Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1981 TONLEIKAR KórÁ tthagafélags Strandamanna í Fóstbrœðra- heimilinu í dag heldur kór Átthagafé- lags Strandamanna tónleika í Fóstbræðraheimilinu við Lang- holtsveg og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskránni eru innlend og erlend lög. Söngstjóri kórsins er Magnús Jónsson. Kór Átthagafélags Strandamanna ásamt stjórnanda sinum, Magnúsi Jónssyni. LISTASAFNI ALÞÝDU Jakob Jónsson. Jakob Jóns- son sýnir í Nú stendur yfir sýn- ing Jakobs Jónssonar í Listasafni alþýðu að Grensásvegi 16. Þar sýn- ir hann 69 myndir, teikningar, olíupastel og vatnslitamyndir. Sýningin er opin frá kl. 14—22 daglega og stendur til mánaðamóta. KJARVALSSTAÐIR Hafsteinn Austmann opnar sýningu í dag í dag opnar Hafsteinn Austmann málverkasýningu í vestursal Kjar- valsstaða. Nú eru 25 ár liðin frá fyrstu einkasýningu Hafsteins, sem var í Listamannaskálanum gamla við Austurvöll 1956. Á þessari sýningu er um það bil 90 myndir, olíumyndir, vatnslita- myndir og einnig nokkrar með blandaðri tækni. Að sögn Hafsteins eru á sýningunni eingöngu ab- straktmyndir eða óhlutstæðar myndir, myndir sem væru alveg óháðar nokkurri fyrirmynd. „Það væri helst að menn sæju eitthvað náttúrulegt við myndirnar eftir að búið væri að mála þær,“ sagði Hafsteinn ma. er blm. innti hann álits á myndforminu. „Það kæmi þó frekar ósjálfrátt og nöfn á myndun- um kæmu ekki fyrir en eftir á, eins og þessi til dæmis“, sagði hann og benti á eitt málverkið. „Þessa get- um við t.d. nefnt „Á móti straumn- um“ eða eitthvað í þá áttina. Nei, ég kúvendi ekki. Eg hef málað svona myndir alla mína tíð og geri ekki ráð fyrir að það breytist nokkuð héðan af, nema þá helst bara smátt og smátt,“ sagði Hafsteinn er hann var spurður um hvort að hann málaði annars konar myndir. Frá því að Hafsteinn hélt sína fyrstu sýningu hefur hann helgað sig eingöngu málaralistinni. Hefur hann haldið um 10 einkasýningar hér á landi og tekið auk þess þátt í nokkrum samsýningum bæði hér- lendis og erlendis. Árin 1968—69 dvaldi Hafsteinn í Árósum í Danmörku og vann með hópi ungra danskra málara. Sýndi hann með þeim vítt og breitt um Danmörku og á nú myndir bæði á einkasöfnun og opinberum stöðum þarlendis. Myndir Hafsteins eru einnig á söfnum í Ameríku og víða í Evrópu. Sýning Hafsteins verður opin til 7. júní næstkomandi. Hafsteinn Austmann Nemendaleikhúsið sýnir „Morðið á Marat“ í Lindarbœ Annað kvöld sýnir Nemenda- leikhúsið „Morðið á Marat" í Lindarbæ og hefst sýningin kl. 20. Leikritið heitir fullu nafni „Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat sýnt af vistmönnum Charenton-geðveikrahælisins undir stjórn de Sade mark- greifa", en þekktast er það ef- laust undir nafninu Marat/Sade. Höfundur þess er Þjóðverjinn Peter Weiss. Leikurinn gerist á Charenton geðveikrahælinu í París árið 1808, þar sem markgreifinn ill- ræmdi, de Sade (sá sem sadismi er kenndur við), er vistmaður. Hann hefur samið leikrit um morðið á byltingarmanninum Jean Paul Marat og æft það með sjúklingum hælisins. Inn i leik- ritið fléttast síðan umræða milli Sadés sjálfs og Marats um ýms- ar grundvallarspurningar mann- legrar tilveru: dauða og líf, hugsjónir, en fyrst og fremst spurninguna um réttmæti bylt- ingarinnar. Nærri má geta að sýning sjúklinganna gengur ekki snurðulaust fyrir sig og eitt og annað kemur upp á sem Sade hafði ekki gert ráð fyrir. „Morðið á Marat“ er þriðja og síðasta verkefni Nemendaleik- hússins í vetur og með því útskrifast þeir 7 nemendur sem þátt taka í sýningunni. Auk nemendanna fer Pétur Einars- son skólastjóri með eitt hlutverk í „Marat“, hlutverk hælisstjór- ans. Leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson, leikmynd gerði Grétar Reynisson, búninga gerðu þau Grétar Reynisson og Anna Jóns- dóttir. Tónlist samdi Eggert Þorleifsson. Aðsókn hefur verið góð það sem af er, en líklegt er að sýningar verði ekki margar. „Morðið á Marat“: Guðbjörg Thoroddsen (Corday), Jóhann Sigurðsson (Marat,) Pétur Ein- arsson (Coulmiere), Karl Ágúst Úlfsson (de Sade), Guðjón Ped- ersen (kallarinn), Sigrún Edda Björnsdóttir (Simonne) og Guð- mundur Ólafsson (Jaques Roux). GALLERÍ DJÚPIÐ Sigurður Orlygsson sýnir 20 myndverk I dag opnar Sigurður Örlygsson sýn- ingu í Gallerí Djúpinu við Hafnarstræti. Þar sýnir hann 20 myndverk sem unnin eru með blandaðri tækni, akríllit, sprautum, skapalónum, silkiprenti, ljósmyndum o.fl. — Þetta er myndaflokkur sem ég sýni, sagði Sigurður, og er temað hjól á utanhússlyftu. Hugmyndin er fengin úr mynd, sem ég tók út um glugga er ég hafði vinnustofu með Tryggva Olafssyni í gömlu Kaupmannahöfn. Konan min, Hrefna Steinþórsdóttir, málaði litina í nokkrar myndanna, sem unnar eru með skapalónum. Sigurður örlygsson við eina mynda sinna i Galleri Djúpinu. LEIKFÉLAG AKUREYRAR Sýnir œrslaleikinn „Viö gerum verkfall“ - í Kópavogsleikhúsinu Nú um helgina gerir Leikfélag Akureyrar innrás á höfuðborg- arsvæðið með leiksýninguna „Við gerum verkfall" að vopni. LA setur upp búðir sínar í Kópavogsleikhúsinu og sýnir þar mánudagskvöldið 25. og þriðjudagskvöldið 26. maí og hefjast sýningarnar kl. 20.30. Leikfélag Akureyrar var síðast í heimsókn sl. vor á Listahátíð með sýninguna „Beðið eftir Godot“ en sú sýning fékk lofsamlega dóma og nú síðast Menningarverðlaun Dagblaðsins. Fólki gefst nú tækifæri til að sjá leikarana takast á við annars konar verkefni, þ.e.a.s. ærslaleik, en það er Verkfallið svo sannarlega. Leikarar eru: Marinó Þorsteinsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Gestur E. Jónasson, Theodór Júlíusson, Kristjana Jónsdóttir og Sunna Borg. Leikstjóri er Svanhildur Jóhannesdóttir. Hallmundur Kristinsson hefur gert leikmynd og búninga og Ingvar Björnsson lýsingu. -Við gerum verkfall": Gestur E. Jónsson, Theodór Júliusson og Marinó Þorsteinsson i hlutverkum sinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.