Morgunblaðið - 12.12.1981, Side 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
Flugleidir hefja
Gautaborgarflug á
nýjan leik í vor
FLUGLEIDIR munu á ný hefja flug
til (iautaborgar í vor og er ákveðið,
að frá og með sumaráætlun fljúgi
þotur Flugleiða tvær ferðir í viku.
Flogið verður á fimmtudögum og
sunnudögum.
— íslenzkt flug á sér langa
sögu til Gautaborgar. Loftleiðir
hófu þangað flug árið 1953 og
héldu áfram Gautaborgarflugi til
1971. Flugfélag íslands hóf litlu
síðar flug til Gautaborgar og eftir
stofnun Flugleiða 1973 var fluginu
haldið áfram þar til fyrir einu og
hálfu ári, er félagið neyddist til
samdráttar af ýmsu tagi. Gauta-
borgarflugi var þá frestað um
sinn, segir m.a. í frétt frá Flug-
leiðum.
Þá segir, að sem fyrr hefjist
Gautaborgarflugið að nýju í byrj-
un apríl nk. Mikill fjöldi íslend-
inga býr í Suður-Svíþjóð og auð-
veldar beint flug til Gautaborgar
þeim samband við heimalandið.
Ennfremur flýgur nú vaxandi
fjöldi farþega frá Svíþjóð til ís-
lands og þaðan áfram til Banda-
ríkjanna með Norður-Atlants-
hafsflugi félagsins. Endurupptaka
flugs til Gautaborgar er því m.a.
einn þátturinn í að undirbyggja og
styrkja Norður-Atlantshafsflug
Flugleiða. Allri starfsemi Flug-
leiða í Svíþjóð er stjórnað frá
Stokkhólmsskrifstofu félagsins,
sem er að Humlegaardsgatan 6.
Rækjusjómenn á ísa-
firði og Bolungarvík:
Samþykkja
hugmyndir um
kvótaskiptingu
RÆKJUSJÓMENN á í.safirði og í
Bolungarvík hafa orðið ásáttir um
hugmyndir um kvótaskiptingu vegna
rækjuveiða á ísafjarðardjúpi, sem
hafnar eru fyrir nokkrum vikum.
Eru hugmyndir þessar nú til um-
sagnar í sjvarútvegsráðuneytinu,
sem ákveður endanlega hugsanlega
skiptingu.
Ekki mun hafa náðst fullkomin
samstaða meðal sjómanna um
kvótann, eins og gerðist á sl. vetri,
en 75% fundarmanna voru fylgj-
andi henni og 25% andvígir. Mis-
munur á hæsta kvóta og hinum
lægsta er 15 tonn og er aflanum
skipt á bátana eftir stærð þeirra.
Halldór Lárusson, skipstjóri á Bjarti, í brúnni með Capo Verde-búanum sem kom með honum til íslands, Júlíó
Eduardo Soares Goto.
„Þeir eiga eftir að
búa að þessu alla æyiu
— segir Ilalldór Lárusson skipstjóri á Bjarti sem er nýkominn heim frá
Grænhöfðaeyjum þar sem hann kenndi nýtísku fiskveiðar
Aðfaranótt fjórða desember sl.
sigldi inn að Hafskipsbryggju úti á
Granda skipið Bjartur, en það hefur
verið í eitt og hálft ár erlendis við
eyjarnar ('apo Verde, eða Græn-
höfðaeyjar. Eyjarnar eru 300 mílur
vestur af Senegal í Afríku og 1000
mílur sunnan af Kanaríeyjum, en
þar var Bjartur og áhöfn hans á
vegum Þróunarstofnunar íslands í
þeim tilgangi að kenna sjómennsku
og nýjustu fiskveiðar, leita að mið-
um fyrir innfædda og standa að
rannsóknum á hafsvæðinu í kring-
um eyjarnar. Það var í maí 1980,
sem Bjartur hélt utan og átti hann í
fyrstu að vera í 15 mánuði, en það
dróst í 18 mánuði.
Blaðamaður Mbl. hitti að máli
skipstjórann á Bjarti, Halldór
Lárusson, daginn eftir heimkom-
una og spurði hann að því fyrst,
hvort hann væri ekki feginn að
vera kominn heim til íslands.
„Ég er ekki alveg,“ sagði Hall-
dór, „búinn að átta mig á því enn-
þá að ég er kominn, og ég er til
dæmis snarruglaður í krónunni
íslensku. Er enn í þeirri gömlu.
Nei, ég hef ekki verið svona lengi
úti áður og var mest í fimm mán-
uði áður, þá í Norðursjónum.
Ég kunni ágætlega við mig á
Capo Verde-eyjum, enda býr þar
hreint indælisfólk og harðdug-
legt, en því vantar bara tækifær-
in til að nýta sér þau. 80 prósent
af því sem þeir lifa á, er innflutt-
ur varningur. Þarna búa um
350.000 manns en annað eins býr
erlendis, mikið á Norðurlöndun-
um, og þeir senda peninga heim
til fólksins síns, sem eru afskap-
lega vel þegnir og koma í góðar
þarfir, því á eyjunum ríkir geysi-
mikil fátækt.
Þeir voru 14, Capo Verde-bú-
arnir, sem voru um borð. Einn
þeirra kom þó með Bjarti til ís-
lands. Hann var vélstjóri allan
tímann meðan á rannsóknum
stóð og hann vonast til að komast
í skóla eða í vinnu hérna á ís-
landi. Hann heitir Júlío Eduardo
Soares Goto.“
Hvernig reyndist báturinn til
þessara rannsókna og veiða?
„Þessi bátur er ekki heppilegur
fyrir þessar veiðar. Það er fyrst
og fremst vegna þess að í honum
er aðeins bráðabirgðaútbúnaður
fyrir trollveiðar, en það kom
fljótlega í ljós, að togveiðar gáfu
einmitt bestu raunina. Svo er
Bjartur ekki gerður fyrir heitt
loftslag og vélarrúmið var oft
eins og bakarofn. Bjartur er
byggður fyrir kaldara loftslag.
Kælibúnaðurinn var ekki nógu
góður fyrir þessa breiddargráðu.
8 báturinn er líka orðinn gam-
all, 16 ára, og allt viðhald þarna
niðri frá rosalega lélegt og illmö-
gulegt að fá þar nokkra varahluti.
I þeim efnum gengu hlutirnir
ekki fyrir sig með íslenskum
hraða. Þar var ailt miklu rólegra.
Það, sem maður gæti gert við bát-
inn hér á landi í helgarfríinu sí-
nu, tók mánuð að gera á Capo
Verde-eyjum. Ég hugsa að það
hefði verið heppilegra að vera
með nýjan bát í þessu, sem örugg-
ara væri með að gengi slysalaust
í langan tíma og bát sem væri
með fullkominn togveiðiútbúnað.
Það kom innfæddum á óvart hvað
gat fiskast í trollið."
Varð þeim þessi innsýn í fisk-
veiðar eins og þær gerast bestar
mikið til gagns?
„Já, ég held, að þeir sem voru
með okkur á skipinu allan tím-
ann, eigi eftir að búa að þessum
lærdómi alla sína ævi. En tíminn
sem fór í þetta, þó manni finnist
hann kannski núna vera langur,
hefði eflaust mátt vera mun
lengri. Helmingi lengri eða
meira, því maður er svo lengi að
koma sér inn í þann hugsunar-
hátt sem þarna ríkir og kerfi. Ég
held það sé stefnt að því, eftir
sem ég best veit, að lengja tím-
ann.“
Geturðu sagt í örstuttu máli
hvernig svona þróunaraðstoð fer
fram?
„Báturinn þarf að byrja á því
að koma sér fyrir, við vorum á
Sao Vincente-eyju. Þá þarf að
ráða mannskap um borð, en það
er gert í samráði við ríkisfyrir-
tæki á Capo Verde-eyjum. Svo er
farið út að veiða og reyna fyrir
sér með veiðarnar. Kenna á tæki
og þó maður lenti kannski á góðri
fiskislóð, þá var maður ekki þar
allan tímann og fyllti bátinn, það
var ekki málið að græða peninga.
Það var frekar reynt að fara sem
viðast og rannsaka sem mest. Um
borð voru þrír reyndir sjómenn,
af fraktskipum að vísu, og tveir
sem höfðu verið á sjóvinnunám-
skeiði um skeið í Portúgal. Hinir
voru nemar frá 16 til 23 ára ald-
urs. Þessir menn fara nú á eyj-
arnar og miðla þeim fróðleik sem
þeir söfnuðu um borð í Bjarti."
Er miklu áorkað, heldur þú,
með svona tegund af þróunar-
aðstoð?
„Mér skilst, að þeir sjái miklu
meiri árangur af þessum aðferð-
Halldór ásamt nokkrum Capo Verde-búum sem voru með honum á Bjarti
í eitt og hálft ár.
PETUR
*ÐTt=;l
OSKABOK
HESTAMANNA1AR
Bókin ,,Að temja'' eftir Pétur Behrenser ætluð öllum þeim er með hesta
fara. Pétur fjallar á greinargóðan hátt um samskipti manns og hests, alla
þætti tamninga og bendir á margt til bóta
Bókin ,,Að temja" er mjög vönduð og ríkulega skreytt myndum
Að undirbúningi bókarinnar vann með höfundi Jón P. Þórðarson
tamningamaður. Einar Höskuldsson á Mosfelli skrifar inngangsorð
,,Að temja'' er tvímælalaust bók hestamanna í ár, ungra sem aldinna, og
allra þeirra sem vilja umgangast og meðhöndla ung hross af alúð
,,Að temja'' fæst í bókabúðum um land allt. Hægt er að panta hana hjá _
skrifstofu Eiðfaxa í síma 91-25860 og verður hún þá send um hæl ^-
_____ _____í-.jísSs.'*'15
Pósthólf 887. Simar 25860 BC*'*6 .«.iQaíöay-
og 85111 Reykjavik. \ - ^aQ, -
nýbók ITEIÐFAXI
FRÁ EIÐFAXA ..
Grásleppuhrognaframleid-
endur í Stykkishólmi:
Oskirnar um
veiðistöðvun
misráðnar
Stykkishólmi 3. desembcr.
í GÆRKVÖLDI komu grásleppu-
hrognaframleiðendur í Stykkishólmi
allir saman á fund hér til að ræða
um hagsmunamál sín.
A fundinum kom fram hörð
gagnrýni á stjórn og fram-
kvæmdastjóra grásleppuhrogna-
samtakanna.
Fundurinn taldi, að umræður
eða óskir um veiðistöðvun á síð-
asta sumri hefðu verið misráðnar.
Þá taldi fundurinn, að bygging
stórrar kæliskemmu í Reykjavík
væri vafasöm og lagasetning í því
sambandi nú á Alþingi þyrfti
lengri undirbúning og því ekki
tímabær.
FrétUriUri