Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1981
Guðrún Lárusdótt-
ir - Minningarorð
í dag veröur gerð útför Guðrún-
ar Lárusdóttur, læknisfrúar frá
Vífilsstöðum, sem lést þann 4.
mars á sjúkradeild Hrafnistu.
Efalaust verða aðrir til að rekja
ætt og uppruna þessarar merku
konu og mun ég því aðeins minn-
ast hennar sem góðs nágranna og
vinar undanfarin 14 ár.
Þótt að ekki væri daglegur
samgangur á milli heimila okkar
og við hittumst aðeins af og til
þegar vel stóð á, þá nægði það
samt til þess, að sterk bönd
vináttu qg samhugar tengdi okkur
saman. Ég naut þess með mikilli
ánægju er Guðrún ávarpaði mig
með orðunum „vinkona mín".
Það er ekki hægt annað en
heillast af ævintýrinu um lífsferil
Guðrúnar Lárusdóttur, því að
. allur var hann óvenjulegur og
stórbrotinn. Hún er fædd laust
fyrir aldamótin síðustu þegar
þjóðin er að byrja að ranka við sér
og tækifæri að skapast eftir alda-
langa örbirgð og áþján. Hún var
yngsta barn góðra foreldra, sem
létu sér mjög annt um uppeldi og
menntun barna sinna eins og
kunnugt er. Hún hlýtur í vöggu-
gjöf góðar gáfur og gtæsilegt útlit
ásamt léttri lund. Er hún hefur
aldur til sest hún í Kvennaskólann
í Reykjavík og stundar þar nám
um skeið. Um þetta leyti sækir
hún um starf hjá Landssímanum í
Reykjavík, en slík störf voru
eftirsótt í þá tíð og margir um-
sækjendur um þau. Guðrún fékk
stöðuna vegna góðra meðmæla
fröken Ingibjargar H. Bjarnason.
Á efri árum varð henni tíðrætt um
þá daga ævi sinnar, þegar hún ung
vann á Landssímastöðinni sem
varðstjóri o.fl. Um það tímabil
átti hún aðeins góðar minningar,
því að á vinnustaðnum hafði ríkt
góður andi. Þá þegar virðist sann-
ast hið forna spakmæli er segir:
Hver er sinnar gæfu smiður.
Nú hefst annar þáttur í lífi
Guðrúnar er hún gengur að eiga
efnilegan læknastúdent, Helga
Ingvarsson, síðar yfirlæknir á
Vífilstöðum, sem öll þjóðin síðar
þekkti og stendur í þakkarskuld
við. Það var ekki að ófyrirsynju að
einn samtímamaður og skólabróð-
ir Helga úr menntaskóla komst
svo að orði í mín eyru, þegar
nýlokið var fjölmennum fagnaði,
sem þeim hjónum var haldinn til
heiðurs: „Ég er viss um að Helgi er
vinsælasti maður á íslandi.
Að loknu framhaldsnámi Helga
erlendis flytjast þau hjónin að
Vífilstöðum. Þeim stað helgar
Guðrún svo öll sín manndómsár.
Fyrir þau ár á þjóð vor einnig
mikið að þakka konu Helga Ing-
varssonar. Hann hefði vart getað
sinnt sjúklingum sínum svo vel
sem orð er á gert, bæði á nóttu
sem degi og haldið uppi mikilli
risnu á heimili sínu, án þess að
hafa sér við hlið mikilhæfa konu.
Starf hennar hefur oft verið ólýs-
anlega erfitt og krafist mikillar
fórnfýsi. En þetta allt fórst henni
vel vegna mikilla mannkosta og
jákvæðra lífsviðhorfa.
Eftir að lokið er 40 ára giftu-
samlegu starfi á Vífilstöðum og
berklaveikin er að velli lögð, flytja
þau hjónin árið 1967 til Reykja-
víkur og setjast að í eigin húsnæði
á Lynghaga 8. Við þessi tímamót
má segja að þriðji og síðasti
þátturinn í lífi Guðrúnar hefjist.
Hvað alla ytri umgjörð snertir var
þetta mikil breyting hjá henni og
margt gjörólíkt því sem hún hafði
búið við í áratugi. En þetta fór allt
vel eins og áður, því að skilningur
á breyttum aðstæðum var fyrir
hendi. Hér áuðnaðist henni að
eiga friðsælt ævikvöld þar sem
hún var umvafin umhyggju síns
góða eiginmanns og upplifa marg-
ar ánægjustundir í félagsskap
barna og barnabarna. Ánægjulegt
er einnig til þess að hugsa að
henni skyldi auðnast að dvelja á
sínu kæra heimili nær til æviloka.
Við hér á neðri hæðinni eigum
aðeins góðar minningar um hana,
hún var alltaf hlý og góð við börn
okkar og barnabörn og amaðist
aldrei við neinum.
Ein mynd af henni öðrum frem-
ur mun geymast mér í minni. Það
var einn fagran síðsumardag í
sumar er við hér á heimilinu
ásamt lítilli stúlku, 6 ára barna-
barni okkar, vorum að slá og þrífa
garðinn. Guðrún sem þá var orðin
lasin og beið eftir sjúkrahúsplássi,
kom og vildi liðsinna okkur. Hún
og litla telpan hjálpuðust við að
safna nýslegnu grasinu í körfu.
Aðdáunarvert var hve góð hún var
við barnið og horfði á það lýsandi
augum, og þá var eins og hún
gleymdi sínum eigin þjáningum.
Þetta atvik sannaði viðstöddum
það sem þeir reyndar vissu áður,
að hér fór góð kona.
Blessuð sé minning hennar.
Bergljót Guttormsdóttir
Föðursystir mín, Guðrún Lárus-
dóttir, fyrrum húsfreyja að Vífil-
stöðum, andaðist 4. mars sl., á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu
eftir erfiða sjúkralegu.
Hún var fædd 17. mars 1895, og
var því orðin öldruð kona, er þráði
hvíld eftir annasama ævi. Raunar
hafði hún ekki séð glaðan dag frá
andláti eiginmanns síns, Helga
Ingvarssonar yfirlæknis, en hann
lést 14. apríl á síðastliðnu ári.
Sambúð þeirra hafði varað lengi
og verið einlæg. Helgi Ingvarsson
var hin trausta stoð fjölskyldu
sinnar. Undraði því engan, þó
harmur frænku minar væri djúp-
stæður. Hún var að eðlisfari
f íngerð og trygg.
Eg man hana frá minni barn-
æsku sem góða og lífsglaða stúlku.
Hún var yngst af börnum Guðrún-
ar Þórðardóttur og Lárusar Páls-
sonar hómópata, er bjuggu að
Spítalastíg 6 hér í borg. Þar ólst
frænka mín upp í glöðum syst-
kinahópi, sem hlaut á þeim tímum
þá sérstöðu að geta menntað sig.
Guðrún gekk í Kvennaskólann í
Reykjavík og lauk námi þaðan.
Minntist hún oft veru sinnar þar
með gleði og virðingu. Síðar lá leið
hennar til náms í Danmörku. Þá
var fágætt að konur hlytu mennt-
un erlendis. Var henni tíðrætt um
dvöl sína þar, og sagði mér frá
ánægjulegum skógarferðum, sem
hún fór með hressum og kátum
stallsystrum. Tók hún þá gjarnan
fram myndaalbúm og sýndi mér.
Þar var hin íslenska stúlka stjarn-
an í hópnum, en Guðrún var alla
ævi falleg og aðlaðandi kona.
Að námi loknu byrjaði hún að
starfa hjá Landsíma íslands.
Vann hún þar um árabil, að
síðustu sem varðstjóri, en lét þar
af störfum og giftist 19. desember
1921, ungum læknanema; Helga
Ingvarssyni. Ári síðar lauk hann
embættisprófi frá Háskóla ís-
lands, og fór í framhaldsnám til
Kaupmannahafnar. Þá höfðu þau
eignast dóttur, sem föðursystir
mín annaðist hér heima. Á meðan
veiktist maður hennar af berklum
erlendis. Hann var ekki heill
heilsu, er heim kom, og stofna átti
heimilið. Berklar voru um þær
mundir mikill vágestur og Vífil-
staðahælið tekið til starfa. Fluttu
þau þangað með litlu dótturina,
fengu ófullkomna íbúð í sjálfu
hælinu, þar sem læknirinn byrjaði
á því að aðstoða prófessor Sigurð
Magnússon. Studdu þeir hvorn
annan í farsælu starfi. Helgi
Ingvarsson heimti þarna heilsu
sína, og hvarf ei frá Vífilstöðum
öllum til heilla, fyrr en starfsdegi
lauk.
Þarna blasti við föðursystur
minni alvara lífsins, en hún tók
öllu með hugarró. Eftir nokkra
dvöl í sjálfu hælinu, fengu þau ögn
stærri íbúð í ráðsmannshúsinu,
sem í daglegu tali var kallað
„Búið". Deildu tvær fjölskyldur
húsinu á milli sín, auk starfs-
manna, er unnu við bústörfin. Eg
man að eldhús frænku minnar var
eins og  þokkalega  stór  skápur.
Hún  kvartaði  þó  aldrei  um
þrengsli né þægindaleysi.
Fyrir nokkru hitti ég aldraða
vökukonu af hælinu, er dáðist af
nægjusemi ungu hjónanna. Hún
þurfti oft að vekja lækninn upp,
vegna starfa úti á hæli. Sagði hún
að naumast hefði verið um nokk-
urt gólfpláss að ræða í svefnher-
berginu. Þrengslin ræddi frænka
mín hins vegar hvorki fyrr né
síðar, en minntist indælla stunda
með fjölskyldu Signhildar og
Björns Konráðssonar.
Þótt húsrými væri í þrengra
lagi var heimili Guðrúnar og
Helga sjaldan gestalaust. Það var
líka sérstakt að sækja þessi hjón
heim, faðmur þeirra var opinn og
hlýr til hinstu stundar. Saknar öll
fjölskyldan okkar þeirra einlæg-
lega.
Árið 1939 tók Helgi við yfir-
læknisstörfum á Vífilstöðum.
Fluttu þau þá í yfirlæknisbústað-
inn, er var bjartur og rúmgóður.
Kom nú í ljós fegurðarskyn
frænku minnar. Eftir að þau
höfðu komið sér þarna fyrir, var
heimili þeirra sannkallaður un-
aðsreitur. Oft var mér starsýnt á
stóra blómagluggann, er frænka
mín annaðist af natni. Þau endur-
guldu líka sambýlið með litríkum
blómkrónum. Málverk meistar-
anna skreyttu veggi heimilisins.
Þeim var einstaklega vel fyrir
komið. Ég vildi helst dvelja allar
frjálsar stundir hjá Guðrúnu og
Helga. Lét ég líka verða af því svo
oft sem unnt var meðan leiðir lágu
saman. En vegur minn lá um
árabil í aðra átt. Þó kom að því að
ég sótti þau heim aftur og kynnt-
ist þá náið velvild þeirra til allra,
er þess þurftu með. Leið mín lá á
Vífilstaðahælið. Ég var sjúklingur
með veikt barn á öðru ári. Viðtök-
um hjónanna gleymi ég aldrei.
Ég fékk þá oft að vera með
frænku minni og fylgjast með
hennar daglegu störfum, en þau
voru ærin. Ætíð gekk hún um
brosandi og uppörvandi ekki ein-
asta mig, heldur marga einstakl-
inga hælisins, sem áttu fáa að.
Hún fylgdist með ferðum þeirra
utan hælisveggjanna, kallaði til
þeirra og bauð þeim inn, í angandi
kaffi og kökur. Slík augnablik
voru dýrmæt öllum er tóku þátt í
þeim, en gestirnir hurfu aftur á
braut hressir, yljaðir af gæsku
góðrar sálar. Þá kom mér oft í hug
erindi, er ég nam sem barn af
föður mínum. Mun það hafa verið
einn þáttur af lífsboðskap Guð-
rúnar Þórðardóttur móður þeirra.
Erindið er svona:
Hvar þú finnur fátækan á
förnum vegi,
gerðu honum gott, en grættu
eigi,
Guð mun launa á efsta degi.
Vissulega voru þetta einkunnar-
orð frænku minnar. I húsi þeirra
hjóna voru margar vistarverur.
Þar áttu einstæðingar skjól á
nóttu sem degi, þegar fallvölt
veröld brosti ekki lengur við þeim.
Ég hef hér brugðið upp lítilli
mynd af heimili föðursystur
minnar og manns hennar, Helga
Ingvarssonar, varla er hægt að
minnast annars svo að beggja sé
ekki getið, svo einlæg var sam-
fylgd þeirra. Þau eignuðust heil-
brigðan og velgefinn afkomenda-
hóp, sem var ræktarsamur við
gömlu hjónin til hinstu stundar.
Börn þeirra, sem lifa eru: dr.
Guðrún Pálína skólastjóri
Kvennaskólans, Ingvar Júlíus
stórkaupmaður, dr. Lárus Jakob
yfirlæknir, Sigurður lögfræðingur
nýskipaður sýslumaður í Norður-
Múlasýslu, en auk þess eignuðust
þau Júlíus, sem dó nýfæddur og
Júlíu sem lést 10 ára gömul, en
hún var öllum harmdauði ekki síst
foreldrunum, er aldrei gréru sára
sinna. Við trúum að nú hafi þau
átt endurfundi.
Ég kveð Guðrúnu föðursystur
mína, með þökk fyrir allt, fel hana
gjafara eilífs lífs, með orðum
ritningarinnar: Varðveit mig,
Guð, því að hjá þér leita ég hælis.
G.J.
„Þar sem góðir menn fara, þar
eru Guðs vegir." Þannig hljóða
síðustu orðin í bók Björnstene
Björnson „A Guðs vegum".
í þau 14 ár sem ég hefi búið að
Lynghaga 8, í nábýli og sem
leigjandi Helga Ingvarssonar og
konu hans frú Guðrúnar Lárus-
dóttur, komu þessi orð títt í huga
minn, þau voru eitthvað svo ná-
tengd þeim og öllu þeirra atferli.
Annarri líkingu má bæta við: „Hér
andar Guðs blær." Það andaði
vissulega Guðs blær í kringum
þessi góðu hjón, sem gengu um
eins og lifandi tákn yndis og yls og
báru með sér birtu, hvert sem leið
þeirra lá.
Helgi lést fyrir tæpu ári, og hún
átti enga ósk heitari en þá að fá að
fylgja honum svo fljótt sem auðið
yrði. Nú hefur hún fengið ósk sína
uppfyllta, og þrátt fyrir söknuð í
hjarta samgleðst ég henni.
Þau voru mér og mínu fólki
einstaklega góð, og fyrir það bið
ég góðan Guð að launa þeim, og
leiða þau um ljóssins geima, því
þar eiga þau svo sannarlega
heima.
Þaö er búið að vera tómlegt á
Lynghaga 8 síðan þau fóru, samt
er eins og milt bergmál orða
þeirra og athafna liggi þar í lofti
og minni á, að það er hægt að
skilja eftir sig slíkar minningar,
að þeim sem eftir sitja finnist eins
og þeir séu umvafðir velvilja og
hlýju. Slík eru áhrif kynninga
minna við þau Guðrúnu og Helga.
Þetta er aðeins fátækleg kveðja
frá heimili okkar að Lynghaga 8,
ég þakka þeim af heilum huga og
bið Guð að blessa minningu
þeirra.
Hrefna Tynes
Guðrún Lárusdóttir, amma mín,
var fædd á Sjónarhóli, Vatns-
leysuströnd hinn 17. marz 1895.
Foreldrar hennar voru hjónin
Guðrún Þórðardóttir frá Höfða á
Vatnsleysuströnd og Lárus smá-
skammtalæknir frá Arnardrangi í
Landbroti. Páll faðir hans var
sonur séra Jóns Jónssonar að
Kálfafelli og Guðnýjar Jónsdótt-
ur, „eldprests" Steingrímssonar.
Guðrún fluttist ung með foreldr-
um sínum og stórum systkinahópi
til Reykjavíkur. Þau bjuggu á
Spítalastíg 6, og var þar oft glatt á
hjalla í fjölmennum og glöðum
systkinahópi. Hún stundaði nám í
barnaskóla, í Kvennaskólanum í
Reykjavík og síðar í húsmæðra-
skóla í Danmörku. Hún vann síðan
hjá Landssíma íslands um árabil.
Guðrún missti foreldra sína
með rúmu ársmillibili 1918—19,
og varð það henni mikið áfall. Um
þær mundir kynntist hún Helga
læknastúdent Ingvarssyni. Með
þeim tókust góðar ástir og gengu
þau í hjúskap árið 1921. Þau hjón
eignuðust sex börn: Guðrúnu Pál-
ínu skólastjóra, Ingvar stórkaup-
mann, Lárus yfirlækni, Sigurð
sýslumann, Júlíus sem dó í vöggu,
og Júlíu sem dó tæpra tíu ára
gömul. Missir þeirra var þeim
báðum þungt áfall. Þau eignuðust
fjölmörg barnabörn og barna-
barnabörn, sem sóttu mjög til
þeirra. Sjálf ræddu þau oft um, að
þau hefðu barna- og afkomenda-
lán.
Helgi, afi minn, hóf störf á
Vífilstaðaspítala haustið 1922 og
fluttust þau þangað. Hann var
yfirlæknir þar 1939—1968. Störf
hans eru líklega flestum lands-
mönnum kunn. Hitt vita líklega
færri, að kona hans studdi hann af
lífi og sál og efldi hann til dáða.
Stóð heimili þeirra hjóna jafnan
opið sjúklingum og aðstandendum
þeirra, enda færra um ferðir þá.
Mæddi oft á húsmóðurinni um
móttökur allar, en heimilið var
þekkt fyrir gestrisni og myndar-
skap. Var og oft hjá þeim fjöl-
menni því að þau höfðu yndi af að
hafa vini og ættingja hjá sér.
Hjá þeim var reyndar lengst af
annað heimili mitt. Þar kynntist
ég því af eigin raun, að amma mín
mátti ekkert aumt sjá. Hún reyndi
að leysa vanda annarra af hjarta-
hlýju, en um leið glaðværð. Finnst
mér einnig eiga vel við hana, sem
segir í frægu erfikvæði eftir
Bjarna Thorarensen:
„Kurteisln kom að Innan,
8Ú kurtiisin samn.
slðdekrí öllu æðri.
af oðrum sem larist."
Að afloknum löngum starfsdegi
á Vífilstöðum fluttust afi og
amma til Reykjavíkur og bjuggu
að Lynghaga 8. Þangað sótti þau
Minning:
Jóhann Sveinsson
cand. mag. frá Flögu
Jóhann Sveinsson var fæddur í
Myrkárdal í Hörgárdal hinn 31.
jan. 1897. Foreldrar hans bjuggu
þá þar, en fluttust síðar að Flögu,
og við þann bæ kenndi Jóhann sig.
Sveinn faðir Jóhanns var Jó-
hannsson bónda og smiðs að
Hvassafelli Jóhannessonar, en
móðir hans Hallfríður Jóhanns-
dóttir bónda í Flöguseli Gunn-
laugssonar. Bæði voru þau hjón af
góðum bændaættum eyfirzkum.
Mun ég ekki rekja ættir þeirra
hér, en vísa þeim, sem vita vilja
deili á ættunum í æviminningu
um Braga ættfræðing, bróður Jó-
hanns, eftir Mörtu Valgerði Jóns-
dóttur, sem birtist í II. bindi
Sópdyngju, þjóðsagnariti, sem
þeir bræður gáfu út saman (1944
og 1951). Eina systur áttu þeir
bræður, Lilju að nafni, er gift var
Sigursteini Júlíussyni frá Brak-
anda í Hörgárdal. Hjá þeim hjón-
um bjó Hallfríður móðir þeirra,
eftir að hún missti mann sinn, er
varð bráðkvaddur vorið 1923. Jó-
hann lauk búfræðiprófi frá Hólum
1917, kennaraprófi 1921 og gagn-
fræðaprófi utan skóla frá Akur-
eyrarskóla 1924. Settist hann þá í
Menntaskólann í Reykjavík og
lauk  stúdentsprófi  þaðan  1927,
þrítugur að aldri, og prófi í
forspjallsvísindum við Háskóla ís-
lands 1928. Veturinn 1929—1930
dvaldist hann í Þýzkalandi og
Danmorku og sótti námskeið í
uppeldisfræðum í þessum löndum.
Haustið 1930 hóf hann nám í
íslenzkum fræðum við Háskóla
íslands og lauk cand. mag. prófi
1936. Að loknu kennaraprófi varð
Jóhann barnakennari í Önguls-
staðahreppi í Eyjafirði veturinn
1921-1922 og kennari við ungl-
ingaskóla Glæsibæjarhrepps síð-
ari hluta vetrar 1922—1923. Jafn-
framt háskólanámi stundaði hann
heimakennslu meira eða minna.
Að loknu kandídatsprófi við há-
skólann stundaði hann kennslu-
störf hin næstu ár, við Verzlunar-
skóla Reykjavíkur 1936—1937, við
Stýrimannaskólann 1937—1938,
1942-1944, 1946-1947 og 1948-
1949 og við Kennaraskólann
1937-1939 og við héraðsskólann á
Eiðum 1940-1941. Árið 1941 var
Jóhann ráðinn bókavörður við
Borgarbókasafnið í Reykjavík og
starfaði við það, unz hann lét af
störfum fyrir aldurssakir. Jóhann
var prófdómari í íslenzku við
Gagnfræðaskóla Austurbæjar um
hálfa öld.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48