Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 227. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
21
Eftir Braga
Ásgeirsson
bað er stórt orð Hákot, segir
máltækið og vist hrökk ég við,
er ég las þau framslátt Gunnars
Kvaran i Dagblaðinu á dögun-
um, að Lifshlaup Kjarvals væri
listræn fðlsun. Atti Gunnar þar
við, „að listaverkið hafi skipt
um eðli og i raun fengið tviræða
formgerð og um leið tvöfaldan
lestur. Annars vegar sem mál-
verk eftir Kjarval og hins vegar
sem fornleifafræðileg hugmynd
þess eðlis að endurreisa vinnu
stofu Kjarvals i framandi um-
hverfi. Hið nýja „listaverk" er
ekki aðeins málverk heldur
einnig hlutir úr gömlu vinnu-
stofunni. Hurð, dyrakarmur,
miðstöðvarofn, borð og stóll eru
orðin hluti af listaverkinu. Við
erum i raun komin inn i mynd-
heim popp- og listamannsins
George Segal".
Ósköp fannst mér þetta furðu-
legur framsláttur hjá Gunnari
Kvaran og þá ekki sízt síðasta
setningin, sem ruglar saman
umhverfi Kjarvals og mynd-
heimi George Segal. Og Gunnar
heldur áfram: „Þeir sem stóðu að
þessari „endurreisn" hafa ekki
áttað sig á gerbreyttu inntaki
list- og sjónmenntahugtaksins í
samtímalistum. Hér er því ljóst
að þyngdarpunktur verksins sem
hugsað var á veggfleti hefur nú
færst „út fyrir rammann" og
gert verkið að umhverfislist í
prívídd, þ.e.a.s. veggurinn sjálf-
ur, hurðin, og ofninn, sem höfðu
fyrst og fremst praktískt nota-
gildi fyrir listamanninn, eru nú
orðin hluti af listaverkinu.
Listaverkið hefur verið rifið úr
sínu venjubundna samhengi og
þannig öðlast ámóta inntak og
ready-made listaverk Duchamp.
Þetta er eðlileg afleiðing þegar
Listræn fölsun?
peningahugleiðingar sitja í
fyrirrúmi."
Víst má hver og einn segja sitt
álit á þessari framkvæmd en það
er ábyrgðarhluti og slá slíku
fram sem óyggjandi staðreynd-
um og blanda upprunalegu um-
hverfi Kjarvals saman við til-
búinn myndheim George Segal.
Ég get alfarið viðurkennt það, að
listaverk, sem verður til á vinnu-
stofu myndlistarmanns sé komið
í framandi umhverfi um leið og
það yfirgefur uppruna sinn. Það
sama má segja um jóðið sem yf-
irgefur móðurkvið, það hefur
væntanlega skipt um eðli, fengið
tvíræða formgerð og um leið tvö-
faldan lestur. Annars vegar var
það kyrfilega falið í móðurkviði
og hinsvegar öðlast það nýjar
víddir og nýjan lestur er það
hverfur frá uppruna sínum og er
orðið að sýnilegum hlut í þrí-
vídd!
Það má koma orðum að öllu og
vafalítið má rökræða endalaust
um þetta er er óþarfi frá mínum
bæjardyrum séð. Ég hyggst ein-
göngu reyna að hnekkja þessum
framslætti með nokkrum orðum
vegna þess að mér þykir hann í
meira lagi vafasamur.
Það getur verið alveg rétt, að
þeir sem stóðu að nefndri endur-
reisn Lífshlaupsins hafi ekki átt-
að sig á gerbreyttu inntaki, „list-
og sjónmenntahugtaksins í sam-
tímalistum" og þá hefur það ein-
ungis verið glópalán að viðkom-
andi gerðu rétt, því að augljóst
má vera hve myndirnar væru
miklu fátækari án þess að vera
sviðsettar í líkingu við uppruna-
legt umhverfi. Merkilegt er þeg-
ar öllum þessum niikla fram-
slætti er skyndilega víxlað í pen-
ingasjónarmið og síðan klykkt út
með því „að á íslandi er að vaxa
fram harðsvífin listaverkaverzl-
un" og loks, að íslenzkir lista-
menn og stjórnvöld taki afstöðu
gagnvart þessum markaði og
setji ákveðnar reglur um höf-
undarétt og útflutning á íslenzk-
um listaverkum.
Nú er það svo að íslenzkir
myndlistamenn eru þrautpíndir
af afskiptaleysi íslenzkra stjórn-
arvalda og svo var einmitt með
Kjarval lengst um, og frekar
vildu menn blása lífi í lélegustu
listaverkaverzlun norðan Alpa-
fjalla en hitt og ekki vildum við
alfarið láta frysta inn íslenzk
listaverk á þessu útskeri norður
við Dumbshaf. Við þetta má
bæta, að dreifikerfi listaverka
um landsbyggðina er ekkert.
Jæja, en snúum okkur aftur að
máli málanna Lífshlaupi Kjar-
vals. — Það vita allir sem þekktu
Kjarval, að maðurinn var stór-
kostlegur leikari og gekkst mjög
upp í því að láta á sér bera á
köflum og brá sér þá gjarnan í
leik þar sem hann var staddur er
sá gállinn var á honum. Margar
tiltektir hans mundu vafalítið
slá í gegn væru þær uppfærðar í
listaþingum nútímans sem „per-
formansar". Þá voru vinnustofur
hans líkt og margra artista á
myndlistarsviði, líkastar þí sem
maðurinn væri stöðugt að leik —
væri stöðugt að búa til umhverf-
islist og hann var allstaðar með
pensilinn á lofti og hvarvetna
spratt líf. Lífshlaupið kemur
engum öðrum listamanni við en
einmitt Jóhannesi Sveinssyni
Kjarval, þetta var hans mynd-
heimur, upprunalegur og magn-
aður og ber okkur að reyna að
bregða upp sem gleggstri mynd
af listamanninum og umhverfi
hans ef svo farsællega vill til að
listaverkið verði að íslenzkri
eign. Þetta er svo sjálfsagt og
náttúrulegt sem verið getur og
kemur engum listastefnum nú-
tímans við í kjarna sínum þótt
vísa megi til skyldleika. Því er
naumast hægt að slá fram full-
yrðingum né getsökum um „list-
ræna fölsun" og öllu slíku bera
að vísa rakleiðis til föðurhús-
anna.
þeirra hópi eru menntamálaráð-
herra og formaður nefndarinnar,
eru að hugsa um þessi mál. í for-
ystugrein Tímans er komist að
þeirri niðurstöðu, að setja verði
löggjöf um myndstöðvarnar. Rök-
in eru þessi: „Þar þarf margs að
gæta. Þó verður fyrst og fremst að
tryggja. að slíkar stöðvar séu ekki
misnotaðar, hvorki af stjórnmála-
aðilum né fjársterkum einstakl-
ingum eða fyrirtækjum. Jafn-
framt verður dagskrárefni slíkra
stöðva að lúta svipuðum reglum
með tilliti til barna og unglinga og
ríkisútvarpið."
l.josmynd: Snorrí Snorraran.
í hinum tilvitnuðu orðum kem-
ur fram sá grunntónn, að ríkið
eigi bæði að ákveða hverjir reki
myndstöðvar og hvernig dagskrá-
in verði. Hver hefur veitt fram-
sóknarmönnum umboð til að
ákveða þessi afskipti ríkisins af
þessum tækjum? Er þörf á því nú
að hlaupa til og hnoða saman ein-
hverjum lagabálki um opinbera
íhlutun á þessu sviði með þeim
hætti, sem Tíminn vill? Raunar
sýna hugmyndir Tímans gleggst,
hve vanhugsaðar hugmyndir
manna um þetta mál eru enn hér á
landi. Fyrsta viðfangsefnið á ekki
að vera það, að opinberir aðilar
skipti sér af því, hvað sýnt er í
myndstöðvum eða hverjir standi
að þeim, heldur á hið opinbera að
standa vörð um eignarrétt manna
á þessu sviði sem öðrum.
Það á engum að líðast að fá hug-
verk manna leigð með þeim kjör-
um, að þau séu til einkanota og
síðan séu þau gerð að söluvöru án
þess að höfundurinn fái eitthvað í
aðra hönd. Til eru reglur, sem eiga
að tryggja höfundarrétt á töluðu
máli og rituðu og raunar einnig
því, sem fest er á filmu. Vonandi
einbeitir hin nýskipaða nefnd sér
að þessum þætti myndstöðvabylt-
ingarinnar en eyðir ekki kröftun-
um í að smíða reglur til skerða
frelsi manna til að njóta þess, sem
framleitt er fyrir slíkar stöðvar.
Þær lifa ekki lengur en fólk hefur
áhuga á þeim.
Hugmyndir
HægrifLokksins
Eins og fram kom í viðtali við
Lars Roar Langslet, sem birtist
hér í blaðinu 11. apríl 1980 um
frjálst útvarp í Noregi, ákvað
Hægriflokkurinn á landsfundi sín-
um 1978, að útvarpsrekstur skyldi
tekinn til sérstakrar athugunar á
hans vegum. Var Langslet skipað-
ur formaður flokksnefndar til að
fjalla um málið og með honum
voru hægri menn úr menntamála-
nefnd Stórþingsins og útvarps-
ráði. Nefndin valdi ekki þann kost
að semja algjörlega nýjar reglur
um norskan útvarpsrekstur. Vildi
hún, að stig af stigi þróaðist rekst-
ur bæði hljóðvarps og sjónvarps í
frjálsræðisátt og yrðu skrefin
ákveðin í hvert sinn miðað við
áunna reynslu.
I tillögum nefndarinnar segir,
að norska ríkisútvarpið skuli
áfram hafa rétt til að reka hljóð-
varp og sjónvarp en ekki einka-
rétt.Sú meginregla er mótuð, að
mönnum sé frjálst að koma sér
upp og starfrækja tæknibúnað til
staðbundinna  útsendinga  á  út-
varpsdagskrám hvort heldur um
streng eða þráðlaust. Verði það í
höndum fjarskiptayfirvalda á
hverjum stað að úthluta tíðnis-
sviðum og fylgjast með því, að
tæknibúnaður sé þannig úr garði
gerður, að hann valdi ekki truflun-
um á öðrum loftskeytum. Stað-
bundnum samtökum verði veitt
útvarpsleyfi í sinni heimabyggð,
bæði þeim, sem nú séu starfandi
og einnig þeim, sem kynnu að
verða stofnuð í því skyni að
stunda útvarpsrekstur. Einka-
fyrirtæki fái heimild til
sjónvarpssendinga um streng
gegn áskriftargjaldi og geti sent
út efni, sem þau hafa keypt, leigt
eða framleitt sjálf.
Samhliða þessum staðbundnu
sendingum taldi útvarpsnefnd
norska Hægriflokksins, að Stór-
þingið ætti að skipa útvarpsnefnd
ríkisins, sem hefði það hlutverk að
úthluta útsendingartíma á bylgj-
um, sem nái til alls Noregs. Taldi
nefndin ekki líkur á því, að einka-
aðilar réðust á næstunni í það
stórvirki að koma upp fjarskipta-
neti, sem næði til allra staða í
Noregi eins og ríkisútvarpið. í því
efni bíða Norðmenn líklega eftir
sérstökum     útvarpsgervihnetti
fyrir sig, en hægri mönnum þótti
koma til álita á þessu stigi að
leyfa einkaaðilum að nota útsend-
ingarnet norska ríkisútvarpsins á
öðrum tímum en venjulegum út-
sendingartíma.
Nordmenn
varkárir
Enginn getur sagt, að Norð-
menn flasi að neinu, er snertir
þjóðlíf þeirra. Síst af öllu ættu
róttæklingar að saka hægri menn
um að vera of nýjungagjarna, en
líklega hlytu tillögur Hægri-
flokksins í Noregi um frjálst út-
varp ekki einu sinni hljómgrunn
meðal ráðamanna í Framsóknar-
flokknum hvað þá almennt innan
ríkisstjórnarinnar  hér  á  landi.
Einmitt í málum eins og þessum
eru vinstri stjórnir afturhalds-
samar, því að innan þeirra taka
menn rétt ríkisins fram yfir rétt
einstaklingsins. Líklega myndu
allir ráðherrar í ríkisstjórn Is-
lands leggja lóð sitt á vogarskál
ríkisins, ef þeir ættu að taka af-
stöðu til hugmynda um frjálst út-
varp í þeirri mynd, sem hér hefur
verið lýst. Þessir sömu ráðherrar
hika þó ekki við að sveipa sig
skikkju frjályndis, þegar þeir
mæta á mannamótum.
Það er svo sannarlega ástæða til
þess fyrir áhugamenn um frjálst
útvarp á íslandi að fylgjast náið
með því, hvað gerist á þessu sviði í
Noregi undir ráðherrastjórn Lars
Roar Langslets. I hans augum er
einn helsti vandinn í þessu máli
öllu að ákveða, hvort innleiða beri
auglýsingar í útvarp og sjónvarp í
Noregi, vandi, sem við eigum ekki
við að stríða vegna hefðar í ríkis-
fjölmiðlunum. I tillögum útvarps-
nefndar Hægriflokksins segir, að
við hlið norska ríkisútvarpsins
geti aðrar útvarpsstöðvar tæplega
þrifist nema þær fái heimild til að
afla sér tekna með auglýsingum
og leggur nefndin til, að þær verði
leyfðar bæði í hljóðvarpi og sjón-
varpi einkaaðila, en hins vegar
byggist rekstur ríkisútvarspins
áfram á afnotagjöldum. Vill
nefndin, að auglýsingar slíti ekki
dagskrárliði í sundur heldur birt-
ist á milli liða og að hámarki 30
mínútur á dag. Þessar reglur stafa
ekki af því að ætlunin sé að hafa
hömlur á tekjuöfluninni heldur af
tilliti til hlustenda og áhorfenda
(við myndum meta slíka reglu í
jólaflóðinu).
Það er nauðsynlegt að hefja um-
ræðurnar um frjálst útvarp á ís-
landi á öðrum forsendum en
hingað til. Kjörinn vettvangur til
þess er til dæmis landsfundur
Sjálfstæðisflokksins í lok þessa
mánaðar. Flokkurinn er eina
stjórnmálaaflið hér á landi, sem
léti ekki oftr.úna á ríkið villa sér
sýn í þesu máli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40