Morgunblaðið - 20.09.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagur 20. september Bls. 41—72 l.josm. KAX. LÍFSHLAUP KJARVALS Myndir þær sem Jóhannes Kjarval málaði sér til dundurs á veggi vinnustofu sinnar að Aust- urstræti 12 og hafa verið til sýnis að Kjarvalsstöðum undan- farnar vikur má segja að slegið hafi í gegn hjá fróðum sem ófróðum. Nær daglega hefur verið fjall- að um þær í einhverju dag- blaðanna og því hefur undir- ritaður farið seint af stað með umfjöllun um listaverkin, því að hann vildi fá sem gleggsta heild- armynd yfir hvað aðrir hefðu til málanna að leggja. Sýningunni lýkur á þriðjudag og fer því hver að verða síðastur að nálgast verkið í bili, því að sjálfsagt gera Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON menn ráð fyrir því að myndin verði um allan aldur í eigu íslendinga. Sagt hefur verið, að Kjarval hafi málað þessar myndir á veggi vinnustofu sinnar á fjórða áratuginum er hann átti hvorki fyrir litum, bleki né pappír og má það vel vera rétt en hins vegar skal einnig bent á það, að Kjarval var mestur „artísti" íslenzkra málara um sína daga og þeir taka iðulega up á því að mála á hvað sem fyrir er ef sá gállinn er á þeim. T.d. hefur Kjarval málað á alla mögulega hluti svo sem kunnugt er, jafnvel grjót, en ein slík egglaga mynd er einmitt í eigu Kjarvalsstaða og hefur oft verið til sýnis. Menn hafa dáðst að viðgerð- inni og hve vel hún hefur heppnast, sem mun alveg rétt en SjÁ NÆSTU SÍÐU LjÓ8m.: OI.K.Mhk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.