Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 Marinó L. mW T "■ • i* i s““ U m skrilt og skriftarkennslu Þann 15. ág. sl. ritaði ég stutta grein í Morgunblaðið um þetta efni. Lýsti ég þeirri skoðun minni, að skrift barna og unglinga hefði yfirleitt versnað síðustu árin. Studdi ég þetta nokkrum rökum og greindi ástæður. Hélt ég því fram að í óefni stefndi ef ekkert væri að gert. I félagsblaði Sambands grunn- skólakennara í marz sl. birtist á forsíðu innrömmuð grein um skriftina. Vegna þess að sú grein er að mestu leyti í samræmi við skoðanir mínar, fékk ég leyfi ábyrgðarmanns ritsins, Valgeirs Gestssonar, til að birta hér úr henni. Þar segir fyrst frá því, að árið 1934 var skipuð nefnd skólamanna til að athuga kennslu á íslandi. Hún taldi m.a. að skrift barna væri mjög ábótavant og mikilla endurbóta þörf í skriftarkennslu. 1937 var landspróf í skrift, og kom þá greinilega í ljós, að niðurstaða nefndarinnar var rétt. Á fimmta áratugnum var svo gert stórátak í skriftarkennslu í landinu. Síðan segir, að kennsla í skrift hafi staðnað og skriftin sé orðin „hornreka fyrir prófgreinum". Svo segir, að ekki fari á milli mála, að skrift sé undirstaða annars náms og sé mjög flókin málframkvæmd. — Og orðrétt úr greininni: „Stafi, orð og setningar þarf að samhæfa við hönd og hugsun í hvert skipti sem texti er skrifaður. I dag er handskrifað meira en nokkurntíma áður á öllum skóla- stigum. Þess vegna er nauðsyn á greinilegri „hversdagsskrift" sem er læsileg hverjum sem er og „glósuskrift" sem er læsileg og nógu „hröð“ fyrir þann sem skrif- ar. Skrift er ekki einangrað fag i skólanum heldur hluti af flestum öðrum fögum skólans. Svefni und- anfarandi ára verður að ljúka, og skólayfirvöld þurfa að gera sér Ijósa hina miklu nauðsyn góðrar og hnitmiðaðrar skriftarkennslu. Samstillt átak skóla, kennara og skólayfirvalda er hið eina raun- hæfa í þessum málum." Hér lýkur tilvitnun. Ég held að þetta sé rétt. Sam- stillt átak þarf til að bæta skrift- ina. I góðri skrift er ákveðin regla, samræmi, sem veldur því að rit- höndin verður læsileg en ekki illiesandi óskapnaður, ruglings- legt krass eins og viðgengst víða. Ekki er samt ástæða til að steypa allt í sama mót. Þó hafa skólayf- Marinó L. Stefánsson. irvöld í sumum nágrannalöndum okkar gert talsvert í þá átt að velja og benda á heppilegan skrift- arstíl, „staðal“, sem mælt er með að kenndur sé. Hann er fremur einfaldur að gerð, svo að flestir nemendur geti tileinkað sér hann, auðveldur aflestrar og nokkur skriftarhraði á að vera mögulegur. Þetta er auðvitað mjög mismun- andi. Greininni fylgja fjögur sýnis- horn skriftar, erlend og innlend. Ég ræði hér hvorki um blokk- skrift, sem kennd er t.d. í iðnskóla, né prentletur, er börn læra jafn- framt lestrarnámi fyrstu skólaár- in og sjálfsagt er að þau noti, þar til þau hafa lært skrifletur eða lengur samhliöa skrift. Yfirstjórn kennslumála á landi hér hefur ekki, svo ég viti, gert tillögur um neinn skriftarstíl heldur látið kennsluna afskipta- lausa, að því undan teknu, sem stendur í námsskrá grunnskóla um móðurmál. Vegna þeirra sem ekki hafa námsskrána, leyfi ég mér að taka upp eftirfarandi: „Skrift er grundvallar hæfni sem tekur til kunnáttu í ritun leturs svo og til frágangs ritverkefna." Og síðar: „í 1., 2. og 3. bekk skal þjálfa nemendur í að temja sér réttar líkamsstellingar, rétt tak á skriffæri og rétta hreyfingu hand- ar við ritun, að rita og tengja skrifstafi, bæði litla og stóra. Vanda eftir megni allan frágang. I 4., 5 og 6. bekk skal þjálfa nemendur í að skrifa letur að því marki að segja megi að þeir séu skrifandi, þ.e. hafi náð þeirri leikni að þeir geti án verulegrar fyrirhafnar skrifað samfelldan texta þannig að hann sé auðles- inn.“ Meira finn ég ekki í náms- skránni um beina kennslu í skrift. Mun mörgum finnast þetta heldur lítið og óákveðið. Mitt álit er, að gera þurfi stórátak, eins og gert var á 5. áratugnum, til að hressa upp á skriftarkennsluna. Hér er engin stefna, og víða allt of mikil lausatök. „Börn læra ekki skrift af því einu að skrifa mikið," sagði ég í fyrri grein minni. Markviss kennsla þarf að fylgja, annars hrakar skrift þjóðarinnar. Ég legg til, að kennarasamtökin taki málið til umræðu og skipi nefnd kennara til að kanna ástandið og leggi sem fyrst fram tillögur um úrbætur. J dxfc jzq i/tAtr tLL annotw l JdfJxrifuySdux jor L cícug, tiiixdbu-jíg rnvg á s&k* dxrt buUgi stLLLLng som tMAfuudttpr L D-trcð Jár-rvtnLng. vr jyydit dxrt I8.jarux<xr 19.. 5öfxtixrt jáLkx&kxAjux hxlt jvg xfeAcLmxrt jro, JLcuruxr rtxxÁAhxÁx og ýmx DaÁA hxLnxdxÍAóAxyLe., OsÁjO. J 2 clr huxrj-tg ari/vuLtt som ■ckAfuxlitffrr ovd Jdcuruxr SarrvuLrkxJUxg, og jvg Ixggxr ixxl aditAd Jra UtAdgrcrtn dtr. Formskrift (texti) norsk. Einnig kennd hér. AI JLjLI .3. á. Jl ZALl II JL a jlqjl .? a.%./ f /7/ A, Jr Á -Á____lí____£/.. Á'___h_________________Ji/ l /rrij m> /r á2á n, /f-___/t />____2l-. AJy Al/ /7r Air JÁ fqi ftitö íslenzkt stafróf (Stafagerð. sem höfundur notar í skrifbókum þeim, er hann vann fyrir Ríkisútgáfuna. AAQLcrg-dtJ} JitJLATO JPQ JIS ru V'iirxy-Z fiab a i/c d 2 f q A i } & l m n a p q 14 t u v/ wyc'y.z.fíaáb ’-?!} 1Z3?567890 Þýzkt stafróf (staðall), sem mælt er með. Helgi Tryggvason: Undarleg skilgrein- ing lyf jahugtaksins í upphafi 2. gr. lyfjalaganna, sem samþykkt voru í flaustri vorið 1978, segir svo: „Lyf eru sam- kvæmt lögum þessum hvers konar efni og efnasambönd, lífræn og ólífræn, sem ætluð eru til lækn- inga, fróunar eða varnar gegn sjúkdómum eða sjúkdómseinkenn- um í mönnum og dýrurn" o.s.frv. (Allar leturbreytingar gerðar hér.) Ut frá þessari ofannefndu skilgreiningu liggur ærið nærri að spyrja: Geta þá ekki efni í ýmsum matvörum orðið „til varnar gegn sjúkdómseinkennum í mönnum og dýrum“? Og ef svo er, að matvöru- efni geta ekki veitt slíkar varnir, eru þá ekki þessi matvöruefni þar með komin i matvadaflokkinn? Hvers vegna þá að fara að telja þau með lyfjum? Og það má líka spyrja: Er ekki einmitt æskilegt, að sem flestar matvörur séu þeim kostum búnar á einhvern hátt, að vera í varð- stöðu gegn sjúkdómum og van- heilsu í hvaða mynd sem er? Veit ekki flest fullvita fólk nú orðið, að heilsa og hreysti meðal manna og dýra er mjög háð daglegri nær- ingu, — hvort næringin er annars vegar auðug af hollum og óskemmdum efnum, til uppbygg- ingar og viðhalds öllum líkaman- um, eða er hins vegar af hálfu neytandans þegin úr ræningja höndum, sem hafa svipt hana réttindum til að „varna sjúkdóm- um eða sjúkdómseinkennum í mönnum og dýrum"? En lítum nánar á þessi orð: „sem ætluð eru til fróunar eða varnar gegn sjúkdómum eða sjúk- dómseinkennum". Þetta orðalag mun meðfram gefa í skyn, að þeir, sem eru innvígðir í leyndardóm hinna sönnu læknislyfja, eru að bendla þá ólærðu við það, að þeir ætli ýmsum þeim efnum, sem ekki hefur verið vísað til gegnum lyfjabúð, hinar og aðrar lækninga- verkanir, enda þótt slíka trú bresti vitanlega stoð í veruleikan- um! Allir vita nú orðið, að sumar þær vörur, sem nefndar eru mat- vörur, svo sem hvítt hveiti svo og rúgur ræktaður .við léleg skilyrði Ilclgi Tryggvason og seldur malaður, er engin heilsufæða, þvert á móti. Óhætt mun að fullyrða, að ræktun ofan- nefndrar kornvöru, svo að dæmi sé tekið, hefur verið framkvæmd við þau skilyrði, að hún mun ekki hafa skilyrði til að „varna sjúkdómum i mönnum eða dýrum*. heldur hið gagnstæða. Hins vegar hefur neysla heil- hveitis farið ört vaxandi á síðustu árum hér á landi. Og miðað við hollefna-fátæku, hvítu brauðin, mega efnaríkustu og vönduðustu hveitibrauðin nú teljast til varnar gegn sjúkdómum, heldur en hið gagnstæða. En samkvæmt flaust- urslegum texta lyfjalaganna nýju, eiga slíkir hlutir að lenda í lyfjaskúffunni! Svona er ákafinn mikill, að berjast gegn fæðubóta- efnunum, að bókstafur laganna slær harkalega á hönd þess, sem vill leita sér heilsubótar í efna- bættri daglegri fæðu, án afskipta framleiðenda og seljenda sjúkra- lyfja! í nýju lyfjalögunum hefur verið bannaður innflutningur á mörgum næringarríkum og hollum víta- mínum til að bæta daglegt fæði, — efnum sem seld eru í matvöru- verslunum í löndunum hér allt í kring, eins og hver vill. Er fólk nokkuð að bregðast landi sínu með því að ástunda það að rækta heilsu sína á sinn kostnað, og draga þannig úr sjúkrakostnaði og sjúkrahúsvist? Hvað segja háttvirtir alþing- ismenn um þetta mál? 8. nóv. 1980, Helgi Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.