Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 258. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 Prontsmiðja Morsunhlaðsins. La'tfdarbóla hvíttafli allt hoíuóhnrkarsvatfið i gærdatt og mikil hálka skapaði vanda í umfcrðinni. Bifrciðir scm ckki voru þcim mun hctur úthúnar lctu illa að stjórn. Myndina tók Emilía Björtx af cinum hílnum scm þurfti að fá aukaorku þótt hjólin sncrust á fullri fcrð. Öryggismálaráðstefnan í Madrid: Yígbúnaður Rússa á sér ekki sinn líka í sögunni - honum verður svarað á viðeigandi hátt, sagði fulltrúi Bandaríkjanna Madrid. 18. nóv. AP. MAX Kampelmann. fulltrúi í bandarisku sendinefndinni á ör- yKKÍsmálaráðstefnunni i Madrid, sagði í Kær, að „vÍKbúnaður Suvétríkjanna ætti sér engan líka i söKunni*4, og að Bandaríkja- menn væru staðráðnir i að efla Gífurlegar silfurnám- ur finnast í Svíþjóð Stokkhólmi. 18.nóv. AP. SÆNSKA námafyrirtækið Boli- den tilkynnti i dag, að fundist hefðu silfurnámur, þa>r mestu sem um gæti í Vestur-Evrópu. Talsmaður fyrirtækisins sagði, að námurnar væru við Dammsjö á Grapenberg-sva>ðinu skammt frá lledemora í Dölunum og að þar væru a.m.k. fimm milljónir rúmlesta af silfurgrýti. sem tæki um 25 ár að vinna. Óunnið er silfrið metið á 364 milljarða ísl. kr. en talsmaður fyrirtækisins, John Dahlfors, sagði að sú tala væri ofætluð vegna mikils framleiðsluk. 'tnað- ar. Ur einni auðugustu silfui námu í Svíþjóð, Sala-námunni, voru unnin 500 tonn frá því á 14. öld og fram á þá 20., en talið er að úr Dammsjö-námunni megi vinna 1000 tonn. Þar er silfurinnihaldið 200 gr í tonni en 120—130 þar sem best gerðist áður. hermátt sinn enda væri það besta tryggingin fyrir heimsfriði. Kampeimann sagði að Banda- ríkjamenn væru þó reiðubúnir að taka þátt i „eðlilegum og sann- gjörnum“ viðræðum um eftirlit með vopnaframleiðslu. í ræðu sinni, sem er sú harðorð- asta sem enn hefur verið flutt á öryggismálaráðstefnunni, sagði Kampelmann, að vestræn ríki og Sovétríkin „færðust óðfluga nær beinum hernaðarátökum", og væri um að kenna útþenslustefnu Sov- étríkjanna. Hann sagðist tala fyrir munn stjórnar Carters og væntanlegrar stjórnar Ronald Reagans. Sovétmenn svöruðu í dag ræðu Kampelmanns og neituðu því ein- dregið að hernaðarleg ógnun staf- aði af Sovétríkjunum. Fulltrúi þeirra, Leonid Ilyichev, sagði að Afganistanmálið mætti leysa ef önnur ríki hættu að hlutast til um það. Griffin Bell, formaður banda- rísku sendinefndarinnar á örygg- ismálaráðstefnunni, sagði í dag í viðtali, sem haft var við hann í fundarhléi, að ef Ronald Reagan ætlaði sér að eiga samskipti við Sovétmenn þó að þeir neituðu að ræða Afganistanmálið, færi hon- um líkt og bandamönnum fyrir síðasta stríð. „Það yrðu mistök, sem jöfnuðust á við Múnchenar- för Chamberlains," sagði hann og bætti við: „Það hófst ailt í einu landi." „Fjórmenninga- klikan**: Réttarhöld- unum sjón- varpað um gervihnött Peking. 18. nóv. — AP. í DAGBLAÐI alþýðunnar sagði í daK. að fyrirhujíað væri að sjónvarpa frá rétt- arhöldunum yfir „fjór- mcnnintfaklíkunni" í KOgnum Kcrvihnött. Ekki var nánar jjrcint frá því hvenær þau hæfust cn tal- ið er að mjöK sc farið að styttast í þau. Embættismenn utanríkisráðu- neytisins í Peking sögðu í dag, að stuðningsmenn „fjórmenninga- klíkunnar" í Shanghai hefðu vopn- að 35.000 manns og lagt á ráðin um uppreisn eftir að fjórmenn- ingarnir voru handteknir árið 1976. I ákæruskjali, þar sem greint er frá ávirðingum fjór- menninganna og „klíku Lin Piaos", segir að áhangendur þeirra hafi ætlað að ná á sitt vald helstu stjórnstöðvum í Shanghai, stærstu borg í Kína, og hvetja síðan til verkfalla og óeirða um gervallt landið. Það vekur athygli, að ekkju Maó heitins er ekki gefið að sök að hafa tekið þátt í þessari uppreisnartilraun en nöfn hinna þriggja eru nefnd. Þó að fyrirhugað sé að sjón- varpa frá hluta réttarhaldanna verða þau lokuð erlendum frétta- mönnum en hins vegar verða viðstaddir um 800 fulltrúar frá ýmsum héruðum og samtökum í Kína. Skrípamyndir af fjórmenningunum voru hafðar mjög i frammi eftir handtöku þeirra. Rússar fara ránshendi um auðlindir Afgana — og jafnvel safngripir fara sömu leið Islamabad. 18. nóv. AP. RÚSSNESKA innrásarliðið í Afganistan hefur flutt til Rúss- lands úraníummálm og gim- steina. sem meta má til margra milljóna dollara. án þess að greiða fyrir það gra-nan eyri. Þessar upplýsingar eru hafðar eftir afgönskum emhættis- manni. sem nýlega flúði landið. „Það er greinilega stefna Rússa að láta greipar sópa um afgönsk náttúruauðæfi, gim- steina og jafnvel safngripi," sagði Abdul Latif Aurah, fyrrv. ráðuneytisstjóri í afganska námamálaráðuneytinu. I viðtali, sem haft var við hann, sagði hann, að jarðgasi væri dælt eftir leiðslum til Sovétríkjanna en afganskir embættismenn vissu þó ekki hve mikið það væri „því að mælirinn er handan rússn- esku landamæranna". Aurah, sem um 18 ára skeið starfaði fyrir afgönsk stjórn- völd, kom til Pakistan seint í október en vildi ekki ræða við fréttamenn fyrr en kona hans og fjölskylda hefðu náð þangað líka. I viðtalinu sagði hann, að hæðardrag í Kandahar í suð- austur Afganistan, sem ríkt hefði verið af úraníummálmi, hefði verið jafnað við jörðu og flutt til Sovétríkjanna. Einnig sagðist hann hafa orðið vitni að því þegar mikill uppgröftur, sem innihélt lapis lazuli, dimmbláan gimstein, var fluttur úr geymsl- um stjórnvalda til Rússlands. Aurah sagði, að allt starf Rússanna, sem kölluðu sjálfa sig „ráðgjafa“, miðaði að því einu að auðvelda þeim aðgang að afg- önskum náttúruauðlindum. „í tuttugu ár hafa þeir verið við „vísindarannsóknir" í landinu og þeir vita nákvæmlega hvar þeir eiga að bera niður," sagði Abdul Latif Aurah.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.