Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 Steinþór Þórðarson Hala — Minning Það var á Menningarfélagsmóti á Höfn líklega árið 1944, að ég sá Steinþór á Hala í fyrsta sinn, svo ég muni sérstaklega eftir. Auðvit- að hafði ég oft heyrt um hann talað, svo mér lék hugur á að sjá hann og heyra. Þarna flutti Steinþór ræðu, blaðalaust eins og svo oft í annan tíma. í ræðu sinni var Steinþór staddur á Almannaskarði, þar sem víðsýnast er um Austur- Skaftafellssýslu, til austurs að Lónsheiði og til vesturs að Ingólfs- höfða. Þarna er ströndin með eina skipgenga innsiglingu inn á Hornafjörð. Við þessa strönd hef- ur mikil saga gerzt, þar sem skipskaðar fyrr á árum voru tíðir og fólk leitaði fanga í fjöruborði. Og þótt bjart væri á Almanna- skarði þennan dag er bakgrunnur byggðarinnar ekki síður töfrum hlaðinn, þar sem jökultungur falla niður á milli blárra fjalla, en vatnsföll stór og smá greinast síðan frá, sem allt frá fyrstu íslandsbyggð fram á tíma bættra samgangna hafa verið aðskilin byggðasamfélög fólksins í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Engan þarf að undra, sem til þekkir, þótt þetta sérstæða umhverfi náttúru og mannlífs hafi verið hugleikið Steinþóri á Hala um að fjalla. Steinþór Þórðarson var fæddur á Hala í Suðursveit þann 10. júní árið 1892. Hann var sonur hjón- anna Þórðar Steinssonar, Þórðar- sonar, Steinssonar frá Kálfafelli í Suðursveit og Önnu Benedikts- dóttur Þorleifssonar, Hallssonar frá Hólum í Nesjum. Hali er einn Breiðabólsstaða- bæjanna þriggja, sem allir standa í sama túni, svo daglegur sam- gangur er greiður á milli. Þetta byggðasamfélag hefur löngum myndað eina heild, þar sem störf fylgdust ýmist að eða þau voru jafnvel unnin sameigin- lega og börn stunduðu leiki, sem úr sama húsi væri. Bræður Steinþórs á Hala voru tveir, Þórbergur rithöfundur og Benedikt bóndi á Kálfafelli, sem báðir urðu nafnkunnir menn, eina systirin Guðný að nafni lést á fyrsta ári. Það voru þessir þrír bræður, sem ásamt jafnöldrum sínum mótuðu svipmót æskunnar á Breiðabólstaðarbæjunum um síð- ustu aldamót. Gaman er að rifja upp frásagnir Steinþórs á Hala frá þeim árum af leikjum og viðfangsefnum þessara ungu sér- stæðu pilta, sem m.a. stofnuðu nýja ríkið á Breiðabólsstaðabæj- um, skipuðu í embætti, slógu mynt og stofnuðu sinn sérstaka lands- sjóð. Glottlegur hefur Benedikt á Kálfafellí verið, þegar þeir bræður áttu viðskipti um horn og kjúkur, þar sem hann dró í efa, að Steinþór gæti staðið í skilum og hefði því áform um að stela úr landssjóði. Já, það var margt sem kom fram í fari þessara ungu sveina, sem síðar rættist á sér- stæðum og merkum lífsferlum. Þegar Steinþór er um tvítugt byrja afskipti hans af félagsmál- um fyrir alvöru. Eru störf hans þá mjög í takt við þá félagshreyfingu sem fór um landið á morgni þessarar aldar, þegar íslendingar fengu meiri ráð í sínum eigin málum. Árið 1911 stofnar Steinþór lestrarfélagið í Suðursveit og ári síðar ungmennafélagið Vísi. Árið 1918 er hann kjörinn formaður Búnaðarfélagsins. Síðan fara hin félagslegu viðfangsefni að færast út fyrir sveitarmörkin. Steinþór er kjörinn í stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga við stofnun þess árið 1919, einnig í stjórn Menningarfélags Austur-Skaft- fellinga við stofnun þess. Árið 1944 boðar Steinþór til bænda- fundar um héraðsmál, sem síðan hafa verið haldnir árlega og fjalla um hin margvíslegustu málefni. Þegar jarðræktarsamböndin eru stofnuð velst Steinþór þar einnig til forustu, og þegar Stéttarsam- band bænda er stofnað er hann kjörinn ásamt Kristjáni í Einholti fulltrúi á Stéttarsambandsþing. í öllum þessum félögum starfaði Steinþór um langa tíð. Sú upptalning sem að framan greinir er engan veginn tæmandi um þátt Steinþórs á Hala á félagssviði í Austur-Skaftafells- sýslu. Þaðan af síður kemur fram það sem mestu varðar, þ.e. til hvers þessi margháttuðu félags- störf hafa leitt, enda er hér ekki rúm til að rekja það svo sem vert væri. En Steinþór hafði mikil áhrif í þeim félagsskap, sem hann starfaði í. Hann undirbjó mál sitt vel fyrir fundi, var vel ritfær og bjó yfir frásagnar- og ræðusnilld. Þess vegna átti hann létt með að móta afgreiðslu mála. Nálega ekk- ert var heldur Steinþóri óviðkom- andi, hugðarefnin og áhugamálin voru ekki einvörðungu bundin hagsmunum stéttar né sveitarfé- lags heldur margháttuðum félags- þáttum í þjóðlífinu. Sérstaklega bar hann fyrir brjósti hlutverk húsmóðurinnar og er hann frum- kvöðull að ýmsum þeim málum sem á síðari tímum hafa náð framgangi til hagsbóta fyrir hús- mæður í þessu landi. Þegar Steinþór hefur starfað að félagsmálum í fjóra tugi ára og nálgast sjötta tuginn að aldri gengst hann, ásamt fleiri forystu- mönnum bænda í Austur-Skafta- fellssýslu, fyrir stofnun búnaðar- sambandsins. Hér var í mikið ráðizt því í sýslunni eru fáir bændur, en verkefni búnaðarsambandanna víðtæk og ærin ábyrgð, sem fylgir störfum þeirra. Það var hins vegar ófrávíkjanleg skoðun þessara manna að þessi áhrifamesti hlekk- ur búnaðarfélagsskaparins ætti að mótast og berast uppi af bænda- samfélaginu í Austur-Skaftafells- sýslu út af fyrir sig. Steinþór var kjörinn formaður Búnaðarsambandsins, en aðrir í fyrstu stjórninni voru tveir mætir bændahöfðingjar, þeir Stefán Jónsson á Hlíð og Kristján Bene- diktsson í Einholti. Steinþór gegndi formennsku í Búnaðarsambandinu til ársins 1976 eða nálega í fjórðung aldar og hafði þá félagsferill hans staðið í samfleytt að minnsta kosti 65 ár. Mestan hluta þess tíma sem Steinþór starfaði fyrir búnaðar- sambandið vorum við nánir sam- starfsmenn. Ekki bagaði í því samstarfi þótt aldursmunur væri mikill. Öll okkar samskipti mótuð- ust af trausti og vináttu, sem jókst eftir því sem árin liðu. En hér kom líka fleira til, en málefnin ein, sem um var fjallað. Stjórn Búnaðarsambandsins hélt jafnan fundi sína á Seljavöll- um, svo sem vera bar. Við það varð allt samband míjli stjórnar bún- aðarsambandsins og heimilis- fólksins á Seljavöllum nánara en ella hefði verið. Vera m'á, að ég hafi líka í einhverju notið þess hjá Steinþóri, eins og raunar hjá mörgum hinna eldri Suðursveitunga, að amma mín ólst upp í Suðursveit, en hún var dóttir Sigurðar á Kálfafelli, sem Suðursveitungar áttu margar góðar minningar um. Hér bættist það svo við, að fyrr á árum átti Steinþór marga ferðina að Hólum, og var í miklum vinskap við það heimili. Það voru því allar leiðir greiðar til vinát u milli Steinþórs á Hala og húsmrðurinnar á Selja- völlum. Þegar ég lít nú yfir liðna tíð við störf meðal bænda í Austur- Skaftafellssýslu gefur að líta ótal atvik og verkáfanga sem ánægju- legt er um að hugsa. Sérstaklega eigum við á Seljavöllum góðar minningar um konu Steinþórs á Hala að Seljavöllum í erindum Búnaðarsambandsins, ásamt öðr- um þeim heiðursmönnum, sem til forustu í þeim félagsskap hafa verið valdir. Á síðasta aðalfundi Búnaðar- sambands Austur-Skaftfellinga var Steinþór enn mættur. Þar tók hann þátt í fundarstörfum og í fundarlok flutti hann ræðu, þar sem hann rifjaði upp helstu áfangana í starfsferli Búnaðar- sambandsins, m.a. með tilliti til þeirra þáttaskila, sem með þeim fundi urðu í störfum Búnaðarsam- bandsins. Ef til vill var þetta í síðasta sinn, sem Steinþór á Hala tók til máls á fundi í Austur- Skaftafellssýslu. Það var svo fyrripart þessa mánaðar, sem ég heimsótti Stein- þór þar sem hann dvaldi á hjúkr- unarheimilinu á Höfn. Þótt engum dyldist hvað fram undan var, var hugsun hans enn óbuguð. Þá spurðist hann fyrir um fram- kvæmdir Búnaðarsambandsins á Rauðabergi, hvenær bændafund- urinn yrði haldinn, hvort ekki yrði hlaðið fyrir Steinavötn til að fyrirbyggja landsskemmdir á tún- um bændanna á Hala. Það talaðist svo til okkar á milli að við hjónin myndum hitta hann áður en við færum úr jólaleyfi, en til þeirra samfunda kom ekki, Steinþór hafði þá lagt upp í sína hinztu för. Það var í byrjun ársins 1906 að unglingspiltur rölti götuna frá Hala inn að Reynivöllum með kistil og poka bundna yfir öxl sér. Þarna var á ferðinni Steinþór á Hala. Þegar að Reynivöllum kom tók heimasætan Steinunn Guð- mundsdóttir á móti honum. Stein- unn var fósturdóttir húsbænd- anna á Reynivöllum, þeirra Þor- steins Arasonar og Elínar Jóns- dóttur konu hans. Þessi vetrardvöl Steinþórs var ekki sú eina á Reynivöllum, því Þorsteinn vann mikið við smíðar, jafnvel í öðrum sveitum og fékk þá Steinþór í vinnumennsku í nokkra vetur. Árið 1914 er blað brotið í æviferli Steinþórs. Dvölin á Reynivöllum hefur nú leitt til þess að stúlkan sem lauk þar upp dyrum forðum er orðin konuefni hans, sem flyst nú til hans að Hala. í tvö sumur hafði Steinþór unnið í vegavinnu og m.a. safnað þar fyrir hringunum. En áformum um skólagöngu í Flensborgarskóla er nú sleppt. Þetta sama ár 1914 hóf Steinþór búskap á Hala, í fyrstu í sambýli við föður sinn en árið 1915 tók hann við öllum búsforráðum á Hala. Þau Steinþór og Steinunn eign- uðust tvö börn, Þóru, sem er gift Ólafi Guðjónssyni, verkstjóra. Þau eiga tvö börn. Heimili þeirra er í Espigerði 2, Reykjavík, og Torfa skólastjóra, en kona hans er Ingibjörg Zóphóníasdóttir frá Hóli í Svarfaðardal. Þau eiga níu börn. Árið 1945 stofnuðu þau Torfi og Ingibjörg til búskapar á Hala í sambýli við Steinþór og Steinunni, en auk þess stundaði Torfi barna- kennslu í Suðursveit. Þetta sambýli var eldri hjónun- um á Hala mikill styrkur, sér- staklega þar sem allt húshald var sameiginlegt. Og eftir því sem árin liðu og ellin sótti að nutu þau í ríkara mæli umönnunar tengda- dótturinnar. Framkoma Ingibjargar í garð tengdaforeldra sinna ber dugnaði hennar og skyldurækni gleggst vitni og verður seint þökkuð svo sem vert er. Á blómaskeiði í ævi Steinþórs var umbótum í landbúnaði þröng- ar skorður settar. Það er ekki fyrr en á síðari tímum, þegar bændur í Austur-Skaftafellssýslu höfðu náð fullum tökum á ræktuninni sem auðið var að færa landbúnað þar til eðlilegs horfs. Það hefur því komið í hlut ungu bændanna á Hala að byggja þar upp, til þess horfs sem nú er. En Steinþór hýsti jörð sína, lagði vatnsleiðslu í bæinn, raf- lýsti, girti tún og engi og kom þannig á ýmsum þeim umbótum í búsýslu sinni sem til umbóta horfði á þeirra tíma mælikvarða. Þegar litið er yfir æviferil Steinþórs á Hala dylst það engum hve viðfangsefnin hafa verið fjöl- breytt. Störfum hans fylgdu ferðalög og kom þá í hlut húsmóð- urinnar að annast búsýslu heima fyrir. Því kom það sér vel fyrir Steinþór að eiga tryggan og dug- andi lífsförunaut, sem hafði skiln- ing á störfum bónda síns. Því er það, að við mat á æviferli Stein- þórs má ekki gleymast hlutur Steinunnar sem gerði honum mögulegt að takast á við þau viðfangsefni, sem hann innti af hendi á lífsleiðinni. Enginn vissi þetta betur en Steinþór sjálfur og fór hann þar ekki leynt með, enda sýndi Stein- þór konu sinni mikla umönnun og þá ekki sízt á síðari árum, þegar Fædd 16. apríl 1930. Dáin 24. janúar 1981. „Mjök erum tregt tungu at hræra“ Aðfaranótt sunnudagsins 25. þ.m. hringdi mágur minn Helgi Lárusson heim til mín og tilkynnir konu minni að systir þeirra Jóna hefði hnigið niður örend klukku- stund áður. Þetta kvöld hafði Jóna og maður hennar Björn Sveinsson og systkini hennar tvö farið á þorrablót í heimabyggð þeirra. Svona örskammt er milli gleði og sorgar, lífs og dauða. Við eigum oft erfitt með að sætta okkur við að sá er við nýlega höfðum hitt hressan og kátan að vanda sé fyrirvaralaust horfinn af sjónar- sviðinu. Við eigum aldrei meir að sjá hana lífs, hérna megin grafar. Jóna var fædd í Krossnesi, Eyrarsveit 16. apríl 1930. Hún var eitt átta barna þeirra hjóna Sigur- laugar Skarphéðinsdóttur og Lár- usar Guðmundssonar, bónda í Krossnesi. Ekki er jörðin Krossa- nes stór né landkostamikil og mun því engin auðsæld hafa verið þar í búi. Þegar börnin voru orðin átta eins og fyrr segir, var því í mörg horn að líta. En þegar mest þurfti við, þá skall ógæfan yfir. Húsmóð- irin var skyndilega brottkvödd eins og dóttirin nú. Lárus stóð nú ellin sótti að henni og hann átti enn þrek til. Steinþór bráðgreindur, bjó yfir mikilli þekkingu á sögu og var gæddur mikilli málsnilld. Þegar hann var nálægt áttræðu flutti hann æviminningar sínar í Ríkis- útvarpið og mælti þær af minni fram án þess að hafa minnisblað sér við hönd. Æviþættirnir voru síðan gefnir út í bók, sem ber heitið Nú nú. Frásagnirnar og útgáfa bókarinnar vöktu athygli um allt land. Steinþór var meðalmaður á hæð, fremur þrekvaxinn en svar- aði sér vel. Hann hafði djúpa en milda rödd, sem hann kunni vel að beita. Steinþór var fremur breið- leitur með hátt enni. Það voru miklir persónutöfrar, sem birtust í alvöruþrungnu svipmóti hans, þar sem glettni og góðvild skópu sterkan bakgrunn. Enn sem fyrr er víðsýnt af Almannaskarði, þótt skugga hafi um sinn borið yfir skaftfellska byggð, sérstaklega þó byggðarlag- ið við rætur Breiðabólstaðarfjalls- ins, þar sem bergsyllur raða sér hver að annarri en háar nípur bera við loft. Þetta er umhverfið sem Stein- þór á Hala nærðist af. Minning hans verður bezt varðveitt með því að brautin verði áfram rudd til heilla fyrir skaftfellska byggð. Egill Jónsson einn uppi með barnahópinn og öll á barnsaldri. Að vísu bjó með honum bróðir hans Jóhannes er vitavörður var við Krossnesvita, en hann var ókvæntur alla tíð. Það voru því margir munnar, sem metta þurfti í Krossnesi, en fyrir- vinnan ekki að sama skapi mikil. Elsta systirin varð að taka við húsmóðurstörfunum og svo hver og einn að vinna, það sem geta og kraftar leyfðu. Það kom því að sjálfu sér um leið og aldur var til, fóru þau systkinin hvert af öðru að leita sér vinnu. Leið þeirra flestra lá til Reykjavíkur eins og gengur. Jóna og elsta systir henn- ar, Lára, bjuggu saman hér í Reykjavík og voru þær mjög samrýndar alla tíð. Ung að árum giftist Jóna Árna Kristmundssyni héðan úr Reykja- vík og bjuggu þau hér í borg. Þau eignuðust tvo syni, Lárus og Kristmund, sem nú eru báðir giftir og hafa stofnað sín eigin heimili. Þau Jóna og Árni slitu samvistum. Síðari maður Jónu er Björn Sveinsson og bjuggu þau í mörg ár í Keflavík. Ekki varð þeim barna auðið, en fósturdóttur, Tínu, ólu þau upp. Hún hafði misst móður sína, er hún var kornabarn. Tína hefur því misst mikið aðeins 14 ára að aldri. Þær voru frænkur Jóna og Tína. Fyrir um tveimur árum keyptu þau Jóna og Björn sér hús í Innri-Njarðvík- um og hafa búið þar síðan. Nú þegar leiðir skiljast að sinni, er margs að minnast. Alla tíð frá því leiðir okkar Jónu fyrst lágu saman, hefur verið mjög kært með okkur. Jóna var að eðlisfari létt í lund og hversdagslega hvers manns hugljúfi er hana umgeng- u»t. Ekki munu hér verða neinir kveinstafir uppi hafðir, því það mundi Jónu ekki að skapi. Ég óska svo sonum hennar og Tínu litlu og eiginmanni gæfuríkr- ar framtíðar. Hvíl í Guðsfriði. Útför Jónu fer fram í dag frá Innri-Njarðvíkurkirkju. Þorsteinn Brynjólfsson Jóna Lárusdóttir — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.