Morgunblaðið - 04.04.1981, Side 32

Morgunblaðið - 04.04.1981, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4-APRÍL 1981 Þorsteinn Hjálmars- son póst- og símstjóri Hofsósi — Minning Fæddur 14. febrúar 1913. Dáinn 26. marz. 1981. Þegar hringt var í mig að morgni, þann 26. marz, og mér sagt að Þorsteinn Hjálmarsson væri dáinn, var sem skorið væri á taug í mínum huga og ég var ekki samur maður næstu daga. Þessi taug á milli okkar Þorsteins, velvilja og vináttu sem um nær 40 ára skeið hafði tengt okkur sam- an. Líklega er það ekki vanalegt að harðfullorðnir menn tali hver við annan um sín einkamál, en fyrir kom að við Þorsteinn gerðum það, og þó fann ég glöggt að hann var nokkuð lokaður, já jafnvel í viðtali við sína beztu vini. Skapgerð hans var þannig, alvaran og festan á bak við glaðlega ljúfmennsku og hjálpfýsi í öllu dagfari. Hann var maður hár og myndarlegur og rösklegur í allri framkomu. Allir sem kynni höfðu af Þorsteini komust í gott skap er þeir heyrðu rödd hans í símanum og hlátur hans var merkilega hressandi og uppörvandi öllum er á heyrðu. En nú er þessi hressandi rödd og hláturinn þagnaður. Ekki er ég í vafa um að allir er honum kynntust, þekktu ,hann sem göfugmenni sem mannbæt- andi var að hafa samneyti við. Það þarf raunar ekki að kynna Þorstein fyrir Skagfirðingum, hann var héraðskunnur, en Hofs- ósingar og nágrannabyggðir hafa misst þarna sinn allra besta mann 68 ára gamlan, og það skarð hjá okkur verður ekki auðfyllt. Þorsteinn var fæddur í Hlíð í Álftafirði vestra, og mun hafa alist þar upp þar til hann fór í gagnfræðaskóla á Akureyri, og náði gagnfræðaprófi á einu ári, þá fór hann í kennaraskóla og lauk þar kennaraprófi. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Pálu Pálsdóttur frá Hofsósi, sem reyndist honum styrkur og góður förunautur til enda lífs hans. Þau hjón stunduðu kennarastörf í heimabyggð Þorsteins, Súðavík, fyrst eftir að þau útskrifuðust, en fluttust síðan til Hofsóss þar sem þau hófu kennslustörf, fyrst bæði en hún fram undir þennan tíma, en fljótlega hlóðust á Þorstein svo mikil störf að í raun og veru var það mikið meira en eins manns verk að anna því er hann starfaði að. Hann gerðist skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirð- inga, fljótlega varð hann oddviti Hofsóshrepps, sýslunefndarmað- ur, póst- og símastjóri, umboðs- maður Háskólahappdrættis svo aðeins fátt sé talið. Þegar Kaup- félögin í Skagafirði voru sameinuð var Þorsteinn kosinn í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga og endurskoðaði reikninga þess, svo og endurskoðaði sýslureikninga meðan hann var sýslunefndar- maður, og ekki verða taldar fyrir- greiðslur hans við reikningsupp- gjör sem margir leituðu til hans með. Þorsteinn var áhugamaður um félagsmál. Leiklistarstarfsemi á Hofsósi studdi hann ötullega og jafnvel söngmál þó ekki væri hann söngmaður sjálfur, en kona hans sem haft hefur forystu í söngmál- um um fjölda ára, studdi hann af heilum huga. Hann var einn stofn- enda Lionsklúbbsins Höfða í út- hluta Skagafjarðar og einn traust- asti félaginn og eigum við Lions- menn þar á baki að sjá góðum dreng sem gerir fundi okkar svipminni en áður. Þorsteinn og Pála eignuðust 9 börn sem öll eru sérstaklega vel gerð og minna býsna mikið á föður sinn. Þau eru María, sjúkraþjálfari, Páll, fulltrúi vegagerðar á Sauð- árkróki. Gestur fulltrúi í Búnaðar- bankanum á Sauðárkróki, Hall- dóra, húsfreyja á Sauðárkróki, Broddi, trésmíðameistari á Sauð- árkróki, Þorsteinn, bæjarstóri á Sauðárkróki, Hanna Pála, hús- móðir á Sauðárkróki, Snorri mjólkurfræðingur á Norðfirði, og Rósa yngst, húsmóðir á Hofsósi, og nú í starfi föður síns við póst- og símstöðina á Hofsósi. Ég veit að mér er óhætt að flytja Pálu og börnum hennar hugheilar samúðarkveðjur frá öllum vinun- um heima. Við geymum minningu Þorsteins og biðjum góðan guð að styðja ástvini hans og heima- byggð. Björn Jónsson i Bæ I dag, laugardaginn 4. apríl, verður til grafar borinn frá Hofs- ósskirkju, Þorsteinn Hjálmarsson símstöðvarstjóri og fyrrverandi oddviti í Hofsósi. Þorsteinn var fæddur að Hlíð við Álftafjörð þ. 14. febrúar árið 1914 og var því nýorðinn 67 ára er hann lést. Foreldrar hans voru þau Hjálmar Hjálmarsson og María Rósinkars- dóttir. í Hlíð ólst hann upp og mun hafa notið þar þeirrar fræðslu sem ástæða þótti til að veita börnum á þeim tíma. Er tími leið hóf hann nám við Menntask- ólann á Akureyri, en ekki gafst honum að ljúka þaðan prófi; varð að hætta námi þá er faðir hans veiktist. Siðar hóf hann svo nám við Kennaraskólann og lauk þaðan prófi árið 1940. Við kennslu var Þorsteinn þó fyrir þann tíma; stundaði m.a. farkennslu á Ströndum tvo vetur, 1936 og 1937. Þ. 31. maí 1940 kvæntist svo Þorsteinn Pálu Pálsdóttur, fæddri í Hofsósi 25. okt. 1912. í Hofsósi settu þau svo saman heimili sitt og þar bjuggu þau svo æ síðan. Þar fæddust og börnin þeirra, níu að tölu, en þau eru þessi: Páll Reynir, f. 17. maí 1941, skrifstofumaður hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki. Kvæntur Dröfn Pétursdóttur. María Hjálmdís, f. 25. febr. 1943, sjúkraþjálfari, búsett í Reykjavík, ógift. Dóra, f. 31. mars 1944, starfar við kennslu- og skrifstofustörf hjá Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki. Gift Sigurgeir Angantýs- syni, bifvélavirkja. Gestur, f. 6. sept. 1945. Fulltrúi við Búnaðarbankann á Sauðár- króki, kvæntur Sóleyju Skarp- héðinsdóttur fr. Gili. Anna Pála, f. 19. mars 1947, starfsmaður við Búnaðarbankann á Sauðárkróki. Gift Val Ingólfs- syni, byggingameistara. Þorsteinn, f. 27. mars 1948, bæjarstjóri á Sauðárkróki. Kvæntur Kristínu Sætran, innan- hússarkitekt. Broddi, f. 5. jan. 1951, bygg- ingameistari á Sauðárkróki. Kvæntur Ingibjörgu Tómasdóttur skrifstofumanni. Snorri, f. 23. júní 1956. Mjólkur- bússtjóri í Neskaupstað. í sambúð með danskri konu. Rósa, f. 12. ágúst 1958, starfsm. Pósts og síma, Hofsósi. Gift Guðna Óskarssyni kennara. Barnalán þeirra Þorsteins og Pálu er mikið, því að tæpast mun það deiluefni þeirra er til þekkja, að vart muni líta glæsilegri né mannvænlegri barnahóp en þenn- an. Hafa þau öll aflað sér mennt- unar eftir sínum hæfileikum og áhugamálum og gegna nú hinum margvíslegustu ábyrgðar- og trún- aðarstörfum, bæði sem aðalstarfi svo og ýmiss konar félagsmála- störfum sem samborgararnir hafa kallað þau til. Er það þó kannske að vonum, þegar athugað er, hvað eftir foreldra þeirra liggur í þeim efnum. Þegar Þorsteinn fluttist til Hofsóss, réðist hann til skrifstofu- starfa hjá Kaupfélagi Austur- Skagfirðinga, en síðar tók hann við starfi símstöðvarstjóra í Hofs- ósi og póstafgréiðslumanns og því starfi gegndi hann til æviloka. Þorsteinn var glæsimenni. I meðallagi hár, grannvaxinn og spengilegur; allt fas hans og fram- ganga eftir því. Hann var fremur dökkur yfirlitum og vel farinn í andliti. Viðmót hans allt var í senn glaðlegt og hlýlegt. Þau Þorsteinn og Pála voru samtaka um fleira en að ala upp barnahópinn og koma honum til manns. Þau tóku að sér hin margvíslegustu störf á félagslegu sviði, hvort í sínu lagi eða bæði saman. Pála var t.d. organisti og burðarás í söng- og tónlistarlífi, ýmsum líknar- og menningarmál- um, s.s. Rauða krossi og samtök- um kvenna. Þorsteinn gegndi hinum marg- víslegustu trúnaðarstörfum og skal hér fátt eitt nefnt. Hann var oddviti Hofsósshrepps 1955—1978 og sýslunefndarmaður í áratugi. í stjórn Kaupfélags Austur-Skag- firðinga var hann, og eftir að starfsemi þess lagðist niður og félagssvæði Kaupfélags Skagfirð- inga var stækkað yfir austurhluta Skagafjarðar, var hann i stjórn þess. Þá var hann í stjórn atvinnu- fyrirtækja á Hofsósi, svo og í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga og sæti átti hann í fulltrúaráði Sam- bands ísl. sveitarfélaga um skeið og sat þing þess. Margvíslegum störfum öðrum gegndi Þorsteinn. Hann var mjög ljúfur og góður samstarfsmaður, tillögugóður, at- hugull og úrræðagóður, en gat eigi að síður verið fastur fyrir og ákveðinn í skoðunum, en réttsýnn og sanngjarn. Eftirsóttur var hann til ritarastarfa á fundum og í stjórnum er hann sat í. Þorsteinn var einlægur og sannur jafnaðar- maður. Honum var viðgangur og starf Alþýðuflokksins mikið og hjartans áhugamál. Einhverju sinni, þegar krakkar hans voru að stríða honum á því, að nú væri Alþýðuflokkurinn að minnka, svaraði hann því að bragði, að sér væri alveg sama, í flokknum yrði hann þó hann yrði einn eftir. Segir þetta svar nokkra sögu. Sat Þor- steinn flokksþing og átti um skeið sæti í flokksstjórn. Einnig átti hann sæti á framboðslistum flokksins til Alþingiskosninga. Al- þýðuflokkurinn sér hér á bak traustum liðsmanni. Ég hefi persónulega þökk að gjalda. Kynni mín af Þorsteini hófust að marki veturinn 1%8, er við vorum báðir skipaðir í atvinnumálanefnd fyrir Norður- land, hann af ráðherrum en ég af Alþýðusambandi. Nefnd þessi hafði að verkefni fyrst og fremst, að gera tillögur um útdeilingu fjármagns sem verja skyldi til örvunar atvinnulífs á atvinnuleys- istímum. Þá kynntist ég fyrst og fremst tveimur hliðum á Þor- steini, sem var mér, viðvaningn- um, mikils virði. Annarsvegar hinum réttsýna og tillögugóða manni, sem hafði yfirsýn yfir verkefnið, en hinsvegar hinum glaðværa og skemmtilega ferða- félaga, því við fórum saman nokkrar ferðir til Akureyrar þennan vetur og teygðist nokkuð úr sumum vegna veðurs og færðar, svo sem verða vill. Síðar kynntist ég öðrum hliðum á Þorsteini. Fyrir þetta, öll okkar samtöl og góð ráð hans til mín, þakka ég af hjarta. Og nú er Þorsteinn allur. Hans verður minnst sem hins farsæla og trausta forystumanns sinnar byggðar. Sem hins fjölhæfa fé- lagsmálamanns sem samborgar- arnir hylltust til að fela forsjá sinna sameiginlegu mála á fjöl- mörgum sviðum. Sem hins glað- væra og skemmtilega félaga, sem menn sóttust eftir að blanda geði við. Og síðast, en ekki síst, hins barngóða og ljúfa föður og heimil- isföður, sem leiddi og studdi börn og barnabörn af ástúð og um- hyggju. Pála, börnin, barnabörnin og allir nákomnir eiga um sárt að binda. Fráfall góðs manns skilur jafnan eftir tómarúm. En þau eiga líka öll ljúfar og góðar minningar um horfinn ástvin. Það er gott haldreipi þegar svona stendur á. Fjölskylda mín og ég sendum ykkur heilar samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur og vernda. Jón Karlsson Engan mann þekktum við hóg- værari og ófúsari til að tala um sjálfan sig en Þorstein og senni- lega á móti hans skapi að láta skrifa um sig. En hann tengdist tilveru okkar svo náið að við finnum þörf til að færa honum þakkir. Okkur finnst ótrúlegt að Þor- steinn skuli vera dáinn. Það er varla hægt að hugsa sér símstöð- ina, já og Hofsós, án hans, því okkur finnst hann alltaf hafa verið þar. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við fórum að klifra yfir girðinguna hjá Pálu og Þorsteini og berja að dyrum í „Páluhúsinu" í leit að leikfélaga. Oft kom Þorsteinn til dyranna og sagði: „Hver ert þú og hvern viltu finna? Það eru ekki krakkar í þessu húsi.“ Þetta sagði hann strangur á svip, en það gat hann ekki verið lengi, því glettnin og gáskinn voru of mikil og brátt kvað við dillandi hlátur. Þannig munum við Þor- stein. Góða skapið var alls ráðandi og stríðnin var aldrei langt undan. Spaugilegu hliðar lífsins sá hann vel og smáatriði vöktu oft hlátur hans og þá var ekki hægt annað en hlæja með, því svo var hláturinn smitandi. Sem vinnuveitandi reyndist Þorsteinn okkur oft ótrúlega þol- inmóður og eftirlátssamur, því oft þurftum við að fá frí til keppnis- og íþróttaferða og aldrei þurftum við að kvíða því að fá neitun. Það var e.t.v. táknrænt fyrir hann, því varla gat hann neitað nokkurri bón. Annað, sem einkenndi Þor- stein var það, hversu laus hann var við fordóma og yfir það hafinn að ætla öðrum misjafnt. Góðir nágrannar eru ómetan- legir, ekki síst í litlu samfélagi og slíkur nágranni var Þorsteinn. Fyrir hönd foreldra okkar og systkina þökkum við honum góða vináttu og gott nábýli í gegnum árin og sendum Pálu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Helga, Fanney og Þórdis Friðbjörnsdætur. var alla tíð þeira ósk og yndi. Eftir að börnin stofnuðu sín eigin heim- ili voru dæturnar í grannbýli svo og barnabörnin, þannig að heimil- ið naut góðrar aðstoðar þeirra þegar elli þyngdi fót. Einar var greindur vel, átti snoturt og vel hirt bókasafn og las mikið, einkum hin síðari ár. Hann var fróður um sögu lands og þjóðar, viðræðugóður og sagði vel frá og kryddaði á stundum frá- sögn sína hæglátri kímni. í öllum samskiptum var Einar mjög traustur, allt stóð sem stafur á bók, ákvarðanir og loforð. Það gustaði ekki af honum en hlýúð var rík í fari hans og hann gat verið fastur fyrir ef á þurfti að halda. Hann virtist hverju sinni taka ákvarðanir sínar eftir ná- kvæma íhugun og aðstæðum. Ég get ekki stillt mig um að greina frá atviki sem átti sér stað endur fyrir löngu. Við Einar vorum báðir heimilisfastir sunnan heiðar og ákváðum að fara heim á æsku- stöðvarnar og dvelja þar um jólin. Við lögðum af stað snemma dag í sæmilegu veðri. Þegar við komum á Kolviðarhól var kominn blind- bylur. Þar hittum við ferðamann sem var á austurleið, vildi hann bíða á meðan við fengjum okkur hressingu. „Þá máttu bíða til morguns", svaraði Einar umbúða- laust. Ferðamaðurinn hvarf út í bylinn en við gengum í hús. Eftir alllangan tíma var kvatt dyra á Hólnum og inn kom maður, fann- barinn mjög, sá sami er við hittum fyrr um daginn og þóttist hann hólpinn að vera kominn í hús. Mér hefur ávallt fundist þetta atvik gefa skemmtilega mynd af Einari. Á kveðjustund koma ótal minn- ingar í hugann. Ég minnist margra stunda á heimili Einars og þeirra hjóna, þar fór saman ylríkt viðmót, mikil risna og áhugi húsráðenda að gleðin réði ríkjum, þaðan fór hver betri en hann kom. Blessuð sé minning hins mæta manns. Magnús Árnason. Einar Jónsson - Minningarorð á HnDKKu auxahraxAi if akorið verður fljótt. lit og blöð niður lagði. — lif mannlegt endar akjótt. (H.P.) Þessar ljóðlínur rifjuðust upp fyrir mér þegar ég frétti að mágur minn Einar Jónsson, hefði andast snögglega en án allra þjáninga síðla dags 28. mars. Einar var fæddur 11. júlí 1895 að Holtsmúla í Landsveit. For- eldrar hans voru hjónin Gísiunn Árnadóttir, ættuð úr Landsveit, og Jón Einarsson, skaftfellskur að ætt og uppruna, öndvegisfólk og vinsælt. Þau hjón eignuðust níu börn, sex syni og þrjár dætur og eru fjögur þeirra enn á lífi. Öll voru systkinin valinkunn að dugn- aði og manndómi. Einar var elstur og féll því í hans hlut svo fljótt er geta leyfði að leggja hönd á plóginn við bústörfin, því mikið þurfti til, að afla brauðs og klæða handa svo barnmargri fjölskyldu. Kom sér þá vel að hann var bráðþroska og fljótt liðtækur til starfs heima og heiman. Ungur fór hann á vertíð, og færði með því björg í bú, fyrst á árabáta svo á skútur og þaðan á togara, fylgdi þróunarferli útvegs- ins. Hann var fljótt eftirsóttur í skipsrúm, dugnaður hans frábær og félagsleg kynni að sama skapi. Þótt Einar stundaði sjómennsku um árabil og væri heimilisfastur í Reykjavík, gleymdi hann ekki uppvexti sínum, sambýlinu við gróður og mold, sveitinni og bú- skapnum. Árið 1930 verða þáttaskil í lífi Einars. Þá keyptu hann og Helgi bróðir hans höfuðbólið Kaldárholt í Holtahreppi og hófu þar félags- búskap af miklum dugnaði og myndarskap. Sama ár kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni Ingi- ríði Árnadóttur frá Látalæti í Landsveit. Sambúð þeirra var mjög einlæg og svo til fyrirmynd- ar að stundum var haft á orði við þau í gamni og alvöru, að þeirra hjónaband væri eitt samfellt til- hugalíf. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, eins sonar og tveggja dætra. Hafa þau öll í ríkum mæli erft dyggðir foreldra sinna enda ekki af litlu að taka. Barnabörnin eru ellefu og skortir ekkert á að þeim kippi einnig í kynið. Árið 1946 veiktist Einar all- hastarlega en með góðri umönnum og eigin sálarró náði hann furðu- góðum bata, þó ekki svo góðum að hann gæti stundað búskap. Brugðu þau hjón á það ráð að hafa búsetuskipti og fluttu að Selfossi 1947. Einar hóf fljótlega störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna og vann þar óslitið meðan aldur og heilsa leyfðu. Á Selfossi komu þau hjón sér mjög vel fyrir, byggðu hús á rúmgóðri lóð og gátu er aðstæður leyfðu ræktað garðinn sinn og notið sambýlis við náttúruna, sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.