Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 I Áttræður: Oskar Gíslason ljósmyndari og kvik- myndagerðarmaður Sá sem þessar línur hripar taldi sig eitt sinn hafa fundið sann- leikskorn sem væri hentugur mælikvarði á líf sitt. Það var þessi setning: „Þú átt aðeins það sem þú hefur gefið.“ Ef þetta er réttur mælikvarði á andlega auðlegð manns eða fá- tækt, þá er Óskar Gíslason ríkur maður. Til hans hefur enginn farið bónleiður til búðar. Honum hefur alltaf verið eðlilegt að rétta þeim hjálparhönd sem til hans hafa leitað og verið ósínkur á tíma og fyrirhöfii. Þennan fagra eigin- leik þekkja allir sem honum hafa kynnst. Af þessum ástæðum er afarmörgum hlýtt til þessa manns, sem nú er kominn á níræðisaldur. Óskar hefur verið mikill láns- maður að því leyti, að hann hefur allt frá æsku haft atvinnu sína af því að fást við verkefni sem hann ann. En hann hefur aldrei verið að sama skapi glöggur kaupsýslu- maður. Á tímum kreppunnar miklu var atvinnuleysi algengt á íslandi og margir sárfátækir. En Óskar lét aldrei nokkurn frá sér fara sem á þjónustu hans þurfti að halda, þótt hann ætti ekki peninga. Hann skrifaði bara hjá honum, eins og það var kallað. Og skuldheimta var Óskari jafnan mjög ógeðfelld. Honum gat því ekki vegnað sér- lega vel fjárhagslega til lengdar. Og þegar hann síðar starfaði í þjónustu annarra, var hann ófáanlegur til þess að krefjast eðlilegra kauphækkana, og því miður færðu sumir atvinnurek- endur hans sér þetta rækilega í nyt, þótt ég trúi þvi illa að það hafi orðið þeim til gæfu. Þótt Óskar hafi því af þessum ástæðum orðið alltof lengi að búa við þröngan kost, þá hefur hann engu að síður orðið gæfumaður, því honum hefur verið leyft að lifa það, að hæfileikar hans hafi að fullu verið metnir að verðleikum. Af þeim tímabilum ævinnar sem Óskar starfaði hjá öðrum, tel ég víst að honum hafi liðið best meðan hann starfaði hjá Sjón- varpinu. Þar var löng reynsla hans og hæfileikar mikils metið, og þá ekki síst óbugandi dugnaður hans, starfsgleði, hjálpsemi og óeigingjörn greiðasemi við alla sem til hans leituðu. Þar varð Óskar sannarlega hvers manns hugljúfi. En þó hygg ég að mest hafi glatt Óskar að finna hlýhug og velvild og virðingu menntaðra íslenskra kvikmyndagerðarmanna, þvi sum- ir þeirra sem skrifuðu um fyrstu kvikmyndir hans höfðu engin skil- yrði til þess að geta metið verk hans. Sökum algjörs þekkingar- leysis höfðu margir þeirra ekki neinn skilning á vandamálum þeim, sem hann varð að leysa einn og fjárvana án nokkurra styrkja. en sem betur fór hindraði það ekki íslenska áhorfendur í því að taka kvikmyndum hans forkunnarvel. Hins vegar þurfti einmitt lærða kvikmyndagerðarmenn til þess að meta verk hans að fullu og það hafa þeir gert af hlýju og dreng- skap. Óskari hefur því verið það óblandin gleði, að sjá þessa vini sína vinna hvert afrekið af öðru á sviði íslenskrar kvikmyndagerðar. í tilefni af ljósmyndasýningu Óskars Gíslasonar á 50 ára afmæli Ljósmyndarafélags íslands 1976 sagði Erlendur Sveinsson, for- stjóri Kvikmyndasafns ríkis, með- al annars þetta um Óskar: „Óskar er þeim eiginleikum bú- inn, að vera fær um að takast á við óyfirstíganlega erfiðleika, glíma við þá þangað til ekki verður betur gert, láta síðan slag standa. Þetta er leyndardómur brautryðjand- ans. Auk þess er hann gæddur þeim persónutöfrum sem þarf til þess að laða að sér samstarfsmenn og hefur til að bera viljastyrk, starfsþrek og áræðni til að taka áhættu, leggja jafnvel allt undir. Kvikmyndagerð Óskars ber vott um þetta." Eftir margra ára samstarf við Óskar á sviði kvikmyndagerðar vil ég af heilum hug taka undir þessi orð á áttræðisafmæli hans. Að lokum skulu hér rakin nokk- ur atriði úr ævi þessa merka manns. Óskar er fæddur í Reykjavík þann 15. apríl 1901. Aðeins fimm- tán ára gamall hóf hann nám í ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni og aðeins þrem árum síðar var hann kvaddur til aðstoðar Lar- sens, kvikmyndatökumanns við gerð Borgarættarinnar. Starf hans þar var að framkalla upp- tökuprufur. Og 19 ára siglir hann svo til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms í Ijósmyndun hjá Peter Elfelt, konunglegum hirð- ljósmyndara. Þá fékk hann einnig að fylgjast með kvikmyndagerð hjá Nordisk Film í Valby í Kaup- mannahöfn. ★ MATVORUR ★ SÆLGÆTI ★ HUSGOGN ★ HEIMILISTÆKI ★ VORTÍZKAN í BARNAFATNAÐI ★ SKÓR ★ LEIKFÖNG ★ REIÐHJÓL ★ BLÓM OG MARGT MARGT FLEIRA VORUMARKAÐSVERÐ Opið til kl. 22 í kvöld, miðvikudag. Opiö kl. 9—12 á laugardag. mmm mmmá Ármúla 1A Árið 1922 stofnar Óskar svo sína fyrstu ljósmyndastofu í Kirkjustræti 10 í Reykjavik. Fjór- um árum síðar tekur hann þátt í stofnun Ljósmyndarafélags Is- lands. Frá 1935 til 40 starfaði hann svo fyrst hjá Ólafi Magnús- syni og síðar ljósmyndastofunni Týli. En 1944 sýndi Óskar svo fyrstu kvikmynd sína opinberlega. En hún var um Lýðveldishátíðina og er það gott dæmi um frábæran dugnað Óskars, að hann sýndi hana aðeins þrem dögum eftir að töku lauk. Næsta kvikmynd hans var Islands Hrafnistumenn, heim- ildarmynd um hátíðahöld -sjó- mannadagsins. 1947 frumsýnir hann svo fyrri hluta mikillar kvikmyndar sem ber nafnið Reykjavík vorra daga og árið eftir síðari hluta hennar. Þriðja árið (1949) sýnir Óskar svo kvikmynd sem lengi mun halda nafni hans á lofti, Björgunaraf- rekið við Látrabjarg. Við töku þessarar frægu myndar kom fram nýr hæfileiki hjá Óskari, en það var hugdirfska hans og hugrekki. Undirrituðum er vel kunnugt um það, að hann lagði sig hvað eftir annað í lífshættu við töku þessar- ar kvikmyndar, því hann lét sig ekki muna um það að siga í björgin til þess að geta náð sem bestum myndum. Erlendir kvik- myndagerðarmenn voru líka lostnir furðu, þegar þeir horfðu á þessa glæfralegu kvikmyndatöku. Þessi kvikmynd mun um ókomin ár halda áfram að vekja undrun og aðdáun allra þeirra sem gera sér grein fyrir öllum aðstæðum við töku þessarar stórkostlegu kvikmyndar. Þetta sama ár byrjar Óskar svo töku leikinnar kvikmyndar. En það var Síðasti bærinn í dalnum, sem var frumsýndur í Austurbæj- arbíói 1950. Ári síðar gerir hann svo gamanmyndina Reykjavíkur- ævintýri Bakkabræðra og 1952 expressioniska kvikmynd, Ágirnd. Þessi kvikmynd hneykslaði suma svo að gerð var tilraun til þess að stöðva sýningu hennar. Efni henn- ar myndi áreiðanlega ekki þykja tiltölulega djarft nú á tímum. Árið 1954 gerir Óskar svo raun- sæilega kvikmynd um líf verka- fólks sem var byggð á sögu Vilhjálms Vilhjálmssonar og bar nafnið Nýtt hlutverk. En það er fyrsta íslenska kvikmyndin þar sem tal var tekið upp samhliða mynd. Árið 1957 stofnaði hann svo nýtt framleiðslufyrirtæki, ís- lenskar kvikmyndir hf., sem opnaði kvikmyndavinnustofu í Múla með fullkomnum útbúnaði til kvikmyndagerðar og framköll- unarþjónustu fyrir almenning. En 1966 ræðst Óskar svo til Sjón- varpsins og skipuleggur ljós- myndastofu þess. Og í tilefni sjötugsafmælis 1971 var Óskari svo sýndur margvíslegur heiður. Gerður heiðursfélagi Ljósmynd- arafélags íslands, Félags kvik- myndagerðarmanna, Slysavarna- félags Islands og sæmdur Fálka- orðunni. Óskar hætti störfum sök- um aldurs hjá Sjónvarpinu 1976. Eiginkona Óskars er Ingibjörg Einarsdóttir, Arnórssonar heitins hæstaréttardómara. Hún hefur alla tíð verð manni sínum hvatn- ing, stoð og stytta í erfiðum verkefnum hans. Ingibjörg er menntuð leikkona og hefur leikið bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Leik- félagi Reykjavíkur. En hún hefur einnig auðgað íslenskar leikbók- menntir með ágætum þýðingum sínum. Ævar R. Kvaran Hann Óskar verður áttræður á miðvikudaginn, sagði gamall starfsfélagi okkar við mig fyrir heigina. Fyrst varð ég svolítið hissa, en svo mundi ég að það eru orðin talsvert mörg ár síðan ég varð hissa yfir því að hann væri orðinn sjötugur, svo þetta gat allt passað. Nú er það í sjálfu sér ekkert skrítið að menn eldist, eftir því sem tíminn hleypur fram, en samt ■ er það svo að hár aldur sumra kemur manni alltaf á óvart, jafnhliða því að manni finnst að aðrir hljóti að vera eldri en kirkjubækur segja til um. Óskar Gíslason er einn þeirra manna, sem alltaf eru ungir í anda. Þótt hárið sé löngu orðið silfurgrátt bregður glampa hug- sjónamannsins enn fyrir í augun- um, einkum ef rætt er um hans hjartans áhugamál, kvikmynda- gerð. Enginn er glaðari yfir vel- gengni þeirra ungu manna sem nú feta hinn hála stíg þeirrar erfiðu og áhættusömu listgreinar en þessi aldni frumherji og heiðurs- maður, sem lagði allt undir, tapaði stundum og vann stundum, eins og gengur og gerist, en skilur nafn sitt eftir í sögu íslenskrar kvik- myndagerðar, gullnum stöfum skráð. Væntanlega verða aðrir til þess að fjalla betur en ég get gert um þessi störf Óskars Gíslasonar, og fer ég því hér ekki með neina upptalningu á þeim. Óskar Gísla- son lærði ljósmyndun og var virtur og góður ljósmyndari, en snemma fékk hann áhuga á kvik- myndagerð og þar kom, að hún átti hug hans allan. Hann slóst í hóp þeirra fáu manna, sem fóru að taka kvikmyndir hér á meðan á það var litið sem skemmtilega sérvisku, og sögur segja að farið hafi um fílhrausta menn ef þeir sáu tröll á kvikmyndatjaldi með eitthvert það fja.ll, sem þeir þekktu, í baksýn. Úr því að fjallið var „satt“, þá var tröllið það vísast líka. Bjartsýni og kjarkur Óskars voru ódrepandi. Á meðan aðrir létu sér nægja að filma fréttnæma viðburði og náttúru Islands setti hann upp kvikmyndaver með fé- lögum sínum og gerði langar og stuttar leiknar myndir. Um skeið voru tveir ljósmyndarar á fullri ferð með slíkar myndir, því auk Óskars fór Loftur heitinn Guð- Greitt verði úr neyðar- ástandi gamalmenna AÐALFUNDUR Bandalags kvenna i Reykjavik ályktaði eftirfarandi um ellimál: 1 Aðalfundur BKR skorar á heil- brigðisyfirvöld á Islandi, svo og alla sem með borgar- og ríkisyfir- völd fara, að strax án tafar verði hafist handa og greitt úr því neyðarástandi, er ríkir og ríkt hefur um árabil í málefnum sjúkra gamalmenna, sem tafar- laust þurfa á hjúkrun að halda á þar til gerðum stofnunum. 2. Aðalfundur BKR 1981 beinir því til ríkis- og bæjaryfirvalda að sjá til þess að ellilífeyrisþegar, sem engar eða mjög takmarkaðar tekj- ur hafa, verði eigi íþyngd svo með sköttum að þeim sé gert ókleift að búa í eigin húsnæði. Þvert á móti ætti að hjálpa öldruðum til að vera sjálfbjarga svo lengi sem unnt er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.