Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Jöorounblnbiö Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JRorflunblnbiíi MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 Að loknu fárviðrínu í fyrrínótt: Eignatjón nemur miUj- örðum gamalla króna LJrtST er að KífurleKt tjún varð i fár\iðrinu er gekk yfir landið í fyrrinótt. ok þó enn sé lanjft frá því að allar skemmdir hafi verið kannaðar, skiptir tjónið millj- örðum xumalla króna eða tugum milljóna nýkróna. Veðurhæðin var svo mikil víða um land að fólk varð að skríða með jörðu til að komast milli húsa. hundruð bifreiða stórskemmdust. þak- plötur ok jafnvel þök i heilu lajfi fuku af húsum ok fjöldi fólks hlaut skrámur ok beinhrot í veðurhamnum. sem Hlynur Sík- tryKKsson veðurstofustjóri seKÍr hafa verið líkastan fcllibyl á borð við þá er þekkjast á suðlæK- ari breiddarKráðum. Ekki er kunnugt um mann- skaða á landi, en hundruð manna unnu að björKunaraðgerðum alla Tryggingar bæta aðeins lítinn hluta skaðans óveðursnóttina, og í gær voru vinnuflokkar að viðgerðarstörfum um land allt. Gluggar í húsum brotnuðu í óveðrinu, stórskemmd- ir urðu víða á innbúi fólks, flugvélar á Reykjavíkurflugvelli og flugskýli skemmdust, hafnar- garðurinn á Akranesi sópaðist á brott, kirkja fauk af grunni, raf- og símalínur um allt land stór- skemmdust. Bátar í höfnum urðu fyrir skakkaföllum, fjúkandi járnplata drap hross í Húnaþingi, þar sem slitlag af þjóðvegi fauk einnig upp á stórum kafla, auglýs- ingaskilti verslana fuku niður, ljósastaurar brotnuðu og svo mætti endalaust telja. Einn fréttaritara Morgunblaðsins telur þetta versta veður frá því í desember 1933, en aðrir vilja líkja veðurofsanum við leifar fellibyls- ins Ellenar er gekk hér yfir árið 1973 og olli miklu tjóni. Rafmagnslaust varð um nær allt land einhverja stund, og enn er rafmagn ekki komið á í mörg- um sveitum, og á Vestfjörðum eru olíustöðvar kyntar til raforku- framleiðslu. Um sextíu manns vinna að rafmagnsviðgerðum, en enn er óljóst hvenær allt verður komið í samt lag á því sviði. Eignatjón er sem fyrr segir gífurlegt, og ljóst er að tryggingar munu ekki greiða nema brot af því tjóni er landsmenn hafa orðið fyrir. Viðlagatrygging tekur ekki til fárviðris þótt hún greiði skemmdir af völdum allra ann- arra náttúruhamfara, og fram hefur komið að bjargráðasjóður er févana. Aðeins þeir eigendur mannvirkja og ökutækja, er tryggt hafa umfram það sem lögboðið er, munu því fá bætur vegna tjóns í fárviðrinu, svo mestur skaðinn verður óbættur. Veðurofsinn náði til allra landshluta, en þó sluppu stór landsvæði við versta veðurham- inn, svo sem Norðausturland, megin hluti Austfjarða og Suð- austurland. Skipverjarnir tveir taldir af: Staðarhóls- kirkja fauk af grunninum STAÐARHÓLSKIRKJA í Saur- bæ í Dalasýslu tókst á loft af grunni sínum í óveðrinu og skall á félagsheimilinu skammt frá. Kirkjan er mjög illa farin og skemmdir urðu verulegar á félagsheimilinu. Þá urðu tals- verðar skemmdir á verzlunar- húsi kaupfélagsins í Saurbæ. Myndin sýnir kirkjuna og fé- lagsheimilið. Reynt verður að ná Heimaey út á morgun HEIMAEY VE 1 stóö rétt á kili eíst í fjörukambin- um á Þykkvabæjarfjöru í gær og við könnun skoðunarmanna virtist skipið óskemmt með öllu. í gær var unnið að því á strandstað að verja skipið frekari áföllum en stefnt er að því að ná Ileimaey á flot á stórstraumsflóði nk. fimmtudag. Samkvæmt viðtölum við skip- stjórana á Ölduljóninu VE og togaranum Sindra VE, sem reyndu björgun Heimaeyjar, var veðurhamurinn með ólík- indum og stóð Heimaey undir stöðugum áföllum á rekinu sem var með ótrúlegum hraða. „bað þykir hrikalegt að lenda í fárviðri á þurru Iandi.“ sagði Þórður Rafn á Ölduljóninu, „en fólk gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því að á sjónum bætist veltingurinn við.“ Lík skipverjanna tveggja sem fórust er þá tók út i brimgarðinum, fundust ekki i gær, er björgunarsveitamenn gengu fjörur, en þeir hétu Albert Olason og Guðni Guð- mundsson. báðir tvitugir og frá Vestmannaeyjum. Albert lét eft- ir sig unnustu og barn. Um 15 björgunarsveitarmenn frá Hvolsvelli voru á strandstað til að bjarga skipverjum i land, en þeir voru ræstir út um það leyti sem Heimaey var að nálg- ast brimKarðinn. Voru þeir komnir niður í fjöruna stundar- fjórðunKÍ eftir að skipið strand- aði ug gekk vel að ná skipverj- unum í land i björgunarstól. Skipverjarnir 9 gista i Gistihús- inu á Hvolsvelli. Fárviðrið olli tjóni um allt land. Hér má sjá uppslátt sem fauk um koll hjá i Mosfellssveit. I.jósm. Mbl. Ól. K. Mhk. Guðni Guðmundsson Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra: Engin tilmæli til stjórnar Framkvæmdastofnunar samþykkt í ríkisstjórninni „ÞAÐ er rangt, að ríkisstjórnin hafi samþykkt einhver tilmæli til stjórn- ar Framkvæmdastofnunar varðandi lán i samhandi við kaup á togara til Raufarhafnar og Þórshafnar. Þvert á móti varð það niðurstaðan eftir allnokkrar umræður um málið. að rikisstjórnin hvorki ályktaði um það né beindi einum eða neinum tilmælum til einhvers.“ sagði Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, í samtali við Mbl. i gær, en meirihluti stjórnar Framkvæmda- stofnunar rikisins samþykkti i gær tillögu i samræmi við „tilmæli frá ríkisstjórninni“ um lán ByKKða- sjóðs til togarakaupa til Þórshafnar og Raufarhafnar. Það var Sverrir Hermannsson, framkvæmdastjóri Framkvæmda- stjórnar ríkisins, sem bar stjórn stofnunarinnar tilmæli frá Stein- grími Hermannssyni, sjávarútvegs- ráðherra, þess efnis, að Byggðasjóður miðaði við 28 milljón norskra króna kaup- og endurbótaverð, sem er jafnvirði 33,6 milljóna króna í stað 21 milljónar norskra króna, sem er jafnvirði 25,2 milljóna króna, en við þá upphæð hafði stjórn Fram- kvæmdastofnunar miðað í samþykkt sinni um lán á 20% kaupverðsins. Tilmæli Steingríms, sem tveir stjórnarmenn vitna til í greinargerð fyrir samþykkt sinni sem tilmæla ríkisstjórnarinnar, voru ennfremur á þá leið, að af þeim 20% kaupverðs, sem ríkisábyrgð nær ekki til, lánaði Byggðasjóður beint 10%, en 10% Framtalsfrest- urinn rennur út á miðnætti Framtalsfrestur rennur út á miðnætti í nótt, þ.e. frestur einstaklinga, en frestur þeirra sem hafa atvinnurekstur og frestur fyrirtækja rennur út síðar. í dag birtist síðari þáttur- inn í lesendaþjónustu Morgun- blaðsins „Spurt og svarað um skattamál". Sjá bls. 25. yrðu tekin af sérstöku fjárframlagi, sem ríkisstjórnin hafði heitið Byggðasjóði. Þeir, sem báru fram tillögu byggða á þessu og samþykktu hana, voru Stefán Guðmundsson, Þórarinn Sigurjónsson, Geir Gunn- arsson, Matthías Bjarnason og Ólaf- ur G. Einarsson. Karl Steinar Guðnason og Eggert Haukdal, for- maður stjórnarinnar, sátu hjá. Hjörleifur Guttormsson sagði í samtali við Mbl. í gær, að tal um tilmæli frá ríkisstjórninni væri „síð- asta undrið í þessu furðulega máli.“ „Þetta er alveg yfirgengilegt," sagði Hjörleifur,,, og jafnfjarstæðukennt er það að mínu mati að ætla að sækja fé til þessara kaupa í fjárveitingu, sem ríkisstjórnin hugsar sem stuðn- ing við innlenda skipasmíði. Hér er greinilega tvísýnt mál á ferðinni." Mbl. tókst ekki í gær að ná tali af Steingrími Hermannssyni né Sverri Hermannssyni. Sjá bls. 5: Meirihluti stjórnar Framkvæmdastofnunar sam- þykkti „tilmæli ríkisstjórnar- innar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.