Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.04.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1981 IVIyncfllistarlconur á Kiarvalsstöðum Á Kjarvalsstöðum stendur yfir myndlistarsýning á verkum 47 norrænna listakvenna. Sýning sem er búin að vera í vel metnum söfnum í Svíþjóð, Finnlandi, og Noregi og fer til Danmerkur frá íslandi. Hefur sýningin fengið mikið umtal og ágæta dóma, þar sem hún er búin að vera, þ.e. i Malmö konsthall í Svíþjóð, Ábo Konstmuseum og Mellersta Finland Museum í Jyváskylá í Finnlandi, Galleri F. 15 í Moss. En hún verður sett upp i Árhus Kunstmuseum eftir að henni lýkur á Kjarvalsstöðum 26. þessa mánaðar. Þetta er geysiyfirgrips- mikil sýning, 255 verk alls, og þótt hún fylli Vestursal Kjarvalsstaða og ganga, varð samt ekki rúm fyrir þau öll. Sex islenzkar myndlistakonur eiga þarna verk. Ætluðu upphaflega að vera 10, eins og frá hinum löndunum, en þar sem sýningin var svo lengi í undirhúningi, 3—4 ár, þá gátu ekki allar verið með þegar til kom. bessar sex á Kjarvals- síöðum, Borghildur Oskarsdóttir, Bergljót Ragnars, Edda Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Valgerður Bergsdóttir voru þar allar, þegar fréttamaður blaðsins hitti þær, og Ijósmyndari smelllti af þeim meðfylgj- andi myndum. í spjalli yfir kaffibolla frammi i veitingasaln- um kom fram að þarna er á ferð ákaflega önnum kafinn hópur listamanna og mikil f jölbreytni og gróska í þvi sem þær eru að fást við. í verbúð vestur á f jörðum Bergljót Ragnars er upphafs- maður að þessari sýningarhug- mynd ásamt sænsku listakonunni Marianne Agren. Hún er búsett i Danmörku og vinnur þar að list sinni. Hefur unnið mikið í piast og skyld efni, segir hún. En verk hennar á Kjarvalsstöðum eru olíu- málverk. Og það voru verk hennar á síðustu einkasýningu hennar í Danmörku í nóvember sl. líka. Bergljót kvaðst þó ætla að dvelja eitthvað áfram á íslandi núna. Og það kemur í ljós, í spjalli okkar aö til þess aö afla peninga og geta verið á íslandi, þá hefur hún ráðist sem matráðskona í verbúð á Patreksfirði, var eigin- lega að hlaupa út á flugvöli til að ná flugvélinni þangað. — Ég hefi skuldbundið mig til að vera þar í mánuð í viðbót, og geri það að sjálfsögðu, sagði hún. En þar sem þær réðu sig tvær saman, gat hún skroppið í bæinn. Og hvernig líkar listakonu, sem kemur úr stórborg- inni við Sundin að vera matráðs- kona í verbúð vestur á fjörðum. — Stórkostlegt, segir Bergljót. Auðvitað er það allt annað en það sem ég á að venjast. Við höfum 15 manns í verbúðinni og áhöfnina af bátunum, þegar hann er inni, sem hefur verið býsna oft í vetur, því veðrið hefur verið svo slæmt. Hefur þessi vera á Patreksfirði áhrif á listsköpun hennar? — Ja, ég er alltaf upp með mér af því að geta gert eitthvað, sem ég hélt ekki að ég gæti, svarar Bergljót um hæl. Og þannig getur það orðið mér uppörvun og haft áhrif á upplifun á umhverfinu — og gerir það áreiðanlega, þótt ég sé ekki beint að mála umhverfið þar. Þetta land okkar er svo stórkost- legt. Maður veit það í rauninni ekki fyrr en maður hefur kynnst því. Hefur teikning- una til vegs Vaigerður Bergsdóttir er graf- íklistakona, sem einnig er mikill teiknimeistari. Og það eru einmitt teikningar, sem hún sýnir hér. Það kemur fram í spjallinu við hana, að þátttaka í norrænusýningunni var bundin við olíumálverk og teikningar. Það gefur kannski til kynna hvers vegna þessar sex völdust einmitt til að vera full- trúar íslands. Valgerður var með teiknisýn- ingu í Torfunni í janúarmánuði. Og hún á nú teikningar á nor- rænni sýningu í Sveaborg, sem valdar voru í samkeppni, auk þess sem teikningar eftir hana verða á Biennainum í Rostock. En hvers vegna er teikning henni svona hugleikin? Hefur það kannski haft áhrif, að móðir hennar er Valgerð- ur Briem teiknikennari? Það kann að vera, segir hún. Ég reikna með að það hafi haft áhrif að alast upp í því andrúmslofti. Og hún hefur verið teiknandi frá barnæsku. Hinar koma inn í þessar um- ræður, segja að þótt teikning hafi oft verið litin sem einhvers konar annars flokks list, þá sé hún undirstaðan undir allri myndlist. Og þær segja að þetta viðhorf sé alls staðar mjög að breytast og teikningar að rísa til vegs og virðingar. Ef til vill sé það and- svar við allri tækninni, að fólk hallast aftur að þessu beina sam- bandi, sem verður milli þess sem vinnur með blýanti á pappír eða pensli beint á léreft, án miililiða eins og t.d. er þörf í grafík og ýmissri annarri tækni. En þetta er einmitt einkenni á þessari sýn- ingu, að hér sýna listamenn aðeins verk unnin með svo beinni tækni á léreft og pappír. En sumar þess- ara listakvenna ætla einmitt að vera með á mikilli teiknimynda- sýningu á Kjarvalsstöðum í sumar. Myndefni Valgerðar á norrænu sýningunni nú eru frá Flatey á Breiðafirði og teikningarnar upp- haflega skissaðar þar. En þar á hún hús og er á sumrin. Annars starfar Valgerður við myndlistar- kennslu á vetrum, hefur kennt börnum í Myndlistaskólanum og einnig grafík. Og sjálf vinnur hún mikið að dúkskurði. — Það er miklu auðveldara sem önnur graf- ík, segir hún. Þarf ekki verkstæði, nægir að hafa efnið og hnífinn í hendinni. Námskeið fyrir fatl- aða og ófatlaða saman Sigriður Björnsdóttir er með sína list á ferð og flugi. Var með verk á einkasýningu í Malmö í haust, er á leið til Vestmannaeyja með nýja sýningu á páskum — og hefur viðkomu nú á Kjarvals- stöðum. Þar sýnir hún litlar landslagsstemmningar, byggðar á því, sem hefur heillað mig, eins og hún sagði. — Ég var alltaf í sveit og upplifði þar línurnar, áferðina og víddirnar í náttúrunni. Þaðan eru óþrjótandi verkefni. Annars kvaðst Sigríður hafa verið með námskeið fyrir fatlaða og ófatlaða saman að undanförnu. Hjá Sjálfsbjörgu hafði hún slíkt námskeið með Guðmundi Magn- ússyni leikara, sem er sjálfur fatlaður, þar sem hún kenndi myndræna tjáningu og hann leik- ræna tjáningu, og þau fléttuðu þetta saman. — Þar varð geysi- lega áhugaverður árangur og örv- andi viðbrögð, segir Sigríður. Til- efnið var það, að spurningar komu til íslenzkra listamanna frá UN- ESCO, menningarsamtökum Sam- einuðu þjóðanna, um það hvað listamenn hér ætluðu að gera á ári fatlaðra og það kveikti hugmynd- ina að því að reyna þetta. En ég er í íslandsdeild Alþjóðamynd- listarsamtaka, sem aftur eru aðil- ar að UNESCO, útskýrir Sigríður. Og UNESCO vill fá skýrslu frá okkur um þessa tilraun okkar á ári fatlaðra. Ætla að dreifa henni til 48 aðildarríkja. Þessi íslands- deild, sem m.a. Valgerður Bergs- dóttir er í með mér, hefur sinnt þessu og hyggur á sýningu í haust og það verður framlag íslenzkra myndlistarmanna til árs fatlaðra. Austan við Bláfjöllin í tveimur greinum, sem báðar hafa komið hér í blaðinu, hefur verið sagt frá nokkrum skemmtilegum gönguleiðum fyrir skíðamenn um Mosfeils- heiði og nágrenni. En um fleiri leiðir er að ræða, og verður þessu spjalli framhaldið enn um sinn. I. Gengið í Jósefsdal Allir, sem eitthvað hafa kynnt sér gönguleiðir í nágrenni borg- arinnar þekkja Jósefsdaiinn, þessa vinalegu og sumarfögru dalkvos að baki Vífilsfellsins. Þar er mikið vetrarríki og að jafnaði liggur snjór í dalnum langt fram á vor. Göngunni er nú heitið þangað. Ef snjór er nægur umhverfis Kaffistofuna við Svínahraun er sjálfkjörið að skilja bílinn þar eftir, spenna skíðin á sig, og taka stefnuna í skarðið austan við Vífilsfellið, milli þess og Sauðadalshnúk- anna. Af efstu brún skarðsins blasir meginhluti dalsins við augum okkar þakinn fönn. Brattar hlíðar umlykja hann frá öllum hliðum en dalbotninn er flatur og sléttur, kjörið göngu- land skíðamannsins. Á austur- hlið dalsins, skammt frá skarð- inu sem leið okkar lá um, opnast annað skarð milli hárra fjalla- toppa. Það heitir Ólafsskarð. Við göngum nú inn eftir daln- um og alveg inn í botn. Hann er allt að 2 km að lengd svo gangan tekur sinn tíma. Ef til vill á einhver í hópnum ljúfar minn- ingar fólgnar í hugskotinu frá fyrri dögum, þegar líf og fjör ríkti í skíðaskála Ármanns, en hann stendur á háum hól nærri miðjum dal, að falli kominn, góð áminning til okkar um „hve allt er í heiminum hverfult". Ef tími og aðstæður leyfa er sjálfsagt að skreppa upp í Olafsskarðið og ganga síðan norður með Sauðadalshnúkun- um að austanverðu. Fara svo norður fyrir Blákoll og þaðan niður að bíl. II. Gengið um Eldborgir, Leiti að Geitafelli En það er um fleiri áhugaverð- ar leiðir um þetta svæði að ræða en þá, sem þegar hefur verið nefnd. Er ætlunin að kanna eina þeirra hér, en hún er nokkuð löng, svo óvanir göngumenn ættu ekki að leggja í hana að óathuguðu máli. Farið er úr btlnum í Svína- hrauni austan við Biákoll og þaðan er svo gengið suður hraunið milli Blákolls og Lambafellsins að Eldborgum. Þær eru tvær. Sú nyrðri er ekki merkt á kortið, en hún sést frá veginum. Frá syðri Eldborginni göngum við að Leiti, sem er austanvert við Bláfjöllin. Leiti er gömul eldstöð. Þaðan hafa runnið hraun, m.a. þau hraun er mynduðu Raufarhólshelli og Rauðhólana svo eitthvað sé nefnt. Leiðin að þessari fornu eldstöð hefpr verið nokkuð á fótinn, en nú breytir til hins betra, því segja má, að þaðan og suður að Geitafellinu sé samfelld brekka, ekki brött að vísu, en alls staðar hailar undan fæti svo rennslið verður hagstætt. Eftir kortinu að dæma er leiðin frá Leiti að Geitafelli 7 km og munu brunbrekkurnar ekki gerast lengri á öðrum og frægari stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.