svo mikilhæfum og góðum foreldrum, en mýkja hann má, að vermandi minningu eiga þau, og minningu þeirra blessum við og svo mun um flesta er til þekktu. Allt sem þessi hjón beittu sér fyrir, var þjónusta við líf og menningu síns umhverfis. í Morg- unbl. nú 7. september sl. skrifar Gestur Sturluson greinargóða lýs- ingu á uppruna og lífsferli þessara merku hjóna beggja og læt ég því duga að vísa til þess, en samfylgd- arinnar, ógleymanlegra samveru- stunda, er ljúft að minnast og þakka. Ingþór Sigurbjs. Nýja línan frá HAFA Baðskápasýning í dag. Opið frá 1—6. Nýtísku HAFA baðinnréttingar í baöherbergiö yöar. Mjög fjölbreytt úrval. Afgreiöum samdægurs. VALD. POULSEN! Suðurlandsbraut 10. Sími 86499. Innréttingadeild 2. hæö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.