Morgunblaðið - 22.09.1981, Side 21

Morgunblaðið - 22.09.1981, Side 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981 29 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Björgun úr sjávarháska * Isumar hafa tvö skip í eigu Eimskipafélags íslands sokkið á hafi úti, Berglind urtdan austurströnd Kanada eftir árekstur og Tungufoss undan suðurströnd Bretlands í illviðri. í báðum tilvikum varð mannbjörg. Fréttir af því, sem gerðist þegar Tungufoss sökk, benda til þess, að þar hafi hurð skollið nærri hælum, aðeins snarræði og áræði bæði íslensku áhafnarinnar og hinna erlendu björgunarmanna hafi komið í veg fyrir mannskaða. Sömu sögu er raunar að segja um þann atburð, sem einnig gerðist um helgina, þegar áhöfninni af vélbátnum Fálka frá Tálknafirði var bjargað undir Látrabjargi um borð í síðutogarann Ingólf GK með aðstoð skuttogarans Alberts GK. Þar reyndi á þrek og þol, þegar Fálka var siglt í skjól eftir að hafa orðið fyrir brotsjó í Látraröst. Þrátt fyrir margháttaðar öryggisráðstafanir, gerum við Islendingar okkur ljóst, að andspænis afli úthafsins erum við næsta máttlausir, þegar á reynir. Tengsl okkar við hafið og sú staðreynd að sóknin í þá miklu matarkistu er forsenda gróandi þjóðlífs á Islandi, veldur því að við gleðjumst meira en flestar aðrar þjóðir, þegar við fréttum af björgun úr sjávarháska. Við vitum, að hafið er bæði gjöfult og grimmt. Eimskipafélag íslands hefur misst tvö skip í sumar. Við þá atburði rifjast upp, að síðan í síðari heimsstyrjöldinni hefur ekkert skip félagsins sokkið eða týnst í sjóskaða. Þótt við værum ekki beinir þátttakendur í orrustunni um Atlantshaf, fengu sjómenn okkar ekki að fara frjálsir ferða sinna um höfin. í síðari heimsstyrjöldinni misstu 225 íslenskir sjómenn lífið vegna árása þýskra kafbáta og flugvéla á flutninga- og fiskiskip, en alls var 18 íslenskum skipum sökkt. Island og Atlantshafið Af ýmsum er því haldið á loft, að það sé vegna varnarsamvinnunnar við Bandaríkin og aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu, sem hernaðarhætta steðjar að landi og þjóð. Staðreyndin er hins vegar sú að lega íslands, hnattstaða íslensku þjóðarinnar, krefst þess, að við leggjum okkar af mörkum til að tryggja frið og öryggi á Atlantshafi. Við höfum ekki leyfi til að sitja hjá, ábyrgð okkar er meiri en svo. Reynslan í síðari heimsstyrjöldinni kenndi okkur, að við fáum ekki að vera í friði, þegar tekist er á um Atlantshafið. í viðtali við Harry D. Train aðmírál, yfirmann Atlantshafs- herstjórnar NATO, sem birtist hér í blaðinu á sunnudag, kemst aðmírállinn svo að orði: „Sovétmönnum er nú á þessari stundu ljóst, hvaða afleiðingar það hefði fyrir þá að ráðast á ísland. Vegna aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu jafngildir árás á landið árás á öll bandalagsríkin eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans. Varnarsamningur íslands og Banda- ríkjanna er staðfesting á því, að ákvæðum Atlantshafssáttmál- ans verður fylgt fram — hugsanlegur árásaraðili veit, að á Islandi lendir hann í átökum við Bandaríkjaher. Væri ísland ekki í NATO blasti sú hætta við, að Sovétmenn reyndu að ná landinu á sitt vald fyrir eða í upphafi átaka." Þessi ummæli Harry D. Trains verða ekki misskilin. Hann er þeirrar skoðunar, að varnarlaust ísland gæti jafnvel orðið kveikja að átökum á Atlantshafi. Það er dæmigert fyrir málsvara varnarleysisstefnunnar, að þeir eru jafnan ófáanlegir til að segja nákvæmlega til um það, hvað fyrir þeim vaki. Nú á síðari árum hafa þeir reynt að beina athyglinni frá úrræðaleysi sínu með því að tala um eitthvað annað: í fyrra var það kjarnorkusprengja á Keflavíkurflugvelli, sem auðvitað reyndist reykbomba, og svo virðist sem þeir vilji nú helst komast í einhvers konar skjól kirkjunnar. Hin marklausa „umræða" um kjarnorkuvopnálaus Norðurlönd er dæmigerð fyrir málstað andstæðinga landvarna á íslandi. Islendingum er nauðugur einn kostur að gera þær varúðar- ráðstafanir, sem þeir telja nauðsynlegar til að tryggja frið og öryggi á Atlantshafi. Samgöngur Islands við umheiminn krefjast þess, sjálfstæði íslensku þjóðarinnar krefst þess. Það þarf líklega meira en óskhyggju og orðagjálfur til að breytt verði út frá'þeirri stefnu, sem tryggt hefur friðinn í okkar heimshluta í meira en 35 ár. HJÚKRUNARFRÆÐINGASKORTURINN Gæti komið til fjöldauppsagna — segir Sigrún Óskarsdóttir varafor- maður Hjúkrunarfélags íslands „1 MAÍ síðastliðnum raddu hjúkrunarforstjórar meðal ann- ars um það hvrrnig ha-gt væri að mrta hjúkrunarfræðingaþörfinni árið 1982. f niðurstöðum þrirra kom fram. að það þyrfti að stórhæta laun i samræmi við störf og ábyrgð til að laða hjúkrunarfræðinga að störfum. Logð var áhrrsla á að störf stjórnrnda væru mjög vanmetin til launa og þyrfti að ráða bót á þvi. Auk þcss scm það var tckið fram. að anna þyrfti cftirspurn cftir skóla og daghcimiium. en langir hiðlistar rru á þrim dag- hrimilum. scm sjúkrahúsin rcka. Ýmislcgt flcira var ncfnt í þcssu samhandi cins og efia þyrfti námskciðahaid og þar á meðal koma á cndurmenntun og stjórn- unarhjúkrunarnámskriðum," sagði Sigrún Óskarsdóttir vara- formaður Iljúkrunarfclags ts- lands. „Það fer ekki á milli mála að lág laun, sem ekki er hægt að lifa af er ein af orsökunum fyrir hjúkrunar- fræðingaskortinum, sagði Sigrún. Hjúkrunarfræðingar byrja í 11. launaflokki, sem gera 6.425.- krónur á mánuði. Eftir 4 ár hækka þeir í 12. launaflokk og eru mánaðarlaunin þá 6.701.- Eftir 6 Sigrún Oskarsdóttir ára starf eru þeir komnir í 13. launaflokk, sem gera 6.934,- og eftir 15 ár komast þeir í 14. launaflokk, sem eru 7.427.- krón- ur, miðað við laun 1. september 1981. Þessi síðastnefndu laun eru þau sömu og hjúkrunarfræðinga með 2ja ára sérnám. Allar stjórnunarstöður innan stéttarinnar eru einnig afar illa launaðar. Deildarstjórar á spítala eru með 7.689.- krónur í byrjun- arlaun á mánuði en hækka lítið eftir það. Deildarstjórar á göngu- deildum eru þó en verr settir, því þeir eru einum launaflokki lægri en deildarstjórar á sjúkrahúsum. Skorturinn á hjúkrunarfræð- ingum hefur valdið því, að ekki hefur verið hægt að manna deild- irnar eins og við hefðum talið þurfa, því hefur álagið verið gífur- legt á hjúkrunarfræðingunum. Þegar svo undirmannað er á deildunum, þá er aðeins hægt að sinna því nauðsynlegasta en kennsla hjúkrunarnema og leið- beiningar til ófaglærðs starfsfólks situr á hakanum. Hjúkrunarfræðingar hafa verið afar óánægðir með kjör sín lengi og nú er svo komið, að þeir ætla ekki að láta sér þetta lynda lengur. Starfshópur á vegum Reykjavíkurdeildar HFÍ hefur að undanförnu verið að vinna úr tillögum, sem komu fram á al- mennum félagsfundi í maí síðast- liðnum. Er þessum tillögum beint til Hjúkrunarfélagsins og kjara- málanefndar. Þar er höfuðáhersla lögð á grunnkaupshækkanir í komandi kjarasamningum, en samningar hjúkrunarfræðinga eru lausir um áramót. Einnig er lögð áhersla á hraðara launaskrið. Þá kom meðal annars fram að æskilegt væri að vinnuvika vakta- fólks yrði stytt vegna mikils álags og næturvaktir verði með hærri álagagreiðslu en aðrar vaktir um helgar. Einnig var talað um samn- ingsbundið helgarfrí aðra hvora helgi. Þá var lögð áhersla á hærri laun fyrir deildarstjóra og aðra stjórnunarstöður og föst yfir- vinnulaun. Það var tekið fram í sambandi við aðferðir, sem beita má í kjarabaráttu, að til greina kæmi að taka upp fjöldauppsagnir ef annað brigðist. Einnig var lögð áhersla á að gerð yrði félagsfræði- leg könnun á orsökum hjúkrunar- fræðingaskortsins og eðli hjúkr- unarstarfsins, sem beita má sem rökum til grundvallar kjarabar- áttu stéttarinnar." IIE. Launin lýsa vanmati á störfum og mennt- un hjúkrunarfræðinga — segir Birna Flygenring formaður há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga „ÉG TEL aðal orsökina fyrir hjúkrunarfræðingaskortinum vcra lág laun, scm rru ekki í ncinu samræmi við vinnuálag, og áhyrgð scm fylgir starfinu cða mrnntun hjúkrunarfra‘ðinga.“ sagði Birna Flygcnring Bsr.-hjúkrunarfra'ðingur og formaður Fclags háskólamrnnt- aðra hjúkrunarfra'ðinga. Fyrstu Bsc.-hjúkrunarfræð- ingarnir útskrifuðust 1977. Rúm- lega ári síðar eða í nóvember 1977 þá felldi Kjaradómur úrskurð sinn þar sem Bsc.-hjúkrunarfræðing- um með 4 ára nám að baki við Háskóla Islands eða 120 námsein- ingar var skipað í launaflokk 103 eftir níu mánaða starfsreynslu, en þetta var 4 launaflokkum neðar en Kjaradómur hafði dæmt háskóla- mönnum með sömu prófgráðu, það er að segja Bsc. 120 einingar. í krónutölum eru þetta 6.701.— ef miðað er við að viðkomandi sé 24 ára gamall. Hvernig þeir mátu níu mánaða starfsreynslu okkar er hulin ráðgáta. Þrátt fyrir mót- mæli og mikil blaðaskrif, sem fylgdu í kjölfar Kjaradóms, þar sem lýst var yfir furðu á vinnu- brögðum Kjaradóms fékkst engin leiðrétting árið 1980 er dómur féll í máli Bsc.-hjúkrunarfræðinga hjá Kjaradómi, nema að níu mánaða starfsreynslan var ekki tekin inn í dæmið. Bsc.-hjúkrunarfræðingar eru að Birna Flygcnring vonum afar vonsviknir með þenn- an ósanngjarna úrskurð og finnst þeir ranglæti beittir. Þessi ömur- lega niðurstaða Kjaradóms lýsir vanþekkingu og vanmati á störf- um, menntun og kjörum hjúkrun- arfræðinga. Bsc.-hjúkrunarfræðingar eru þó ekki þeir einu, sem hafa verið ranglæti beittir, þar hafa aðrir hjúkrunarfræðingar frá HSÍ einn- ig fengið sinn skerf, því á sama tíma og Bsc.-hjúkrunarfræðingar gerðu kröfur á launaflokk 107 samkvæmt BHM sem byrjunar- laun, þá gerðu hjúkrunarfræð- ingar frá HSÍ kröfu á 18. launa- flokk samkvæmt BSRB, en fengu 11. launaflokk sem byrjunarlauna- flokk. Fleira kemur til sem stuðlar að því að skortur er á hjúkrunar- fræðingum eins og það að hjúkr- unarfræðingar hafa átt lítinn kost á faglegum þjóðfélagslegum frama. Fyrr á tímum þótti það einungis við hæfi kvenna að stunda hjúkr- unarstörf. Hjúkrunarstéttin var þá eingöngu kvennastétt, en nú hafa útskrifast um 15 karlmenn sem hjúkrunarfræðingar. Misrétti kynjanna, sem ríkt hefur í all flestum samfélögum hefur síast inn í heilbrigðisstétt- irnar og heft framgang hjúkrun- arfræðinga bæði í menntunarmál- um og í starfi. Hvað varðar menntunarmál stéttarinnar þarf ekki að leita langt aftur til þess tíma er menntun hjúkrunar- kvenna þótti óþörf og þess eins krafist að konur er stunduðu hjúkrunarstörf væru mjúkhentar og hefðu gott hjartalag. Nú á síðustu tímum hefur að vísu komið fram breytt viðhorf gagnvart menntun stéttarinnar þar sem ljóst er, að menntun hjúkrunarfræðinga þarf að breyt- ast í samræmi við flóknari og fjölþættari heilbrigðisþjónustu, sem krefst aukinnar þekkingar af hjúkrunarfólki og því ætti kostur á endurmenntun að vera samfara auknum kröfum. Meðan að menntun hjúkrunar- fræðinga stóðst ekki þær kröfur um aukna þekkingu, þá gaf námið hjúkrunarfræðingum ekki kost á faglegum þjóðfélagslegum frama. Þó svo að hjúkrunarmenntun sé komin upp í háskóla vaknar sú spurning, hvort hjúkrunarfræði njóti sömu virðingar og álits og aðrar þær stéttir sem hljóta menntun í háskóla til dæmis viðskiptafræðingar, læknar eða verkfræðingar. Ef svo er ekki hlýtur það að leiða til þess að ungt fólk, sem hyggur á framhaldsnám hljóti að vega og meta kosti og galla þeirra greina, sem það velur sér, þá hljóta þættir eins og laun og þjóðfélagslegur frami, vinnuálag og vinnutími að skipta máli. IIE S; P1 in t & svarað Geir Hallgrímsson svarar spumingum lesenda um stjómmálaviðhorfiö Gcir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflökksins, mun á næstunni svara spurningum lescnda Morgunblaðsins um stjórnmálaviðhorfið. Þeir sem óska að bera fram spurningar við Geir Haligrimsson eru brðnir um aö hringja í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá spurningar teknar niður. Einnig er hægt að senda þær skriflega til ritstjórnar Morgunblaðsins. óskað er eftir að spurningar séu bornar fram undir fullu nafni. Snorri Sigurjónsson 8217-5229: Tclur formaður Sjálfsta'ðis- flokksins það ckki hafa verið rðlilrg viðbrögð við hans grtulrysi við myndun ríkisstjórnar cftir síð- ustu stjórnarkrcppu. að sjálfsta-ð- ismrnn um land allt hrfðu staðið rinhuga við hakið á varaformanni? SVAR: Stjórnarmyndunartilraunir stóðu að vísu í tæpa tvo mánuði eftir siðustu kosningar, en það hefur oft komið fyrir áður að jafn langan og lengri tíma hefur tekið að mynda ríkisstjórn. Ein höfuðástæðan til þess að mér tókst ekki stjórnarmyndun var, að varaformaður Sjálfstæðisflokksins bauðst til þess að ganga til liðs við tvo aðalandstæðinga Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkinn, og kynnti það flokkssystkinum sínum ekki fyrr en seint og um síðir. Málefnasamningur ríkisstjórnar og aðdragandi að myndun hennar var óaðgengilegur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Það hafa samþykktir mið- stjórnar, þingflokks og flokksráðs og nú síðast samþykktir þings ungra sjálfstæðismanna rækilega staðfest. Eg svara því spurningunni neit- andi. Vilhjálmur Ilallgrímsson 9309-4700: 1. Var rkki formaður Sjálfstaðis- flokksins húinn að rryna stjórn- armyndun á undan Gunnari? 2. Er rkki (hrilog) skylda fyrir 60 alþingismcnn að mynda ríkis- stjórnir rftir kosningar? 3. Var rkki ollum þingflokki Sjálf- sta'ðisflokksins opin lcið að fylgja Gunnari og frlogum til samstarfs í ríkisstjórn? 4. Var ekki þessi ríkisstjórn að bjarga þinginu cða þingmönn- um frá hnrisu og þjóðinni frá stjórnlcysi? SVAIÍ: 1. Öllum 4 leiðtogum stjórnmála- flokkanna var falið að gera tilraun til myndunar meirihluta- stjórnar og síðan öllum sameig- inlega. Meðan á þessum tilraun- um stóð tók varaformaður Sjálf- stæðisflokksins sig óbeðinn fram um að undirbúa eigin stjórnar- Frá flokksráösfundinum í fcbrúar 1980. Frá vinstri: Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson. Gcir Hallgríms- son og Ólafur G. Einarsson. myndun og var því ekki von til þess að tilraunir formanns tækj- ust. • 2. Það er fyrsta skylda allra 60 alþingismanna að vera sjálfum sér samkvæmir fyrir og eftir kosningar og þannig trúir kjós- endum sínum. Það er ekki skylda alþingismanna að standa að myndun ríkisstjórnar nema mál- efnaleg samstaða náist þeirra á meðal. Allir alþingismenn standa sjaldnast að myndun ríkisstjórn- ar, en þó gerði ég tilraun til myndunar þjóðstjórnar allra flokka til að koma á þjóðarsátt, vinna bug á verðbólgu og gera úrbætur í kjördæma- og kosn- ingamálinu, en menn voru þá með hugann við annáð, skv. ofansögðu. Með viðræðum við hina flokkana um þjóðstjórn, sem ýmsir gagnrýndu, var rofin sú einangrun, sem bæði Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- urinn vildu setja Sjálfstæðis- flokkinn í. 3. Þegar þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins tilkynnti Alþýðubanda- lagi og Framsóknarflokki eftir þingflokksfund 1. febrúar, að hann væri tilbúinn að kanna möguleika stjórnarmyndunar með þessum flokkum, þá var svarið, að þessir flokkar hefðu samþykkt að halda áfram við- ræðum sem hafnar voru án vitundar þingflokks Sjálfstæðis- flokksins við Gunnar Thoroddsen og þá, sem hann kynni að hafa með sér úr þingflokki Sjálfstæð- ismanna. Áhuginn var að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Á síðasta snúningi var þingflokknum boðið að styðja ríkisstjórnina með óbreyttum málefnasamningi, sem var óaðgengilegur. 4. Myndun ríkisstjórnarinnar og störf eru þingmönnum, sem að henni stóðu til hneisu og því ekki þinginu til bjargar og kann að draga dilk á eftir sér ekki síður fyrir aðra flokka en Sjálfstæðis- flokkinn. Hefði enginn bilbugur verið á nokkrum þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins og þeir allir fylgt fram ályktun þingflokksins 1. febrúar að stefna að minnihluta- stjórn Sjálfstæðisflokksins að öðrum möguleikum frágengnum þá hefði slík stjórn getað komist á laggirnar. Þjóðstjórn, minni- hlutastjórn Sjálfstæðismanna og jafnvel utanþingsstjórn voru allt betri kostir frá sjónarmiði al- þjóðar og Sjálfstæðisflokks en sá er ofan á var. Versti kosturinn var valinn. „VINNUSTOFA“ KJARVALS Vegna dvalar eríendis hefur mér ekki gefist kostur á að skoða málverkasýningu Guðmundar Axelssonar (Klausturhóla), sem undanfarið hefur verið haldin á Kjarvalsstöðum, fyrr en í dag. Margt er um dýrðir á sýning- unni, svo sem 43 rammabundin málverk eftir Kjarval, Ásgrím, Jón Stefánsson og Gunnlaug Blöndal, en á skránni eru 44 listaverk og það sem ótalið er nefnist „vinnustofa". „Vinnustofa" er verk í svart- hvítu, sem unnið er á veggfóðrið, sem huldi alla veggi í áður óvistlegu háalofti í Austurstræti 12, sem var heimili og vinnustað- ur Kjarvals í áratugi. Verkið virðist tjáning meistarans m.a. um íslenska menningu, atvinnu- hætti og eigin trú og er mér sagt, að það hafi tekið þessa alkunnu hamhleypu 6 ár að ljúka því. Kjarval flutti loks í ný og betri híbýli, en eftir stóð gamla vinnu- stofan auð og umhirðulaus. Árin liðu. Eigendaskipti urðu á hús- eigninni. Sjálft Listasafn ríkis- ins fékk hana að gjöf, en ekkert eftir Geir Borg virtist geta forðað listaverkun- um á veggjum gömlu vinnustof- unnar frá eyðileggingu af völd- um sagga, ryks og vanhirðu. Þá kom til skjalanna maður, sem hafði áræði og hugmyndaflug — Guðmundur Axelsson. Hann festi kaup á listaverkunum, eins og þau voru á staðnum, og á snjallan en einfaldan hátt voru þau losuð af veggjunum og send til Danmerkur til viðgerðar. Nú stendur „vinnustofa" á Kjarvalsstöðum, fest á varanlegt efni — fullviðgerð —, að undan- skildum súðaveggnum, sem enn er í athugun í Danmörku. Guð- mundur Axelsson hefur lokið sínu ætlunarverki og sparað til þess hvorki vinnu né fjármuni. Glæsilegu listaverki hefur verið bjargað frá tortímingu og nú er það auglýst til sölu. Mér brá, þegar ég frétti á sýningunni, að aðeins eitt tilboð hefði borist og það væri frá Danmörku. Mér er óskiljanlegt, að forráðamenn Reykjavíkur- borgar skuli ekki skynja, að „vinnustofa" á hvergi heima nema á Kjarvalsstöðum, sem þá fyrst bæri nafn með rentu. Áð vísu cr mér ókunnugt hvaða kaupverð er áskilið, en úr því danskur aðili getur kyngt því, ætti það ekki að vera ofviða heimaborg meistarans. Fyrr á öldum safnaði Árni Magnússon fornritum íslenskum og flutti þau til varðveislu í Danmörku. Það var hamingju- dagur Islendinga þegar þau voru afhent þjóðinni á ný. Það væri óheilladagur íslend- ingum ef þeir ættu að sjá á bak „vinnustofu" áleiðis til Dan- merkur — listaverki, sem var meistara Kjarval svo nákomið. Stjórn Reykjavíkurborgar hef- ur svo sannarlega sýnt minningu Kjarvals sóma, en fulla reisn mun á skorta, ef hún lætur sér úr greipum ganga þetta ein- stæða verk, sem að réttu lagi á sér aðeins einn samastað. Reykjavík, 19. sept. Til áréttingar vegna Lífshlaups Kjarvals í fjöldamörg ár hefur undirrit- aður fylgst með uppboðum á myndlistarverkum svo og listiðn- aði hjá þekktustu uppboðsfirm- um veraldar svo sem Parke- Barnet, Sotheby, Christie o.fl. Aðallega hefur það verið í gegn- um skrif V. Hugo Blomquist í vikublaðinu „Farmand", sem gef- ið er út í Osló. Áhugi minn hefur helst verið fyrir forvitni sakir því að góð listaverk er erfitt að meta til peninga. En það er furðulegt að uppgötva að lista- verk seljast fyrir slíkar risaupp- hæðir á stundum að peningurinn hefði gert viðkomandi lista- mönnum fært að koma mörgu í framkvæmd, sem aldrei varð úr vegna peningaleysis. Auk þess lifðu sumir þeirra í sárustu fátækt og hefðu vafalaust orðið hungurmorða ef ekki hefðu kom- ið til áhrifaríkir velunnarar. En það er ekki til umræðu hér heldur vil ég koma því á fram- færi að sl. sunnudag rakst ég á skýrslu frá síðasta uppboði hjá Christie og kemur þá fram, að mcðal annarra listaverka seldist málverkið „Nakin kona við glugga“ eftir Norðmanninn Edvard Munch fyrir 2,08 milljón- ir króna, sem gerir rúmar þrjár milljónir íslenzkar. Myndin er ekki stór eða 81x65 cm svo að hér er um dálaglegan skilding að ræða og þá einkum með hliðsjón af því að myndin telst langt frá því að vera eitt af höfuðverkum listamannsins, sem málaði þús- undir mynda og þrykkti mörg þúsund grafískar myndir. Ég vildi sérstaklega vísa til þessa og um leið minna á hve hið viðamikla listaverk Kjarvals, sem nú er til sýnis að Kjarvals- stöðum er okkur falt fyrir hag- stæðan pening í augnablikinu. Vil ég því skora á alla góða menn og listasamtök að taka höndum saman og skapa þann þrýsting á ráðamenn að þeir komist ekki hjá því að festa kaup á myndinni. Jafnframt vil ég minna sér- staklega á að í dag, þriðjudag, eru síðustu forvöð á þvi að skoða hið mikla myndverk að Kjarvals- stöðum, því að sýningunni lýkur í kvöld og mun ekki verða fram- lengd. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.