Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAI 1981 Karnabær 15 ára: Áræði, dugnaður og hraði - rætt við Hauk Björnsson, framkvæmdastjóra SKRIFSTOFAN að Fosshálsi lét ekki mikið yíir sér. Raunar ákaflega látlaus og lítil; ekkert lík skrifstofu framkvæmdastjóra stórfyrirtækis á íslenzkan mæli- kvarða, eða svo hugsaði ég með mér, þegar ég gekk inn í skrifstofu Hauks Björnssonar, eins framkvæmdastjóra Karnabæjar, og tók í hönd hans. Skrifborðið var hlaðið skjolum ok fyrir framan það voru þrír stólar. Enginn íburður; Kreinilegt að menn eru þarna til að vinna. Og svo sannarlega hafa stjórnendur Karnabæjar unnið hörðum höndum þau 15 ár, sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins. Þeir byrjuðu smátt í verzluninni á mótum Týsgötu og Skólavörðustígs. Þá vegna þess, að enginn vildi selja vöru þeirra og því voru þeir „neyddir“ til að- setja á stofn eigin verzlun. í dag er Karnabær stórfyrirtæki á íslenzkan mælikvarða; dæmi um hvað hægt er að gera ef vilji og áræði eru fyrir hendi. Það hafa stjórnendur Karnabæjar haft í ríkum mæli. í dag eru 15 ár liðin frá því verzlun Karnabæjar var sett á laggirnar á mótum Týsgötu og Skólavörðustígs. Það var ein- mitt tilefni heimsóknar blaðamanns til( Hauks Björns- sonar og talið barst fyrst að stofnun fyrirtækisins, vexti þess og viðgangi þau ár sem liðin eru. Enginn viidi selja vöruna „Þeir sem stofnuðu Karnabæ voru Guðlaugur Bergmann, Jón Baldursson, sem raunar dró sig fljótlega út úr fyrirtækinu, og faðir minn, Björn Pétursson, og starfaði hann við fyrirtækið meðan honum entist aldur. Þann 16. maí 1966 lögðu þeir upp í þessa ferð en tóku fljót- lega aðra stefnu en ætlað hafði verið. Þeir höfðu rekið saman heildverzlunina G. Bergmann hf. og höfðu hugsað sér að dreifa tízkuvörum til verzlana en enginn vildi verzla með þessar vörur þá, töldu að um væri að ræða sápukúlu, sem myndi fljótlega springa og hverfa. Þess vegna var verzlun- in á mótum Týsgötu og Skóla- vörðustígs stofnsett. Það var ekki að sökum að spyrja. Hún sló í gegn og fljótlega var önnur verzlun sett á laggirnar á Klapparstíg. Þar var verzlað með snyrtivörur og skófatnað. Síðan rak hver verzlunin aðra og í dag eru 27 verzlanir víðs vegar um landið með varning frá okkur. Þessar verzlanir eru ýmist í eigu fyrirtækisins eða sjálfstæðar verzlanir með einkasölusamning á vörum frá okkur. Þær kaupa allar vörur frá okkur og við dreifum ekki okkar varningi á þeirra um- ráðasvæði. Segja má, að við myndum nú keðju verzlana hringinn um landið. Við stefn- um að því, að bæta fleiri hlekkjum í^þessa keðju. Undan- farið höfum við unnið að skipu- lagsbreytingum á þessu sviði. Þeir, sem ráku þessar verzlanir fyrir okkur, hafa nú tekið við. Við höfum selt þeim þær. Við höfum nú selt verzlanir okkar á Akranesi, Akureyri, ísafirði og í Vestmannaeyjum og er nú svo komið að við eigum aðeins eina verzlun úti á landi, Hornabæ á Hornafirði. Þetta fyrirkomulag hefur gefizt vel. Árið 1968 var hafin frarn- leiðsla á fatnaði. Þangað til hafði Karnabær aðeins verið með innfluttan fatnað og síðan hefur verið skammt stórra högga í milli. Árið 1969 var saumastofan Últíma keypt, 1978 var Belgja- gerðin keypt og árið 1979 flutt- um við hingað að Fosshálsi. Við leggjum megináherzlu á alhliða fatnaðarvöru og hún er ýmist flutt inn eða við framleiðum hana sjálfir." Innlcnda fram- leiðslan á í vök að verjast Hvert er hlutfall innflutts varnings og framleiðslu ykkar nú? Guðlaugur Bergmann, framkvæmdastjóri ásamt poppstjörnunni B.A. Robertsson, en hann er nú staddur hér á landi í boði Karnabæjar. Mynd mw. rax. „Nú upp á síðkastið hefur innflutningurinn aukist nokkuð á kostnað innlendrar fram- leiðslu en nota bene, þessar sveiflur hafa áður átt sér stað. Því er ekki að neita, að íslenzk- ur iðnaður almennt á um margt erfitt uppdráttar nú um stund- ir. En á undanförnum árum hefur innlenda framleiðslan aukizt þó nú hafi komið bakslag í seglin. Árið 1979 framleiddum við 45% af fatnaði þeim, sem við dreifðum en í fyrra var þetta hlutfall komið upp í 55%. Ég er smeykur um, að þessi tala sé ekki jafn hagstæð í dag. Vegna hafta ýmiss konar sem innlendur samkeppnisiðnaður þarf að búa við hefur nokkuð sigið á ógæfuhliðina." Hvaða starfsemi er hér að Fosshálsi? „Hér að Fosshálsi erum við með framleiðslu okkar, — saumastofuna. Þá eru hér lager- ar, skrifstofur og viðhald. Við framleiðsluna vinna um 80 manns, 10 á skrifstofunni, 5 á lagernum og 2—3 í viðhaldi. Við erum með fjórar verzlanir í bænum: að Laugavegi 20 og 66, í Austurstræti 22 og Glæsibæ. Þá er hljómtækjadeildin að Lauga- vegi 66. Fyrir um ári voru gerðar skipulagsbreytingar og hljómtækjadeildin er nú sjálf- stætt fyrirtæki en heldur nafn- inu Karnabær og starfar í nánu samstarfi við Karnabæ. Þar eru í forsvari bróðir minn, Pétur Björnsson, og Bjarni Stefáns- son. Hljómtækjadeildin er með verzlun á Laugaveginum og einnig hjá dreifiaðilum Karna- bæjar víðs vegar um landið. Síðasti fréttnæmi áfanginn í starfsemi hljómtækjadeildar- innar eru kaupin á húsi P, Stefánssonar á Hverfisgötunni. Þá hafa þeir nýlega hafið inn- flutning á smátölvum, „micro- computers" en á Islandi er nú að opnast markaður fyrir þessi tæki en hann hefur þegar verið til staðar í nágrannalöndum okkar um nokkurn tíma. Þá er fyrirtækið Steinar hf. að hálfu í eigu Karnabæjar á móti Steinari Berg Isleifssyni. Steinar er með innflutning og dreifingu á hljómplötum. Á síðastliðnu ári var hafin fram- leiðsla hér á landi á hljómplöt- um hjá fyrirtækinu. Nú er unnið af krafti að því að koma íslenzkum hljómlistarmönnum á framfæri á erlendri grund og ég held, að þar séum við að sigla inn í verulega landvinninga. Möguleikarnir eru fyrir hendi, svo mikið er víst. Með öllu vinna því um 150 manns hjá fyrirtæk- inu.“ Áræði, dugn- aður og hraði Þú ert tiltölulega nýkominn til fyrirtækisins. „Já, ég var áður fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda og kom hingað til starfa um áramótin ’79—’80. Ég er framkvæmdastjóri fram- leiðslunnar hér en Guðlaugur Bergmann hefur markaðsstörf- in á sinni könnu. Það var vissulega mikið verkefni að tak- ast á við viðfangsefnin hér en auðvitað þekkti ég vel til ís- lenzks iðnaðar almennt þar sem ég lifði og hrærðist í málefnum iðnaðarins hjá FÍI. Þetta er skemmtilegt starf og lífrænt, sífellt verkefni og vandamál til að takast á við.“ Ilaukur Björnsson ásamt nokkrum starfsmanna fyrirtækisins, frá vinstri, Colin Porter, Haukur, örn Ingólfsson, Gróa Ingvadóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Þórunn Inga Einarsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Myndir mm. Emiiia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.