Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Hress í máli og hreinskiptinn Ásgeir Jakobsson: Gríms saga trollaraskálds Útgefandi: Skuggsjá sf. Hafnarfirði 1980 Ásgeir Jakobsson er Bolvíking- ur og kynntist snemma sjósókn, sjómennsku og fiskveiðum. Þá er honum óx fiskur um hrygg, gerðist hann sjómaður, og hefur hann stundað sjóinn á flestum þeim tegundum skipa, sem sótt hafa björg í bú á þessari öld, nema ef vera skyldi seglskútum. Hann var fyrst á smáum og stórum vélbát- um og síðan á togurum og hefur séð marga rismikla báruna brjóta allt frá brimlendingum og út á dýpstu mið, líka á úthafinu landa á milli. Síðan hann kvaddi sjóinn, nema í anda, hefur hann margt ritað, blaðagreinar, bókarhluta og bækur. Gríms saga trollaraskálds er fyrsta skáldsaga hans, en sumt í öðrum bókum hans bendir til þess, að hann sé glöggur á sér- kenni manna og kunni að ýkja sitthvað, svo að það verði sögu- legra en það gæti annars virzt, án þess þó að hann meiði sannleikann tilfinnanlega. En hvað sem þessu líður, var mér sannarlega dillað við lestur skáldsögunnar, og þykir mér mjög við hæfi viðskilnaður þeirra, höfundarins og trollara- skáldsins á „örlagaklettinum". Grímur er lítt yfir tvítugt „en varla undir þrítugu að lífs- reynslu", þegar sagan hefst. Hann mundi ekki neina bernsku og ekki heldur neina æsku, aðeins baráttu við berkla og sjóveiki og lúa. Hann vann á berklunum, hertist af sjóveikinni og stæltist af strefinu. En það er margt, sem gerir manninn. Grímur sagði svo um sjálfan sig, að hann væri þrír menn ólíkir og félli þeim illa sambýlið. Ekki má ég láta hjá líða að gera þeirri þrenningu skil, sem með Grími bjó, þó að ég verði að vera stuttorður. Fyrstur er þar Þorgeir Hávarsson, sem ekki mátti mann sjá, án þess að höggva hann, ef hann lá vel við höggi, og segir höfundur: „Þorgeir naut sín þokkalega sem hausari á togara," enda Grímur alltaf til þess starfs valinn. Þá var „Ólafur Kárason Ljósvíkingur annar þeirra, sem bjuggu í Grími. Hann réð fyrir hugleiðingum og öllum aumingja- skap“. Hann var skáld, þó að ekki dygði honum það til afreka í skáldskap. Hann þráði að deyja liggjandi. Þorgeir aftur á móti standandi og kom þannig horn- réttur á Ljósvíkinginn." Svo var það Móri. „Hann var ekki eins illur í sér og þjóðsagnamórar, líkari glaðlyndri skottu... Móri réð fyrir margskonar uppátekt og hafði mjög brenglaða siðferðisvit- und.“ Nákvæmara er þetta allt hjá höfundi. Oft kemur hann ærið spaugilega fyrir samskiptum þrenningarinnar og ævinlega koma þau til greina í rökréttu sambandi við aðstæður. Sumum kann að þykja óþarflega mikið fjallað um veilurnar á togurunum, sem á styrjaldarárun- um jusu peningum inn í landið á siglingum sínum til Bretlands á styrjaldarárunum, og ennfremur gert of mikið úr þeirri peninga- græðgi, sem átti sinn beina þátt í hörmulegum slysförum. En bæði eru þessar lýsingar tímabærar sem víti til varnaðar og ennfrem- ur koma veilur skipanna og hin lífshættulega ofhleðsla til greina, sem sögunni nauðsynlegur efni- viður í hinar snilldarlegu og hár- réttu frásagnir af togveiðunum og hinni váþrungnu baráttu sjó- manna gegn svo til sífelldri ógnun frá hrammsigð dauðans. Og þar eð ég hafði sjálfur sára reynslu af því að bera að nokkru ábyrgð á hleðslu og söluferðum eins af togurunum, leyfi ég mér að birta eftirfarandi orðrétt úr sögu Ás- geirs: „Grímur hafði ekki lengi verið á stríðstogurunum, þegar hann taldi sig geta raðað aldurtiladæminu upp þannig, að mest líkindi væru til, að þeir gengju undir vegna of mikillar framhleðslu, þeir vörðu sig ekki í stórsjó: Ef þeir hvorki Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN „hræðslupeningana" margumtöl- uðu! Svo er það þá sagan sjálf. Þar er lífinu, veiðunum og lífshættunni á togurunum lýst af meiri þekkingu og glöggskyggni en nokkur hefur gert áður, og þó að mest rækt sé lögð við að gera sem skýrasta lýsinguna á Grími, er ýmsum af skipsfélögum hans lýst þannig, að þeir verða minnisstæðir. Þar ber þó af lýsingin á Steina gamla, sem hefur um áratugi verið háseti á togurum og skemmtir gjarnan Ásgeir Jakobsson með sögum, sem teljast mega hæfilega ýktar. Höfundurinn læt- ur og ekki hjá líða að lýsa lífi Gríms og félaga hans, þegar þeir ganga á land í brezkri borg og er þar fagnað af konum, sem eru fúsar til að láta þá njóta blíðu sinnar. Er höfundurinn þar allber- orður, en ekkert fram yfir það, sem þörf er á til eðlilegra kynna. Hann kjamsar ekki á klámi sem bókmenntalegu sælgæti. Hann leyfir sér hins vegar að láta Grím sinn lenda í rómantisku ástar- ævintýri, og ennfremur lýsir hann af alúð Stefáni Stefánssyni, sem er verðugur fulltrúi þeirra togara- manna, er ekki keyptu brezka blíðu, en hugsuðu fyrst og fremst um heimili sitt og fjölskyldu, þegar þeir stóðu á erlendri grund með fullar hendur fjár í bili. Þegar skáldið kveður hinn þrí- eina Grím, auðsjáanlega og auð- heyrilega saddan lífdaga hér í heimi, hvað sem svo við tekur, dettur mér í hug, að einhvern tíma gerist það, að ungur og metnaðar- gjarn íslenzkur fræðimaður — eða jafnvel brezkur — grípi þessa bók fegins hendi sem tilvalið efni í doktorsritgerð! gengju undir né hvolfdi, dyttu þeir í sundur vegna ryðs. Ef þeir gerðu ekkert af þessu, færust þeir á tundurdufli. Ef nú ekki heldur það yrði, kæmi flugvél með vélbyssur eða sprengjur. Ef einnig það færist fyrir, hlyti að finnast kaf- bátur, sem gæfi sér tíma til að koma upp á yfirborðið og skjóta þá niður. Ef allt þetta brygðist var enn möguleiki, sem reyndist lík- legri en gert var ráð fyrir, það var árekstur niður við England. Ekki gekk nú allt eftir, sem Grímur hafði ráð fyrir gert. Það fórst ekki nema fjórði hver togari á stríðsár- unum síðari, en hann hafði haldið það yrði ekki eftir nema fjórði hver. Tveir liðir í uppröðun Gríms skiptu um sæti. Árekstur varð númer fjögur, en tundurdufl færð- ust aftur fyrir allt saman og urðu sjöundu í röðinni. Þessi sætaskipti þóttu mönnum með ólíkindum og margir trúðu þessu ekki fyrr en að stríðinu var lokið og tölulegar staðreyndir lágu fyrir...“ Fjórði hver togari og fleiri skip, sú varð raunin, og var það ærin fórn íslenzkra sjómanna í þágu þjóðarinnar, þó að fljótlega tækist að eyða blóðpeningunum, en ekki hörmum og erfiðleikum þeirra fjölskyldna, sem hlutu í Vestursalnum að Kjarvals- stöðum stendur nú yfir sýning á verkum eftir ungan mann að nafni Guðmundur Björgúlfsson. Hann hefur að vísu haldið einka- sýningar á verkum sínum áður hér í borg, og er mér minnistæð- ust sú sýning, er hann hélt í Norræna húsinu fyrir skömmu. Guðmundur hefur verið við nám erlendis bæði i myndlist og öðrum fögum, og ef ég hef rétt skilið, er hann við nám í Háskóla íslands sem stendur. Á þeirri sýningu, sem hér er um fjallað, eru eingöngu pastel-myndir og myndir gerðar með prentlitum og tússi. Það er nokkuð þéttset- inn bekkurinn í Vestursalnum. Sýning Guðmundar Björgvinssonar Hundrað verk eru þar til sýnis, en salnum er nokkuð óvenjulega skipt niður, og verða gestir á sýningunni að dæma um, hvort það fyrirtæki hefur tekist til hins betra eða ekki. í fremsta horni, ef svo mætti nefna, eru portrett af mörgu stórmenni. Þar er ^ð finna sjálfan Picasso, Kjarval, Guð- mund Björgvinsson og Halldór Laxness, Thor Vilhjálmsson, Jó- hann Sebastian Bach og Albert Einstein. Síðan koma nokkrar myndir af líkamshreyfingu (Judo og Karate?), og finnst mér þar vera eitt verk, er ber hærra en önnur: það er No. 29 Endur- upplifun, en annars eru flest þessi verk of fáguð fyrir minn smekk, og einmitt þess vegna verða þau ekki eins raunsæ í Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON mínum augum og ella hefði orðið. Þá verða þarna á vegi manns verk, er virðast byggð aðallega á einmanaleik og kyn- lífi, svona dulítið af hverju, sem vitnar fyrst og fremst um hugar- óra ungs manns, sem er að feta sig áfram í myndgerð og vill auðsjáanlega túlka sínar næm- ustu tilfinningar. Ég vil einnig benda á No. 36, sem eitt af bestu verkum á þessari sýningu. I innsta hluta salarins er að finna myndir, gerðar í prentlitum og með tússi. Þar er að finna frumlegustu og bestu verk þess- arar sýningar. Þarna tekst Guð- mundi betur en með hinar fág- uðu og felldu myndir. Þarna er hann auðsjáanlega meira í ess- inu sínu en annars staðar í núverandi myndgerð. Það sem sérlega settist í mig af þessum myndum var til dæmis: No. 95, 99 og 75. Meira mætti nefna, en nú er farið að draga nær jólum og farið að þrengjast fyrir myndlistargreinar í pressunni. Þarna er á ferð ungur maður, sem virðist vera leitandi í mynd- gerð sinni, hann hefur vald á vissum tæknilegum hlutum, sem vissulega geta komið sér vel á komandi tímum. Það er ekki í fyrsta sinn, sem ég minnist á þaö hér í blaðinu, að hlutirnir taka sinn tíma og allt útheimtir mikla vinnu, og ef þessir hlutir þróast til hins betra má segja eins og Storm P. sagði ekki: Það er ekkert erfitt að spá um framtíðina sérstaklega. Lifandi bók um landið Þorsteinn Jósepsson / Steindór Steindórsson: LANDIÐ ÞITT ÍSLAND. 1. bindi A—G. Bókaútgáfan örn og Örlygur 1980. I formálsorðum sínum minnist Steindór Steindórsson Þorsteins Jósepssonar sem var frumhöfund- ur þeirrar bókar sem nú kemur út aukin og endurbætt. Landið þitt ísland heitir hún nú. „Ekki kom til mála að hagga í nokkru verulegu við verki Þorsteins," segir Stein- dór Steindórsson, en minnir á að ýmsum þótti þjóðsagnaefni og persónusaga fá of mikið rúm:'„Að fella slíkt niður hefði verið eyði- legging á verki hans. En hins vegar jók ég allvíða við staðfræði- legu og náttúrufræðilegu efni, þar sem mér þurfa þótti. Og einkum bætti ég við ýmsum yfirlitsgrein- Bókmenntlr eítir JÓHANN HJÁLMARSSON Steindór Steindórsson um um byggðir og héruð. Hygg ég þó, að mér hafi tekist að halda svipmóti frumverksins." Það væri fráleitt að ætlast til þess að í uppflettiriti sem þessu fengjust svör við öllum spurning- um um landið. En gífurlegur fróðleikur er hér saman kominn. Greinar eru hnitmiðaðar og skýr- ar í framsetningu og upplýsingar um menn og málefni sem tengjast stöðum eru þess eðlis að lesandinn verður betur að sér en áður. Það er ekki síst persónusagan sem gerir Landið þitt ísland lifandi. Upp- runa rithöfunda er til dæmis víða getið og drepið á það helsta sem þeir hafa samið. Þannig kemst maður að því að í Guttormshaga í Rangárvallasýslu fæddust rithöf- undarnir Grétar Fells og Guð- mundur Danielsson og frá Drápu- hlíð í Snæfellsnessýslu eru þeir Helgi Hjörvar og Sigfús Daðason. Ljósmyndirnar í Landið þitt ísland eru allar í lit, sumar hverjar einstaklega fallegar, en allar njóta þær sín vel með textanum. Höfundar þeirra eru, auk Þorsteins Jósepssonar, Björn Jónsson, Einar Þ. Guðjohnsen, Hjálmar R. Bárðarson, Kristinn Sigurjónsson, Páll Jónsson og Þorsteinn Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.