Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Miðvikudagur
2. desember
vt&wMdtíb
Bls. 33-64
Stúdentafélag
Reykjavíkur
110 ára
NU humani a me
alienum puto
Eftir Lýð Björnsson
Um þessar mundir á einn elzti og
virðulegasti félagsskapur landsins 110
ára afmæli. Slíkt tilefni er ærin ástæða
til að huga að genginni slóð, enda er það
í samræmi við forna hefð. Hér verður
drepið á nokkra þætti úr sögu félagsins,
en varðandi framtíðina skal minnt á, að
enn skyggir Skuld fyrir sjón.
„Fundir eru engir og bágt að koma
þeim á eða laga þá svo, að menn fái
þokka á þeim. Fjörið er dauft og á sundr-
ungu um strjálbyggt land." Svo ritaði
Ari bóndi Finnsson Jóni Sigurðssyni for-
seta hinn 10. júlí 1861. Þetta voru orð að
sönnu. Félagsstarfsemi hafði ekki verið
iðkuð að marki í landinu um aldir, og
þótti flestum framfarasinnum nóg um
dofann. Jón forseti og fleiri hvöttu landa
sína óspart til að stofna félög og taka
virkan þátt í starfsemi þeirra. Þetta bar
þann árangur, að allmörg félög voru
stofnuð um miðbik 19. aldar og næstu
áratugi og víðsvegar um land. Mest var
gróskan um 1870. Þá stóð afmælishátíð
1000 ára byggðar í landinu fyrir dyrum
og hennar vildu menn minnast á sem
eftirminnilegastan hátt. Mörg þessara
félaga urðu á hinn bóginn skammlíf og
hafa lítil spor markað í sögunni.
Reykjavík fór ekki varhluta af þessari
hreyfingu. Þar efndu áhugamannahópar
til leiksýninga um hátíðirnar flesta vetur
1850—1870. Nemendur Lærða skólans og
stúdentar mynduðu kjarna þessara hópa,
sem nú hefðu líklega verið nefndir
starfshópar um leiklist. Þetta viðfangs-
efni nægði ekki. Einn þessara hópa
stofnaði málfundafélag laust eftir ára-
mótin 1860—1861. Nefndist það í fyrstu
Leikfélag andans, en nafninu var fljót-
lega breytt í Kvöldfélagið. Þetta var
leynifélag, sem einungis verðugir fengu
aðild að. Obbinn af félagsmönnum hafði
annað hvort lokið stúdentsprófi eða var
við nám í Lærða skólanum. Má því segja,
Stúdentafélag Reykja-
víkur fékk Einar Jóns-
son til aö gera minnis-
varöa um Jónas Hall-
gnmsson. Myndin sýnir
afhjúpun minnisvarð-
ans á túninu fyrir fram-
an Bernhöftstorfu hinn
16. nóvember 1907.
Styttan var flutt suöur í
Hljómskálagarð árið
1945.
Oanskir stúdentar komu í heimsókn til
landsins aldamótaárið. Stúdentafélagið
greiddi för þeirra á ýmsan hátt og hélt
þeim samsæti á Hótel íslandi. Myndin
sýnir gestina á Austurvelli í fylgd
Björns Jónssonar ritstjóra, en hann var
næstfyrsti formaður félagsins.
Löghelgun Hvítbláins var eitt helzta baráttumál stúdenta
á fyrstu tugum þessafer aldar.
að þetta væri vísir að stúdentafélagi. Það
starfaði fram á mitt sumar 1874. Um-
ræður á félagsfundum voru oft fjörugar
og ekki sízt, er frjálshyggjumenn og sósí-
alistar þeirrar tíðar leiddu saman hesta
sína á málþingum.
Árið 1847 tók fyrsta háskóladeildin til
starfa í Reykjavík. Þetta var prestaskól-
inn. Nokkrum árum síðar eða árið 1860
hóf Jón landlæknir Hjaltalín að kenna
læknanemum upp á eigin ábyrgð. Heim-
ild til slíkrar kennslu fékkst fyrst tveim-
ur árum siðar. Prestaskólinn var í fyrstu
til húsa í Hafnarstræti 22 (Sivertsens-
húsi), en flutti árið 1872 í Austurstræti
22 (Yfirréttarhúsið). Kennsla lækna-
nema fór aftur á móti fram í spítalanum,
eftir að sú stofnun tók til starfa, en spit-
alinn var til húsa á efri hæð kiúbbsins
við suðurenda Aðalstrætis. Var því nokk-
urt vik milli vina. Fimmtán stúdentar
voru við nám í prestaskólanum árið 1871
og fimm í læknanámi.
Upphaf læknakennslu kann að hafa
hvatt stúdenta til að bindast samtökum.
Ýmsir þeirra voru félagar í Kvöldfélag-
inu, svo sem fyrr getur, en óvíst er, hvort
allir stúdentar hafi talizt verðugir til
inntöku þar. Mælt er og, að sumum
þeirra hafi þótt lítið til félagsins koma.
Stúdentar hafa löngum verið ötulir
baráttumenn fyrir auknu frelsi. Úr
þeirra röðum komu ýmsir traustustu
fylgismenn Jóns Sigurðssonar í sjálf-
stæðisbaráttunni og oddvitar þjóðarinn-
ar á því sviði síðar. Mælt er, að þessum
mönnum hafi þótt umfjöllun um sjálf-
stæðismálið innan Kvöldfélagsins vera í
lágmarki og þeir hafi af þeirri ástæðu
ekki haft áhuga á aðild. Leyndin yfir fé-
laginu kynni og að hafa verið sumum
þeirra þyrnir í augum. Víst er, að stúd-
entar brugðu á það ráða að stofna eigið
félag í stað þess að fjölmenna í Kvöldfé-
iagið, en það stóð þeim vissulega til boða.
Haft hefur verið fyrir satt, að
Stúdentafélag Reykjavíkur hafi verið
stofnað af stúdentum við læknaskólann
og prestaskólann hinn 14. nóvember
1871. Markmið félagsins var að sögn Jóns
biskups Helgasonar, „að koma á blóm-
legu og þjóðlegu stúdentalífi í Reykjavík,
fræða hver annan og skemmta með fyrir-
lestrum og umræðum, glæða áhuga ann-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64