Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980
25
Grikklands-
árið
Halldór Laxness:
Grikklandsárið
Helgaíell, 1980
Morgunblaðið hefur beðið
Kristján Karlsson að skriía
umsögn um Grikklandsárið og
fer hún hér á eftir.
Grikklandsárið er fjórða og síðasta
bókin í flokki sem hófst með I túninu
heima 1975. Úngur ég var kom 1976,
Sjömeistarasagan 1978. Grikklands-
árinu fylgir nafnaregistur, eins og
vænta má um ævisögur.
Annars hefir gengið á ýmsu um
skilgreiningar á þessu verki, sem
höfundur nefnir einfaldlega æskusögu
sína í niðurlagi Grikklandsársins.
Aðspurður hefir Halldór reyndar ekki
verið mjög hjálplegur, sem varla er
von. Ef höfundar ættu að útskýra
verk sín jafnóðum, væri nær að þeir
skrifuðu þau aftur á nýjan leik. Þrálát
og óumbreytanleg spurningakvöð fjöl-
miðla nú á dögum er ekki til þess
fallin að varpa Ijósi á skáldverk, enda
varla þannig hugsuð: hún er vélknúin
tilraun til fyllingar tómsins. Þar við
bætist að „útskýringar" ná venjulega
skammt, nema þær snúist um smáat-
riði verks; raunveruleg gagnrýni er
annars eðlis. En Halldór hefir í
viðtölum kallað verkið essay roman,
ritgerðar skáldsögu, skáldsögulega
ritgerð. Nú er að vísu góð regla að
trúa alltaf verkinu fyrst og síðan
höfundi. Allt um það mun þessi
skilgreining standa af sér flestar
kröfur, sem reglufastur lesandi kann
að gera um skilsmun ævisögu og
skáldsögu.
Þessar fjórar bækur rekja með ýmis
konar frávikum og lauslegum efnis-
þræði æviferil höfundar frá barnæsku
fram undir tvítugt. Grikklandsárið
útaf fyrir sig er nítjánda aldursár
höfundar og merkir að vísu árið sem
hann fór ekki til Grikklands þrátt
fyrir fróðlegan undirbúning. Ennþá er
höfundur ekki sjálfur kafteinn sálar
sinnar né meistari örlaga sinna, svo
að vitnað sé í kvæði Henleys. Hann
verður heimiliskennari austur á
Hornafirði.
Aðrir höfðu markmið, sumir mörg
og náðu öllum og meira til.
Eitt höfuðskilyrði þess að sjálfs-
ævisaga sé skemmtileg er, eins og
segir sig sjálft, að söguhetjan viti sem
minnst, og einkum það að hún sjái
ekki fyrirfram hvað kunni að gerast.
Halldór talar í lok Grikklandsársins
um „saklaust og einfalt mótið á
þessum smábókum fjórum". Það kann
að vera einfalt, það er að minnsta
kosti óþvingað, en saklaust er það
ekki fremur en annað sem vel er gert í
list.
Ég sem þetta rita hefi komizt svo að
orði í auglýsingu fyrir forlagið á kápu
Grikklandsársins að sagan sé „bók-
menntasöguleg heimild að því leyti að
vér sjáum hana í ljósi frá ritverkum
Halldórs Laxness í fímmtíu ár." Þetta
kann að vera gott og blessað í
auglýsingu, og rétt, eftir því sem
auglýsingar geta verið. Að minnsta
kosti er óhjákvæmilegt að iesandi
þessara minningabóka hefir stöðugt í
huga þá sögulégu staðreynd, að aðal-
persóna sagnanna á eftir að verða
mikill og frægur höfundur. Spenna
bókanna, þrátt fyrir áslakaðan sögu-
þráð og stíl, er fólgin í leynilegri
meðvitund unglingsins um yfirburði
sína, og skemmtunarlist höfundarins,
sem veit hvað lesandinn veit, liggur í
því hvernig hann dylur söguhetjuna
framtíðarinnar, um leið og hann
spjallar frjálslega við lesandann um
óorðna hluti. Fyrir skilgreiningu á
sögunum sem essay roman má orða
þetta svo: spjall höfundarins er essej-
an, rómaninn takmörkuð vitund pilts-
ins.
Auðvitað eru sjálfsævisögur með
ýmsu móti: til dæmis mismunandi
staðreyndalegar, eða mismunandi
gjörræðislegt úrval minnisins. Menn
hljóta að vísu í lengstu lög að gera
greinarmun á sjálfsævisögu og ævi-
sögu, sjálfsævisögu og skáldsögu.
Menn vilja ekki láta blekkjast. Samt
er það nú svo að listin að lesa sér til
gleði er einatt hvorttveggja í senn, að
skilja og kunna að láta blekkjast. Ef
mér virðist rétt að lesa minningasög-
ur Halldórs eins og skáldsögu, er það
ekki samkvæmt neinni fræðilegri skil-
greiningu heldur einföldum vitnis-
burði lesmálsins og þessari niður-
stöðu: ef sjálfsævisaga. er greinilega
til vegna frásagnarinnar, jafnvel fyrst
og fremst stílsins vegna en ekki þess
fróðleiks sem hún hefir inni að halda,
þá les ég hana eins og hvern annan
róman minnisins. Um leið verða allar
staðreyndir sögunnar persónulegar og
sagnfræðigildi þeirra aukageta.
Tvennt er algengt auðkenni sjálfsævi-
sögu: þar eru tvær höfuðpersónur,
söguhetjan og höfundurinn, og þar-
með tvennskonar sjónarmið. Sá tví-
skinnungur verður uppistaða og höf-
uðgildi þesskonar sögu. Innbyrðis er
líklegt að sjónarmið höfundarins
gagnvart sjálfum sér í gervi söguhetj-
unnar verði írónískt, og það gerist
hér: írónía, sá hugsanagangur að
segja eitt og meina annað, í ýmsum
hlutföllum sín á milli, hefir löngum
verið einn helzti stílsmáti Halldórs.
Þessi aðferð er í einu vopn og verja
þess höfundar sem notar hana. Hún er
vafalaust beittasta stílgerð ádeilu sem
til er, og jafnframt leyfir hún höfundi
að dyljast tilfinninga sinna og verða
ekki sár. Undanlátslaus írónía, út
heilar bækur, getur að vísu orðið
þreytandi; jafnvel Voltaire, jafnvel
Laxness getur orðið á að ofnota hana
(ég get tæplega lesið Birting í einni
lotu með fullri ánægju, og Jómfrúin
góða og húsið, sem er öll í írónískum
tón, er sú af sögum Laxness, sem ég
hefi einna sízt gamah af). Einkum
verður írónía leiðigjörn, ef hlutfall
andstæðunnar er alltaf miklu stærra
en hins, sem sagt er beinum orðum.
En í þessum minningabókum beitir
Halldór íróníu af meiri vægð og ég
hygg gieði en stundum endranær;
ranghverfa frásagnarinnar er hvorki
fyrirferðarmeiri né beiskari en rétt-
hverfan og gamansemin tær og ríkj-
andi. Þegar írónía er í þann veginn að
verða allsráðandi, hleypir höfundur
henni upp:
Helgi Pjeturss gekk „að mér
formálalauSt uppá þiljum á Gull-
fossi og spyr einsog ekkert væri,
þó með ögn köldu brosi.
Hafið þér nokkuð litið á sans-
krít?
Nei, sagði ég, og í rauninni var
ég það fífl að mér fannst spurn-
ingin mjög svo bláttáfram. Til
þess að svara doktornum ekki
útaf sagði ég sem satt var, að ég
þekkti letrið í sjón: það er í laginu
eins og þvottur á snúru.
Helga Pjeturss þóttu skrýtlur
ekki fyndnar.
Innskot höfundar, „og í rauninni
...", sem rýfur íróníu frásagnarinnar,
er ágætt dæmi um þann frjálsleik
orðsins í þessum bókum, sem virkar
stöðugt eins og fullur trúnaður við
lesandann. Ég get ekki stillt mig um
að taka upp eftirlætisfyndni mína úr
Grikklandsárinu, og hlýtur hver að
skilja hana eftir sínu höfði; um Sigurð
Jónasson:
Sigurður hafði nú gerst forstjóri
hjá Tóbaksverslun Islands og rak
þetta alltaðþví tóbakslausa fyrir-
tæki undir einkunnarorðinu „eig-
inkonan er sem hinir þrjátíu
harðstjórar" —
Þetta er, eins og Sigurður myndi
hafa sagt, „sundt."
Hvað og til hvers væri æskusaga, ef
höfundur gerði ekki upp sakir fyrir
ýmiskonar átroðning? Ættjarðarljóð
eru eitt það æskuböl, sem Halldór
lýsir hvað skemmtilegast; feitlagnar
stúlkur annað (vóru stúlkur þreknari
á þeim árum? Líklega); gláponar hið
þriðja (The arctic stare, íshafsglápið,
kallaði Auden tilhneiging íslendinga
að stara). Ég á að vísu erfitt með að
skilja að ættjarðarljóðin séu verri
fyrir það þó að þau séu ort að danskri
fyrirmynd, en danskur var annað í þá
daga. Allt byrjaði þetta þó bæði fyrr
og sunnar, með La Marseillaise. Ég
held það hlyti að vera lítilfjörlegur
höfundur, sem ekki tæki skáldskap
annarra nokkuð persónulega og fyndi
til náttúrlegrar andúðar á vissum
fyrirbærum skáldskapar, hve merki-
leg sem þau kunna í sannleik að vera,
og þarf engin rök ti). Ég get til dæmis
með engu móti verið Halldóri sam-
mála um tvö höfuðskáld æskuára
hans, séra Matthías og Einar Bene-
diktsson, en ég efast síður en svo um
að hann meini það sem hann segir.
Persónulegur smekkur er raunar
hverjum og einum fyrir öllu, en hann
hefir ekkert almennt gildi, nema
skemmtanagildi. Það væri dauft líf án
fordóma.
Við æskufélaga sína er höfundur
mildur og eftirlátur í dómum. Stund-
um upphefur hann þá í veldi þjóðsögu
og munnmæla. Yfirleitt bera sögurnar
nokkurn svip, mismunandi greini-
legan, af munnlegri frásögn; af sam-
kvæmislist.
Mér þykir ekki ólíklegt að stundum
megi finna áhrif frá Unuhúsi ef menn
þekktu þar til, þar sem góð saga og
ólíkindamál virðast hafa verið tekin
fram yfir leiðinlega hófsemi og þurra
sagnfræði. Annars hefi ég fyrir mitt
leyti heyrt og lesið svo marga sagna-
snillinga og þjóðsagnasnillinga um
Unuhús, að ég veit í raun hvorki upp
né niður um þennan fræga salon.
Samkvæmt eðli sínu eru allar sögur
um góða æsku frásagnir af uppruna-
legra lifi og einfaldari tíma en þegar
sagan er skráð. Eins og höfundur
segir í lok Grikklandsársins: „Við
taka aðrir tímar og aðrar viðmiðanir,
fjölbreytni og flækjur í ókunnum
stöðum, og ekki tök á að rekja, nema
brjóta um leið saklaust og einfalt
mótið á þessum smábókum fjórum."
Saklaust er auðvitað lykilorðið, ekki í
listrænum skilningi, fremur en fyrr
segir,. heldur sögulegum: að verða
fuliorðinn er að vera rekinn úr Paradís.
En þó að sagan endurtaki sig
þannig um allan aldur er nokkurn
veginn víst, að það fólk sem uppi var á
æskudögum Halldórs.og hann miðar
við, hafði ofurlítið annað viðhorf til
skáldskapaf en gerist nú. Það var
áreiðanlega dálítið nær en við því
fólki, sem Halldór lýsir þannig í
Grikklandsárinu:
Púðrið í samstofnaguðspjöllunum
þrem er sótt beint í munn fólks
sem lét ekki við sitja að trúa
sögunni af mettun fimm þúsunda,
heldur skildi slíka sögu, uppljóm-
aðist af henni og hafði meira að
segja séð hana gerast af því það
vissi  að  guð  talar  sisona  við
mennina; svona einfalt!
I  minningabókum  Halldórs  má
finna ýmiskonar fróðlega eða kátlega
eftirlíking á íslenzkum frásagnarhátt-
um og einstökum höfundum: fornald-
arsögum Norðurlanda, annálum, þjóð-
sögum, Gröndal, Jónasi, alþýðlegum
alfræðastíl o.s.frv. En þessar stæl-
ingar eru  auðvitað ekki  annað en
vísbendingar um það að höfundur er
að skrifa í anda og minning þess fólks
sem uppi var á æskudögum hans og
hugsaði svona. Hvað sem allri íróníu
líður, öllum bakþönkum höfundar um
söguhetju sína, eru sögurnar ástúðleg
lofgerð um það sem eftir er líkt.
Kristján Karlsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48