Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 Rafn Haralds- son - Mimúng Fæddur 4. ágúst 1947. Dáinn 27. maí 1981. Það er stundum svo óskiljanlega stutt á milli gleði og sorgar, lífs og dauða, að menn standa orðvana frammi fyrir þessari torráðnu lífsgátu. Menn spyrja hvers vegna og til hvers, og þeim gengur oft erfiðlega að finna viðunandi svör. Hvers vegna hann, þessi lífsglaði hamingjusami maður sem fram- tíðin blasti við? Ég var að koma úr tveggja vikna frii miðvikudaginn 3. júní þegar ég heyrði þessa hörmulegu frétt, að lítillar vélar með fjórum mönnum innanborðs væri saknað síðan miðvikudaginn 27. maí og Rabbi, eins og Rafn var ávallt kallaður væri einn af þessum mönnum. Ég vildi ekki trúa öðru en þeir fyndust heilu og höldnu, vildi ekki trúa að Rabbi og félagar hans þrír yrðu kallaðir á brott héðan á svo hörmulega hátt í blóma lífsins, frá eiginkonum, foreldrum og ungum börnum. Það var þungbær bið fyrir eiginkonur, ættingja og vini á meðan á leitinni stóð og alltaf haldið í vonina til hinstu stundar. Ég votta eiginkon- um, börnum, foreldrum sem og öðrum aðstandendum þessara manna mína dýpstu samúð, bið góðan Guð að styrkja og hjálpa þeim í sorg sinni. Rabba kynntist ég 1972 og spilaði hann þá á trommur með hljómsveitinni Haukum. Rabbi var sonur hjónanna Haralds Kr. Jóhannessonar og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, Hólmgarði 66, Reykjavík. Áttu þau þrjá syni og er þetta annar sonur þeirra sem þau fylgja til hinstu hvíldar, þau misstu son sinn Jóhann Ævar árið 1958, þá aðeins 16 ára gamlan. Rabbi kynntist konu sinni Kol- brúnu Jarlsdóttur 1973, þau giftu sig sumarið 1975. Kolbrún er dóttir hjónanna Jarls Sigurðsson- ar og Kristínar Bjarnadóttur, Hjallabrekku 43, Kópavogi. Kolla og Rabbi bjuggu í kjallaranum í húsi þeirra og var sambúðin á milli hæða aðdáunarverð. Kolbrún mín er ekki ein í sorg sinni, að hafa yndislega foreldra við hlið sér, sem sjá á eftir góðum og dáðum tengdasyni. Kolla og Rabbi eignuðust langþráð barn 4. des- ember 1980 og var það sannkallað- ur dýrðardagur í lífi þeirra. Guð gefur og Guð tekur, manni finnst óréttlátt að Rabbi skyldi ekki fá að ala upp son sinn sem hann dáði af öllu hjarta. Rabbi var yndis- legur faðir en eins og svo oft er sagt, vegir Guðs eru órannsakan- legir, við trúum því að Rabba hafi verið ætlað æðra og betra lífssvið, þar sem við öll munum hittast aftur að lokúm. Sonur þeirra var skirður 8. febrúar 1981 í höfuðið á Ævari heitnum bróður Rabba og afa sínum Jarli — sólargeislinn í lífi þeirra allra, yndislegur lítill drengur sem á eftir að hjálpa mömmu sinni, ömmu og öfum yfir erfiðasta hjallann sem og alla tíð, og um alla framtíð á Kolla eftir að sjá Rabba í drengnum þeirra og deila með honum minningum um yndislegan eiginmann og föður sem hann fékk ekki að kynnast. Kolla og Rabbi festu kaup á nýrri íbúð á síðasta ári og áttu að fá hana afhenta á næsta ári. Ég kom til þeirra stuttu áður en ég fór í frí og voru þau að sýna mér teikn- ingar af nýju íbúðinni, lífið blasti við þessum ungu hamingjusömu hjónum, ég hef aldrei kynnst hamingjusamari og samhentari hjónum en þeim. Það var yndis- legt að heimsækja þau, lífsgleðin skein úr augum þeirra beggja, manni finnst grimm örlög að líf svona hamingjusamrar fjölskyldu skuli vera lagt í rúst á svo sviplegan hátt. Rabbi var alveg sérstaklega glaðlyndur maður. þessi ár sem ég hef þekkt hann hef ég sjaldan séð hann öðruvísi en með bros á vör og í vinahópi var hann ávallt hrókur alls fagnaðar. Rabbi var lærður tannsmiður og fljótlega eftir að hann gifti sig hætti hann að spila með Haukum, lagði trommusettið á hilluna og sneri sér alfarið að tannsmíðinni. Hann vann hjá Þórði Sigurðssyni tannsmið á tannsmíðastofu Sig- urðar og Finnboga, Skólavörðustíg 3A og sjá þeir og Svend tannlækn- ir eftir góðum starfsfélaga og vini. Það er erfitt að sætta sig við að Rabbi sé horfinn frá okkur, en hans hlýtur að bíða eitthvað æðra verkefni hinum megin. Ég bið góðan Guð að blessa hann og varðveita um alla tíð, við sem eftir sitjum eigum fallegar minningar um góðan dreng. Eiginkonu, syni, foreldrum, tengdaforeldrum og bróður votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau og halda hönd sinni yfir þeim í þessari miklu sorg. Sigurbjörg Þorvarðardóttir. Hver þekkir þá stund er sköpum er skipt ok skorinn er lifsþráöur sundur. er feKursta ros úr reitnum er kippt ok rofin hver ástvina fundur? Frá vokku til Krafar Kripur oss þrá aö K<<‘Kjast i ævirún dulda. En örlaKadisum dulrænum hjá er dómsvaldiö falió hiö dulda. (Ciuöm. Gudm.) Lítil kveðja til vinar Til moldar er borinn í dag Rafn Haraldsson, eða Rabbi eins og hann var kallaður, aðeins 33 ára. Hann, ásamt þremur öðrum vin- um, voru skyndilega kallaðir á brott. Þetta var ákaflega erfiður tími, biðin milli vonar og ótta síðustu vikurnar. Erfiður fyrir okkur, hvað þá fyrir eiginkonu og fjölskyldu hans. Þetta er rangt, hugsaði ég. Af hverju Rabbi, af hverju þurfti hann að fara frá fjölskyldu sinni þegar allt lék í lyndi? Hver á nú að sitja og hugsa um augasteininn hans, gullfallega drenginn hans, sem ekki hefur átt pabba nema í fimm mánuði? Eða hver á nú að vera félagi og góður eiginmaður konu hans? Ósjálfrátt spyr maður sjálfan sig þessara spurninga. Lífið er harður skóli og veröldin grimm. Rabbi var öðlings maður, og hafði allt það til að bera, sem ungum manni er sómi að. Hann var góður vinur og brást ekki þeim böndum. Það er stórt skarð, sem hoggið hefur verið í vinahópinn. Þar var Rabbi ætíð hrókur alls fagnaðar, og hélt hópnum ávallt saman með góðum samverustund- um, hvort sem var í ferðalögum eða við önnur tækifæri. Rabbi hafði umsjón með for- mennsku skemmtinefndar fyrsta árið sitt í JC Borg, og stóð sig með mikilli prýði, en það er vandasamt verk að halda saman þrjátíu manna hópi svo öllum líki. Á síðasta ári var hann varaforseti í Borg, og tók þátt í rökræðukeppn- um fyrir félagið jafnframt því sem hann leiðbeindi í ræðumennsku. Rabba var sem sagt margt til lista lagt. Sem eiginkona í JC Borg rita ég þessa stuttu minningar- grein. En eins og máltækið segir: Énginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Elsku Kolla mín og Ævar Jarl, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar beggja, og megi Guð gefa þér, Kolla mín, áfram þann stórkostlega styrk, sem þú hefur sýnt okkur á undanförnum vikum. Einnig votta ég foreldrum og tengdaforeldrum samúð mína, og vona að Guð gefi þeim styrk í sorg þeirra. Við söknum ákaflega Rabba vinar okkar, en sem betur fer er minning hans það sterk að hún hjálpar okkur að hjálpa okkur sjálfum. Njóti hann alls hins bezta í hinu óþekkta ríki. Hafi hann þökk fyrir öll gömlu árin. IS „Grátnir til Krafar. (lönKum vjer nú hjeöan. FylKjum þjer vinur. far vel á braut. GuA oss þaö Kefi. Kladir vjer moKum þér HÍðar fylxja í friðarskaut.“ Mikið er erfitt að trúa því að Rabbi sé dáinn. Allan þann tíma sem leit stóð yfir að flugvélinni, áttum við þá ósk heitasta að þeir myndu finnast á lífi. Þegar þeir svo fundust, varð okkur hugsað til þess hve lífið er hverfult og hversu litlu við fáum um ráðið. Við systurnar kynntumst Rabba fyrst árið 1975 þegar hann og Kolbrún frænka voru hjá okkur í hálfan mánuð meðan mamma og pabbi fóru erlendis. Á þeim tíma fengum við tækifæri til að kynn- ast Kolbrúnu frænku okkar og Rabba mjög vel og áttum við margar ógleymanlegar stundir saman. Okkur duldist ekki hversu náið samband þeirra var og hversu vel þau áttu saman í alla staði. í ágúst 1975 giftu Kolbrún og Rabbi sig, og er sá dagur okkur enn í fersku minni. I brúðkaupinu var samankominn fjöldi ættingja og vina til þess að samgleðjast þessum ungu og myndarlegu brúð- hjónum, sem geisluðu af ham- ingju. Þar var svo 4. desember síðastliðinn að þeim auðnaðist sú hamingja að eignast lítinn heil- brigðan dreng. Eins og við áttum von á fórst þeim Kolbrúnu og Rabba foreldrahlutverkið vel úr hendi, og ekki tók pabbinn minni þátt í að sinna þörfum litla drengsins síns. Þá má með sanni segja að litli Ævar Jarl sé eftirmynd föður síns og fer hann á mis við mikið að fá ekki að njóta þeirrar ástar og umhyggju sem Rabbi bjó yfir. Hjartans Kolbrún mín, við biðj- um góðan Guð að styrkja þig, litla Ævar Jarl og Dídí og Jalla í þessari miklu sorg. Einnig biðjum við góðan Guð að styrkja foreldra Rabba, og Harald og Ingibjörgu og bróður hans. Blessuð sé minningin um góðan og hugljúfan dreng. Herdis og Auður Bjarni Kolbeins- son - Minning Fæddur 28. ágúst 1907. Dáinn 9. júní 1981. Bjarni fæddist í Unaðsdal í N-ísafjarðarsýslu, og við „djúpið" ólst hann upp, ekki við mikinn leik en við mikla vinnu bæði til sjós og lands. Með móður sinni sem var farandverkakona á nútíma máli, en það merkir að tekin var sú vinna er bauðst, var Bjarni bernsku- og unglingsárin. Ekki munu nú slík börn alltaf hafa fengið bestu bitana sem á borðum voru, né þeim hlíft við verstu verkunum. En út úr þessum harða vinnu- skóla kom Bjarni með þann ásetn- ing að verða sjálfstæður og geta séð sér og sínum farborða. Og til þess að standa betur að vígi í lífsbaráttu’ini, reyndi hann ávailt að mennta sig, þannig lauk hann námi í Núpsskóla, Iþrótta- skólanum í Haukadal, og 1941 tók hann sveinspróf í skósmíði, og þegar hann er fimmtugur tekur hann próf i húsasmíði. Hann vann við báðar þessar iðngreinar. Engin tilviljun mun það hafa verið að smíðar urðu fyrir valinu, því Bjarni var smiður góður. Til Reykjavíkur fluttist hann 1934, á næstu árum var Bjarni tíður gestur á æskuheimili mínu, sennilega fyrir skyldleika sakir, en þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, systur minni, Ingi- björgu en þau stofnuðu heimili 1937. Þetta er hin ytri hlið á ævi Bjarna Kolbeinssonar, en hvað um innri hliðina? Óefað hefur erfiði æskuáranna sett harðari svip á manninn heldur en upplagið gaf vonir um. Og ekki mun auðvelt fyrir okkur, er góða heilsu höfum, að skilja manninn sem á góðum aldri er allt í einu orðinn bundinn við hjólastól, önnur höndin lömuð og ekki vinnufær l.mgur. En samt stóð eftir heill og góður drengur. Og þann dreng kveð ég nú með þakklæti fyrir áratuga vináttu og margar góðar samverustundir. Ég og fjölskylda mín vottum Ingu og börnum þeirra samúð á þessari kveðjustund, og óskum Bjarna blessunar þess almættis er nú mun veita honum leiðsögn um ókunnar slóðir. Kristján Fr. Guðmundsson Andlátsfregnir koma okkur ekki ætíð að óvörum. Svili minn, Bjarni Kolbeinsson, lést 9. júní eftir langvarandi erfið veikindi, sem reyndu vissulega á þrautseigju hans og karlmennsku. Bjarni var fæddur í Unaðsdal við ísafjarðardjúp 28. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Kolbeinn Elíasson í Ögri og Guðmundína Matthíasdóttir. Æskuárin voru enginn dans á rósum og hafa vafalaust sett sitt mark á skaplyndi og störf Bjarna síðar í lífinu. Bjarni ólst upp með móður sinni, sem lengst af var í vinnumennsku, m.a. í Æðey. Allt varð að vinna, sem til féll á þessum árum til lands og sjávar, en ekki var alitaf borið mikið úr býtum. En smíðar fóru Bjarna vel úr hendi og vann hann snemma við slík störf. Þrátt fyrir lítil efni reyndi Bjarni að mennta sig og stundaði nám í Núpsskóla, en síðar hélt hann suður til náms í íþróttaskól- ann í Haukadal. Heilsurækt var ætíð mikið áhugamál. En hugurinn stefndi að því að verða vel bjargálna og standa á eigin fótum. Bjarni lærði skósmíð- ar og lauk námi frá Iðnskólanum á Akranesi. Hann rak skósmíða- vinnustofu á Siglufirði og Akra- nesi, og síðar í Reykjavík. En húsbyggingar voru hugleiknar og réðst hann í húsasmíðanám á miðjum aldri og hlaut hann meist- araréttindi í þeirri iðn. Stóð Bjarni að mörgum húsbyggingum um ævina, bæði fyrir sig og aðra. í fyrstu þótti Bjarni áræðinn í byggingastarfseminni. Mikið var lagt að sér og nærri sér gengið, enda mikið kappsmál að standa á eigin fótum, og tókst honum það vissulega. Ekki er ólíklegt að erfiði og annríki uppvaxtaráranna hafi þarna markað manninn. Bjarni þótti stundum harðdrægur í viðskiptum, en gefin loforð stóðu og kappsmál var að skulda engum neitt. Við fyrstu kynni fyrir mörgum árum, þótti mér Bjarni heldur fáskiptinn, en við nánari kynni birtist hlýr, einlægur og orðheld- inn drengskaparmaður. I þröngum vinahópi og innan fjölskyldu var tekið lagið og naut sín þá góð söngrödd og gott skopskyn. Það sýndi best innri mann Bjarna, að honum var það kappsmál að hlúa að móður sinni og veita henni húsaskjól til dauða- dags og þakka henni það vega- nesti, sem hún hafði veitt honum, þó efnin væru lítil. Bjarni bar gæfu til að tengjast góðu fólki. Hann stofnaði heimili með Ingibjörgu Guðmundsdóttur 1937 og eignuðust þau 3 börn, Rannveigu, Sigríði og Kolbein, sem öll búa í Reykjavík. Allt mannvænlegt fólk, sem stofnað hefur sín heimili, enda barnabörn- in orðin 9 og barnabarnabarnið þegar orðið eitt. Ráðahagurinn með Ingibjörgu var Bjarna mikið gæfuspor, enda mat Bjarni hana mikils og hafði oft orð á. Átta ára erfið veikindi Bjarna á sjúkrahúsum og heima, þegar því var við komið, reyndi vissulega á mannkosti þeirra beggja. Ég hygg, að úr því sem komið var, hafi Bjarni þráð hvíld- ina, a.m.k. hafði hann það stund- um á orði. Leiðir skilja í bili við dyr hins ókunna. Skrifuð eða sögð orð megna lítils, en þakkir vil ég færa samferðamanni mínum, svila og vini. Aldraðri systur Bjarna, Sig- ríði, eiginkonunni Ingu, dætrum, syni og barnabörnunum flyt ég innilegustu samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Jón Kr. Gunnarsson Að leiðarlokum vil ég minnast föður míns með nokkrum orðum. í lífi flestra skiptast á skin og skúrir, en þegar minningarnar sækja að rísa hæst gleðistundir og minningar um hlýju og ástúð. Bróðir minn hringdi til mín og sagði okkur að pabbi hefði verið að skilja við (það var á afmælisdag- inn minn). Pabbi var búinn að vera lamað- ur í — löng — 8 ár og oft mikið veikur. Við gátum búist við að hann færi, en þegar kallið kemur virðist maður aldrei tilbúinn. Minningarnar frá gömlum dög- um þjóta gegnum hugann — þegar pabbi var frískur — jólin heima — vindlalyktin hans — þessi yndis- legi friður yfir okkur öllum við matborðið stundvíslega klukkan 6, pabbi við endann á borðinu, vel greiddur í sparifötunum. Áramót- in, þegar við komum öll saman og hann söng með sinni djúpu rödd „Nú árið er liðið". Lítil stúlka flýtir sér heim með prófskírteinið sitt, hún veit að pabbi bíður spenntur og spyr: Hvernig gekk? og þegar vel gekk var hann vanur að segja: „Heldurðu að ég hafi ekki vitað þetta elskan mín,“ og klappaði á öxlina á mér. Það var mikil uppörvun. Pabbi sagði okkur að við gætum allt sem við vildum, bara að hugsa nógu hátt og „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir"; það síðar- nefnda hef ég marg sannreynt. Hann var skapmikill og fljótur að reiðast, svo mörgum þótti nóg um, hann talaði um það sjálfur, en hann var eins fljótur að sættast og blíður var hann. Pabbi brýndi oft fyrir okkur að fara vel með peninga og skulda aldrei neinum neitt. Þannig var hann sjálfur. Kveðjustund fylgir tregi og þakklæti frá okkur börnunum og barnabörnunum. Megi traustur faðir og afi hvíla í friði. RB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.