Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 17 „Það er mikilvægast sérhverj- um manni að geta gengið til ákveðins starfs á degi hverjum“ — segir færeyska skáldið Heðin Brú, sem verður áttræður á morgun Þann 17. ágúst 1901 fæddist drengur í Stovuni í Skálavík. Hann var skírður Hans Jacob Jacobsen. Hans Jacob óx upp, eins og jafnaldrar hans í Fær- eyjum, í nánum tengslum við harða lífsbaráttu og síðar tíma- mót í atvinnuháttum og hug- arfarsbreytingu landsmanna sinna. Hans Jacob kynntist snemma sögum og sögnum Færeyinga og hugurinn hneigð- ist til bóklesturs. Til þess að geta sinnt hugðarefnum sínum fór hann ungur til sjós til að afla fjár til náms og síðan lá leiðin eftir menntaveginum, fyrst til Þórshafnar og síðan til Danmerkur, þar sem hann lauk búfræðinámi 1928. Hann var síðan landbúnaðarráðgjafi í Færeyjum þar til hann lét af því starfi fyrir aldurssakir. Þó er Hans Jacob betur þekktur undir nafninu Heðin Brú, fær- eyska skáldið, sem verður átt- rætt á morgun. 1928 birtist í bókmennta- tímaritinu „Varðin" stutt frá- saga, „Högni hin gamli" eftir Heðin illa, sem síðan varð Heðin Brú. Heðin Brú (Hans Jacob Jacobsen) varð síðan afkastamesti og mest lesni rit- höfundur Færeyja, hefur skrif- að 11 bækur, skáldsögur, smá- sögur og minningar, auk þess sem hann hefur þýtt 22 bækur úr ýmsum málum. Bækur Heð- ins hafa af mörgum verið kallaðar samnefnari færeyskr- ar menningar og máls og þykja þær lýsa þessu tvennu betur en nokkurt annað rit. Hann skrif- aði um lífsbaráttu landa sinna, um sjósókn þeirra við ísland í misjöfnum veðrum, um bónd- Heiðursmerkið sem Bókagarð- ur veitti Heðin. ann og baráttu hans fyrir því að lifa skuldlaus og deyja skuldlaus, og börn sama bónda, sem lifðu í heimi vélanna, skulda og skatta, um hinn gjörólíka hugsunarhátt þessara tveggja kynslóða og bilið á milli þeirra, sem aldrei varð brúað að fullu. Æska hans í hinu gamla bændasamfélagi Fær- eyja upp úr síðustu aldamótum og ævi hans og starf sem landbúnaðarráðgjafi hafa mót- að hann, og þau kynni, sem hann hefur haft af land sinni og þjóð í lífi sinu og starfi, hafa gert honum kleift að skilja þjóð sína og baráttu hennar til hlítar, og það sem meira er, að miðla þeim fróðleik til sam- tímamanna sinna, bæði í Fær- eyjum og á hinum Norðurlönd- unum. í tilefni áttræðisafmælis Heðins Brú hefur hann verið sæmdur heiðursmerki Bóka- garðs og verið sýndur mikill heiður á ýmsan hátt í heima- landi sínu, auk þess sem hann var tilnefndur til bókmennta- verðlauna Nóbels 1979. „Bókmenntaverk verða aldrei fullkomin og því verður höf- undur þeirra aldrei fyllilega ánægður með það sem hann hefur skrifað." „Það sem sérhverjum manni er mikilvægast er að geta Heðin Brú gengið að ákveðnu starfi sér- hvern dag, þrátt fyrir háan aldur. Það er ekkert jafn erfitt fyrir gamalt fólk eins og að þurfa að sitja auðum höndum í ellinni eftir langa og starfsama ævi,“ sagði færeyska skáldið Heðin Brú meðal annars í samtali við Morgunblaðið, í tilefni áttræðisafmælis hans næstkomandi mánudag. „Meginviðfangsefni mitt hef- ur alla tíð verið að skrifa um land og þjóð, lífsbaráttu fólks- ins og kynslóðaskiptin, sem urðu með tæknivæðingunni og hve ólík sjónarmið þessara kynslóða voru. Þær bækur, sem mér eru hjartfólgnastar, „Tað stóra takið“ og „Feðgar á ferð“, fjalla einmitt um þetta. I „Feðgar á ferð“ segir frá Katli og konu hans, sem eru af gömlu kynslóðinni. Þau trúa á guð og að allt, sem gerist, sé frá honum komið og því verði að taka eins og það er. Fyrir þeim eru skuldir sama og mann- orðsmissir. Þau eiga 11 börn, eitt þeirra er vangefið og býr hjá þeim, hin eru fulltrúar sinnar kynslóðar. Trúin er þeim ekki mikilvæg og skuldir og - skattar sjálfsagður hlutur. Nóg er að fá lánið, borgun skiptir ekki svo miklu máli. Ég reyni að skýra þessa kynslóð sem millibilsástand, hlekk á milli gömlu kynslóðarinnar og þeirr- ar, sem nú lifir." „Hvernig mér hefur tekizt þetta verða aðrir að dæma um, en þó er ég ekki ánægður. Það er sama hve mikið maður leggur sig fram við ritverk, það verður aldrei fullkomið og því verður maður sjálfur aldrei fyllilega ánægður." Hvað er þér minnisstæðast úr lífi þínu? „Það, sem mér er minnis- stæðast, er fólkið, sem ég ólst upp með, og fólkið, sem ég kynntist á ferðum mínum um eyjarnar þegar ég var landbún- aðarráðgjafi. Þá kynntist ég landi og þjóð á ómetanlegan hátt og síðast en ekki sízt færeysku máli eins og það var áður en erlendar tungur fóru að spilla því. Ég er ánægður með það líf sem ég hef lifað og horfi með þakklæti til baka til þeirra, sem hafa verið mér uppspretta mannlegrar þekk- ingar og vizku,“ sagði Heðin Brú. ig landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1979. inn vill varðveita einkaeign, at- hafnafrelsi og að eðlileg sam- keppni sé virt. Fyrst og fremst vegna þess að reynslan hefur hvarvetna fært heim sanninn um hvorutveggja, að þannig er auð- lindin maður bezt nýtt og þannig finnur manneskjan bezt sjálfa sig í önn dagsins. Verðmætasköpun, þjóðartekjur á einstakling, eru margfaldar í vestrænum borgarlegum þjóðfé- lögum á við það sem reynslan sýnir í marxísku hagkerfi sósíal- ismans. Það eru þessi verðmæti sem móta lífskjörin, ekkert síður á sviði samneyzlu en einkaneyzlu. Öll félagsleg þjónusta, fræðslu- kerfi, heilbrigðiskerfi, almanna- tryggingar, margvíslegt menning- arstarf, samgöngur o.fl. þvíumlíkt sækir allt kostnaðarþátt sinn til þessarar verðmætasköpunar í þjóðarbúskapnum. Þannig hafa vestræn samkeppnis- og lýðræðis- ríki vinninginn bæði að því er varðar almenn lífskjör og almenn þegnréttindi einstaklinganna. Það er á þessari reynslu, íslenzkri menningararfleifð og kristnum siðferðisgrunni sem sjálfstæðis- stefnan er byggð. Ygglibrún Alþýdu- bandalagsins Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins, einkum þeir sem vilja borgaralegt þjóðskipulag feigt en innleiða í þess stað marxískt hagkerfi og þjóðfélagsgerð sósíal- isma, hafa löngum litið þá breið- fylkingu borgaralega þenkjandi fólks, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið og er, með ygglibrún. Þeir hafa ekki eygt æskilegra pólitískt markmið en að koma fleyg inn í þessa fylkingu: sjá hana í veikum einingum í stað sterkrar heildar. Við það hey- garðshornið hafa þeir löngum staðið — oftar en hitt með litlum árangri. Þeir kunna nú að telja sig hafa komið fæti milli þröskuldar og hurðar — en of snemmt er fyrir þá að lofa dag fyrr en að kveldi. I ljósi þeirrar þráhyggju sósíal- ista, sem hér var drepið á, verður að skoða síbylju Alþýðubanda- lagsins og Þjóðviljans um innan- flokksmál sjálfstæðismanna — og þá „forskrift" að skipan forystu- mála í Sjálfstæðisflokknum, sem frá þessum höfuðandstæðingi hans er komin. Engu er líkara en að hinir nýju valdsmenn kommún- ista telji „neitunarvald" sitt á stjórnarheimilinu ná inn á lands- fund Sjálfstæðisflokksins. En hætt er við að þeir þúsund lands- fundarfulltrúar, sem hafa fram- tíðarörlög flokks síns í höndum á haustnóttum, telji aðra stefnuvita farsælli í innri málum sínum en þá, er sitja í forystu Alþýðubanda- lagsins! Nær væri og þessum sjálfskip- uðu „ráðgjöfum" að hyggja að heimaranni. Þjóðviljinn ber ógjarnan á torg ágreining milli svokallaðs „menntamannaarms" Alþýðubandalagsins (sófasósíal- istanna) og „verkalýðsarmsins", en síðar taldi armurinn skipar nú sæti hornreku í nokkurs konar skammarkrók flokksstarfsins. Þjóðviljinn er og fátalaður um þá flóru af sellum og klíkum, sem lausbeizlaðar eru í vinstri jaðri flokksins: maóista, troskýista o.sv.fv. o.sv.fv. Sósíalistafélag Reykjavíkur og Kvenfélag sósíal- ista, sem hverfa áttu út af hinu pólitíska landakorti vinstri manna með stofnum Alþýðubandalagsins, mynda enn einhverskonar neðan- jarðarhreyfingu i flokksapparat- inu. Með inngöngu Möðruvellinga (úr Framsóknarflokki) í Alþýðu- bandalagið myndaðist enn einn „hagsmunahópurinn" á bænum. í því sambandi bera hæst deilur Hjörleifs Guttormssonar, iðnað- arráðherra, og Ólafs Ragnars Grímssonar, þingflokksformanns, í þingflokknum — og barátta Möðruvellinga til að koma Baldri Óskarssyni í þingsæti Garðars Sigurðssonar í Suðurlandskjör- dæmi. Gamli kommakjarninn í Alþýðubandalaginu heldur og enn brúnni á skúfunni. Og það segir sína sögu, að þegar íslenzk pressa stígur á skott Moskvuvaldsins geltir Þjóðviljinn. Það er því að nógu að hyggja heimavið hjá þeim Alþýðubandalagsmönnum ef grannt er gáð. Flokkur og framtíð Hér að framan var vitnað til viðtals Helgarpóstsins við Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæð- isflokksins. Lokaspurning blaða- mannsins var þessi: „Verður þetta vinnuaðstaða þín að landsfundi loknum í haust?“ Vinnuaðstaðan, sem blaðamaður höfðar til, er skrifstofa flokks- formanns í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. „Ég væri hræsnari ef ég segði ekki, að ég vonaði það,“ svaraði Geir Hallgrímsson. „Ég gef kost á mér til formanns í þeim tilgangi að hljóta endurkosningu. En vaid- ið er hjá landsfundinum og þeim dómi hlíti ég.“ Hér að framan var og talað um persónulegan stíl í pólitík. Engum sem til þekkir blandast hugur um að uppistaðan í persónulegum stíl Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, er heiðar- leiki, orðheldni og drengskapur, eiginleikar, sem gjarnan mættu vega hærra í íslenzkri pólitík. Bæði á borgarstjóraárum hans í Reykjavík og síðan á löngum þingmanns- og ráðherraferli bar þessa eiginleika hæst í ferti hans, ásamt samvizkusemi og starfs- þrótti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun átt mikilhæfa formenn. Jón Þorláksson, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein vóru forverar núverandi formanns. Styrkur þeirra lá vissu- lega í persónulegri hæfni — en jafnframt í samstöðu flokksfólks að baki þeim. Allir þessir flokks- formenn áttu þó einhverntíma á forystu- eða formannsferli sínum andstöðu að mæta, enda óhjá- kvæmilegt í jafn víðfeðmum flokki og Sjálfstæðisflokkurinn er, þar sem skoðanafrelsi situr í öndvegi. En á örlaga- og úrslitastundum stóð sjálfstæðisfólk einhuga að baki þeirra, bæði vegna mann- kosta þeirra og til að styrkja flokkslega stöðu í þjóðfélaginu. Sú staða hefur nú skapast í íslenzkum stjórnmálum að skoð- anir sjálfstæðismanna eru skiptar í afstöðu til núverandi ríkisstjórn- ar. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins verður því haldinn við aðstæður, sem ekki hafa áður verið fyrir hendi, aðstæður, sem gera meiri kröfur til fyrirhyggju og framsýni flokksfólks en nokkru sinni fyrr. Það mun örugglega reynast þessum vanda vaxið. Staða Sjálfstæðisflokksins um langa framtíð mun ráðast á þess- um landsfundi. Andstæðingar hans gera því skóna að flokkurinn muni steyta á skeri sundrungar. En það eru ekki þeir sem ráða ferð né framvindu í Sjálfstæðisflokkn- um. Það gerir flokksfólkið sjálft. Á landsfundi munu mæta um eða yfir þúsund fulltrúar frá öllum b.vggðum bólum landsins. Þeir munu kappkosta að leggja þær línur er leiða munu til styrkari Sjálfstæðisflokks í nálægri fram- tíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.