Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1981 35 fl Greifahúsinu, Austurstræti 22, 2. hæö. Sími 85055 rðsending til foreldra Þið getið verið viss um að hjá okkur fáið þið beztu verðin og mestu gæðin. Við bjóðum ykkur líka að ræða við verzlunarstjóra um greiðsluskilmála. FORELDRA- og kennarafélag Árbæjarskóla gengst fyrir fundi i samkomusal skólans mánudag- inn 23. febrúar kl. 20. Umræðu- efni fundarins verður spurning- in: Hafa grunnskólalögin náð tilgangi sinum? Frummælendur verða Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri i Reykajvík og ólaf- ur Proppé frá skólarannsókna- deild. Állir áhugamenn eru vel- komnir á fundinn. Nokkrar umræður hafa orðið um það hvort námsefni og kennsla í grunnskólum taki nægilegt tillit til þess markmiðs grunnskólalag- anna, að hver nemandi fái kennslu við sitt hæfi. Meðal annars hafa menn velt því fyrir sér hvort nám þeirra, sem fram úr skara í skólunum, sé með þeim hætti sem fyrirhugað var. Sömuleiðis má spyrja hvort nægilegt tillit sé tekið til þeirra, sem kunna að vera á eftir í námi. (Fréttatilkynning) Stakir jakkar kr. 665.- Flannel buxur kr. 298,- Skyrtur kr. 175- Bindi kr. 69.- Kickers- skór , kr.608- DÖMUR Jakki kr. 485.- Pils kr. 253.- Reiðbuxur . kr.249.- Blússur . kr. 175- Leðurbindi kr. 79.- Skór . kr. 545.- Indriði G. á bókmennta- kvöldi BSRB BÓKMENNTAKYNNING verður hjá BSRB næstkom- andi þriðjudagskvöld og hefst það kl. 20:30 i húsnæði BSRB við Grettisgötu 89. Verður Indriði G. Þorsteinsson gestur kvoldsins. Hjörtur Pálsson dagskrár- stjóri ræðir um skáldið og Baldvin Halldórsson les úr verkum þess. Þá mun Indriði svara fyrirspurnum, en fund- urinn er opinn opinberum starfsmönnum og gestum þeirra. 1 % I TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Qgjp KARNABÆR Laugavegi 66 og Glæsibæ. Sími frá skiptiborói 85055. Staðarhólskirkja: Flestir kirkjumunir óskemmdir Hvoli, 19. febrúar, 1981. UPP ÚR miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins fór að hvessa hér verulega af suðvestri og gerði þá fljótt ofsaveður og varð þegar ljóst að eitthvað yrði undan að láta, enda fór það svo. Um nóttina átti ungur maður úr sveitinni leið framhjá kirkju- staðnum, Kirkjuhvoli, þar sem Staðarhólskirkja stóð og sam- komuhúsið Tjarnarlundur. Þrátt fyrir slæmt veður og lélegt skyggni í snjóhriðinni fannst honum kirkjan standa einkennilega i afstöðu sinni til félagsheimilisins og kom þá í ljós við nánari athugun, að hún hafði fokið af grunninum og lent á samkomuhúsinu. Gerði hann þeg- ar viðvart og fór ásamt ná- grönnum sinum. sem til náðist, en þá var þegar orðið simasam- bandslaust, þegar um nóttina til björgunarstarfa. Gátu þeir bjargað ýmsum mun- um kirkjunnar, þeim sem viðráð- anlegir voru, yfir í samkomuhúsið við hliðina, þó hvasst væri og morguninn eftir fóru svo fleiri og björguðu því, sem efir varð um nóttina. Ekki er hægt að segja að miklar skemmdir yrðu á kirkjumunum, miðað við aðstæður, jafnvei ljósa- krónur héngu heilar í loftinu og flestir gripir á altari voru heilir og má raunar merkilegt teljast hve flest var í góðu ástandi. Hafa grunn- skólalögin náð tilgangi sínum? Kirkjan stendur rétt, hefur stöðvast á samkomuhúsinu og skemmt það nokkuð, en samkomu- húsið hefur auðvitað varnað því að kirkjan fyki lengra og eyðilegðist alveg. Turn kirkjunnar brotnaði alveg af og er ónýt. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort hægt er að gera við kirkjuna eða hvort hún telst ónýt, hún er alla vega verulega skemmd, skekkt og víða brotin, en athugun fer nú fram á því, hvað tiltækilegt er að gera. Allmiklar skemmdir aðrar urðu í Saurbænum, þak á verzlunarhúsi Kaupfélags Saurbæinga skemmd- ist verulega og sömuleiðis bifreið- ir félagsins, sem stóðu þar fyrir utan húsið. Mörg íbúðar- og útihús í sveitinni urðu einnig fyrir veru- legum skemmdum. Hafa ménn unnið sleitulaust síðan við að lagfæra og koma húsþökum í samt lag og er enn mikið ógert í þeim efnum. Er ljóst að í þessari sveit hafa margir orðið fyrir allverulegu tjóni, bæði einstaklingar og auð- vitað söfnuðurinn í heild, sem nú hefur misst sitt fagra og hlýlega guðshús, sem þjónað hefur honum í rúm 80 ár, en Staðarhólskirkja var vígð 3. desember 1899. — Séra Ingiberg ÞETTA ER LÍNAN í ÁR ^érmingarfötin okkar 'hafa alltafslegið i gegn HERRAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.