Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981
Skriftamál Ólafar ríku
..Kijíi skal gráta Björn
bónda, heldur safna liði." Hver
kannast við þessi ummæli, sem
höfð eru eftir Ólöfu ríku Lopts-
dóttur, þegar hún á að hafa
tekið við Birni bónda sínum
brytjuðum í poka eftir að ensk-
ir höfðu drepið hann austur á
Rifi. Þessi æfintýralegu en
sögulega vafasömu ummæli
voru hraustlega mælt og hefðu
vel sómt sér í munni þessarar
ríkilátu höfðingekonu.
En til er önnur og áþreifan-
legri heimild um ólöfu Lopts-
dóttur, sem ekki er síður
merkileg fyrir nútímafólk. Það
eru skriftamál þau, sem henni
eru eignuð og til eru í uppskrift
frá 1773 og birt í Fornbréfa-
safni. Um þau fjallaði Magnús
Stefánsson, lektor við Sagn-
fræðistofnunina í Bergen, á
nýafstaðinni ráðstefnu um
kvennasögu á miðöldum í Skál-
holti, þar sem 11 norrænir
fræðimenn fluttu erindi. Á
Einstakt að slikt
plagg sé til
1.  Að slík skriftamál frá 15. öld voru
yfirleitt sett á blaö og eru til, það eitt er
í rauninni alveg óskiljanlegt, hvort sem
er á Islandi eða annars staðar. Það sem
játað var fyrir presti við skriftir var
algert trúnaðarmál og strangar refs-
ingar ef út af var brugðið. Presturinn gat
þá misst stöðu sína og verið lokaður í
klaustri til æfiloka. Þegar kaþólsk mann-
eskja játaði syndir sínar og fékk aflausn
hjá prestinum, átti málið að vera af-
greitt og gleymt. Að það skuli vera upp
skrifað er alveg einsdæmi.
2.  Þetta einstæða handrit veitir okkur
nútímafólki tækifæri til að skyggnast
undir yfirborðið og kynnast lífi konu á
þessum tíma, vegna þess sem hún segir
frá. Það er mjög upplýsandi hvaða syndir
hún telur sig þurfa að skrifta og fá
aflausn frá. Skriftamál áttu að fjalla um
alla hiuti, engu mátti sleppa og prestarn-
ir skyldu ganga eftir því í smáatriðum.
Ekki kemur kannski á óvart þótt Ólöf
telji sér til synda að hún hafi verið
kærulaus í sinni trú, bölvað og ragnað,
verið óblíð, misnotað vald sitt yfir
öðrum, skipað vinnuhjúum til vinnu á
helgidögum, ekki sinnt fátækum sem
skyldi, verið langrækin og illgjörn við
alla, nema helzt við móður sína. En allt
þetta kveðst hún hafa á samvizkunni. En
þegar kemur að kynlífinu og hjúskapar-
lífi hennar, er þar að finna margar
syndir, sem koma nútímafólki líklega
nokkuð spánskt fyrir sjónir, þótt kunn-
uglegar séu.
3.    Um fram allt sýna skriftamál
þessarar konu frá miðöldum, þegar hún
opnar hug sinn og berar einkalíf sitt, að
hjörtu mannanna og gerðir breytast
hreint ekki neitt um allar aldir, eins og
skáldkonan Sigrid Undset orðar það í
miðaldasögu sinni um Kristínu Lavrans-
dóttur, eins og Magnús Stefánsson bend-
ir á í erindi sínu. Skriftirnar eru svo
sammannlegar og utan við tímamörk, að
hver og ein kona á öllum öldum getur
fundið sig þar heima. Þrátt fyrir aðra trú
og strangari og ólíka siðfræði, sem öllum
er þá innprentuð, þá virðist þessi mið-
aldakona undir yfirborðinu ákaflega lík
nútímakonunni. Náttúran leitar út, þótt
hún sé lamin með lurk, þá sem nú.
— Konurnar voru þá alveg einsog þær
eru í dag og hafa alltaf verið, segir
Magnús. Þótt siðferðileg gildi væru
önnur, er náttúran eins. Það áttu eftir að
Loptsdóttur
Kona frá því um 1400. Úr Nikulásarsögu
í Konungsbokhlöou í Stokkhólmi.
sjá, þegar þú ferð að lesa skriftamál
Olafar. Og hann bætir við kíminn: —
Hún var einsog konur eru gjarnan enn,
vond við manninn sinn, beitir valdi sínu
gegn þeim sem hjá henni vinna, er
langrækin og ástleitin við mann sinn og
aðra, þótt hún haldi ekki beinlínis fram
hjá honum .. .
Mjög persónu-
legar játningar
Skriftamálin eru til í pappírskveri,
rituðu nærri þremur öldum eftir lát
Ólafar 1480, en haft er eftir Pétri Eggerz
á Akureyjum að hann hafi séð frumritið
á Skarði. Ólöf er ekki nefnd með nafni,
enda vantar aftan á skriftamálin. Magn-
ús færir rök að því að þarna geti varla
verið um aðra en ólöfu Loptsdóttur að
ræða. Hann segir að tvennt sé til, að
þetta séu einkaskriftamál eða fyrirmynd,
skrifuð sem leiðbeiningar. Væri þar um
fyrirmynd að ræða, þá væri hún byggð
upp kring um höfuðsyndirnar, en er það
ekki. Við skriftir á engu að sleppa, en
þarna eru ekki allar viðurkenndar syndir
lagðar út, sumar eru framtaldar og aðrar
ekki. Þarna eru mjög persónulegar játn-
ingar, sem væru öðru vísi orðaðar ef um
sýnishorn væri að ræða. Af tungutakinu
er ljóst að skriftamálin eru ekki eldri en
frá 14. öld og ekki yngri en frá 15. öld.
(Hér á eftir er stafsetning færð nær
nútímanum.) Kvaðst Magnús Stefánsson
í fyrstu hafa velt mjög fyrir sér hvort
þarna gæti verið um að ræða fölsun frá
seinni tímum, en gat ekki fundið að svo
væri. Plaggið ber öll einkenni hins
kaþólska skriftamáls og er byggt á æði
gömlum ákvæðum. Þar er engar tíma-
skekkjur að finna. Kvaðst hann hafa
borið sig saman við kaþólska sagnfræð-
inga í Noregi og víðar, en þeir ekki getað'
fyrri kvennasöguráðstefnu í
Kungelv 1979 var fremur fjall-
að um réttindi kvenna á miðöld-
um, en í þetta sinn beindist
athyglin að högum og stöðu
kvenna á þessum tíma. Eru
þessi skriftamál ólafar Lopts-
dóttur þar mikið og fróðlegt
innlegg, ekki sizt um hjúskap
og kynlíf, sem á þessum tíma
skyldi vera reirt í f jötra kaþ-
ólskrar trúar og siðgæðis.
Magnús Stefánsson var á
förum utan, þegar blaðamaður
Mbl. náði snöggvast tali af
honum og fékk hjá honum
umrædd gögn, og er það sem á
eftir fer byggt á hvoru tveggja,
stuttu spjalli við hann um ef nið,
skriftamálunum og greinar-
gerð hans. Skriftamálin eru
raunar tvenn til, önnur eignuð
Sólveigu Björnsdóttur og hin
ólöfu Loptsdóttur, og eru hér
einungis hin siðarnefndu til
umræðu. Skriftamál þessi eru á
ýmsan hátt alveg einstök.
Magnús Stefansson, lektor vio sagn-
fræöistofnunina í Bergen flutti erindi
um skriftamál Ólafar ríku, sem uppi var
á 15. öld á norrænni sagnfræöiréo-
stefnu í Skálholti.
séð neinar veilur. Og að lokum, ef þetta
eru persónulegar játningar frá þessum
tíma, eins og talið er, þá er þar að
minnsta kosti mjög voldug kona og
auðug á ferð, sem hlýtur að vera getið í
öðrum heimildum, segir hann. Sjálf segir
hún í skriftamálunum, að hún hafi verið
svo ríkilát að enginn maður „þorði mér
ásakan að gefa".
Sagan frá Rifi
ekki nefnd
En hver var Ólöf Loptsdóttir? Rifjum
það aðeins upp, áður en við snúum okkur
að skriftamálum hennar. Hún var dóttir
Lopts Guttormssonar ríka, hirðstjóra,
sem var stórauðugur, oft utanlands og
hafði virðingar hjá kóngum og stór-
mennum. Við andlát hans tók Olöf við
hálfum auði þeirra hjóna, varð „mater
familia", hélt uppi merki hans í ýmsum
þeim málum, er hann hafði í staðið. Hélt
um áratug ein uppi því heimili, sem þau
höfðu átt saman, og að nokkru forustu
þeirrar ættar, er honum og henni var
nánust, Vatnsfjarðarættarinnar. Um
Olöfu hafa gengið miklar sögur, sem má
rekja til þess að hún var auðug kona og
mikillát og lét að sér kveða. En margt
þeirra sagna, sem um hana hafa gengið,
eru ekki aðeins með þjóðsagnablæ, held-
ur jafnvel uppspuni einn. Líka sumar
þær sögur, sem teknar hafa verið í
íslenzk sagnfræðirit, jafnvel kennslu-
bækur í sögu, að því er segir í Vestfirð-
ingasögu. Er m.a. tekið sem dæmi í þessu
sambandi frásögnin í Sýslumannsæfum
um för hennar vestur að Rifi með bónda
sínum, er hann féll þar og Þorleifur
sonur þeirra var handtekinn, en hún
síðar hefndi rækilega. En það kemur
þessu máli ekki við, þar sem frásögnin
um brezku sjómennina er ekki nefnd í
skriftamálunum, sem gæti þó verið af
öðrum ástæðum en þeim að hún sé ósönn
eða að skriftamálin séu ekki Ólafar. Til
dæmis að hún hafi verið búin að afgreiða
þann atburð í skriftum áður og fá
aflausn. Ætti hann sem sagt algerlega að
baki. Eða að það hafi ekki verið talið til
synda að drepa Englendinga á þeim
tíma, hún aðeins verið að leita réttar síns
og ekki þurft að skrifta það. Það gat
jafnvel verið talið til dyggða, eins og
Magnús bendir okkur á. Og þótt talið sé
af ýmsum ástæðum að þessi skriftamál
Ólafar séu frá banabeði hennar, skömmu
áður en hún lézt, árið 1480, þá er
hugsanlegt að þau séu frá fyrri tíma og
áður en þessi atburður gerðist. En í
skriftamálunum bregður fyrir líkt og þar
sé kona í fullu fjöri og maður hennar á
lífi.
Þau Björn Þorleifsson hirðstjóri
bjuggu fyrstu hjúskaparár sín i Vatns-
firði. Er þar fædd Sólveig dóttir þeirra
og líklega Þorleifur, en önnur börn
hennar eru Einar og Árni. Meðan bóndi
hennar lifði, má gera ráð fyrir að hún
hafi látið mest til sín taka heima fyrir og
eigi kemur hún oft við bréf fyrr en eftir
andlát bónda síns. Þó er til bréf um sölu
hennar á Læk í Dýrafirði 1459 og kvittun
fyrir andvirðinu. En eftir dauða bónda
síns dró hún sig ekki í hlé og kom víða
við frásagnir og bréf. Hún virðist hafa
helgað sig eiginmanni sínum og ætt
hans, heimili sínu og börnum og eftir lát
Björns fyrst og fremst syni sínum, er
hún hélt fram til forustu ættar þeirrar,
er hún hafði gengið inn í. Síðari
búskaparár sín og hjúskapar- bjuggu
Björn og Ólöf á Skarði á Skagaströnd og
þar hefur heimili þeirra verið aðallega 20
ár eða lengur, og Ólafar enn í 12 ár eftir
það. Allan þann tíma hefur Skarð verið
auðugasta heimili leikra höfðingja á
íslandi og líklega hið svipmesta, segir í
Vestfirðingasögu. Þar hafa verið um 50
manns í heimili, fólk á öllum aldri og
margvíslegt að gera, mörgu hefur verið
að sinna og mikil átök þurft til að halda
öllu í röð og reglu, láta heimilisfólkið una
sér og vinna heimilinu vel. Mjög hefur
verið gestkvæmt þar, bæði til stuttrar
komu og langrar dvalar, jafnvel hafa þar
oft verið erlendir dvalargestir. Björn var
veizluglaður maður, harðdrægur og mik-
illátur og riddari mikill. Eigi þarf að efa,
að Olöf hefur umfram aðra sett svip á
þetta heimili. Það hefur borið auði
hennar vitni og verið rausnarheimili.
Það kemur fram að hún hefur haft áhuga
á að ferðast og fór m.a. með Birni til
Danmerkur 1456. Hún var aðsópsmikil
kona og kom víða við mál og viðskipti
eftir lát manns síns sumarið 1467 til
dánardægurs 1480. Hún virðist hafa gætt
þess að halda svo á hverju máli, sem
eiginmaður hennar hefði gert, ef hann
hefði þá enn verið á lífi og hvergi verið
undanlátssöm. Þótti æði harðdræg í
viðskiptum.
Hvernig kemur þessi kona nú Magnúsi
Stefánssyni lektor fyrir sjónir af lestri
skriftamála hennar? — Þetta er að-
sópsmikil kona, segir hann, og ákaflega
myndug. Hún er ekkert að krjúpa, þótt
hún  viðurkenni  sínar syndir.  Eðlið er
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64