Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 187. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 26. AGUST 1981
Ahugi á siglingaíþróttinni er
að aukast verulega hér á landí
aí-l
ÁHUGI á siglingum er að aukast verulega hér á landi. Smátt og smátt
íjölgar iðkendum iþróttarinnar, og siglingaklúbbar starfa nú i
Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Akureyri. íslandsmót
fer fram i siglingum og um siðustu helgi fór fram kappsigling á
Faxaflóa, eins og skýrt hefur verið frá. Hér á eftir fer grein um
hvernig siglingamennirnir útbúa sig og hvaða tegundir báta eru helst
notaðir i siglingakeppnum hér á landi.
Allir eru klæddir í björgunar-
vesti og ef einhver brýtur þá reglu
er hann sama sem búinn að missa
mannorðið. Einnig eru flestir í
blautbúningum sem halda mjög
vel að manni hita ef maður
blotnar. Þeir sem ekki eiga slíka
búninga klæðast ullarfötum frá
toppi til táar. Það er mikill
misskilningur um það hvernig
bátar það eru sem siglt er á.
Flestir halda að þetta séu gamlir
súðbyrðingar sem vega tonn eða
meira og með segli allt frá vík-
ingatímanum sem hefur verið
bætt með gömlu laki sem fékkst
gefins frá mömmu vegna þess að
það var orðið ónothæft á rúmin.
Þetta er mesti misskilningur.
Þróunin er svo ör að þessir bátar
urðu úreltir fyrir síðustu heims-
styrjöld. Flestar kænur sem nú
eru í notkun eru byggðar úr
trefjagleri og krossvið og vega
flestar 50—100 kílógr. Seglin eru
saumuð úr seglaefni sem húðað er
með efnum til að gera þau vel
vindþétt. Byggingarlagið er einnig
allt öðruvísi en á blessuðum súð-
byrðingunum.
Helstu tegundir báta sem not-
aðir eru hér á landi eru eftirtald-
Þess má geta að allir þessir
bátar eru þannig útbúnir að ekki á
að vera möguleiki að sökkva þeim
þó þeir fyllist af sjó.
Keppnir á kænum fara aðallega
fram þannig að sigldur er þrí-
hyrningur, pulsa þríhyrningur
svokallaður. Er þá notuð sama
braut eins og keppt er á á
Olympíuleikunum. Þrem baujum
er raðað þannig að tvær þeirra
mynda stefnu beint upp í vindinn
sé dregin lína á milli þeirra. Þeirri
þriðju er stillt þannig að hún sé
ca. 45° frá þeim báðum. Fyrst er
siglt út fyrir allar þrjár, síðan út
fyrir þær tvær fyrrtöldu og að
lokum aftur út fyrir allar þrjár og
komið í mark við þá bauju sem
næst er vindinum.
Þeir sem áhuga hafa á að
stunda siglingasportið geta sett
sig í samband við formenn sigl-
ingaklúbbanna sem eru í bæjarfé-
lögum í Reykjavík, Kópavogi,
Garðabæ, Hafnarfirði og á Akur-
eyri einnig er nýbúið að stofna
klúbb á Seltjarnarnesi.
• Atli Eðvaldsson. Borussia Dortmund, leikur með íslenska liðinu i
kvold gegn Donum. Aðrir atvinnumenn i liðinu verða þeir örn
óskarsson og Magnús Bergs. Atli fékk leyfi á siðustu stundu.
ar:
Topper bátur fyrir yngri kyn-
slóðina, vegur aðeins um 50 kg.
Hann er eins manns og hefur eitt
segl.
Laser er svipaður bátur nema
hann er byggður úr trefjagleri en
Topper er úr plasti. Hann er
einnig eins manns og með eitt segl
en meiri hæfni þarf til að sigla
þeim bát.
Fireball er tveggja manna
byggður úr krossvið og vegur hann
um 80 kg. Hann er útbúinn
tveimur aðalseglum þ.e. fokku og
stórsegli og síðan einu belgsegli
sem notað er þegar siglt er undan
vindi.
Flipper  er  einnig  tveggja
Borðtennis
fatlaöra
VEGNA Reykjavikurviku héldu
/Eskulýðsráð Reykavíkur og íþ-
róttafélag fatlaðra i Reykjavik
borðtennismót íatlaðra. miðviku-
daginn 19. ágúst í nýju Félags-
miðstöðinni i Árbæ.
Úrslit urðu þessi:
Standandi flokkur karla.
1. Einar Malmberg.
2. Óskar Benediktsson.
3. Haraldur Karlsson.
Standandi flokkur kvenna.
1. Guðbjörg Kr. Eiríksdóttir.
2. Kristín Halldórsdóttir.
3. Helga Bergmann.
Sitjandi flokkur karla.
1. Siggeir Gunnarsson,
2. Gestur Guðjónsson.
Sitjandi flokkur kvenna.
1. Elsa Stefánsdóttir.
2. Elísabet Vilhjálmsson.
Opinn flokkur.
1.  Einar Malmberg.
2. Elsa Stefánsdóttir.
3. Guðbjörg Kr. Eiríksdóttir.
Dómari var Tómas Sölvason.
• Siglingaiþróttin  er  vinsæl
meðal unga fólksins.
manna þrísegla en hann er byggð-
ur úr trefjagleri. Hann vegur um
70 kg.
Wayfarer er einna stærsta
kænan sem hér er til. Hann er
byggður úr trefjagleri og er allt að
5—6 manna. Hann er þrísegla og
mjög hentugur sem fjölskyldubát-
ur.
Mirror er tveggja manna kross-
viðarbátur með möguleikum á að
festa litla utanborðsvél á og nota
sem árabát. Hann ber eins og
flestir tveggja manna bátar þrjú
segl.
Optimist er svo bátur fyrir þau
yngstu þ.e. 7—13 eða 15 ára. Hann
hefur eitt segl og svo til ómögulegt
að velta honum nema viljinn sé
þess meiri.
Leikið gegn Dönum í kvöld:
„Við muniim leika grimman
varnarleik og reyna að
hanga á jafntefli í leiknum"
— sagði Guðni landsliðsþjálfari í gærdag
Frá blaðamanni Mbl..
Wirólfi Árnasyni i Kaupmannahðfn.
LANDSLEIKUR íslands og Dan-

\y'
*»•

• Fyrir kemur að scglbátunum hvolfi. I»á
rólegur og koma þeim á réttan kjöl aftur.
merkur sem fram fer hér i dag er
14. landsleikur þjóðanna á
knattspyrnuvellinum. Danmörk
hefur unnið 10 sinnum en þriveg-
is hefur orðið jafntefli. Sepp
Piontek, landsliðsþjálfari Dana,
hefur valið lið Dana og verður
það þannig skipað: Markvörður:
Ole Kvist, varnarmenn verða Ole
Madsen, Per Lontved, Henrik
Egenbrod og Frank Olsen. Á
miðjunni leika Jens Jorn Bertel-
sen, Allan Simonsen og John
Lauritsen. Framherjar verða AII
an Hansen, Lars Lundkvist og
Mikhael Mannike. Flestir af
bestu atvinnumonnum Dana
verða þvi ekki með i leiknum.
Þeir Frank Arnesen, Soren Ler-
by, Sören Busk, Preben Elkjær
Larsen og Lars Bastrup mæta
ekki til leiks. Það ætti að auka
vonir um að islenska liðið standi
sig vel i leiknum.
Guðni  Kjartansson  var  ekki
búinn að velja liðið í gærkvöldi en
sagði að það yrði skipað að mestu
sömu leikmönnum og léku gegn
Nígeríu á dögunum. Sú breyting
verður þó á að Atli Eðvaldsson
kemur inn í hópinn. Við munum
leika grimman varnarleik og
reyna allt til þess að hanga á
jafntefli í leiknum, sagði Guðni.
Mikið er skrifað um leikinn í
dönsku blöðunum, og flest eru þau
á þvi að danska liðið vinni 4 til 5
marka sigur í leiknum. Dönsku
landsliðsmennirnir vara þó við of
mikilli bjartsýni og segja íslenska
liðið vera hættulegt, sér í lagi þar
sem mikils er til ætlast af danska
liðinu. Leikurinn hefst hér klukk-
an 17.30 að islenskum tíma.
í Knattspyrna)
er um að gera að vera
Golf hjá
Keili
UM N/ESTU helgi fer fram hjá
Krili síðasta opna golfmótið hjá
klúhhnum i sumar. Er það Ron
Rico-ki'ppnin. Kcppni þcssi cr
flokkakcppni. Þátttoku bcr að
tilkvnna í golfskála Kcilis fvrir
kl. 19.00 á fostudag.
Bjarki hlaut tvenn
gullverðlaun á
Andrésar-leikunum
• Það gefur oft á bátinn. Og þá er nauðsynlegt að vera vel útbúinn.
UNGUR piltur. Bjarki Haralds-
son frá Hvammstanga, stóð sig
mjög vel á Andrésar andar-leik-
uniim í 12 ára aldursflokki í
frjálsum íþróttum um siðustu
hclgi. Bjarki vann til tvcggja
gullverðlauna í sinum flokki.
Hann sigraði í 800 mctra hlaupi
hljóp vegalengdina á 2.16,2 min.
Er það nýtt islenskt met í stráka-
flokki. Þá varpaði Iijarki kúl-
unni 11.17 metra. Lcikarnir fóru
fram í Hróarskcldu og alls tóku
250 ungmcnni frá Norðurlondun-
um þátt í leikunum. Þrir aðrir
íslendingar kepptu. Gyöa Stcf-
ánsdóttir frá Stykkishólmi varð
önnur í 800 m hlaupi á 2.33,4
mín. Gyða kcppti í flokki 11 ára.
Lilly Viðarsdóttir írá Stoðvar-
firði varð onnur i langstökki i
flokki 12 ára. Lilly stokk 4.49
metra. Þá varð hún sjounda í 800
m, fckk timann 2.41.1 mín. Akur
cyringurinn Arnar Kristinsson.
scm keppti í flokki 12 ára. varð
þriðji í 800 m á 2.24.6 min og
fjórði í 100 m hlaupi á 13,8 sek.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32