Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.08.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981 29 María Salómorisdótt- ir - Minningarorö María Salómonsdóttir var fædd í Drápuhlíð í Helgafellssveit 21. febrúar árið 1891, dóttir hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur frá Gríshóli og Salómons Sigurðsson- ar af Mýrum. Þau áttu saman fjögur börn: Kristján er fórst árið 1903, þá á unga aldri í sjóróðri úr Olafsvík, Sigríði, Helga (er síðar tók sér nafnið Hjörvar) og Maríu, sem var þeirra yngst. Þau eru nú öll látin. Guðrún, móðir þeirra, lést af slysförum frá börnum sínum ungum en Salómon kvænt- ist aftur og átti María átta hálfsystkini er upp komust. Af þeim eru nú þrjú á lífi: Lúther, Guðrún og Lárus. Á meðan María var barnung fluttist faðir hennar búferlum að Mávahlíð í Eyrarsveit, en þaðan fór hann Nokkru eftir að Kristján sonur hans drukknaði, að Laxár- bakka í Miklholtshreppi og bjó þar til dauðadags. Ekki löngu eftir að fjölskyldan kom að Laxárbakka tók alþýðuskólinn á Hvítárbakka til starfa og þangað sendi Salóm- on öll þau börn sín er aldur höfðu til: Sigríði, Helga og Maríu. Þótti ekki öllum það jafngáfulegt ráðs- lag. María var á Hvítárbakka Minning: Þórólfur Olafsson hœstaréttarlögmaður í dag verður til moldar borinn Þórólfur Ólafsson hæstaréttarlög- maður. Þórólfur fæddist í Reykjavík 14. desember 1909, en lést snögglega að heimili sínu 6. ágúst sl. Bana- mein hans var hjartaslag. For- eldrar hans voru hjónin Ólafur Árnason kaupmaður frá Stokks- eyri og Margrét Friðriksdóttir Möller, póstmeistara á Akureyri. Þórólfur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928 og prófi í lögfræði frá Háskóla íslands 22. júní 1933. Að prófi loknu gegndi hann ýmsum lög- fræði- og kennslustörfum um eins árs skeið, en réðist síðan sem fulltrúi hjá Lárusi Fjeldsted hrl. 1. september 1934 og starfaði eftir það einkum við málflutning til 1941. Lögfræðistörf og þá einkum málflutningur féllu honum mjög vel úr hendi, enda var hann röklegur í hugsun og átti einkar auðvelt með að kryfja til mergjar flókin mál, finna í þeim kjarnann og flytja síðan mál sitt á skýran og rökréttan hátt. Þórólfur var skipaður skrif- stofustjóri Ríkisskattanefndar 1. sept. 1941 og starfaði þar til 1973. Vararíkisskattstjóri var hann á árunum 1963—1967. Eftir 1973 rak hann svo lög- mannsskrifstofu í Reykjavík til dauðadags. Forlögin höguðu því þannig, að frá því að ég fluttist til Reykjavík- ur 1948 voru samskipti mín og síðar okkar hjóna við þau Þórólf og Gerðu ætíð mikil og stöðug enda komst ég fljótt að þvi hvílík tryggðatröll þessi frændi minn og eiginkona hans voru, fús til að leysa hvers manns vandræði og margar voru ánægjustundirnar sem við áttum í þeirra félagsskap, hvort heldur var innan heimila eða á ferðalögum. Þótt Þórólfur hefði fastmótaðar skoðanir á flestum þeim málefnum sem á góma bar, enda sjálfstæðismaður af gamla skólanum og þar þokaði honum enginn um fet, þá var hann einnig frjálshyggjumaður án nokkurs áhuga til að komast í sviðsljósið. Þórólfur kvæntist 1942 Þorgerði Gísladóttur bónda í Saurbæ í Ölfusi Guðmundssonar og konu hans Guðríðar Jóhannsdóttur frá Nesjavöllum. Einkasonur þeirra hjóna er Geir Þórólfsson vélaverk- fræðingur sem kvæntur er Þuríði K. Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn. Ég vil svo að lokum votta Þorgerði og fjölskyldu sem mikið hafa misst samúð okkar hjónanna. Megi það verða þeim hugarléttir að minningin lifir um góðan dreng, sem nú er horfinn yfir móðuna miklu. Geir Arnesen Félagið lagðist einnig mjög gegn þeirri tiltögu samlagsmanna, að mjólk frá framleiðanda mætti falla einu sinni (af fjórum mögu- legum) í annan flokk án þess að vera verðfelld. Þetta taldi félagið vera fásinnu, því fræðilega gæti þetta þýtt að 25% af mjólkinni væru annars flokks, en teldust samt fyrsta flokks! Pétur Sigurðsson heldur því fram, að enginn grein mat- vælaiðnaðar sé undir eins ströngu eftirliti og mjólkuriðnaðurinn. Ef svo væri þá hefðu slysin frá því í sumar ekki átt að eiga sér stað. Þarna er einmitt pottur brotinn og á það jafnt við um innra eftirlit mjólkursamlaganna sem og eftir- lit opinberra aðila. Því ber að fagna að í skýrslu sem samstarfs- hópur heilbrigðisráðherra hefur lagt fram nýlega, er þetta einmitt viðurkennt. Og þótt Pétur láti góð orð falla um mjólkurfræðinga sem fagmenn, þá verður að benda honum á að það er ofviða jafnvel færasta fagmanni að framleiða góða vöru úr lélegu hráefni. í lok greinarinnar kemur fram sú ósk, að aðilar leggist á eitt um að lagfæra ástand þessara mála og hætti þjarki í fjölmiðlum. Ég get heilshugar tekið undir þau orð, en legg áherslu á að það verði gert á þann máta að vörugæðin gleym- ist ekki á kostnað ýtrustu hag- kvæmnissjónarmiða. Virðingarfyllst, Sig. Runólfsson. formaður Mjólkurfræðingafélags Íslands. veturinn 1907—8, en veiktist þar af mislingum, sem dró þann dilk á eftir sér að taka varð af henni annan fótinn fáum árum síðar og gekk hún á gervifæti æ síðan. En hún gekk alla tíð hnarrreist og sá sér farborða af miklu harðfylgi. Frá tvítugsaldri átti María heimili í Reykjavík, þar sem hún lærði herrafatasaum og vann við sauma í hartnær 30 ár á verkstæði H. Andersen & son í Aðalstræti 16. Og líf hennar tengdist gamla Aðalstræti fleiri böndum, því hún átti lengi heima í Fjalakettinum — Aðalstræti 8 — og var börnum Helga, bróður síns, og konu hans Rósu er þar bjuggu, sem önnur móðir. Seinna fluttist hún á Lokastíg 24 með æskuunnusta sínum, Sæ- mundi Runólfssyni. Þegar hann lést, árið 1966, fór hún á Hrafnistu þar sem hún andaðist södd lífdaga 2. ágúst sl. María Salómonsdóttir var frá unga aldri gripin hugsjónum ung- menna- og þjóðfrelsishreyfingar sinnar kynslóðar og varð seinna virkur félagi í stríðandi verkalýðs- hreyfingu, átti m.a. sæti í stjórn síns stéttarfélags um skeið. Og María varðveitti eitthvað af glóð liðinna tíma til hinstu stundar. Hún fylgdist af áhuga með þjóð- málum og myndaði sér sjálfstæð- ar skoðanir um menn og málefni, hélt þeim fram af festu og lét það ekki aftra sér, þó að hugmyndir hennar ættu alls staðar upp á pallborðið. En ofar öllu unni hún Islandi, náttúru þess, fegurð himinsins uppi yfir því, fjöllunum sínum á Snæfellsnesi og frelsi þess, sem hún óttaðist þó að okkur auðnaðist ekki að gæta. íslensk tunga var henni heilagt mál og tungutak hennar sjálfrar þannig að maður hlaut oft að hrifast af. María Salómonsdóttir var að- dáunarverð kona, viljasterk og einörð, og undir yfirborði, sem ókunnugum gat stundum virst dálítið hrjúft, sló heitt hjarta, sem gott var að kynnast. Blessuð sé minning hennar. Ilelga Hjörvar Uppsetningar í Nýlistarsafninu Paul Miiller fremur gerning. „Illark square“. FIMMTIJDAGINN 13. ágúst kl. 20 opnar sýning á verki eftir hollenskan myndlistarmann, Paul Múller að nafni. Hér er um svipað verk að ræða og þau sem sýnd voru í safninu fyrr í sumar, þ.e. verk háð tíma og rúmi. Verk þetta er svokölluð „installation" og gæti þýtt „upp- setning". Hér er á ferðinni instal- lation með myndbandi og er ugg- laust fyrsta myndbands-installa- tion sem sett er upp hér á landi. Þessi installation er afsprengi annarrar sem kallaðist „Tracking" og átti sér stað í járnbrautarlest og hollensku landslagi. Fjallar hún um skynjun á hreyfingu í tíma og rúmi. Hér samanstendur hún af myndbandi, ljósmyndum og texta. Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20 mun Paul Muller framkvæma gerning sem hann kallar „Black square“ er samanstendur af verknaði hans og kvikmynd og mun þar fara fram samspil hans og þess sem í kvikmyndinni er. Sýningin er opin frá 16—22 virka daga og 14—22 um helgar, henni lýkur fimmtudaginn 20. ágúst. Góður ^ félagi GF-8989H/E Stereo Portable Radio Cassette Glæsilegt feröatæki Kr. 3.800- Stereoferðatæki frákr. 1.900- Soft-Touch Operation | || OOLBY SYSTEM | PAPSS Auto Program Search System Ferða- og kassettutæki meö 4 utvarpsbylgjum, FM stereó, stuttbylgju, miöbylgju og langbylgju. 2x5,5 wött RMS. „2-way“ hátalarar, 2 innbyggöir míkrófónar. Óvenjulega góöir upptökueig- inleikar. Lengd 510 mm. Hœö 284 mm. Breidd 134 mm. LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 Útsölustaöir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Patróna Patreksfiröi — Epliö ísafiröi — Álfhóil Siglufiröi — Cesar Akureyri — Radíóver Húsavik — Hornabær Hornafiröi — M.M. hf. Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.