Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 210. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, ÞRID.IUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981
29
Allar stjórnunarstöður innan
stéttarinnar eru einnig afar illa
launaðar. Deildarstjórar á spítala
eru með 7.689- krónur í byrjun-
arlaun á mánuði en hækka lítið
eftir það. Deildarstjórar á göngu-
deildum eru þó en verr settir, því
þeir eru einum launaflokki lægri
en deildarstjórar á sjúkrahúsum.
Skorturinn á hjúkrunarfræð-
ingum hefur valdið því, að ekki
hefur verið hægt að manna deild-
irnar eins og við hefðum talið
þurfa, því hefur álagið verið gífur-
legt á hjúkrunarfræðingunum.
Þegar svo undirmannað er á
deildunum, þá er aðeins hægt að
sinna því nauðsynlegasta en
kennsla hjúkrunarnema og leið-
beiningar til ófaglærðs starfsfólks
situr á hakanum.
Hjúkrunarfræðingar hafa verið
afar óánægðir með kjör sín lengi
og nú er svo komið, að þeir ætla
ekki að láta sér þetta lynda
lengur. Starfshópur á vegum
Reykjavíkurdeildar HFI hefur að
undanförnu verið að vinna úr
tillögum, sem komu fram á al-
mennum félagsfundi í maí síðast-
liðnum. Er þessum tillögum beint
til Hjúkrunarfélagsins og kjara-
málanefndar. Þar er höfuðáhersla
lögð á grunnkaupshækkanir í
komandi kjarasamningum, en
samningar hjúkrunarfræðinga
eru lausir um áramót. Einnig er
lögð áhersla á hraðara launaskrið.
Þá kom meðal annars fram að
æskilegt væri að vinnuvika vakta-
fólks yrði stytt vegna mikils álags
og næturvaktir verði með hærri
álagagreiðslu en aðrar vaktir um
helgar. Einnig var talað um samn-
ingsbundið helgarfrí aðra hvora
helgi. Þá var lögð áhersla á hærri
laun fyrir deildarstjóra og aðra
stjórnunarstöður og föst yfir-
vinnulaun.
Það var tekið fram í sambandi
við aðferðir, sem beita má í
kjarabaráttu, að til greina kæmi
að taka upp fjöldauppsagnir ef
annað brigðist. Einnig var lögð
áhersla á að gerð yrði félagsfræði-
leg könnun á orsökum hjúkrunar-
fræðingaskortsins og eðli hjúkr-
unarstarfsins, sem beita má sem
rökum til grundvallar kjarabar-
áttu stéttarinnar."       HE.
gerðu kröfur á launaflokk 107
samkvæmt BHM sem byrjunar-
laun, þá gerðu hjúkrunarfræð-
ingar frá HSÍ kröfu á 18. launa-
flokk samkvæmt BSRB, en fengu
11. launaflokk sem byrjunarlauna-
flokk.
Fleira kemur til sem stuðlar að
því að skortur er á hjúkrunar-
fræðingum eins og það að hjúkr-
unarfræðingar hafa átt lítinn kost
á faglegum þjóðfélagslegum
frama.
Fyrr á tímum þótti það einungis
við hæfi kvenna að stunda hjúkr-
unarstörf. Hjúkrunarstéttin var
þá eingöngu kvennastétt, en nú
hafa útskrifast um 15 karlmenn
sem hjúkrunarfræðingar.
Misrétti kynjanna, sem ríkt
hefur í all flestum samfélögum
hefur síast inn í heilbrigðisstétt-
irnar og heft framgang hjúkrun-
arfræðinga bæði í menntunarmál-
um og í starfi. Hvað varðar
menntunarmál stéttarinnar þarf
ekki að leita langt aftur til þess
tíma er menntun hjúkrunar-
kvenna þótti óþörf og þess eins
krafist að konur er stunduðu
hjúkrunarstörf væru mjúkhentar
og hefðu gott hjartalag.
Nú á síðustu tímum hefur að
vísu komið fram breytt viðhorf
gagnvart menntun stéttarinnar
þar sem ljóst er, að menntun
hjúkrunarfræðinga þarf að breyt-
ast í samræmi við flóknari og
fjölþættari heilbrigðisþjónustu,
sem krefst aukinnar þekkingar af
hjúkrunarfólki og því ætti kostur
á endurmenntun að vera samfara
auknum kröfum.
Meðan að menntun hjúkrunar-
fræðinga stóðst ekki þær krófur
um aukna þekkingu, þá gaf námið
hjúkrunarfræöingum ekki kost á
faglegum þjóðfélagslegum frama.
Þó svo að hjúkrunarmenntun sé
komin upp í háskóla vaknar sú
spurning, hvort hjúkrunarfræði
njóti sömu virðingar og álits og
aðrar þær stéttir sem hljóta
menntun í háskóla til dæmis
viðskiptafræðingar, læknar eða
verkfræðingar.
Ef svo er ekki hlýtur það að
leiða til þess að ungt fólk, sem
hyKRur á framhaldsnám hljóti að
vega og meta kosti og galla þeirra
greina, sem það velur sér, þá
hljóta þættir eins og laun og
þjóðfélagslegur frami, vinnuálag
og vinnutími að skipta máli. IIE
rað
3nda um stjórnmálavidhorfid
ar, en þó gerði ég tilraun til
myndunar þjóðstjórnar allra
flokka til að koma á þjóðarsátt,
vinna bug á verðbólgu og gera
úrbætur í kjördæma- og kosn-
ingamálinu, en menn voru þá
með hugann við annáð, skv.
ofansögðu. Með viðræðum við
hina flokkana um þjóðstjórn,
sem ýmsir gagnrýndu, var rofin
sú einangrun, sem bæði Alþýðu-
bandalagið og Framsóknarflokk-
urinn vildu setja Sjálfstæðis-
flokkinn í.
Þegar þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins tilkynnti Alþýðubanda-
lagi og Framsóknarflokki eftir
þingflokksfund  1.  febrúar,  að
hann væri tilbúinn að kanna
möguleika stjórnarmyndunar
með þessum flokkum, þá var
svarið, að þessir flokkar hefðu
samþykkt að halda áfram við-
ræðum sem hafnar voru án
vitundar þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins við Gunnar Thoroddsen
og þá, sem hann kynni að hafa
með sér úr þingflokki Sjálfstæð-
ismanna. Áhuginn var að kljúfa
Sjálfstæðisflokkinn. Á síðasta
snúningi var þingflokknum boðið
að styðja ríkisstjórnina með
óbreyttum málefnasamningi,
sem var óaðgengilegur.
4. Myndun ríkisstjórnarinnar og
störf eru þingmónnum, sem að
henni stóðu til hneisu og því ekki
þinginu til bjargar og kann að
draga dilk á eftir sér ekki síður
fyrir aðra flokka en Sjálfstæðis-
flokkinn.
Hefði enginn bilbugur verið á
nokkrum þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins og þeir allir fylgt
fram ályktun þingflokksins 1.
febrúar að stefna að minnihluta-
stjórn Sjálfstæðisflokksins að
öðrum möguleikum frágengnum
þá hefði slík stjórn getað komist
á laggirnar. Þjóðstjórn, minni-
hlutastjórn Sjálfstæðismanna og
jafnvel utanþingsstjórn voru allt
betri kostir frá sjónarmiði al-
þjóðar og Sjálfstæðisflokks en sá
er ofan á var.
Versti kosturinn var valinn.
VINNUSTOFA
KJARVALS
Vegna dvalar eríendis hefur
mér ekki gefist kostur á að skoða
málverkasýningu Guðmundar
Axelssonar (Klausturhóla), sem
undanfarið hefur verið haldin á
Kjarvalsstöðum, fyrr en í dag.
Margt er um dýrðir á sýning-
unni, svo sem 43 rammabundin
málverk eftir Kjarval, Ásgrím,
Jón Stefánsson og Gunnlaug
Blöndal, en á skránni eru 44
listaverk og það sem ótalið er
nefnist „vinnustofa".
„Vinnustofa" er verk í svart-
hvítu, sem unnið er á veggfóðrið,
sem huldi alla veggi í áður
óvistlegu háalofti í Austurstræti
12, sem var heimili og vinnustað-
ur Kjarvals í áratugi. Verkið
virðist tjáning meistarans m.a.
um íslenska menningu, atvinnu-
hætti og eigin trú og er mér sagt,
að það hafi tekið þessa alkunnu
hamhleypu 6 ár að ljúka því.
Kjarval flutti loks í ný og betri
híbýli, en eftir stóð gamla vinnu-
stofan auð og umhirðulaus. Árin
liðu. Eigendaskipti urðu á hús-
eigninni. Sjálft Listasafn ríkis-
ins fékk hana að gjöf, en ekkert
eftir
Geir Borg
virtist geta forðað listaverkun-
um á veggjum gömlu vinnustof-
unnar frá eyðileggingu af völd-
um sagga, ryks og vanhirðu. Þá
kom til skjalanna maður, sem
hafði áræði og hugmyndaflug —
Guðmundur Axelsson. Hann
festi kaup á listaverkunum, eins
og þau voru á staðnum, og á
snjallan en einfaldan hátt voru
þau losuð af veggjunum og send
til Danmerkur til viðgerðar.
Nú stendur „vinnustofa" á
Kjarvalsstöðum, fest á varanlegt
efni — fullviðgerð —, að undan-
skildum súðaveggnum, sem enn
er í athugun í Danmörku. Guð-
mundur Axelsson hefur lokið
sínu ætlunarverki og sparað til
þess hvorki vinnu né fjármuni.
Glæsilegu listaverki hefur verið
bjargað frá tortímingu og nú er
það auglýst til sölu.
Mér brá, þegar ég frétti á
sýningunni, að aðeins eitt tilboð
hefði  borist og  það  væri  frá
Danmörku. Mér er óskiljanlegt,
að forráðamenn Reykjavíkur-
borgar skuli ekki skynja, að
„vinnustofa" á hvergi heima
nema á Kjarvalsstöðum, sem þá
fyrst bæri nafn með rentu. Að
vísu er mér ókunnugt hvaða
kaupverð er áskilið, en úr því
danskur aðili getur kyngt því,
ætti það ekki að vera ofviða
heimaborg meistarans.
Fyrr á öldum safnaði Árni
Magnússon fornritum íslenskum
og flutti þau til varðveislu í
Danmörku. Það var hamingju-
dagur íslendinga þegar þau voru
afhent þjóðinni á ný.
Það væri óheilladagur íslend-
ingum ef þeir ættu að sjá á bak
„vinnustofu" áleiðis til Dan-
merkur — listaverki, sem var
meistara Kjarval svo nákomið.
Stjórn Reykjavíkurborgar hef-
ur svo sannarlega sýnt minningu
Kjarvals sóma, en fulla reisn
mun á skorta, ef hún lætur sér
úr greipum ganga þetta ein-
stæða verk, sem að réttu lagi á
sér aðeins einn samastað.
Reykjavík, 19. sept.
Til áréttingar vegna
Líf shlaups Kjarvals
í fjöldamórg ár hefur undirrit-
aður fylgst með uppboöum á
myndlistarverkum svo og listiðn-
aði hjá þekktustu uppboðsfirm-
um veraldar svo sem Parke-
Barnet, Sotheby, Christie o.fl.
Aðallega hefur það verið í gegn-
um skrif V. Hugo Blomquist í
vikublaðinu „Farmand", sem gef-
ið er út í Osló. Áhugi minn hefur
helst verið fyrir forvitni sakir
því að góð listaverk er erfitt að
meta til peninga. En það er
furðulegt að uppgötva að lista-
verk seljast fyrir slíkar risaupp-
hæðir á stundum að peningurinn
hefði gert viðkomandi lista-
mönnum fært að koma mörgu í
framkvæmd, sem aldrei varð úr
vegna peningaleysis. Auk þess
lifðu sumir þeirra í sárustu
fátækt og hefðu vafalaust orðið
hungurmorða ef ekki hefðu kom-
ið til áhrifaríkir velunnarar.
En það er ekki til umræðu hér
heldur vil ég koma því á fram-
færi að sl. sunnudag rakst ég á
skýrslu frá síðasta uppboði hjá
Christie og kemur þá fram, að
meðal annarra listaverka seldist
málverkið „Nakin kona við
glugga" eftir Norðmanninn
Edvard Munch fyrir 2,08 milljón-
ir króna, sem gerir rúmar þrjár
milljónir íslenzkar. Myndin er
ekki stór eða 81x65 cm svo að hér
er um dálaglegan skilding að
ræða og þá einkum með hliðsjón
af því að myndin telst langt frá
því að vera eitt af höfuðverkum
listamannsins, sem málaði þús-
undir mynda og þrykkti mörg
þúsund grafískar myndir.
Eg vildi sérstaklega vísa til
þessa og um leið minna á hve hið
viðamikla listaverk Kjarvals,
sem nú er til sýnis að Kjarvals-
stöðum er okkur falt fyrir hag-
stæðan pening í augnablikinu.
Vil ég því skora á alla góða menn
og listasamtök að taka höndum
saman og skapa þann þrýsting á
ráðamenn að þeir komist ekki
hjá því að festa kaup á myndinni.
Jafnframt vil ég minna sér-
staklega á að í dag, þriðjudag,
eru síðustu forvöð á því að skoða
hið mikla myndverk að Kjarvals-
stöðum, því að sýningunni lýkur í
kvöld og mun ekki verða fram-
lengd.
Bragi Ásgeirsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48